Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Húsleitin hjá hælisleitendum


   Húsleit lögreglu í morgun á sjö dvalarstöðum hælisleitenda
í Reykjanesbæ, þar sem 58 manna  lögregluliði var beitt, vekja
upp margar spurningar.  Hvernig stendur á því að allt að 30
hælisleitendur þurfa allt upp undir 3 ár að fá úrlausn sinna
mála? Hvers konar kerfi er þetta eiginlega, kerfi á hraða snigil-
sins? Að ríkið og íslenzkir skattgreiðendur þurfa að sitja uppi
með og greiða fyrir heilu hópanna af hælisleitendum allt að
þrem árum? Þurfa svo hátt í  60 manna lögreglulið til að
athuga um skilríki þeirra til að bera kennsl á hælisleitendur.
Hvers konar rugl er þetta? Er sú vinna ekki framkvæd af útlend-
ingaeftirlitinu? Frumskylda þess? Frumforsenda til að fella dóm
í máli viðkomandi? Því ekki er það  síður hagsmunamál hælisleit-
endanna sjálfra að fá úrlausn sinna mála sem allra allra fyrst.

  Skil ekki svona RUGL! 

Aldrei þjóðarsátt um ESB-aðild eða að kasta krónunni !!!


   Það mun ALDREI nást nein þjóðarsátt í efnahagsmálum ef einn
þáttur hennar verður sá að krónunni verði kastað. Það mun aldrei
nást nein þjóðarsátt í svokölluðum Evrópumálum. Þjóðin mun
ÞVERKLOFNA ef reynt verður að keyra fram aðild Íslands að ESB
eða taka upp evru. - Það verða mikil pólitísk átök í þjóðfélaginu
ef ESB-sinnar ná því fram að sótt verði um aðild að ESB. Klofn-
ingur þjóðarinnar verður miklu meiri en klofningurinn var á sínum
tíma  gagnvart bandariskum her eða NATO-aðild. Meir að segja
heilu stjórnmálaflokkarnir munu þverklofna.  Og það til frambúðar!
Vegna vess að fullveldi og sjálfstæði Íslendinga yrði í veði og yfir-
ráð þeirra yfir sínum helstu auðlindum. Deilurnar í þjóðfélaginu
yrðu því  mjög hatrammar meðal manna. Viljum við það?

  Þess vegna var það undarleg frétt í gær í fjölmiðlum þess efnis að
eitt af því sem aðilar vinnumarkaðarins hefðu orðið ásáttir um
væri að kasta krónunni og taka upp erlenda mynt. Slíkt stórmál
verður ekki ákveðið á götunni! Alþingi Íslendinga mun ákveða
það og ENGINN annar. Sama er að segja um hvort sótt verði um
aðild að ESB. Það munu engir götustrákar gera. Alþingi Íslendinga
mun gera það. Og eins og Alþingi er skipað í dag eru ENGAR líkur
á að  slíkt verði samþykkt á þessu kjörtímabili. Auk þess þarf að
breyta stjórnarskránni, sem ESB-andstæðingar sem nú eru í
meirihluta á Alþingi, munu EKKI samþykkja. Því ENGINN einlægur
ESB-andstæðingur á Alþingi færi að greiða götu fyrir ESB-aðild
með því að samþykkja slíka breytingu á stjórnarskrá.

  Hitt er svo allt annað mál að GJÖRBREYTA má núverandi peninga-
stefnu sem augljóslega hefur ekki gengið upp. Það má gera með
ýmsum hætti svo stöðugleiki skapist í gengismálum og þar með
verðlags- og vaxtamálum. - Það er verkefni sem í raun hefði átt
að vera búið að gera  fyrir löngu! Þannig væri myntsamstarf t.d
við Norðmenn mun betri kostur heldur en að taka upp erl.mynt
eins og evru sem við hefðum ENGIN áhrif á!


mbl.is Kannast ekki við þreifingar um þjóðarsátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvæðir atburðir í Georgíudeilunni


   Skv. AP fréttastofunni hafa rússneskir hermenn hafið brottflutning
frá Georgíu í samræmi við samkomulag við Frakklandsforseta á dög-
unum. En Rússar hafa lýst því yfir að þeir munu draga heri sína innan
mánaðar frá Georgíu, nema frá S-Ossetíu og Abkasíu. Þar verða eftir
7.600 hermenn skv. óskum S-Osseta og Abkasíu.

  Þá berast fréttir að fjögur herskip NATO hafi í dag haldið úr Svarta-
hafi. - Allt bendir því til að spennan varðandi Gerogíu fari mjög minn-
kandi og að skynsemin ráði för.  Enda gjörsamlega út í hött að helstu
kristnu þjóðir heims berjist á banaspjótum. Vestrænum ríkjum og
Rússum stafar miklu meiri hætta af öfgafullum íslamistum sem stefna
að heimsyfirráðum og útrýmingu vestrænna gilda og kristinna við-
horfa.   Gegn slíkum ófögnuði eiga þessar þjóðir að standa saman,
en ekki að eiga í innbyrðisdeilum eins og í Georgíu á dögunum.

Utangarðsmenn. Bætt fyrir vanrækslu vinstrimanna !


   Hinn nýji borgarstjórnarmeirihluti fer vel á stað með þvi að láta
það verða eitt af sínum fyrstu verkum að finna lausn á vandamálum
utangarðsmanna. En staða þeirra hefur verið svartur blettur á 
stjórn borgarmála í fjölda ára, flestra undir stjórn vinstrisinnaðra
afla. En í gær samþykkti Velferðarráð Reykjavíkurborgar stefnu til
næstu fjögurra ára  sem felur í sér meiriháttar úrbætur í málefnum
utangarðsmanna með tryggum fjármunum í fjárhagsáætlunum til
ársins 2011.

  Það er ánægjulegt að þetta skuli gerast nú í stjórnartíð Framsóknar
og Sjálfstæðisflokks. Þetta afsannar kenningu vinstriafla að fram-
kvæmdasöm borgaraleg öfl vinni ekki fyrir þá sem verst eru settir
í þjóðfélaginu. Þvert á móti sannar þetta hið gagnstæða. Vinstrimenn
eru duglegir að hrópa alls kyns innantóma frasa um félagshyggju
og jöfnuð en framkvæma svo ekkert. Besta dæmið núna eru stórsvik
Samfylkingarinnar við öryrkja og þeirra sem verst eru settir í þjóð-
félaginu. Aðalstjórn Öryrkjabandalagsins sendi frá sér yfirlýsingu
í s.l viku um stórversnandi afkomu öryrkja. Þvert á það sem Sam-
fylkingin, Jafnaðarmannaflokkur Íslands, lofaði fyrir kosningar með
Jóhönnu Sigurðardóttir félagsmálaráðherra fremsta í flokki. Niður-
staðan er nú sú að öryrkjar hafa ALDREI haft það eins slæmt í ára-
tugi og einmitt  nú undir stjórn ,,Jafnaðarmannaflokks Íslands" m.a
vegna óðaverðbólgu sem Samfylkingin ber 100% ábyrgð á. 

  Sem betur fer er hefur verið myndaður nýr borgarstjórnarmeiri-
hluti sem setur velferð borgarbúa í fyrirrúm. Ekki síst hina verr-
settu!


Hvers á Ella Dís að gjalda ?


   Varð ÖSKUREIÐUR eftir að hafa lesið frétt á forsíðu 24 stunda
í dag. Þar segir frá lítilli ÍSLENZKRI  stúlku sem  berst  fyrir  lífi
sínu, en móðir hennar varð upp á egin spýtur að leita lækninga
fyrir hana í Bandaríkjunum eftir að fullreynt var með lækningu
hér heima. En þar sem ýtrustu formsatriðum var ekki fullnægt
áður en til Bandaríkjanna fór situr móðirinn uppi með  hátt í 10
milljóna skuld sem Tryggingastofnun neitar að greiða.

   Hver skonar rugl er þetta og framkoma? Hvers konar stjórvöld
koma svona fram við sína EIGIN ÞEGNA? Á ekki sérhver íslenzkur
ríkisborgari 100% rétt á að fá greitt fyrir alvarlega sjúkdóma innan
tryggingakerfisins? Ekki síst þegar um sjálft lífið er að tefla og það
fyrir smábarn?  Hvernig getur þetta gerst?  Hvernig Í ÓSKÖPUNUM 
er svona látið viðgangast árið 2008? 

  Þjóðin hlýtur að krefjast þess að íslenzk stjórnvöld gangi þegar
í stað í málið þannig að Ella Dís fái ALLAN sinn sjúkrakostnað greidd-
an AÐ FULLU svo og ALLA þá læknismeðferð sem hún þarf á að halda.
Því hingað til er allt málið HNEYKSLI  fyrir íslenzk heilbrigðisyfirvöld og
raunar stjórnvöld ÖLL!

   Á sama tíma er þetta sama ríkisvald að sólunda milljörðum í alls-
kyns vitleysur og rugl út um allar trisssur, og það jafnvel til aðila
og málefa sem koma þjóðinni EKKERT VIÐ!

  Eða hvers á Ella Dís að gjalda ?

Bandaríkin á hættubraut - leitum annað !


   Á sama tíma og Frakklandsforseti og ríki ESB hafa náð samkomulagi
við Rússa um að russneskar hersveitir verði fluttar frá óumdeildum
landssvæðum Georgíu um miðjan október, fresta Bandaríkjamenn
gildistöku kjarnorkusamkomulags, sem Rússar og Bandaríkjamenn
hafa undirritað, vegna Georgíudeilunnar. - Þarna virðast Bandaríkin
vera á hættubraut, og virðast í engu virða mikilvægi þess samkomu-
lags sem náðist með Frakklandsforseta og Rússum í gær.

  Svo virðist að Bandaríkjamenn hafi fyrir all löngu ákveðið að taka
upp harðlínustefnu gagnvart Rússum, sbr. eldflauakerfin sem þeir
hyggjast koma upp í túnfæti Rússa í Póllandi og Tékklandi.  Hvað
myndu Bandaríkjamenn segja  ef Rússar endurtækju í dag eld-
flaugauppsetningu Sovétríkjanna á Kúpu árið 1961? Að sjálfsögðu
myndu þau koma í veg fyrir það. En  munurinn á þessu tvennu er
enginn, og því andstaða og reiði Rússa skiljanleg. Svona má rekja
fleiri dæmi um samskipti Bandaríkjamanna og Rússa á undanförnum
mánuðum og misserum. - Svo virðist að hinir engil-saxnesku haukar
vilji endurvekja kalt stríð milli Rússa og Vesturlanda. Átta sig enn
ekki á að Rússar eru frjálsir undan járnhælum kommúnista, hafa
tekið upp frjálst markaðskerfi og lýðræðislega  stjórnarhætti, og
sett KRISTNA trú til vegs og virðingar. Hvers konar rugl er þetta?
Bandaríkjamenn ættu miklu fremur að fókusa á hina RAUNVERULEGU
hættu sem í dag ógnar verstrænum gildum, fremur en að vera að
byggja upp þarflausan fjadskap við Rússa. Hinir öfgafullu íslam-
istar sem flæða yfir Vesturlönd í dag eru þær ógnir sem VIRKILEGA
þarf að berjast við. En ekki KRISTNA Rússa !

  Ef Bandaríkjamenn ætla að fara að byggja upp nýtt kalt strið við
Rússa eiga Íslendingar alls ekki að taka þátt í því. Fjölmörg öflug
ríki innan NATO eins og Frakkland og Þýzkaland munu ekki taka
þátt í slíku. Þess vegna á Ísland að  leita í auknu  mæli  til Frakka
og Þjóðverja  í öryggis-og varnarmálum, einum af öflugustu her-
veldum NATO.  Frakkar  stóðu  sig  ákaflega vel  í  sumar  við
loftrýmisgæslu umhverfis Ísland. Í stað Bandaríkjamanna hefði
þýzki flugherinn átt að taka  við  loftrýnisgæslunni nú þessa
haustdaga. Eigum að stórauka öryggis- og varnarsamvinnu
við þessi ríki auk Dana og Norðmanna.  Framkoma Bandaríkja-
manna gagnvart íslenzkum stjórnvöldum við brottför bandariska
hersins frá  Íslandi sýndi að þeim er alls ekki treystandi í öryggis-
og varnarmálum.  Hroki þeirra gagnvart Íslendingum var algjör.
Eigum því að stefna að Þýzk-frönskum varnarsamningi í stað
hins bandariksa. Og það sem allra fyrst! 


mbl.is Kjarnorkusamkomulagi frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með Schengen og erlendu glæpagengin !


  Já, burt með allt þetta Schengen- rugl og þar með allt þetta
erlenda glæpagengi sem hópast til landsins í skjóli þess. Þetta
er að verða plága, og það svo að lögreglan í landinu er farin
að kvarta sáran  undan stórauknu ofbeldi og árásum þessara
erlendu glæpamanna á  lögregluna sjálfa. - Nú er allt að koma
í ljós sem spáð var um opnun Shengensvæðisins til ESB-ríkja í
A-Evrópu um s.l áramót. Glæpatíðnin stóreykst um allt svæðið og
nú hefur ófögnuðurinn náð til Íslands á fullum þunga. Fimm Lit-
háar réðust á lögreglu s.l nótt, og þurfti kylfur og varnarúða til að
yfirbuga glæðagengið.

  Hversu langan tíma enn þarf að líða svo að stjórnvöld átti sig
á að Schengen-upptakan voru hræðileg mistök? Að eyja langt
úti á Atlantshafi taki  upp  landamæravörslu fyrir meginlandið
meðan eyþjóðirnar Bretar og Írar sögðu slíkt ekki koma til greina
hjá sér. Eyþjóðir af augljósum ástæðum hafa EKKERT með slíkt að
hafa, stórminnka allt og veikja landamæraeftirlit, eins og komið
er á daginn. - Fyrir utan þann hrikalega kostnað sem þetta kerfi
kostar,  að viðbættum stórkostlega  varðhaldskostnaði sem af
þessum fjölda erlendu glæpamanna hlýst.  Nánst allt út  af
Schengen !

   Krafan er því sú að Ísland hætti þegar í stað þessu Shcengen
rugli. Það hefur GJÖRSAMLEGA mistekist og stórveikt allt landa-
mæraeftirlit, eins og margir vöruðu við í upphafi.  Dómsmálaráð-
herra VERÐUR því að gjöra svo vela að taka af skarið í ljósi reynsl-
unnar. - Þetta voru stórpólitísk mistök á sinum tíma að ganga í
Schengen, mistök, sem VERÐUR að leiðrétta ÞEGAR Í STAÐ áður
en algjört neyðarástand skapast !

   Þjóðin KREFST ÞESS !!!

Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB nú kemur alls ekki til greina!


   Það er dapurlegt að jafn virtur efnahagsráðgjafi til margra
ára og Jónaz Haralz skuli ekki sjá aðra framtíðarsýn fyrir hina
íslenzku þjóð en að ganga í ESB og taka upp evru. Þetta kom
fram í Sílfri Egils í dag. En það furðulegra er að Jónaz skuli ekki
vita af ótal fjölmörgum opinberum rannsóknum og samantektum 
sem  hafa farið fram um það  í hverju aðild að ESB  fælist fyrir
Ísland. Og ekki nóg með það. Því  fjöldi ráðamanna þjóðarinnar
hafa gegnum árin fundað um þessi mál við æðstu menn sam-
bandsins. Nú síðast fyrir nokkrum mánuðum. Samt leggur Jónaz
Haralz til að farið verði í samningaviðræður til að vita hvað komi
út úr þeim?  Vita hvað? Þetta liggur allt fyrir !  Allt sem málið
skiptir. Hefur Jónaz Haralz ekki kynnt sér Rómarsáttmálann og
alla viðaukana við hann sem ALLAR þjóðir ESB verða að undir-
gangast ? - Hverskonar þráhyggja er þetta eiginlega? Í hvaða heimi
hefur Jónaz Haralz verið ?  Maður verður dauðþreyttur á að heyra
svona þvætting sí og æ!  

  Nei auðvitað kemur  það ALDREI til mála að Ísland gangi í ESB
þó ekki væri út af öðru en því, að við ESB aðild mun allur hinn
framseljanlegi kvóti af Íslandsmiðum fara á uppboðsmarkað
innan ESB þar sem allir innan sambandsins geta komist yfir hann.
Ef Jónaz Haralz hefði sagt að til þess að til greina komi að Ísland
gangi í ESB verði að breyta fiskveiðikerfinu í grundvallaratriðun
og afmá framsalið hefði það verið skömmunni skárra.  EN það
gerði hann ekki.  Virðist bara sætta sig við að virðisauki af okkar
helstu auðlind hverfi bara svona  úr landi með tíð og tíma!
Skrítin hagfræðispeki það !

       Þvílíkur málflutningur fyrir íslenzkum hagsmunum!

Ísland taki alls ekki þátt í öðru ,,köldu stríði"


   Átökin í Georgíu meiga alls ekki verða til þess að nýtt ,,kalt stríð"
hefjist. Engu að síður virðast margt benda til þess af ummælum Dick
Cheney varaforseta Bandaríkjannan að dæma í gær. Þar hvetur hann
til að NATO-ríkin sameinist gegn ágangi Rússa. Gamalkunnur frasi
Bandaríkjamanna á tímum kalda stríðsins.

   Átökin í Georgíu eru flókin, og langt í frá svört og hvít. Upptök
áttakanna er Því líka hægt að horfa útfrá tveim sjónarhólum. Engu
að síður er það staðreynd að eftir að her Georgíu fór yfir landamærin
við S-Ossetíu HÓFUST stríðsátök með inngripum Rússa. Gleymum
því ekki að í S-Ossetíu býr sérstök þjóð, sem ásamt N-Ossetíu á
skýlausan rétt til að verða sjálfstæð og fullvala þjóð. Því  þegar
þjóðmenning og tunga myndar þjóð eins og t.d í Tíbet eigum við
Íslendingar ÆTÍÐ að skilja og styðja sjálfstæðisbaráttu slíkra þjóða.
Því okkar sjálfstæði og fullveldi er einmitt byggt á slíkum rétti og
skilningi.

  Það sem gerir málið flóknara er að í vetur var hérað innan Serbíu,
Kosovo, viðurkennt sem sjálfstætt  ríki, þrátt fyrir mótmæli Serba.
Í Kosovo býr engin sérstök þjóð, heldur mörg þjóða-og trúarbrot.
Þarna leku Vesturveldin meiriháttar af sér, sem nú er að koma
þeim í koll varðandi Georgíu-átökin. Því með engu móti er hægt
að rökstyðja sjálfstæði Kosovo en andmæla um leið rétti Osseta
til sjálfstæðis. Ísland átti því alls ekki að styðja sjálfstæði kosovo.
 
    Margt óæskilegt hefur verið að gerast á undanförnum misserum
í samskiptum Bandaríkjamanna og Rússa. Uppsetning bandariskra
eldflauga í nánast túnfæti Rússa í Póllandi og Tekklandi hefur að
SJÁLFSÖGÐU valdið hörðum viðbrögðum Rússa. Eða hvað myndu
Bandaríkjamenn segja ef Rússar hyggðust setja upp eldflaugar á
Kúbu í dag? Viðbrögð Bandaríkjanna myndu að sjálfsögðu verða þau
sömu og í Kúbudeilunni 1961.  - En þarna eru Bandaríkin nú einmitt
að ögra Rússum eins og Sovétríkin ögruðu Bandaríkjunum 1961. Er
þetta ekki nokkuð ljóst? Styðja íslenzk stjórnvöld þessa eldflauga-
deilu?

   Herskipauppbygging Bandaríkjanna við Georgíu þessa daganna er
einnig ögrun við Rússa. Bandaríkin myndu aldrei samþykkja slíka
rússneska flotauppbyggingu við austurströnd Bandaríkjanna. 
Aldrei!

   Eðlilega vilja margir tengja aukna hörku Bandaríkjanna ganvart
Rússum þessa daganna bandarisku forsetakosningum. Hinir engil-
saxnesku haukar virðast þurfa á slíku köldu stríðu að halda. Gjör-
samlega fáránlegt!!!. Því nú eru Rússar loks orðnir frjáls kristin
þjóð. Hafa brotist undan járnhæl kommúnismans. Tekið upp frjálst
markaðskerfi  og komið á lýðræðislegu stjórnskipulagi. Hvers vegna
eigum við Vesturlandabúar að fara að fjandskapast einmitt við þá
núna? KRISTNA  þjóðina?  Horfandi á allt aðrar hættur sem VIRKILEGA 
ÓGNA  vestrænum samfélögum og VESTRÆNUM gildum í dag, sbr.
öfgafullir íslamistar og hreyfingar þeim tengd útum alla Evrópu.
 Hverskonar rugl er þetta allt saman?

   Ísland á því ALLS EKKI að taka þátt í því að búa til kalt stríð aftur! 
Ísland á því að skipa sér í sveit þeirra þjóða sem vilja hamla á móti
slíku!  Og láta rödd sína heyrast hátt og skýrt í því sambandi.!!!  

  


 
  


mbl.is Cheney: NATO-ríkin verða að sameinast gegn ágangi Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarhapp hverfi bankarnir úr landi ?


   Í fréttum RÚV í kvöld kom fram að skuldir bankanna væru hvorki
meira né minna en 88% af þjóðarskuldum Íslendinga. Þeir skulda
8400 milljarða króna í útlöndum  skv. tölum Seðlabanka Íslands.
Þjóðarbúið allt skuldar yfir 9500 milljarða erlendis, svo að bankarnir
eiga bróðurpartinn, rösk 88%.

  Í viðtali við Gylfa Magnússon, hagfræðing við HÍ við RÚV kom fram
að bankarnir verði að velta þessum 8400 milljörðum á undan sér.
Áhyggjur manna af fjármögnum bankanna megi m.a rekja til þess-
ara miklu erlendu skulda.

  Þetta eru hrikalegar tölur sem kemur á óvart. Því hefur allt verið
satt sem Ragnar Önundarson fjármálaráðgjafi hefur varað við á
undanförnum árum varðandi hina miklu útrás bankanna. Þeir færð-
ust allt of mikið í fang, fóru offari. Tóku himinhá erlend lán til fimm
ára, og endurlánuðu til 40 ára, en gerðu aldrei ráð fyrir áföllum á
alþjóðlegum peningamörkuðum, eins og komið er á daginn, og geta
því ekki sinnt eðlilegri bankastarfsemi hér innanlands. Eru nánast
fjársjúkir og með óráði.

  Að undanförnu hafa heyrst hótanir úr þessum sama bankageira
um að taki Ísland ekki upp alvöru gjaldmiðil (evru sem fallið hefur
um 8% s.l mánuð) og gangi í ESB, ella munu  bankarnir neyðast til
að fyltja höfuðstöðvar sínar úr landi.

  Í ljósi alls þessa er ekki nema eðlilegt að almenningur á Íslandi  
hugsi það míkið þjóðarhapp ef þessir bankaræflar bara hverfi úr
landi með allan  sinn skuldahala. Við það minnkuðu skuldir þjóðar-
búsins erlendis um hvorki meir né minna en um 88% á einni nóttu
takk fyrir! Þyrftum nánst enngum gjaldeyrisvarasjóði á að halda
eftir það, því öll sú bankastarfsemi sem eftir yrði myndi eingöngu
sinna íslenzkum viðskiptum.  Krónan myndi stórstyrkjast með til-
heyrandi lækkun verðbólgu og vaxta. Meiriháttar efnahagsjafn-
vægi yrði náð  á stuttum tíma.

   Já. Skyldi það  ekki verða bara besta efnahagslausnin í stöðinni
í dag að hrekja hreinlega þessa skuldumvafna banka úr landi! 
Stjórnendur þeirra sumir hverjir eru þegar búsettir erlendis. Stjórn-
endur, sem gjörsamlega hafa mígið í skóna sína þrátt fyrir öll ofur-
launin.

   




 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband