Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Bush tekur Kadhafi sinn í sátt


   Bandariskur utanríkiráðherra sækir Moamer Kadhafi Líbýuforseta
heim í vináttuheimsókn. Já, vegir Guðs eru svo sannarlega órann-
sakanlegir, sem betur fer! - Enda skiptast fljótt veður í lofti eins og
sagt er, sérstaklega í alþjóðapólitíkinni. Undanfarnar vikur hafa
heldur betur sannað það.

   Hef aldrei botnað í bandariskum stjórnmálum, og því síður banda-
riskri utanríkisstefnu.  Enda áhuginn á bandariskum stjórnmálum,
eins og forsetakosningunum nú, nánast enginn....

   Engu að síður ber ætíð að fagna því þegar óvinir verða vinir.

  Því annars verður jú  aldrei friður!
   
mbl.is Rice fundaði með Gaddafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bág staða öryrkja undir stjórn Samfylkingar


   Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands lýsir þungum áhyggjum sínum yfir
slæmri fjárhagsstöðu öryrkja. Aðalástæðan sé vaxandi verðbólga sem reyn-
ist öryrkjum illmögulegt að láta enda ná saman. - En þetta á ekki bara við
öryrkja, þetta á við alla sem standa höllum fæti í þjóðfélaginu. Kjör þessa
fólks  hafa snarversnað  s.l ár, þrátt fyrir ýmissa aðgerða stjórnvalda til
að bæta kjör þessara þjóðfélagshópa. Má segja að staða þessara hópa
hafi aldrei verið verri í áratugi.

  Og allt skuli þetta gerast undir stjórn og ábyrgðar Jafnaðarmannaflokks
Íslands, Samfylkingunni. Flokki sem lofaði stórbættum kjörum til handa
hinum verrsettu fyrir kosningar.  Jóhanna Sigurðardóttir núverandi fél-
agsmálaráðherra fór þar fremst í loforðaflauminu. Hver er útskýring
hennar nú á stórversnandi lífskjörum hinna verst settu undir HENNAR
stjórn? Hvar eru nú allar efndirnar um að hagur þessa fólks verði stór-
bættur kæmist Samfylkingin og Jóhanna til valda ?´Ætti ekki stjórnmála-
maður eins og Jóhanna Sigurðurðardóttir nú að segja af sér þegar stað-
reyndirnar blasa nú við og sem eru svo GJÖRSAMLEGA þvert á það sem
lofað var fyrir kosningar?

   Ekki geta svikin verið út af kreppunni á Íslandi, því formaður Samfylk-
ingarinnar lýsti því yfir fyrir örfáaum dögum að á Íslandi í dag væri engin
kreppa. Og varla voru ríkisfjármálin í klandri þegar Samfylkingin komst
til valda? Höfðu reyndar aldrei staðið eins vel í sögu lýðveldisins!
mbl.is ÖBÍ: Þungar áhyggjur af fjárhagsstöðu öryrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún tilbúin að eftirláta Spánverjum kvóta af Íslandsmiðum !


    Í gær var utanríkisráðherra Spánar á Íslandi  í boði utanríkisráðherra
Íslands, Ingibjargar Sólrúnu Gísladóttir. Fór vel á með þeim enda bæði
miklir sósíaldemókratar. Hinn spænski utanríkisráðherra undirstrikaði að
Íslendingar gætu aldrei tekið upp evru án ESB-aðildar. Nokkuð sem búið
er að liggja fyrir lengi og kemur ekki á óvart. Hins vegar fullyrti hann að
ekkert mál væri fyrir Íslendinga að ganga í ESB, þeir myndu halda yfirráð-
um sínum yfir sínum fiskimiðum eftir sem áður.

  Segir hver? Talsmaður þjóðar sem búin er ásamt öðrum þjóðum ESB að leggja
t.d breskan sjávarútveg nánast í rúst. Spánverjar eru mikil fiskveiðiþjóð, og sár-
vantar aðkomu að fleiri fiskimiðum. Innganga Íslands í ESB yrði þannig himna-
sending fyrir Spánverja. Því þá opnuðust ein gjöfulustu fiskimið heims fyrir
þeim.  Enda færði hinn spænski ráðherra ENGIN rök fyrir því hvernig Ísland
myndi halda yfirráðum sínum yfir hinum gjöfulustu fiskimiðum heims gerðist
Ísland aðili að ESB. Bara fullyrti út í loftið og brosti og hló og  hló!

  Auðvitað veit utanríkisráðherra Spánar betur. Veit að Ingibjörg Sólrún við-
heldur FRJÁLSU FRAMSALI kvóta á Íslandsmiðum sem gefur Spánverjum eins
og öðrum fiskveiðiþjóðum ESB tækifæri á að kaupa þá upp með tíð og tíma.
Með inngöngu Íslands í ESB fellur allt bann við fjárfestingum útlendinga í
íslenzkum útgerðum niður. Þannig væri EKKERT í heiminum auðveldara en  
fyrir Spánverja og aðrar ESB-þjóðir að kaupa sig inn í íslenzk útgerðarfélög
og yfirtaka þar með íslenzkan kvóta á Íslandsmiðum.

  Og þetta veit Ingibjörg Sólrún líka. Sem VOGAR sér að leika sér þannig að
einu helsta fjöreggi Íslendinga.  Tilbúin til að fórna einum gjöfulustu  fiski-
miðum heims í hendur erlendra útgerða?  Hver yrði  hinn efnahagslegi ávinn-
ingur fyrir Íslendinga af slíkum gjörningi?  Fyrir utan alla þá milljarða sem
Ísland þarf að greiða í sukksjóði ESB umfram það  smáræði sem til baka kann
að koma!

    Er ekki kominn tími til að þjóðin fari alvarlega að átta sig á hinum and-
þjóðlegum áformum Ingibjargar Sólrúnar og flokki hennar gagnvart ís-
lenzkum hagsmunum?  
mbl.is ESB-aðild forsenda evruupptöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Sigurðsson grefur undan Guðna og Framsókn!



  Þegar formenn stjórnmálaflokka láta af formennsku og hætta
afskipti af  stjórnmálum, er það nánast óskrifuð regla að þá
hætta þeir eða a.m.k grafa ekki undan viðtakandi formanni á
opinberum vettvangi. Undantekning frá þessari reglu er  fyrr-
verandi formaður Framsóknarflokksins, Jón Sigurðsson. Í grein
eftir grein á undanförnum mánuðum og misserum  hefur Jón
haldið uppi látlausri ESB-trúboði á síðum Morgunblaðsins, vitandi
um gagnstæðar skoðanir Guðna Ágústssonar formanns, og þess
hversu viðkvæmt mál þetta er innan flokksins. - Því verður ekki
annað sagt en  að Jón sé visvítandi að grafa undan  formanni
Framsóknarflokksins, og þar með flokknum sjálfum, nánast eins
og honum sé borgað fyrir það. Því fljótlega eftir afsögn sína eftir
síðustu kosningar kúventi Jón svo gjörsamlega í Evrópumálum
að jafnvel Ragnari Reykhás varð bumbult.

   Í Morgunblaðinu í dag heldur Jón sig við sama heygarðshornið,
nema nú virðst allt rekast á hvað  annars horn í röksemdarfærslum.
Skifandi um einhverja Junibevægelsen hreytingu í Danmörku og
systurhreyfingar hennar innan ESB, er upphaflega voru á móti
ESB, en eru nú með, en berjast samt hatrammri baráttu gegn sam-
runaferlinu innan ESB, sem ekkert virðist geta stöðvað.

   Er að furða þótt fylgi Framsóknarflokksins mælist ekki meira í
skoðanakönnunum og raun ber vitni? 

   Svona framkoma fyrrverandi formanns í stjórnmálaflokki er með
hreinum ólíkindum! - Því ef þetta er ekki að grafa undan og að
stunda flokkslega niðurrífsstarfsemi þá er vandséð hvað annað
á að kalla svona framferði!

Meirihluti borgarstjórnar á góðri siglingu !


   Vert er að taka undir með Staksteinum Mbl. í gær að hinn nýji
meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur sé á réttri leið og á góðri
siglingu skv. skoðanakönnun Gallups. Nýr meirihluti nýtur nú
tvöfallt meiri stuðnings en sá  sem á undan fór. Þá má Hanna
Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri vel við una með sína útkomu.
Um 40% Reykvikinga segjast ánægð með borgarstjórann.

  En betur má ef duga skal, og alveg ljóst að meirihluti Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknar verða að halda vel á málum til að
byggja upp sterkt traust og stuðning meðal borgarbúa, þannig
að borginni verði forðað frá hinu vinstrisinnaða afturhaldi eftir
næstu kosningar.  Enda eru hin neikvæðu vinstriöfl þegar farin
að örvænta, því fylgið við þau er þegar farið að dala mjög.

   Þar sem veldur hinni jákvæðri þróun er sú að borgarbúar horfa
nú upp á samhentan meirihluta borgaralegra afla sem staðráðinn
er í  að láta gott af sér leiða og að starfa af heilindum út kjörtíma-
bilið.

   Vonandi að ekki verði langt að bíða að hliðstæðar breytingar verði
í ríkisstjórninni. Að hin óábyrga og and-þjóðlega Samfylking verði
skipt út fyrir Framsókn og Frjálslyndra. Að allur samsulllarkokteill
verði aflagður í íslenzkum stjórnmálum, og við taki skörp skil og
skýrt pólitískt  val.  Að frjálslynd borgaraleg öfl á þjóðlegum grunni
hefði pólitískt samstarf til langframa, landi og  þjóð til heilla.  Því
vinstrimennskan er gjaldþrota og á ekkert erindi við íslenzka þjóð!

  Dagar Samfylkingarinnar í ríkisstjórn Íslands hljóta því að vera
senn á enda!


Blessun að vera ekki núna innan ESB !


   Já það er virkilega blessun að standa utan ESB núna þegar allskyns
hótanir ganga milli ESB og Rússa um viðskiptahindranir. Væri Ísland
innan ESB nú yrði það að dansa eftir því hvað hin valdamestu ríki
innan sambands ákveða að gera eða ekki  í samkiptum sínum við
Rússa og raunar allar aðrar þjóðir. Ísland yrði ALGJÖRLEGA að lúta
slíkri forsjá herranna í Brussel.

   Burtséð frá deilunum í Georgíu þá eru þessar hótanir um viðskipta-
höft  ESB og Rússa besta sönnun þess að Íslendingar eiga  ALDREI
að láta sér til hugar koma að ganga í þetta OFUR-miðstýrða samband,
sem allt stefnir í að verði Sambandsríki Evrópu.

   Það er grátbroslegt þegar Ingibjörg Sólrún formaður Samfylkingar-
innar talar fyrir sjálfstæðri utanríkisstefnu. Sú hin sama Ingibjörg sem
er tilbúin að lúta í einu og öllu tilskipunum frá Brussel, ekki síst í utan-
ríkismálum,  ef áform  hinnar óábyrgu og óþjóðlegu Samfylkingu  ná
fram að ganga við að koma Íslandi inn í Evrópusambandið.

   Það má ALDREI verða!   
mbl.is Heimatilbúnar hindranir ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkur stórtapar við að vinna með Samfylkingunni



   Það er alveg  ljóst  að  Sjálfstæðisflokkurinn  er  að  stórtapa
á ríkisstjórnarsamstarfinu  við  Samfylkinguna  skv.  þjóðarpúlis
Gallupps. Enda  gerði  flokksforysta  Sjálfstæðisflokksins  með
vara-formann flokksins  í  broddi  fylkingar  hrikaleg  mistök á s.l
ári  að mynda ríkisstjórn með  ábyrgðarlausum  krötum, í  stað 
þess að halda áfram með hina borgaralegu ríkisstjórn með Fram-
sókn og þá með innkomu Frjálslyndra.

  Samfylkiningin er óábyrgasti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi í
dag. Hefur ENGA sýn á efnahagsmálin önnur en þau að koma
Íslandi innn í ESB og taka upp evru. En með ESB-aðild myndi
fullveldi og sjálfstæði Íslands stórskerðast, og helstu auðlindir
þjóðarinnar myndu með tíð og tíma komast í hendur útlendinga,
sbr. hinn framseljanlegi kvóti á Íslandsmiðum. Sjálfstæð peninga-
stefna yrði úr sögunni með upptöku evru með tilheyrandi atvinnu-
leysi, stöðnun og kreppu til langframa. - En samhliða þessu virðist
Sjálfstæðisflokkurinn láta Samfylkinguna komast upp með að leika
tveim skjöldum í ríkisstjórnarsamstarfinu. Oftar en ekki virðist Sam-
fylkingin vera í stjórnarandstöðu, útata samstarfsaðila sinn  í ríkis-
stjórn pólitískum auri þegar hentar þýkir. Virðist ALLS EKKI viður-
kenna það alvarlega ástand sem er að skapast í efnahagsmálum,
og virðist heldur  ekki koma efnahagsmálin neitt við, þau séu höfuð-
verkur sjálfstæðismanna. - Já það er alveg með ólíkindum hvernig
Sjálfstæðisflokkurinn lætur Samfylkinguna teyma sig á asnareyrunum, 
og ekki síst nú í orku-og stóriðjumálum.

    Fylkisaukning Samfylkingarinnar er vissulega áhyggjuefni, því þar
með fá hin öfgafulla  alþjóðahyggja sósíaldemókratismans byr undir
báða vængi í íslenzkum stjórnmálum, landi og þjóð til mikillar bölvunar.

   Hvernig væri að flokksforysta Sjálfstæðisflokksins færu nú að vakna
af hinum pólitíska þyrnirósarsvefni?  Að það sé ALLS EKKI hennar hlut-
verk að innleiða hér sósíaldemókratiskt trúleysi á land og þjóð. Heldur
miklu fremur öfluga, framfarasinnaða og borgaralega sýn á þjóðlegum
grunni til að stórauka hér halgsæld og velferð á ný.

  Sjálfstæðismenn! Litið til  hins nýja borgarstjórnarmeirihluta. Þar virð-
ast margir jákvæðir hlutir í gangi skv. sömu þjóðarpúlskönnun, enda
vinna þar nú samhent borgaraleg öfl!!!
mbl.is Samfylkingin með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankakrísur virðast ekker með að hafa ESB-aðild eða evru !


    Áróður sumra peningaafla á Íslandi að verði ekki sótt um ESB og
tekin upp evra munu bankarnir einn af öðrum neyðast til að flytja
úr landi. Allt virðist þetta blekking ein.  Eða hvernig  stendur  þá á
allri þessari bankakrísu  á  evusvæðinu í dag? Þriðji stærsti  banki
Þýzkalands  og trúlega á öllu  evrusvæðinu, Dresner  bankinn, hefur
gefist upp, og hefur nú annar strærsti banki Þýzkalands nánast yfir-
tekið hann.  Fyrir fáum dögum bárust fréttir úr Danaveldi um banka-
gjaldþrot. Ótal fréttir hafa verið að undanförnu um bankakrísur á
evrusvæðinu og  innan ESB, sbr. Írland og Bretland.

   Ljóst er því að hvorki ESB-aðild eða evra kemur í veg fyrir meiri-
háttar bankakrísur og bankagjaldþrot. Hefur bara ekkert um það að
segja eins og dæmin sanna. - Þarna spila ótal aðrir hlutir inn í, og
aðallega þeir, að bankar hafa farið OFFARI í útlánum og færst allt
of mikið í fang, sbr. bankahrunið í Bandaríkjunum, og vandamál ís-
lenskra banka í dag,  sbr. grein Ragnars Önundarsonar í Mbl. 27.
ágúst s.l.

   Áróður ESB-sinna innan íslenzka bankakerfisins með viðskiptaráð-
herra í broddi fylkingar um að nauðsynlegt sé að sækja um ESB og
taka upp evru  til bjargar bankakerfinu er því bara hreinn og klár 
þvættingur! Því bandakrísan virðist öllu verri á evrusvæðinu í dag en
á Íslandi, ef eitthvað er !    

 
mbl.is Commerzbank kaupir Dresdner Bank
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband