Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Er ekki frumskylda fólks í stjórnmálum að hafa skoðanir?


   Í Frttablaðinu í dag skrifa þau Birkir Jón Jónsson, Páll Magnússon
og Sæunn Stefánsdóttir langloku um Evrópumál. Þar krefjast þau
þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja á um aðild að Evrópusamb-
andinu. Að sjálfsögðu  mun fara  fram  þjóðaratkvæðagreiðsla um
aðild þegar og ef aðildarumsókn hefur farið fram og samningsdrög
liggja fyrir. En er það ekki fyrst sem hinn pólitíski vilji Alþingis verði  
að liggja fyrir áður en sótt er um aðild? Er ekkki fyrsta skrefið í jafn
stórpólitísku máli að skýr afstaða alþingismanna liggi fyrir ? Því hinn
pólitíski vilji HLÝTUR fyrst að myndast á hinu háa Alþingi.  Eða búum
við ekki lengur við þingræði?

  Að henda jafn stórpólitísku máli og aðild Íslands að ESB í þjóðar-
atkvæðagreiðslu án þess að hinn pólitiski vilji Alþingis liggur fyrir er 
út í hött. Allir eru að tala um að málið sé rætt og skoðað í botn.  Er
ekki Alþingi einmitt sá staður sem hin pólitíska niðurstaða þarf fyrst 
að fást? Ef ekki, hvað erum við þá að gera með þingræði?

  Tillaga þremininganna í Fréttablaðinu í dag er því út í hött. Sem
fólk í stjórnmálum hefði þetta fólk fyrir það fysta átt að lýsa skoðun
sinni til aðildar Íslands að ESB umbúðalaust,  og í framhaldi að því
að skora á Alþingi að taka efnislega afstöðu til málsins. Hvorugt var
gert!

  Það er mjög skringilegt svo ekki sé meira sagt horfandi upp á
fólk í stjórnmálum, þorandi  ekki  að gefa  upp hug sinn í einu
stórpólitíska máli lýðveldisins. Hvernig  getur þetta fólk haldið að
það komist upp með slíkt? Er það ekki frumskylda þess að hafa
skoðanir á mönnum og málefnum, ekki síst stórpólitískum átaka-
málum hverju sinni?  Er það ekki atvinna þess? Atvinna sem það
fær greitt fyrir!

  Að það þurfi  aðildarumsókn til að vita hvað er í boði er rugl!
Öll gögn sem máli skiptir í Evrópumálum liggja fyrir. Pólitísk
afstaða er hins vegar það sem hver  og einn verður að gera
upp við sálfan sig. Hendir því ekki í aðra!

   Sú afstaða sárvantaði í umdrædda blaðagrein. - 

HA!!! Íran og Georgía í öryggissamvinnu í boði Bush ?


   Verð að játa að nú botna ég hvorki upp né niður í þessu
Georgíumáli.  Skv. fréttum er Íran og Georgía farin að ræða
svæðisbundin öryggismál eftir átökin milli Rúsa og Georgíu-
manna á dögunum. En eru ekki Bandaríkjamenn helstu banda-
menn Georgíumanna á sviði öryggis- og varnarmála?  Og er
ekki Íran helsti óvinur Bandaríkjamanna í heiminum  þessa
daganna? Svo miklir óvinir með svo mikla ógn, að Banda-
ríkjamenn hyggjast koma upp heilu eldflaugakerfunum  í Pól-
landi og Tekklandi til að verjast þessum  hættulegu Írönum?

  Er nema von að maður hafi aldrei skilið bandariska utanríkis-
stefnu? Því klárlega er þetta gert með vitund og vilja Banda-
ríkjamanna.
mbl.is Íran og Georgía ræða um öryggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valgerður Sverrisdóttir stórskaðar Framsókn !


  Í Fréttablaðinu í dag segir Valgerður Sverrisdóttir varaformaður
Framsóknarflokksins, að eina leðin sé að ganga í Evrópusambandið
og taka upp evru. En í gær var kynnt skýrsla Gjaldeyrisnefndar
Framsóknarflokksins í myntmálum.

  Yflýsing varaformanns Framsóknarflokksins er afgerandi og skýr. En
þegar varaformaður Famsóknarflokksins setur fram svo afgerandi
hápólitiskar yfirlýsingar  í einu mesta pólitísku hitamáli lýðveldisins, 
er þá til of mikils mælst að varaformaðurinn hafa þá hliðsjón af flokks-
samþykktum Framsóknarflokksins í Evrópumálum?  Því HVERGI er
þar að  finna  að Ísland skuli ganga í Evrópusambandið og taka
upp evru! HVERGI!  Yfirlýsing Valgerðar Sverrisdóttir er því í ALGJÖRU 
andstöðu við núverandi stefnu Framsóknarflokksins í Evrópumálum.
Hvað gengur Valgerði eiginlega til?  Hvers konar framgangsmáti er
þetta eiginlega ? Hafa flokkssamþykktir og grundvallarstefna flokks-
ins bara EKKERET að segja hjá varaformanni Framsóknarflokksins?
Eru helstu stofnanir flokksins eins og flokksþing og miðstjórn  bara
varaformanninum ALGJÖRLEGA óviðkomandi?

   Það er alveg ljóst að með svona framgangsmáta eins og varaformaður
Framsóknarflokksins viðhefur er varaformaðurinn að stórskaða ímynd
og trúverðugleika Framsóknarflokksins. Er það eitthvað sem Framsókn
þarf svo á að halda í dag? Því það hlýtur að vera mjög alvarlegur hlutur
þegar varaformaður flokks fer fram ÞVERT á allar flokkssamþykktir í
einu mesta pólitísku hitamáli lýðveldisins  eins og Valgerður Sverris-
dóttir hefur nú gert. 
  
   Er að furða þótt Framsókn gangi ekki sem best í skoðanakönnunum?

   Svo er sökinni allri skellt á  formanninn!

Bregst Ingibjörg Sólrún þjóðinni ?


    Nú þegar ný fjárlög verða lögð fyrir Alþingi innan skamms mun koma
í ljós hvort Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og formaður
Samfylkingarinnar muni illilega bregðast þjóðinni eða ekki. Því þjóðin
mun nú sem aldrei fyrr krefjast mikils aðhalds og beinilíns niðurskurðar
á ÖLLUM þarflausum málaflokkum. Efnahagsástandið hér heima og er-
lendis beinlínis krefst þess. Ingibjörg Sólrún ræður nefnilega því ráðu-
neyti sem almest er hægt að stórspara í  svo  að  um fleiri MILLJARÐA
varðar. Því utanríkisráðuneytið hefur þanist svo gjörsamlega stjórnlaust  
út á umliðnum árum, að halda mætti að um fleiri milljóna þjóð væri að
ræða. Niðurskurður að lágmarki 6-7 milljarðar er lágmark. Ef ekki, hefur
Ingibjörg Sólrún gjörsamlega brugðist þjóð sinni á erfiðum tímum og
ætti að segja af sér.

  Eða. Hvernig ætlar,, Jafnaðarmannaflokkur Íslands" að verja það að
standa fyrir stórfeldum lífskjaraniðurskurði, einkum meðal hinna verst
settu, en á sama tíma  að sólunda af almannafé svo milljörðum króna
varðar, í allskyns hégóma og rugl erlendis? - Þegar í stað ætti að hætta
við framboðið til Öryggisráðsins og segja Íslandi úr Schengen-ruglinu.
Selja rándýrt sendiráð í Japan fyrir á annan milljarð! ( Halldór Ásgrímsson
lét kaupa það á 900.000 kr fyrir nokkrum árum) - Og minnka sendiherrum
a.m.k um helming! Já það er svo sannarlega  hægt að hagræða og stór-
spara í utanríkisráðuneytinu og veita fjármagninu til þarfara hluta hér
heima, sérstaklega til þeirra sem minnst hafa og eiga,  ef vilji er fyrir hendi.

   Fjárlagafrumvarpð  verður því spennandi lesning !


Framsókn skilar auðu í myntmálinu


   Efling krónu  eða  upptaka  evru  er niðurstaða nýrrar  skýrslu
gjaldmiðilsnefndar Framsóknarflokksins sem kynnt var í dag.  En
hver er stefna Framsóknarflokksins í þessu stórpólitíska hitamáli
komin með slíka skýrslu í hendur og hafa rætt hana innan flokksins?
BINGÓ ! Engin ! En er það ekki einmitt eðli og hlutverk og jafnvel
FRUMSKYLDA stjórnmálaflokka að hafa skýra pólitíska afstöðu til
a.m.k þeirra stórpólitisku mála sem uppi eru meðal þjóðarinnar
hverju sinni? Og ÁKVEÐA LEIÐIR?  Ef ekki, HVERRA ÞÁ ?

  EKKERT nýtt kemur fram í skýrslu Framsóknar. EKKERT! Hins vegar
hefði Framsóknarflokkurinn í dag hafandi kannað þessi mál  átt að
vera að kynna þjóðinni  SÍNA stefnu í þessu stórpólitíska máli. En
það gerði Framsókn aldeilis ekki!  Segir það þjóðarinnar að ákveða
það!  Að  sjálfsögðu  verður það  meirihluti  Alþings og þjóðin sem
ákveður hvernig hún vilji haga sínum peningamálum. En það breytir
því ekki að ALLIR stjórnmálaflokkar VERÐA að hafa skoðun á því máli. 
Líka Framsóknarflokkurinn.

  Svona skýrsla hefði betur verið stungin undir stól en að fara með
hana fram fyrir þjóðina HAFANDI ENGA skoðun á henni.

  Enn eitt dæmið hvernig hinn ESB-sinnaði minnihluti innan Framsóknar
er komin langt með að gera þennan annars ágæta flokk að pólitísku
viðundri, með fylgi samkvæt því! 
mbl.is Efling krónu eða upptaka evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að hafa nú eigin mynt ! Evrustuðningur minnkar!


   Minnkandi stuðningur Íslendinga við evru er niðurstaða nýrrar
könnunar Capacent Gallup fyrir Samtök iðnaðarins, og munar
þar 5% milli kannana.  Hinn skefjalausi og blindi áróður  ESB
sinna um nauðsyn þess að taka upp evru og ganga í ESB til
að ná peningarlegu jafnvægi í efnahagsmálum er heldur betur
að snúast upp í andhverfu sína. Hrun á peningarmörkuðum
víða um heim s.l sólarhring eru dæmi um það, með tilheyrandi
bankakreppum og verðbréfahruni. - Neyðaraðgerðir Evrópska
seðlabankans s.l sólarhring til að reyna að minnka skaðann á
evrusvæðinu sýnir svo ekki verður um villst, að evra og ESB
aðild er ENGIN trygging eða töfralausn fyrir efnahagslegum
stöðugleika, þvert á móti. Evrusvæðið er jafn berskjaldað
fyrir hættu á efnahagslegri kreppu og öll önnur hagkerfi. 

  Þegar alvarlegir atburðir gerast á alþjóðlegum peningamörk-
uðum reyna allir að bjarga sínu. Í slíku ástandi er mikilvægt
að hafa full yfirráð yfir peningamálum til að geta gripið inn í
ef ALGJÖRT neyðarástand sapist í frjármálakerfi heimsins.
Sem betur fer höfum við Íslendingar enn okkar eigin mynt
sem við getum stýrt með tilliti til  ÍSLENZKRA  hagsmuna á
neyðarstundu. Það  gætum  við ALLS ekki gert hafandi tekið
upp erlenda mynt. Þessi ÖRYGGISVENTILL hefur ALGJÖRLEGA
verið vanmetinn af evrusinnum hér á landi. - Því engum hefur
dottið í hug að þvílíkir dramantiskir atburðir í peningamálakerfi
heimsins ættu eftir að eiga sér stað og einmitt þeir sem nú
eru að gerast. Í slíku ástanda er mjög mikilvægt að sérhver
efnahagseining geti brugðist við útfrá SÍNUM aðstæðum og
forsendum. Það geta Íslendingar gert með sína mynt, en það
geta ríki evrusvæðisins t.d EKKI gert með sína SAMEIGINLEGU
mynt. Mynt sem heimfærir SAMA vaxtastig og SAMA gengið
yfir ALLS evrusvæðið, þótt ríki þess séu á MJÖG ÓLÍKU stigi
hvað efnahagsástand varðar, gengur aldrei upp til lengdar.
Og allra síst á krepputímum - Það þarf ekki skarpann hænu-
haus að sjá og skilja þetta !

   Peningamálastefna Íslendinga er nú á tímamótum. Margir
hlutir koma þar til greina til að efla stöðugleika. En alvitlaus-
asta í stöðunni væri að kasta sjálfum öryggisventlinum, hinni
sjálfstæðri mynt.  Mynt sem við höfum FULL yfiráð yfir og get-
um beitt ákveðið í mörgum myndum miðað við aðstæður í ís-
lenzku efnahagslífi hverju sinni! - Á forsendum ÍSLENZKRA
HAGSMUNA ! 
mbl.is Meirihluti vill evru hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógnin er ekki kristnir Rússar !


   Eins og fréttir frá Danmörku herma þá stafar heimsfriði alls ekki
hætta af kristnum Rússum.  En nú er Dönum hótað  enn einu sinni
skv. upplýsingum frá bandariskri eftirlitsstofnun. Öfgasinnaðir íslam-
istar eru sagðir undirbúa að eitra sem mest drykkjarvatn í Danmörku
til að drepa  sem flesta Dani. Sem sýnir svart á hvítu að ógnin við
vestræn og kristin þjóðfélög  stafa fyrst og fremst af hættu frá íslöms-
kum hryðjuverkamönnum,  en ekki kristnum Rússum eins og Banda-
ríkjastjórn og fylgissveinar, jafnvel hér uppi á Íslandi, virðast halda
og trúa. - Jafnvel stjórnmálamenn og ráðherrar  hér á Íslandi eru
farnir að trúa þessu, og vara nú við svokölluðu rússneskri hættu.
Hvers konar endemis rugl er þetta eiginlega?

  Rússar eru í dag eins og hver önnur kristin þjóð. Hafa brotist undan
oki kommúnista, og  byggt  upp lýðræðislegt stjórnkerfi  og  komið á
fót frjálsu markaðskerfi  á  undraverðum  stuttum tíma. Hafa þar að
auki  leitt  kristna  trú  og kristin viðhorf til  vegs og  virðingar á ný.
Auðvitað  verja þeir  sína hagsmuni. Hvaða þjóð gerir það ekki? Og
nú er við völd í Rússlandi  borgaraleg  ríkisstjórn með þingbundinni
stjórn kosin í lýðræðislegri kosningu. Jafnvel forsetinn er þjóðkjörinn. 
Hvað er að? Hvers vegna þessi endalausi fjandskapur og tortryggni
gagnvart Rússum? Sérstaklega frá hinum engil-saxneska heimi með
Bandaríkjamenn og Breta í broddi fylkingar!

  Íslendingar eiga ALLS EKKI að taka þátt í nýju köldu stríði eins og
virðist vera stemming fyrir í hinum engil-saxneska heimi. Að taka við
bandariskum her aftur kemur ekki til greina. Her sem yfirgafi landið
án neinna samráða við íslenzk stjórnvöld. Jafnvel í trássi við þau.
Slíkum her er ekki treystandi. Hér í síðasta písli er hins vegar hvatt
til þess að Ísland leiti eftir þýzk/frönskum varnarsamningi í stað
þess bandariska, sem er ekki pappírsins virði.

  Fréttin um undirbúining hryllilegrar hyðjuverkaárásar í Danmörku
og víðar fra öfgafullum íslamistum sannar svo ekki verð um villst
í hvaða átt við Vesturlandabúar eigum að beita vörnum okkar.
Og Rússum  er ekki síður en okkur ógnað af þessum sömu mykra-
öflum, enda Rússar með sömu grundvallargildin til lífsins og við.

   Þess vegna eigum við að líta á Rússa sem bandamenn en ekki
fjandmenn!!!   Og koma fram við þá í samræmi við það!

  Allt annað er rugl!

  
mbl.is Rætt um að eitra vatn í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leitum frekar eftir þýzk-frönskum varnarsamningi !


   Bæði forsætis-og dómsmálaráðherra virðast hafa áhyggjur af
hernaðarumsvifum Rússa. Gefa í skyn að brottflutningur banda-
riska hersins frá Íslandi hafi verið ótímabær, og margir vestra
séu komnir með bakþanka. Augljóst er að forsætis-og dómsmála-
ráðherra yrðu fyrstir manna til að fagna afturkomu bandariks
hers til Íslands. - Forsætisráðherra sagði í gær að íslenzk stjórn-
völd myndu gera ráðstafanir ef umsvif Rússa ykust frá því sem
nú er umhverfis landið. Í hverju yrðu þær ráðstafanir fólgnar?
Tilkoma bandariks hers til Íslands aftur ?

  Að sjálfsögðu eiga Íslendingar að sjá til þess að varnar- og
öryggismál þeirra  séu sem best tryggðar á hverjum tíma. Þess 
vegna þarf að stórauka okkar eigið framlag til þessara mála í
hlutfalli við framlag annara NATO þjóða til eigin varna. Hins vegar
verður ekki hjá því komist vegna fámennis þjóðarinnar að  Ísland
taki upp sérstaka samvinnu við aðrar vinarþjóðir, í öryggis- og
varnarmálum eins og nú hefur verið gert við Dani og Norðmenn.

  Svokallaður varnarsamningur Íslands við Bandaríkin er hins vegar
EKKERT til að treysta á. Innantómt haldlaust plagg. Framferði Banda-
ríkjamanna við brottför USA hers af Íslandi fyrir nokkrum árum gagn-
vart íslenzkum stjórnvöldum  var slíkt, AÐ EKKI KEMUR TIL GREINA
að fá bandariskan her aftur. Slikur var hrokinn og yfirlætið frá banda-
riskum stjórnvöldum. Hroki sem syndi svart á hvítu að það voru fyrst
og framst vegna bandariskra hagsmuna sem her þeirra var hér á
landi. Hernaðar-og öryggishagsmunum Íslendinga kom þeim EKKERT
við þegar á reyndi og þeir fóru af landi brott.

  Þess vegna eiga íslenzk stjórnvöld þegar í stað að segja upp svo-
kölluðum varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna. Í kjölfar þess
á að leita eftir sérstökum varnarsamningi við tvær öflugar NATO-
þjóðir, Þýzkaland og Frakkland. En báðar þessar miklu vinarþjóðir
Íslendinga hafa sýnt öryggis-og varnarmálum Íslands mikinn áhuga.
Nú fyrr í sumar önnuðust franskar herþotur loftrýmiseftirliti í lofthelgi
Íslands með miklum sóma. Frakkland er mjög öflugt kjarnorkuvætt
herveldi, og þýzki herinn er meðal þeirra öflugustu í heimi. Ísland yrði
því í vel sett  með varnarsamning við þessar vinarþjóðir í NATO. ÞEIM
YRÐI HÆGT AÐ TREYSTA!

  Annars er þessi vaxandi spenna Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi
áhyggjuefni, og sem Bretar virðist taka undir. Engil-saxnesk spenna
gagnvart Rússum er torskilin, því nú hafa Rússar öðlast frelsi undan
járnhæl heimskommúnismanns, tekið upp frjálst markaðskerfi og
lýðræðislega stjórnarhætti, og leitt kristna trú til vegs og virðingar
á ný. Það er eins og engil-saxanir vilji ekki silja þetta, heldur horfa
fram hjá hinni raunverulegri ógn sem steðjar að vestrænni menn-
ingu og gildum í dag, sem er  uppgangur öfgafullra íslamista á
Vesturlöndum og víðar. Það er hættan, en ekki KRISTNIR RÚSSAR!

  Þýzk- franskur varnarsamingur er því málið. Myndi auk þess mjög
styrkja okkar pólitísku stöðu við ESB VERANDI UTAN ÞESS, með slíkan
samning við tvö öflugustu ríki þess. - Því þau sjá og skilja sívaxandi
mikilvægi hernaðarlegs jafnvægist á N-Atlantshafi og Norðurhöfum.
Hagsminirnir fara því saman !
mbl.is Enn stafar ógn af hernaði Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin svikur og svikur endalaust !


   Er ekki kominn tími til að þeir sem álpuðust að kjósa Samfylkinguna
í síðustu þingkosningum fari nú að refsa henni og  það  með  afgerandi
hætti? Því  það  stendur ekki  steinn yfir  steini  sem hún  lofaði  fyrir
kosningar varðandi bætt kaup og kjör vinnandi stétta og þeirra sem
verst eru settir í þjóðfélaginu.

  Í gær birti SFR niðurstöðu nýrrar launakönnunar þar sem fram kemur
að kynbundinn launamunur RÍKISSTARFSMANNA hefur aukist  um 3%
milli áranna 2007 og 2008. Þetta gerist INNAN RÍKISINS og SAMA tíma
og Samfylkingin situr í ríkisstjórn og lofaði hinu GAGNSTÆÐA fyrir kosn-
ingar. - Svikin eru ALGJÖR! Og þrátt fyrir að sjálfur félagsmálaráðherr-
ann og yfirmaður jafnréttismála í landinu komi úr þessari sömu Sam-
fylkingu.  Algjört skilningsleysi  Samfylgingarinnar og framkoma hennar
í launabaráttu ljóðsmæðra er í algjöru samræmi við þessi svik. 

  Í síðustu víku kom neyðaróp frá Öryrkjabandalaginu vegna stórskertar
afkomu öryrkja. Óðaverðbólgan sem Samfylkingin ber 100% ábyrgð á
m.a vegna aðgerðarleysis Samfylkingarinnar í efnahagsmálum er að
stórskerða öll laun í landinu, og almest hjá öryrkjum, öldruðum og þeim
sem verst settir eru í þjóðfélaginu. ÞVERT Á ÞAÐ sem Samfylkingin lofaði
ÖLLUM þessum hópum fyrir kosningar.  

   Á sma tíma situr þessi sama Samfylking á svikráðum við hina ÍSLENZKU
þjóð, og áformar að stórskerða fullveldi og sjálfstæði hennar, og  yfirtöku
útlendinga á helstu auðlindum hennar með því að ganga í Evrópusam-
bandið. Svokallað ,,Fagra Ísland" Samfylkingarinnar er svo meiriháttar
hræsni ef grannt  er skoðað!

  Já. Er ekki kominn tími til að þessi Samfylking fái ærlega refsingu og
að áhrifa hennar verði sem allra fyrst úthýst úr íslenzkum stjórnmálum ?

  Jú að sjálfsögðu!  Og þótt fyrr hefði verið !

Óli Björn:Samstarfið við Samfylkingu stórpólitísk mistök !


     Í nýjasta hefti Þjóðmála gerir Óli Björn Kárason uppgjör við
Sjálfstæðisflokkinn. Segir hann flokkinn glíma við  innri  og  ytri
vanda sem geti ógnað stöðu hans sem stærsta og áhrifamesta
stjórnmálaafls landsins. Og á Rás 2 í gær sagði Óli Björn í tilefni
þessa uppgjörs að samstarf við Samfylkingu að afloknum síðustu
kosningum hefðu verið  mikil  pólitísk mistök. Samfylkingin hefði
verið í sárum eftir fylgistap og Ingibjörg Sólrún hefði verið á leið
úr pólitíkinni þegar forysta Sjálfstæðisflokksins hefði kastað til
hennar og Samfylkingarinnar pólitískum bjarghringi. Mjög margir
sjálfstæðismenn hefðu verið og eru mjög andvígir samstarfi við
Samfylkingunna. Og nú er þetta allt að hefna sín . Flokkurinn
stórtapar skv skoðanakönnunum en Samfylkingin fleytir rjómann
af ríkisstjórnarsamstarfinu.  

  Allt er þetta hárrétt hjá Óla Birni. Þetta er einmitt það sem hér
á þessu bloggi hefur margoft verið bent á. Auðvitað átti Sjálf-
stæðisflokkurinn sem borgaralegur flokkur að vinna áfram á
mið/hægri pólitískri braut,  á grundvelli fyrri ríkisstjórnar með
Framsókn, og með innkomu Frjálslyndra til að styrkja þingmeiri-
hlutann. Þarna hefði geta orðið söguleigir viðburðir í íslenzkri
stjórnmálasögu. Öflug þjóðleg borgaraleg pólitísk blokk væri
mynduð til frambúðar. Ekki bara á ríkisstjórnarstígi, heldur
einnig á sveitarstjórnarstígi, sbr. núverandi meirihluti í borg-
arstjón Reykjavíkur. - Þar með hefðu vinstriöflin hafið hina
endalausu pólitísku eyðimerkurgöngu í íslenzkum stjórnmálum.

  Já mistök flokksforystu Sjálfstæðisflokksins voru mikil.  En
enn er ekki öll nótt úti. Enn er hægt að snúa við á hina réttu
pólitiska braut.  En klukkan tifar ! 
mbl.is Uppgjör Óla Björns við Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband