Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Bjarni Harðar á þing STRAX!!!


    Sú sjálfsagða ákvörðun Bjarna Harðarsonar fyrrverandi
þingmanns að segja sig úr Framsóknarflokkum hlýtur  að
verða til þess, að Bjarni taki sæti á Alþingi á ný þegar það
kemur saman seinni hluta janúar. Alla vega er hér  með
skorað á Bjarna að gera það. Þar myndi Bjarni taka sæti
utanflokka en vera málsvari þeirra þjóðlegu afla sem nú
vilja nýan valkost í íslenzkum stjórnmálum.

  Ákvörðun Bjarna var hárrétt. Á flokksþingi Famsóknar
nú um miðjan janúar er það einungis formsatriði að lýsa
Framsókn ESB-flokk. - Eftir það verður flokkurinn einungis
hjáleiga við hliðina á stóra Evrókrataflokknum, enda er
þegar byrjðaður samgangur þar á milli. Hin þjóðlegu öfl
sem löngum voru hið sterka afl Framsóknar hafa þegar
að almestu leiti  yfirgefið flokkinn, enda fylgið nú eftir  því.
Í þeim stóra hópi var undirritaður, og skilur því ákvörðun
Bjarna manna best .

   Þá eiga miklir atburðir eftir að gerast á Landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins nú í janúar. Allt útlit er fyrir að ESB-sinnar
innan Sjálfstæðisflokksins fái undanhald knúið fram í Evrópu-
málum  í ósátt við hinn þjóðlegasinnaða arm flokksins. Þar
með gæti skapast sterkur grundvöllur fyrir stofnunar þjóð-
legs borgaralegs flokks eins og raunar Bjarni Harðarson
hefur áður nefnt. - Þar með myndi geta gerst sú mikilvæga
uppstokkun á mið/hægri kannti íslenzkra stjórnmála sem
svo margir kalla eftir í dag.  

   Í dag er enginn flokkur á Alþingi  sem sannir fullveldissinnar
geta treyst. - Þann flokk þarf að stofna, íslenzkri þjóð til heilla.
Og það sem allra fyrst! 
mbl.is Bjarni sagði sig úr Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir lúffar og lúffar fyrir Ingibjörgu Sólrúnu !


   Það er alveg með ólíkindum hversu lengi og langt formaður
Sjálfstæðisflokksins er tilbúinn að lúffa fyrir Samfylkingunni og
formanni hennar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir. Nú síðast varð-
andi að verja mannorð og ímynd Íslendinga á alþjóðlegum vett-
vangi og snúast til varnar gegn hryðuverkalögum Breta af fullri
hörku og reisn.

  Að sjálfsögðu átti ÞEGAR Í STAÐ strax og Bretar settur hryðju-
verkalögin á hinn íslenzka Landsbanka í Bretlandi að kæra slík
ólög til Alþjóðadómstólsins í hag, samfara því að kalla heim
sendiherra Íslands í London með hótun um stjórnmálaslít af-
lettuðu Bretar ekki þessum hryðjuverkalögum hið snarasta.
Ímynd heillar þjóðar var einfaldlega í veði.  EKKERT var gert
fyrir tilverknað Samfylkingarinnar. EKKERT.  Og EKKERT hefur
gerst fyrirr en nú, og þá með eindemis klúðri eða málamynda-
viðbrögðum. Að kæra málið til Mannréttindadómsstólsins  er
ALGJÖRT RUGL! - Málið á þar ekkert heima, enda fullvíst að
dómstóllinn  vísi málinu frá, enda skilyrði hjá honum að dóms-
málaleið í viðkomandi ríki hafi fyrst verið reynd eins og Björg
Thorararensen lagaprófisor við HÍ bendir réttilega á.

  Samfylkinginn með utanríkisráðherra í fararbroddi hafa al-
gjörlega brugðist í þessu máli frá upphafi. A-Ö. Enda ekki í
anda sósíaldemókratisma að standa vörð um þjóðarhags-
muni hverju sem þeir nefnast,  enda meginverkefni Sam-
fylkingarinnar þessa daga að koma íslenzkri þjóð undir erlent
vald.

   Það hvernig formaður Sjálfstæðisflokksins lætur formann
Samfylkingarinnar rugla sig í ríminu er hins vegasr orðið
verulegt áhyggjuefni.  Sérstaklega þegar það er verulega
farið að stórskaða íslenzka hagsmuni og ímynd þjóðarinnar
á alþjóðlegum vettvangi.  


mbl.is Vonlaust dómsmál gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ein vísbending um kratavæðingu Framsóknar



   Það að Guðmundur Steingrímsson sé genginn í Framsókn
úr Samfylkingunni er enn ein vísbendingin um kratavæðingu
Framsóknar. Þegar hafa Evrópusambandssinnar yfirtekið
flokkinn undir forystu Valgerðar Sverrisdóttir núverandi for-
manns. Á flokksþinginu nú í janúar á síðan að ganga frá
málum endanlega og setja opinberlega ESB-stimpilinn á
Framsókn. - Þannig verður kannski frmhaldslífi Framsóknar
borgið  sem einskonar útibúi frá Samfylkingunni. 

  Í slíku útibúi verður aldrei neitt endurreisnarstarf unnið.
Það er grundvallarmiskilningur hjá Guðmundi Steingrímssyni,
trúi hann því virkilega.

 


mbl.is Guðmundur í Framsóknarflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólíkir pólar takast á


   Mikill og djúpstæður ágreiningur kom fram á  fundi
sjálfstæðismanna í  Valhöll í gær um  Evrópumál. Þar
tókust á Styrmir Gunnarsson fyrrum ritstjóri Mbl. og
Bjarni Benediktsson þingmaður. Himinn og haf virðist
aðskilja áherslur þeirra í þessu stærsta stórpólitíska
hitamáli lýðveldisins, sem virðist líka kljúfa þjóðina í
tvær ólíkar fylkingar. Ólíkir pólar virðiast þarna takast
þvi mjög á.

   Ekki verður séð hvernig Geir H Haarde formður Sjálf-
stæðisflokksins ætli að koma í veg fyrir mjög alvarlegan
klofning í flokknum. Því þarna eins og hjá þjóðinni tog-
at á  tvö ósættanleg  sjónarmið  og  viðhorf, þar sem
sterkar tilfinningar blandast inn í. Sem gerir málið enn
erfiðra.

  Því var ekki að undra þótt spurt væri á fundinum hvort
til greina kæmi að til yrðu tveir borgaralegir flokkar við
klofning Sjálfstæðisflokksins. Annars vegar Evrópusinn-
aður og hins vegar and-Evrópusambandssinnaður. Alls
ekki skal útiloka slíkt, því  stór hluti  kjósenda  í dag á
mið/hægri kannti íslenzkra stjórnmála getur ekki hugs-
að sér að styðja flokk og kjósa sem það getur ekki 100%
treyst í andstöðu sinni um aðild Íslands að ESB. Þá vill
mikill hluti þessa hóps einnig uppgjör við fortíðina  við
að byggja upp nýtt og betra Ísland.

  Allt bendir því til mikilla tíðinda í íslenzkum stjórnmálum
á næstunni. Því stór hópur þjóðlegra framsóknarmanna
myndu heilshugar vilja styðja og kjósa slíkan borgara-
sinnðan flokk á þjóðlegum grunni, eftir að Framsókn
verður formlega lýst Evrópusambandsflokkur á flokks-
þingi Framsóknar nú í janúar.  Auk þess yrðu margir
úr Frjálslyndum  tilbúnir  til að  styðja  slíkan flokk, því
ekki  einu  sinni  Frjálslyndir eru  lengur treystandi  í
Evrópumálum sbr þingflokksformaður þeirra.

  Já það skyldi ekki vera að öflugur þjóðlegur frelsins-
flokkur líti dagsins ljós í náinni framtíð.  Flokkur sem
fullveldissinnar gætu 100% treyst.
mbl.is Umboð til að verja auðlindir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangt í forsíðufrétt Morgunblaðsins


  Á forsíðu Mbl í dag er sagt í fréttafyrirsögn ,,YFIRRÁÐ YFIR
MIÐUNUM Í STJÓRNARSKRÁ". Þar er látið í veðri vaka að hægt
verði að tryggja yfirráð Íslendinga yfir fiskimiðunum verði það
bundið í stjórnarskrá. Í því tilefni er vitnað í Davíð Þór Björg-
vinsson dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þarna er
verið að gefa í skyn í rangri fyrirsögn mynd af því sem mögu-
legt gæti orðið, gerist Ísland aðili að ESB. Fréttaflutningurinn
er hins vegar bæði rangur og villandi.  ESB-áróður!

  Gangi Ísland í ESB gengur það sjálfkrafa undir sjávarútvegs-
stefnu þess. Einnig undir ALLT regluverk ESB sem  er ígildi
stjórnarskrá  þess. Þess vegna verður að  breyta  íslenzku 
stjórnarskránni  til  samræmis  þeirri  hjá  ESB varðand allt
er snertir fullveldi  og  framsals  þess  til yfirstofnana ESB.
Ákvæði um yfirráð Íslendinga yfir miðunum í íslenzku stjórn-
arskránni hefur því EKKERT að segja, og verður að víkja fyrir
lögum, lagatúlkunum og reglum ESB ef á reynir. Svo einfallt
er það!

  Þar að auki missa Íslendingar klárlega mikilvæg yfirráð yfir
sjálfum fiskveiðikvótanum á Íslandsmiðum gerist Ísland að-
ili að ESB. Því þá sitja allir þegnar ESB jafnir á við Íslendinga
að fjárfesta í íslenzkum útgerðum og þar með þeim kvóta
sem þær ráða yfir. Sá þáttur er í raun stærstur varðandi yfir-
ráð okkar yfir fiskveiðiauðlindinni, því hann tengist gífurlega
efnahagslegum hagsmunum þjóðarinnar.

  Þótt ritstjórnarskrif MBL séu lituð ESB-áróðri hefur frétta-
flutningur blaðsins sloppið við hann að mestu leiti. Forsíðu-
fyrirsögnin í dag bendir kannski til að á því verði einnig breyt-
ing. -  Ekki verður það til að styrkja trúverðugleika blaðsins
í því kynningarátaki um Evrópumál sem blaðið stendur nú
fyrir.

Icesave. Nei takk engann Versalasamning !


   Allt virðist benda til að ríkisstjórnin muni ganga að þeim
ofurkostum að samþykkja ábyrgðina á icesave-reikningunum,
sem einkaeigendur Landsbankans bjuggu til. Samfylkingin
virðist þar sem oftar ráða för. Þjóðin skuli taka á sig meiri-
háttar skuldaklafa til næstu áratuga ÁN NEINNAR SKÝRRAR
LAGASTOÐAR þar um. Hvorki gagnvart íslenzkum lögum
eða EES-samningnum.

  Fari svo að ríkisstjórnin lúffi fyrir breskum stjórnvöldum,
og falli einnig frá ákæru vegna hryðjuverkalaganna, þá
hlýtur Alþingi Íslendinga að hafa síðasta orðið um slíkan
and-þjóðlegan gjörning. - Hver einstakur þingmaður
hlýtur þá að eiga það við sína sannfæringu hvort hann
samþykki slík ólög eða ekki.  Þjóðin mun fylgjast vel með
þvi.  Því þjóðin mun ALDREI rísa undir þeim skuldaklafa
sem þarna er á ferðinni. Auk þess að krefjast skýlausra
málaferla gegn hinum ósvifnu hryðuverkalögum Breta,
sem beitt voru gegn íslenzkri þjóð augljóslega með vel-
þóknun valdhafanna í Brussel.

   Þjóðin mun einfaldlega gera uppreisn gegn slíkum
Versalasamningi! Íslenzk þjóð  lætur aldrei kúga sig!

Vonandi eru sjálfstæðismenn að rumska !


   Björn Bjarnason dómsmálaráðherra veltir réttilega fyrir
sér hvort ofuráhersla Samfylkingarinnar á Evrópumál og
þingkosningar séu aðeins átylla Samfylkingarinnar til
stjórnarslita og kosningar. - Og Björn spyr réttilega
hvað verður um Evrópumálin í rauðgrænni stjórn Vinstri
grænna og Samfylkingarinnar?

  Vonandi eru sjálfstæðismenn nú loks aðeins að rumska.
Formaður Samfylkingarinnar er fyrir löngu búinn að stilla
Sjálfstæðisflokknum upp við vegg.  Með atburðarráðsina
á hreinu. - Hvers vegna hefur það algjörlega farið fram
hjá sjálfstæðismönnum hingað til ? Alla vega flokksforyst-
unni. Vonandi eru vangaveltur Björns Bjarnasonar vís-
bending um að nú séu sjálfstæðismenn að uppgötva að
formaður Samfylkingarinnar  hefur haft þá að fiflum. Því
sama er hvað gerist í Evrópumálum á landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins. Formaður Samfylkingarinnar ætlar samt
að knýa fram þingkosningar og þar með að slíta stjórnar-
samstarfinu.

   Auðvitað liggur það fyrir að stjórnin er sprungin. Því eiga
sjálfstæðismenn að taka atburðarráðsina úr höndum for-
manns Samfylkingarinnar á landsfundinum nú í janúar.
Slíta þar  formlega  stjórnarsamstarfinu  og  boða til kos-
ninga. Henda þar með draumamáli formanns Samfylkingar-
innar um innlimun Íslands í ESB út af borðinu. Láta for-
mann  Samfylkingarinnar vita að Samfylkingin segi hvorki
Sjálfstæðisflokknum fyrir verkum í hans stefnumálum, eða
ráði neinu um það hvort og þá hvenær Ísland sæki um að-
ild að Evrópusambandinu. Þannig að formaður Samfylkingar-
innar sitji uppi með meiriháttar mislukkaða pólitiska leik-
flettu. Og uppskeri samkvæmt því í komandi kosningum.

   Gangi þetta eftir er enn von að Sjálfstæðisflokkurinn verði
ekki fyrir meiriháttar fylgishruni í komandi kosningum.  Og
þar með yrði komið í veg fyrir þann hrylling að rauðgræn
ríkisstjórn afturhaldssamra vinstriafla verði mynduð m.a
með inngöngu Íslands í Evrópusambandið.
mbl.is ESB aðeins átylla fyrir stjórnarslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síonisminn fer enn og aftur yfir strikið !


   Hugsjónir síonismans og öfgafullra islamista eru byggðar á
ómældu hatri og mannfyrirlitningu. - Þess vegna hefur enn
ekki tekist að koma á friði í Mið-austurlöndum. Alvarlegast
er þó hversu sterklega þessi haturshyggja öfgaafla fær
mikinn hljómgrunn meðal íbúa Ísraels og Palestínu.

  Og enn magnast  ófriðarbálið. Landher Ísraela  fer  nú
yfir landamærin  á Gaza-svæðið. Hörmungarnar eiga því
enn eftir að margfaldast.  Síoinisminn fer því enn langt
yfir strikið miðað við aðstæður.

  Hryðjuverkaöfl ráða ríkjum í Ísrael og Palestínu. Ísland
hefur EKKERT með stjórnmálasambönd að gera við slík
hryðjuverkaríki. Ísland  á að lýsa vandlætingu  sinni  og
andstöðu við síonisk og íslömsk  hryðjuverkasamtök, sbr.
Hamas. -  Stjórnmálasamband við  Israel er því löngu orðin
tímaskekkja nú í ljósi síðustu atburða! Þá þarf Hamassam-
tökin að uppræta!
mbl.is Harðar árásir á Vesturbakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar ríkisstjórnin að falla á tíma að kæra hryðjuverkalögin?


  Hvers konaar seinagangur er þetta eiginlega? Eftir örfáa daga
líður út fresturinn til að kæra Breta vegna hryðjuverkalaganna.
Og nú berast fréttir af því að enn sé togast á um vaxtakjör vegna
icesave-reikninganna sem ríkisstjórnin ætlar að láta Breta neyða
sig til að skrifa undir. Þótt ENGINN skýr lagabókstafur kveði á um
slíkt.

  Er það virkilega svo að ríkisstjórnin ætli að nota kæruna vegna
hryðjuverkanna sem skiptimynt um vaxtakjörin á icesavereikn-
ingunum ? Ef svo er er best fyrir Hr Geir H Haarde og ríkisstjórn-
hans að segja TAFARLAUST af sér.  Þjóðin mun ALDREI líða slíka
uppgjöf.  Nógu mörg afglöpin hefur núverandi ríkisstjórn gert,
að slík þjóðarsvik yrðu ALDREI látin fram ganga. Þá fyrst yrði
alvöru uppreisn gegn ríkisstjórninni ef svo færi.


mbl.is Icesave-lánakjörin enn óljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rauðgrænt bandalag. Hryllingur !


   Formaður Vinstri grænna hefur nú lýst yfir áhuga á myndun
rauðgræns bandalags VG og Samfylkingarinnar. Já hrein-
ræktaða vinstristjórn. Þar með yrði fyrirséð að sú mikla upp-
bygging sem Íslendingar standa nú frammi fyrir í efnahags-
málum mun seinka um fleiri áratugi nái slík afturhaldsöfl á
vinstrikantinum   að  mynda  stjórn. - Því  þá yrði  skrúfað
nánast fyrir alla skynsamlega nýtingu á okkar helstu  orku-
auðlindum, en nýting þeirra er frumforsenda þess að við
komust upp úr þeim efnahagslega öldudal sem við erum
nú stödd í. - Ef viss vinstrisinnuð arfturhaldsöfl innan Sam-
fylkingarinnar og hinir rótæku og öfga-umhverfissinnar í
VG ná saman við myndun ríkisstjórnar á Íslandi yrði þá 
fyrst voðinn vís.  - Allt verður að gera til að koma í veg
fyrir það!

  Til að liðka fyrir draumsýn formanns  VG  hafur  hann 
ástamt fleirum úr forystu  VG  lýst  því  yfir að VG styðji
að sótt verði um  ESB  með  þjóðaratkvæðagreiðslu. Allt
í nafni svokallaðs lýðræðis. Þannig að Evrópumálin munu
ekki standa í vegi fyrir rauðgrænu bandalagi. Enda VG
afar aljóðasinnaður og andþjóðlegur flokkur eins og allir
aðrir sósíaliskir flokkar. Enginn munur þar á og sósíal-
demókrötum Samfylkingar.

  Vinstristjórnir hafa alltaf reynst þjóðinni illa. Hafa ætíð
leitt eymd og volæði yfir þjóðina, enda helst á slíku sem
vinstrimennska nærist og byggist á...   


mbl.is Kosningar óumflýjanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband