Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Hugsjónamaður eins og Styrmir á að fara á þing


   Hugsjónarmaður í pólitík eins og Styrmir Gunnarsson fyrrv.
ritstjóri Mbl á að fara á þing. Skrif hans að undanförnu bera
þess vitni að þarna fer kröftugur báráttumaður fyrir ákveð-
num pólitískum hugsjónum. Alltof fáir slíkir sitja á Alþingi í
dag.

  Utan þess að vera kröfugur málsvari íslenzks fullveldis
og sjálfstæðis hefur Styrmir ferska og skýra mynd   af
stöðu Íslands í breyttum heimi. Þannig hvetur Styrmir
til stóraukinna samskipta Íslendinga  við Norðmenn og
Þjóðverja. Þetta séu okkar raunverulegar vinarþjóðir.

  Það er hárrétt hjá Styrmi að sterk og góð stjórnmála-
leg tengsli við Þjóðverja er okkur mjög mikilvægir. Þýzka-
land er stærsta og öflugasta ríki ESB. Verandi utan ESB
yrði afar mikilvægt fyrir Ísland að geta leitað til slíks
náins vinar í  samskiptum  okkar við  ESB. Þess vegna
sætir það furðu hvernig Ingibjörg Sólrún utanríkisráð-
herra hefur algjörlega  vanrækt þessi stjórnmálalegu
tengsl þjóðanna. Ekki síst varðandi öryggis-og varnar-
mál. Þá er enn óútskýrð aflýst heimsókn forseta Íslands
til Þýzkalands í haust. Hefði það verið einhvern tímann
þörf fyrir íslenzka hagsmuni að forsetinn færi í slíka för
þá var það einmitt þá eftir bankahrun og hryðjuverkalög 
Breta til að útskýra málstað okkar fyrir einni öflugustu
þjóð Evrópu. Þarna gjörsamlega brást hinn vinstrisinn-
aði forseti íslenzkum hagsmunum!

  Nauðsyn aukinna samskipti okkar við Norðmenn  eru
einnig augljós. Þar hefur utanríkisráðherra einnig al-
gjörlega brugðist. Allur hennar hugur og orka hefur
beinst til Mið-austurlanda og Brussel, auk þess að
taka þátt í  algjörri misheppnuðum ævintýrum eins
og framboði til Öryggisráðs S.Þ og fl. - Þvílkíkt AND-
SKOTANS RUGL, eins og Styrmir bendir á.
  
  Vonandi tekst Styrmi og þjóðhollum sjálfstæðismönnum
að afrugla flokksforystu Sjálfstæðisflokksins og  koma í
veg fyrir að sá flokkur gerist Evrópusambandsflokkur
eftir landsfundinn í janúar. - Ef ekki, hljóta mikil tíðindi
gerast í íslenzkum stjórnmálum á næstunni.
mbl.is Styrmir: Vill skera niður í utanríkisþjónustunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir hverju bíða sjálfstæðismenn ?


   Er flokksforysta Sjálfstæðisflokksins orðin algjörlega
rænulaus? Eftir hverju bíður hún? Sér hún hvorki eða
heyrir að formaður Samfylkingarinnar er búinn að slíta
ríkisstjórnarsamstarfinu? Boðar kosningar strax í vor
hvernig sem landsfundurinn fer hjá Sjálfstæðisflokk-
num.

  Það er ekki bara að formaður Samfylkingarinnar ætli
að stjórna því að Sjálfstæðisflokkurinn verði við óska-
draumi sínum um að sótt verði þegar í stað um ESB.
Heldur skuli kosið til Alþingis samhliða án samráðs
við samstarfsflokkinn.

  Að sjálfsögðu eiga sjálfstæðismenn að taka formann
Samfylkingarinnar á orðinu. Slíta stjórnarsamstarfinu
strax að loknum  landsfundi. Það  verði  helsta  mál og
niðurstaða landsfundar. Kosningar strax. Engar ákvarð-
anir teknar um Evrópumál. Og því síður gerðar breyt-
ingar á stjórnarskrá. Þannig að allt aðildarkjaftæði
Ingibjargar Sólrúnar og annara ESB-sinna  verði hent
út í hafsauga.  Fullveldi og sjálfstæði íslenzkrar þjóðar
til mikilla heilla.

  Þá fyrst yrði einhver von fyrir Sjálfstæðisflokkinn!
mbl.is Alþingiskosningar samhliða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurleg skoðanakönnun


   Hvað er að gerast í íslenzkum stjórnmálum og meðal
Íslendinga? Að afdankaður sósíaliskur afturhaldsflokkur
eins og þeir gerðust verstir á fyrri hluta 20 aldar trjónir
nú á toppi í fylgi meðal þjóðarinnar. Og við hæla hans
sósíaldemokratiskur vinstriflokkur sem enga trú hefur á
íslenzkri framtíð, heldur vill koma þjóðinni undir erlend
yfirráð sem allra fyrst. - Hvers konar rugl er þetta?

  Aumingjaskapurinn á mið/hægri kannti íslenzkra
stjórnmála  virðist  skýringin. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur fyrir löngu brugðist sinni þjóðlegri borgaralegri
skyldu sinni að halda vinstriöflunum  í skefjum. Auk
þess að hafa nánast orðið frjálshyggjunni að bráð og
uppsker nú eina mestu efnahagskreppu sögunnar.
Í kjölfarið orðinn snarruglaður, veit ekki lengur hvort
hann er að koma eða fara í skelfilegu samstarfi  við
kolruglaðann ESB-sinnaðann krataflokk.  - Tveir aðrir
flokkar á mið/hægri kanntinum  virðast svo stöðugt
vera að verslast upp í innbyrðis deilum, og spurning
hvenær þeir muni hverfa alveg.

   Aumingjaskapurinn á mið/hægri kannti íslenzkra
stjórnmála virðist því halda áfram svo framanlega
sem þar verða ekki róttækar breytingar gerðar. Alls-
herjar uppstokkun, þar sem ákveðinn þjóðlegur
borgarasinnaður flokkur með HREINAN skjöld  við
fortíðina komi fram. Flokkur sem vísar allri vinstri-
mennsku á bug.  Flokkur sem allir þjóðhollir Íslend-
ingar geta 100% treyst í fullveldis- og sjálfstæðis-
málum þjóðarinnar. Flokkur sem vísar hverskyns
græðgi og auðhyggju á bug, en leggi áherslu  á
velferð og hagsælda ALLRA landsmanna. Flokkur
sem upphefur öll  þjóðleg gildi og viðhorf til vegs
og virðingar á ný.   

  Vonandi að umrædd skoðanakönnunn flýti fyrir
þeirri allsherjar upptokkun sem við blasir að þurfi
að eiga sér stað hið fyrsta á mið/hægri kannti ís-
lenzkra stjórnmála.  - 
mbl.is Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 36% kjósenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún í raun búin að slíta stjórnarsamstarfinu !


   Ekki verður annað skilið af orðum Ingibjargar Sólrúnar
formanns Samfylkingarinnar í hádegisfréttum RÚV nú á
gamlársdag, en að hún í raun sé búin að slíta stjórnar-
samstarfinu. En þar telur hún eðlilegt að þingkosningar
fari fram í vor ef ákveðið verði að ganga til þjóðaratkvæða-
greiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Áður
hafði Ingibjörg hótað stjórnarslitum ef Sjálfstæðisflokk-
urinn samþykkir ekki hennar heitustu ósk um að sótt
verði um aðild að ESB á fyrri hluta þessa árs.

  Skv. þessu virðist engu breyta fyrir stjórnarsamstarfið
hvort Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir eða hafnar umsókn 
að ESB. Samt skal kjósa í vor að mati Ingibjargar. Ríkis-
stjórnarsamstarfið er því steindautt burseð frá   hvað
Sjálfstæðisflokkurinn ákveður í Evrópumálum í janúar.

  En hvers vegna þá þetta óðagot hjá forystu Sjálfstæðis-
flokksins um að halda landsfund nú í janúar um Evrópumál?
Af hverju er þeim málaflokki einfaldlega ekki frestað  um
óákveðinn tíma í ljósi stjórnarslitahótanna  Samfylkingar-
innar? Er engin takmörk háð samstarfslund forystu Sjálf-
stæðisflokks við samstarfsflokkinn undir ítrekuðum hótun-
um formanns Samfylkingarinnar um stjórnarslit og nýjar
kosningar?

   

Ár sjálfstæðisbaráttu. Barist fyrir áframhaldandi fullveldi !


   Um leið og við Íslendingar fögnum nýju ári er alveg ljóst
að þetta ár verður mikið báráttuár. Ekki bara fyrir hvern
og ein okkar heldur og ekki síður fyrir þjóðina í heild við
að halda sjálfstæði og fullveldi sínu, og fullum yfirráðum
yfir auðlindunum.  And-þjóðleg öfl munu aldrei sem fyrr
gera mikla atlögu  að  þjóðfrelsi  íslenzkrar þjóðar með
þvi að koma því í gegn að Ísland  sæki um aðild að hinu
miðstýrða Stórríki Evrópu, ESB, með inngöngu í huga.
ÞAÐ MÁ ALDREI VERÐA!  A L D R E I !!!!

  Þess vegna hefur það ALDREI verið mikilvægara en einmitt 
nú í byrjun ársins 2009 að ÖLL ÞJÓÐLEG ÖFL sameinist og
strengi þess heit að standa vörð um fullveldi og sjálfstæði
íslenzkrar þjóðar, HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTAR !

  Gleðilegt nýtt ár kæru Íslendingar - með þjóðlegri kveðju.  

   

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband