Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
Trúi enn á þjóð mína í Icesave
28.2.2011 | 00:11
Þrátt fyrir gegndarlausan hræðsluáróður ríkisfjölmiðla
og fjölmiðla í eigu útrásarmafíuósanna fyrir því að þjóðin
kokgleypi Icesave-svikin í þriðja sinn, trúir maður enn á
þjóð sína, að hún standi enn í lappirnar, og segi ÞVERT
NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9 apríl nk. Því málið allt
er svo absúrd frá upphafi til enda að ekki fá orð lýst.
Engin frjáls þjóð samþykkir að undirgangast skulda-
klafa stórglæpamanna í einkarekstri. Og ALLRA SÍST
þegar um ólögvarða kröfu erlendra nýlenduvelda er
að ræða, sem leyfðu glæpamönnunum að athafna sig á
eigin grund. Og bera enn skjólhúsi yfir þá, sbr. bresk
stjórnvöld, með velþóknun íslenzkra stjórnvalda. Því
enn ganga þessir STÓRGLÆPAMENN lausir, eins og
ekkert sé, en þjóðina á svo að neyða til að greiða
fyrir skandalinn. Absúrd leikhús fáránleikans!
Þá er KÆRKOMIÐ TÆKIFÆRI fyrir ALLA SANNA ÞJÓÐ-
FRELSISSINNA og ESB-andstæðinga að segja ÞVERT
NEI VIÐ ICESAVE. Því þá um leið færi ESB-hraðlestin
út af sporinu endanlega, og aðildarviðræður um ESB
rynnu út í sandinn. Mjög mikilvægt að blanda þessum
tveim málum saman í kosningabarátunni, því þau eru
svo sannarlega samofin hvort öðru. NEI VIÐ ICESAVE
ER NEI VIÐ ESB-AÐILD! Svo einfalt er það!
ENGIN FRJÁLS ÞJÓÐ lætur leiða sig SJÁLFVILJUG til
slátrunar. ENGIN! Íslenzk þjóð verður ekki sú fyrsta
sem það gerir, og það í frjálsum kosningum. ALLRA
SÍST HÚN!
Já, trúi enn á þjóð mína í Icesave!
Slökkti á Silfri Egils
27.2.2011 | 16:06
Hinn yfirgengilegi pólitíski áróður í þágu Icesave, ESB
en gegn forseta vorum, voru slík í Silfri Egils í dag, að
maður slökkti á þættinum. RÚV er orðin ein allsherjar
pólitísk málpípa fyrir ríkisstjórnina og hennar myrkraverk.
Þvert á útvarpslög um óhlutdrægni og að gætt sé að því
að GAGNSTÆÐ sjónarmið fái að koma fram í miklum deilu-
málum. Það að í upphafi þjóðaratkvæðagreiðslunnar um
ICESAVE skuli vera sett á svið sérstakt áróðursviðtal við
einn af JÁ-mönnum úr samningarnefndinni, án þess að
sjónarmið og rök Icesave-andstæðinga kæmu samhliða
fram, var toppurinn á gróflegri pólitískri misnotkun á RÚV,
og er þó nógu af að taka.
Silfur Egils í sjónvarpinu og Spegilinn í útvarpinu eru
þættir sem eru orðnir gegnsósa af Icesave og ESB-áróðri.
Stjórnaðir af því er virðist úr herbúðum Samfylkingarinnar.
Eftir pöntun! Silfur Egils toppaði það í dag!
Ótrúverðugir ESB-andstæðingar á Alþingi.
27.2.2011 | 00:11
Þeir þingmann sem segjast á tyllidögum ekki aðhyllast
aðild Íslands að ESB, en gátu samt samþykkt Icesave,
eru ekki trúverðugir ESB-andstæðingar. Af þeirri ein-
földu ástæðu, að Icesave er samofinn ESB-aðildinni,
inngöngumiðinn að ESB. Um það er ekki deilt lengur!
Icesave hefur verið stærsta og veigamesta hindrunin
í inngöngu Íslands að ESB. ESB-trúboðið er því tilbúið
að kosta ÖLLU til að ná því fram, jafnvel með hinum
þjóðsviksama Svavarssamningi. Icesave er því stærsti
lykilinn að ESB, að mati ESB-sinna.
Sá Íslendingur sem í hjarta sínu er á móti aðild Íslands
að ESB, færi því ALDREI að greiða fyrir slíkri aðild, heldur
ÞVERT Á MÓTI! Gildir þetta ekki síður um þingmenn!!!!
Þess vegna munu ALLIR SANNIR ESB-ANDSTÆÐINGAR
GREIÐA ATKVÆÐI MÓTI ICESAVE í þjóðaratkvæðagreiðslunni
9 apríl n.k. NEI VIÐ ICESAVE = NEI VIÐ ESB.
Svo borðliggjandi og einfalt er það!
tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook.
Hræðsluáróður Icesave-sinnna nú úti á túni !
26.2.2011 | 00:19
Eftir að Skuli Magnússon ritari EFTA dómsstólsins hefur
staðfest að íslenzkir dómstólar muni hafa síðasta orðið í
Icesave, hefur allur hræðsluáróður Icesave-sinna verið
hrakinn út á tún. Þar með hafa íslenzkir kjósendur EKKERT
að hræðast við að kollfella Icesave, og ljúka því máli endan-
lega í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9 apríl n.k.
Íslenzkir dómsstólar myndu dæma á grundvelli þess að
kröfur Breta og Hollendinga væru ÓLÖGVARÐAR. Þess utan
hafa íslenzkir dómstólar ALDREI dæmt vexti á þrotabú, sem
í þessu tilfelli er gamli Landsbankinn. Vaxtakúgunarkrafa
Breta og Holllendinga kæmi því aldrei til álíta. Alls ekki fyrir
íslenzkum dómstólum.
Meiriháttar fengur að fá þetta staðfest frá sjálfum ritara
EFTA dómsstólsins. Hvers vegna var aldrei leitað eftir því?
Ícesave-sinnar eru nú í djúpum skít. Eins og þeir hafa ætið
verið! Óþjóðhollustan holdi klædd!
tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook.......
ÁFRAM ÍSLAND! EKKERT ICESAVE-HELSI!
Íslenskir dómstólar hafa síðasta orðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vegir Sjálfstæðisflokksins órannsakanlegir !
25.2.2011 | 00:10
Icesave er samofið ESB-aðild. Allir vita það sem vilja vita,
enda viðurkennt af a.m.k Hollendingum og Bretum. Þess
vegna er afstaða þeirra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem
segjast vera á móti ESB-aðild, en gátu samt stutt Icesave,
með öllu óskiljanleg. Því hafni þjóðin Icesave í komandi þjóð-
aratkvæðagreiðslu, er ESB-aðildarumsóknin út af borðinu.
Og ekki bara það, heldur hin alræmda vinstristjórn líka. Tvær
hættulegar flugur í einu höggi slegnar niður. Já vegir Sjálf-
stæðisflokksins eru órannsakanlegir!
Allir þeir er aðhyllast þjóðholl borgaraleg viðhorf hafna
Icesave af tveim prinsippástæðum. Um er að ræða ólög-
varða kröfu, og það frá óvinveittum nýlenduveldum. Og
um er að ræða skuldir EINKAAÐILA (útrásarglæpamanna)
sem er íslenzkum skattgreiðendum algjörlega óviðkomandi.
Þessum grundvallarviðhorfum lítur Sjálfstæðisflokkurinn
algjörlega framhjá. Já vegir Sjálfstæðisflokksins eru svo
sannarlega órannsakanlegir!
Þess utan eru engar líkur á að svokölluð dómsmálaleið
verði farin af Bretum og Hollendingum. Allt of mikil áhætta
fyrir þá að fara þá leið. Auk þess sem íslenzkir dómsstólar
eiga þar síðasta orðið.
Já það er svo ótrúlegt allt með þennan Sjálfstæðisflokk.
Vegir hans eru ekki bara órannsakanlegir, heldur og ekki
síst ÓBORGANLEGIR! Sbr. hrunið og Ísland í dag!
tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook.
Alþingi og ríkisstjórn fari frá! Rúin nú ÖLLU trausti!
21.2.2011 | 00:11
Ríkisstjórn sem gerð er afturreka með Icesave-svikin
í þriðja sinn á að fara frá tafarlaus! Er auk þess orðin
rúin öllu trausti gagnvart umheiminum. Það sama má
segja um Alþingi, með innan við 10% traust þjóðarinnar.
Í millitíðinni á hinn ástsæli forseti vor að skipa utanþing-
stjórn til að koma Íslandi á réttan kjöl á íslenzkum for-
sendum, þar til nýjar þingkosningar hafi farið fram og ný
ríkisstjórn hafi verið mynduð.
Stjórnmálastéttin upp til hópa þarf nú að endurnýjast,
og gerast spegilmynd þjóðarviljans, sem hún er alls ekki
í dag. Eini stjórnmálamaðurinn sem stendur upp úr, og
ber höfuð og herðar yfir alla er sjálfur forsetinn, Herra
Ólafur Ragnar Grímsson. Nú sannkallaður þjóðarleiðtogi,
sem löngum verður nú minnst á spjaldi íslenzkrar sögu.
Sól skein í heiði á Bessastöðum í gær. Sól skín nú í
hjarta þjóðarsálarinnar. Því frelsisvindarnir hafa nú
tekið við Icesave- helsismyrkrinu sem grúfðri yfir öllu
þjóðlífi eins og mara.
HEILL FORSETA VORUM OG FÓSTURJÖRÐ!
Ánægð með ákvörðun forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heill forseta vorum!
20.2.2011 | 16:20
HEILL FORSETA VORUM OG FÓSTURJÖRÐ! EKKERT
ICESAVE! EKKERT HELSI!
HÚRRA! HÚRRA! HÚRRA!
Forsetinn staðfestir ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjálfstæðisflokkurinn svikur hægrið. Hægri grænir svarið(?)!
20.2.2011 | 00:28
Með því að forysta Sjálfstæðisflokksins hefur nú samþykkt
Icesave-þjóðsvikin ásamt meirihluta þingflokksins, má með
réttu segja að þar með hafi Sjálfstæðisflokkirinn yfirgefið hin
þjóðhollu borgaralegu gildi og viðhorf. Sem hann var í upp-
hafi stofnaður til að standa vörð um. Það að skuldsetja ríkis-
sjóð með óútfylltum ríkisábyrgðatékka, er gæti numið fleiri
hundruð milljörðum, vegna ólögvarinna krafna óvinveittra
nýlenduvelda, er svo vítavert ábyrgðarleysi gagnvart þjóðar-
hag, að engin orð fá lýst. Það alla vega gerir enginn þjóð-
hollur borgaraflokkur á byggðu bóli. - Það gera hins vegar
óábyrgir og óþjóðhollir vinstriflokkar, eins og á Íslandi í
dag.
Eftir hin stórkostlegu svik Sjálfstæðisflokksins í Icesave,
spyrja margir hvers konar fyrirbæri þessi Sjálfstæðisflokkur
sé? Því með svikum sínum hefur hann klárlega lengt líf
hinnar þjóðfjandsömu vinstristjórnar. Og ekki bara það.
Rutt úr vegi einni helstu hindrun um aðild Íslands að ESB,
Icesave. Þá muna allir eftir hlutdeild þessa flokks í hruninu
mikla, ásamt sósíaldemókrötunum í Samfylkingunni. Auk
þátttöku hans nú í skrípaleiknum í borgarstjórn, hafandi
þar sjálfan forseta borgarstjórnar í hásæti hjá Jóni Gnarr
í hans sirkus.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur því sjálfur endanlega afskrifað
sig af hinum þjóðholla borgaralega vettvangi íslenzkra
stjórnmála. Með Icesave-klafanum skipað sér í flokk vinstri-
aflanna um að leggja miklar skatttbyrðar á þjóðina og
óvissu um ókomna tíð. Auk þess að hafa algjörlega brugð-
ist sem þjóðhollt afl að standa vörð um íslenzka þjóðar-
hagsmuni, ekki síst gegn erlendri kúgun sbr. Icesave-málið.
Ljóst er að hinn sósíaldemókrataaski armur sem löngum
hefur fengið að grassera innan flokksins, hefur nú náð
yfirtökunum í flokknum. Icesave-kúvendingin sannar það.
Enda er fyrrverandi varaformaður flokksins afar ánægð
með framvindu mála í dag.
Uppstokkun á hægri kanti íslenzkra stjórnmála blasir því
við. Í því sambandi er vert enn og aftur að benda á flokk
HÆGRI GRÆNNA sem svarið, heilsteyptan hægrisinnaðan
flokk sem setur þjóðarhagsmuni og ekki síst hagsmuni
ALMENNINGS á Íslandi ofar öllu, auk frelsi og fullveldi
þjóðarinnar.
tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
HÆGRI GRÆNIR skora á forsetann. HG nú skýr valkostur til hægri!
18.2.2011 | 00:20
HÆGRI GRÆNIR sendu í gær áskorun til forseta Íslands
um að synja staðfestingu á Icesave 111, og visa málinu
aftur til þjóðarinnar. Hér sé um ólögvarða kröfu Breta og
Hollendinga að ræða sem standast ekki regluverk ESB um
innistæðutryggingasjóði á evrópska efnahagssvæðinu,
segir í áskoruninni. ,,Hægri grænir telja því fráleitt að ólög-
varin krafa lendi á íslenzkum skattgreiðendum sem gæti
numið á þriðja hundruð milljarða. Þetta þýðir stórskert
lífskjör Íslendinga á næstu áratugum."
Þá vekja HÆGRI GRÆNIR athygli forsetans á 3 face-
bookarsíðum sem safnað hafa saman á síðustu mánuðum
54.000 undirskriftum Icesave-mótmælenda. En þegar þetta
er skrifað hafa rúm 41.000 skrifað undir www.kjosum.is .
Vert er að fagna þessari afdráttarlausri stefnu HÆGRI
GRÆNNA í Icesave, sem sýnir hér í verki þjóðholla borgara-
lega pólitíska afstöðu í einu umdeildasta máli lýðveldisins.
Á sama tíma sem Sjálfstæðisflokkurinn liggur hundflatur í
málinu þríklofinn, takandi afstöðu með hinum þjóðfjand-
sömu vinstriöflum. Svik Sjálfstæðisflokksins í Icesave eru
merki þess hversu sósíaldemókrataisminn þar á bæ hefur
náð langt í yfirtöku á flokknum undir forystu fyrrverandi
varaformanns hans. Enda var ömurlegt að hlusta á viðtal
við formann Sjálfstæðisflokksins á Útvarpi Sögu í gær.
Ömurlegt!
Hér með er skorað á alla þjóðholla borgarasinna sem
stutt hafa Sjálfstæðisflokkinn, svo og alla þjóðhyggjusinna
og fullveldissinnaða íhaldsmenn að horfa nú til HÆGRI
GRÆNNA sem skýran valkost á hægri-kanti íslenzkra
stjórnmála. Flokk sem hafnar alfarið Icesave, ESB-aðild,
Schengen og AGS. Flokk sem vill standa vörð um Ísland!
Landvarnarflokkurinn!
tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóðina ! Kjósum.is ÁFRAM!
17.2.2011 | 00:37
Sjálfstæðisflokkurinn brást þjóðinni með einu mesta
efnahagshruni Íslandssögunar. Nú tveimur árum síðar
bregst flokkurinn aftur með stórkostlegum svíkum í
Icesave.
Enginn borgaralegur flokkur á byggðu bóli hefði
nokkurn tímann dottið í hug að skrifa undir óútfylltan
víxil á sinn ríkissjóð, sem gæti numið hundraði milljarða,
og það vegna ólögvarinna krafna óvinveittra nýlendu-
velda. Steypt þjóð sinni þannig í áratuga ánauð, með
tilheyrandi ofurskattpíningu og stórskerðingu á hennar
velferðarkerfi. Og það vegna glæpa útrásarmafíuósa
í einkarekstri erlendis sem voru og eru þjóðinni gjör-
samlega óviðkomandi. Óviðkomandi eins og sjálft
regluverk ESB útlistar varðandi innistæðutrygginga-
sjóði banka.
Kúvending forystu Sjálfstæðisflokksins í Icesave eru
því með öllu óskiljanleg, nema þá í því ljósi að hinn
sósíaldemókrataaski armur hans hafi nú endanlega
náð yfirtökunum í flokknum. Hvað næst? Evrópusam-
bandið? Mun næsta yfirlýsing formanns Sjálfstæðis-
flokksins bera þjóðinni þann boðskap að eftir ískalt
mat hans sé réttast að Íslandi gangi í ESB? Því slík
yfirlýsing yrði rökrétt framhald af Icesave kúvending-
unni, enda málin samtengd. Samofin hvert öðru. Sú
yfirlýsing hlýtur því brátt vera að vænta, með tilheyr-
andi klappi Icesave-liðsins og ESB-trúboðsins..
Það er hins vegar alveg ljóst, að eftir hin stóru
svik Sjálfstæðisflokksins í Icesave, auk allra hinna
miklu mistaka hans á undanförnum misserum og
árum, hlýtur uppstokkun á hægri kanti íslenzkra
stjórnmála að blasa við. Þar sem nýtt þjóðhollt
borgaralegt afl komi fram. Landi voru og þjóð til
heilla.
SKORUM Á FORSETANN AÐ ÞJÓÐIN RÁÐI FÖR !
FÖRUM Á www.kjosum.is
tilvís HÆGRI GRÆNIR á facebook.......
Ekkert gleðiefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |