Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Þjóðin rísi upp gegn Icesave-helsinu!


    Skora hér með á þjóð mína að rísa nú í eitt skipti fyrir
öll upp sem frjáls þjóð og hafna  því alfarið að verða sett 
í Icesave-helsið næstu áratugi.  Við getum steingleymt
öllum  kjarabótum   og  búið  okkur  undir meiriháttar 
lífskjaraskerðingu  nánast út  öldina,  nái þetta Icesave-
helsi óvinveittra nýlenduvelda með aðstoð innlendra þjóð-
svikara fram að ganga.   

  ÍSLENDINGAR! RÍSIÐ UPP!  STANDIÐ Í LAPPIRNAR OG
MÓTMÆLIÐ ICESAVE-HELSINU í undirskriftinni  gegn
Icesave  á www.kjosum.is/

 
mbl.is Icesave afgreitt af fjárlaganefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loftárásunum á Dresden minnst.


   Í dag eru liðin 66 ár frá því að Bretar Og Bandaríkjamenn
létu sprengjum rigna yfir Dresden í seinni heimsstyrjöldinni.
Tölur um mannfall eru afar óljósar, en allt að 250.000 hafa
verið nefndar, mest allt saklausir borgarar og flóttafólk.
Enda var borgin nánast lögð í rúst.

   Þessar heiftarlegu árásir voru gerðar þegar Þýzkaland
var í raun gjörsigrað. Því hafa margir spurt hvaða tilgangi
þessar grimmilegu loftárásir á Dresden hafi þjónað, sem
ollu dauða fleiri en fórust í kjarnorkusprengjuárás Banda-
ríkjamanna á Hiroshima. Borgin var yfirfull af flóttafólki
þegar ósköpin dundu yfir, og var borgin lögð í rúst  á
örfáum dögum. Engu var hlíft, hvorki saklausum borgur-
um né dýrmætum menningardjásnum eins og Frúarkirk-
junni í Dresden. sem var endurbyggð fyrir nokkrum
árum.

   Enginn  hefur þurft  að  svara  til saka fyrir stríðsglæp
þennan, ekki frekar en þann sem framinn var í Hiroshima 
og Nagasaki..

   Vonandi eiga hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar
aldrei eftir að endurtaka sig.

   Aldrei!
  

Sósíaldemókrataisminn vinnur ætíð gegn þjóðarhagsmunum !


   Vegna öfgasinnaðrar alþjóðahyggju vinna sósíaldemókratar
ætið gegn þjóðarhagsmunum, þjóðlegum gildum og viðhorfum.
Vildu t.d lengi vel fresta lýðveldistökunni 1944 vegna  þess að
Danmörk var undir þýzkri stjórn. Og í þorskastríðunum við Breta
drógu þeir lappirnar, og jafnvel tóku afstöðu með Bretum. Þannig
sagði Emil Jónsson utanríkisráðherra og sósíaldemókrati í apríl
1971 að fyrirhuguð útfærsla Íslendinga á fiskveiðalögsögu sinni
úr 12 sjómílum í 50 væri ,,SIÐLAUS ÆVINTÝRAMENNSKA" En þá
hafði hinir tveir sósíaldemókrataísku flokkar, Alþýðuflokkur  og
Sjálfstæðisflokkur skuldbundið 12 árum áður Þjóðina að leggja
frekari útfærslu fiskveiðilögsögu undir Alþjóðadómstólinn í Haag,
að kröfu Bretanna.

   Hefðu sósíaldemókratarnir ráðið för væri Ísland enn nýlenda
Dana og Íslendingar hefðu aldrei fært út fiskveiðilögsögu sína.
Það kemur því ekki á óvart að þeir skulu nú vera tilbúnir til að
fórna 200 mílna fiskveiðilögsögunni fyrir aðild að ESB. Og það
kemur  heldur  ekki á óvart að sósíaldemókratar Samfylkingar
og sósíaldemókratarnir sem  nú  virðast endanlega hafa  náð
tökum á Sjálfstæðisflokknum, skulu nú vera samstiga í því að
láta þjóðina undirgangast Icvesave-HELSIÐ MIKLA. Bara Til að
þóknast nýlenduveldunum í ESB, en stórsvíkja þjóðina þar með
og hennar  hagsmuni, svo að varla orð fá lýst.  Eingöngu til að
plægja jarðveginn fyrir inngöngu í  sæluríkið mikla með tilheyrandi
fullveldisafsali til Brussel. 

   Sósíaldemókrataisminn hefur ætið reynst íslenzkri þjóð bölvun.
Hefur ætíð unnið gegn íslenzkum hagsmunum, frelsi þjóðarinnar,
og umfram allt talað kjark úr henni og reynt til þess ýtrasta að
afmá hennar sjálfsvirðingu og stolt.

   Eitt mikilvægasta verkefni þjóðlegra afla er því að lýsa stríði
við hinn þjóðfjandsamlega sósíaldemókrataisma, og úthýsa
honum úr íslenzkum stjórnmálum. Hann er hættulegt og stór-
skaðlegt hugarfarslegt og pólitískt mein í íslenzku samfélagi
í dag. Sem átti stærsta þátt í hruninu mikla árið 2008 og
hvernig er komið er fyrir íslenzku þjóðinni nú. 

  tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook.
 
  

Sjálfstæðisflokknum ekki treystandi til eins eða neins lengur !


   Eftir síðustu  kúvendingu  Sjálfstæðisflokksins í Icesave er
þessum  flokki  ekki  treystandi  til eins eða  neins lengur!!
Ekki meðal þeirra sem aðhyllast  þjóðholla  borgaraleg  sýn.
Því   hvað  næst?  Evrópumálin? -  Mun  næsta  yfirlýsing 
formannsins bera þjóðinni þann boðskap að  eftir  ískalt 
mat sé réttast að Ísland gangi í ESB?  Slík yfirlýsing væri
rökrétt framhald af  Icesave-kúvendingunni, enda málin
nátengd. Slík yfirlýsing hlýtur því brátt að vera að vænta!

 Í efnahagsmálum er Sjálfstæðisflokknum allra síst treystandi.
Af þeirri einfaldri ástæðu, að á stjórnarvakt hans gerðist eitt
mesta efnahagslegt hrun Íslandssögunar, og þótt víðar væri
leitað. Og nú með Icesave-svikunum gerist Sjálfstæðisflokkur-
inn þátttakandi í einni mestu skattpíningaherferð Íslandssög-
unar á hendur þjóðinni ásamt hinum alræmdu vinstriöflum. Og
það vegna ólögvarinna krafna erlendra nýlenduvelda, sem
Sjálfstæðisflokkurinn og vinstriöflin treystu sér ekki að standa
gegn. Slík uppgjöf og flatmagaháttur gagnvart erlendri kúgun
og yfirgangi er fáheyrður meðal sjálfstæðra þjóða sem bera 
virðingu fyrir sjálfri sér, og er því  ekkert annað en þjóðarsvik
af versta tagi.

   Og það virðist sama hvar borið er niður þar sem Sjálfstæðis-
flokkurinn kemur nálægt, aulahátturinn og áttleysið í því hvert
skal stefna er algjört, sbr. skrípaleikurinn í borgarstjórn Reykja-
víkur, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur til sjálfan forseta
borgarstjórnar í sirkus Jóns Gnarr og félaga. Enda Sjálfstæðis-
flokkurinn gegnsýktur af sósíaldemókrataískri óværu, sem jú
er aðal skýringin á undarlegri hátterni hans og framgöngu,
einkum á síðustu árum. 

   Nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur svikið þjóðina í Icesave,
ofan á öll hin hrikalegu mistök sín og þau stórtjón sem þau
hafa  valdið  þjóðinni, er slíkum  flokki ekki treystandi lengur.
Allra síst meðal þeirra er aðhyllast þjóðholla borgaralega sýn,
gildi og viðhorf.  Uppstokkun á hægri kanti íslenzkra stjórnmála
hlýtur því að blasa við!

   tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook.

Sjálfstæðisflokkurinn vinstriflokkur. Yfirgefur þjóðholl borgaraleg gildi!


   Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur yfirgefið öll  þjóðholl
borgaraleg gildi og viðhorf, og fært flokkinn endanlega
yfir á vinstri kant íslenzkra stjórnmála. Stuðningurinn
við Icesave var lokaþátturinn í því langa ferli. Því alveg
er ljóst að  ENGINN borgaralegur flokkur í heimi hér hefði
svo mikið sem  látið detta sér það í hug að skrifa  undir
óútfylltan víxil á ríkissjóð, svo hundruði milljarða skiptir,
og  það vegna ÓLÖGVARÐRA  krafna óvinveittra nýlendu-
velda. -  Engin  nema  þá helst  mjög  þjóðfjandsamleg
vinstriöfl  myndu  leggjast  svo  lágt, eins og núverandi 
alræmda vinstristjórnin á Íslandi í dag.  

  Þau sögulegu tíðindi hafa því nú gerst að á Íslandi eru
nú starfandi  tveir sósíaldemókrataískir flokkar.  Sam-
fylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn. Sossarnir tveir!  Tví-
burarnir í íslenzum stjórnmálum. Sem í raun kemur svo
ekki mikið á óvart, horfandi á hvernig sósíaldemókrata-
isminn hefur fengið að grassera í Sjálfstæðisflokknum
gegnum tíðina. Sem loks endaði með því að formaðurinn
sjálfur, steig út úr skápnum með sínar 18 rauðu rósir.
Hylltur af öllu Icesave-klappliðinu og ESB-trúboðinu til
vinstri.

   Þá hefur það einnig gerst að hér eftir verður hlegið
af Sjálfstæðisflokknum vogar hann sér til að kvarta yfir
skattpíningu á íslenzkum almenningi framvegis. Því að 
þessi  Icesave-þjóðsvik  eru  einn  mesti skattapakki
Íslandssögunar, og þótt víðar væri leitað. Eða eins og
sagði í leiðara MBL í gær. ,,Þessi nýi samningur leggur
stórkostlegar byrðar á íslenzka þjóð. Um það er ekki
deilt, þótt ekki sé hægt að segja um af öryggi hversu
ofsalega þær verða".

   Það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú sjálfur formlega
stimplað sig út af hægri kanti íslenzkra stjórnmála, hafi
hann þá nokkurn tímann átt þar heima, gefur mörg og
öflug sóknarfæri þar á næstu misserum og árum.  Ís-
landi og íslenzkri þjóð til heilla. ÁN SJÁLFSTÆÐISFLOKK-
SINS. HRUNFLOKKSINS MIKLA!

   tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facevook......

Bjarni Ben vildi í raun Icesave ll !


   Menn undrast mjög kúvendingu Bjarna Benediktssonar
formanns Sjálfstæðisflokksins í Icesave. En var þetta þá
kúvending í ljósi leiðara MBL í dag, þegar allt kemur til alls?
En þar segir að ,,þegar forsetinn hafi hafnað Icesave 11 
og þjóðaratkvæðagreiðsla blasti við, kom Bjarni Benedikts-
son, formaður Sjálfstæðisflokksins, í fjölmiðla og sagði AÐ
NÚ YRÐI AÐ GERA ALLT TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR AР SÚ
ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA FÆRI FRAM".

   M.ö.o. Hefði vilji Bjarna orðið að veruleika, sæti þjóðin
uppi með hinn afleita Icesave 11. Þessar upplýsingar í
leiðara MBL sem undirritaður vissi ekki um, skýrir margt
um afstöðu Bjarna til Icesave í dag. Og sem meira  er.
Þetta skýrir enn frekar andstöðu hans til þjóðaratkvæða-
greiðslu um þriðju Icesave-þjóðsvikin, og skipar honum
klárlega þar með í hinn sósíaldemókrataíska arm flokksins,
þar sem Þorgerður Katrín hefur hingað til verið talin þar
leiðandi. Nú eftir að Bjarni hefur komið út úr þeim skáp,
hefur Þorgerði  borist  mikilvægur liðauki, með    hinum 
sósíaldemókratasinnaða formanni Sjálfstæðisflokksins.

  Já, vegir sósíaldemókratanna eru órannsakanlegir!
Sérstaklega í Sjálfstæðisflokknum!

  tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook........    

Brúarsmið Þorgerðar Katrinar að heppnast ?


   Þau ummæli Sigmundar Ernis Rúnarssonar þingmanns
Samfylkingarinnar í  Silfri  Egils  í gær, að vera reiðubúinn
að mynda nýja  ríkisstjórn  með  nýjum  flokki sé það þjóð-
inni til  framdráttar, hefur vakið  athygli. Ekki  síst  í  ljósi
kúvendingar  Sjálfstæðisflokksins  í  Icesave, og  mikið
hrós úr röðum sósíaldemókrata Samfylkingarinnar, þ.á.m 
Sigmundar sjálfs, á formanni Sjálfstæðisflokksins, fyrir hug-
rekkið í Icesave- kúvendingunni. 

   Í þessu sambandi beinist nú ljósið að Þorgerðri Katrinu
Gunnarsdóttir, fyrrv. varaformanni Sjálfstæðisflokksins,
komandi úr sama kjördæmi og formaðurinn, og einn helsti
leiðtogi sósíaldemókrata innan Sjálfstæðisflokksins. En það
var einmitt fyrir tilstuðlan hennar að Framsóknarflokki var
skipt úr fyrir Samfylkinguna, og Hrunstjórnin var mynduð,
og pólitískri eyðimerkurgöngu Samfylkingarinnar lauk.

  Nú er eins og sagan sé að endurtaka sig aftur, enda brúar-
smiðurinn með góða reynslu, og jafnvel enn meiri sósíaldemó-
kratískan sannfæringakraft en nokkru sinni áður. Því nú hrópar
eitt helsta og hjartfólgnasta mál sósíaldemókratanna á Íslandi
fyrr og síðar, sjálf aðildin að ESB, eftir nýju og kröftugra brautar-
gengi. Icesave  var  ein  af aðal hindruninni í því brautargengi.
Heilög skylda hins sósíaldemókrataíska arms Sjálfstæðisflokk-
sins undir forystu Þorgerðar var því að koma til hjálpar á ögur-
stundu. Hvað sem það kostaði. Sem nú hefur gerst. Og í kjölfarið
liggur nú í loftinu endurnýjað samstarf hinna sósíaldemókrataísku
hrunflokka. Fyrir eða eftir kosningar.  Tuð Tryggva Þórs fyrrum
vinstrisinna um annað breytir þar engu um.

   Vegir sósíaldemókratanna eru órannsakanlegir. Ekki síst innan
Sjálfstæðisflokksins. Sem grasrót hans er nú loks að uppgötva.
Uppstokkunin til hægri blasir því við. Sauðagæra Sjálfstæðisflokk-
sins sem borgaralegs þjóðholls flokks hefur endanlega verið af-
hjúpuð. Nýtt framsækið þjóðhollt borgaralegt afl hlýtur því að koma
til. Því heill lands og þjóðar er í veði. Íslenzk framtíð á íslenzkum
forsendum!

   tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook.

  
mbl.is Tilbúinn að mynda nýja ríkisstjórn um atvinnumálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppstokkun til hægri blasir nú við!


    Nú eftir að flokksforysta Sjálfstæðisflokksins hefur svikið bæði
þjóðina og flokksmenn í Icesave, ofan á öll þau gríðarlegu mis-
tök við stjórn efnahagsmála, er olli hruninu mikla árið 2008, er
flokkurinn gjörsamlega rúinn öllu trausti og ímynd sem þjóðholt
borgaralegt afl í íslenzkum stjórnmálum.  Svikin nú í Icesave eru
einfaldlega dropinn sem fyllir mælinn.

  Stór hluti flokksmanna og kjósenda flokksins sem aðhyllist hin
borgaralegu gildi og þjóðleg viðhorf eru nú svo gjörsamlega mis-
boðið, að ekki kemur til  greina að styðja þennan flokk lengur.
Flokk sem oftar en ekki hefur falið sig undir sauðargærunni sem
þjóðhollt borgaralegt afl, en hefur í raun ætíð verið hinn stóri
sósíaldemókrataíski flokkur. Sá armur hefur nú endanlega yfir-
tekið flokkinn undir forystu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir.
Enda stóð ekki á ESB-trúboðinu kringum hana að lýsa trausti
og ánægju með formanninn, sbr. Þorsteinn Pálsson, sem nú er
á fullum launum hjá sósíaldemókratanum Össuri við að koma Ís-
landi inn í ESB. Icvesave var stóra hindrunin, sem varð að koma
frá, hvað sem það kostar þjóðina.  Og nú hefur það gerst innan
Sjálfstæðisflokksins í dag. Gert hann að alræmdum Icesave-
flokki, á stalli með hinum andþjóðlegu vinstrisinnuðu Icesave-
flokkum, með stefnuna á Brussel. Og ekki að undra þótt Geir H.
Haarde sé í klappliðinu, sjálfur Hrunforsætisráðherrann og sem
svaf þyrnirósarsvefni meðan Icesave varð til og blómstraði.

   Ljóst er að á hægri kanti íslenzkra stjórnmála hefur nú myndast
algjört  tómarúm og  upplausn. - Sjálfstæðisflokkurinn  hefur  nú
endanlega yfirgefið þann pól, hafi hann nokkurn tíma átt þar heima.
En meðan það tómarúm ríkir mun upplausn og stjórnleysið halda
áfram á Íslandi. Þörfin á þjóðhollum hægrisinnuðum flokki hefur
því aldrei verið brýnni en enmitt nú. Flokki, sem aldrei hefur verið
áður til í íslenzkum stjórnmálum, enda ástandið eftir því......

   Hvort sá flokkur verður HÆGRI GRÆNIR eða ekki á eftir að koma
í ljós. En eftir hinn alvarlega klofning í Sjálfstæðisflokknum er alveg
ljóst, að allsherjar uppstokkun til hægri blasir nú við........

   tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook........
mbl.is „Sætti mig við þessi málalok“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn orðinn að kratiskum Icesave-flokki !


   Eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins,
hefur afrekað að gera flokkinn að kratiskum Icesave-flokki,
og sett hann þar með á stall hinna vinstrisinnuðu Icesave-
flokka, hefur ímynd hans sem þjóðholls borgaralegs flokks
endanlega hrunið. ALDREI oftar getur formaður Sjálfstæðis-
flokksins gagnrýnt skattapíningu vinstristjórnarinnar. Því
með þessu er  Sjálfstæðisflokkurinn  að  samþykkja  einn
stærsta skattapakka sögunar, fer allt fram  sem  horfir,  og
það skatt sem ÞJÓÐIN BER ENGA LAGALEG SKYLDA TIL AÐ
GREIÐA! Þá getur þessi sami Bjarni aldrei sakað aðra um
hringlandahátt, því síður kommúnistaleiðtogann Steingrím
J, enda hrósar leiðtogi kommúnista formanni Sjálfstæðis-
flokkinn í hástert í kúvendingunni.

   Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú endanlega komið út úr
skápnum sem hreinræktaður sósíaldemókrataaskur flokk-
ur. Hefur gegnum áratugina siglt undir fölsku flaggi sem
eitthvert þjóðholt borgaralegt afl. En nú með hinum stór-
kostlegu Icesave-svikum hefur hann opinberað sitt rétta
sósíaldemókrataíska eðli, enda oftar en ekki unnið  með
sósíaldemókrataísku öflum. Krataleiðtoginn innan flokks-
sins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hefur nú unnið af-
gerandi sigur. Hennar hjartans mál, ESB-aðildin, sér hún
nú innan seilingar, eftir að hafa rutt helsta tálmanum,
Icesave, úr vegi, a.m.k innan Sjálfstæðisflokksins.

    Allir  sannir  þjóðhollir  menn og  konur  með  þjóðleg
borgaraleg viðhorf að leiðarljósi,  og sem stutt hafa Sjálf-
stæðisflokkinn, hljóta nú að yfirgefa hann. Svona svika-
flokk getur enginn stutt lengur. Á hægri kanti íslenzkra
stjórnmála hlýtur því að upprisa nýtt sterkt pólitískt
borgaralegt afl á þjóðlegum grunni. Hvort það verður
HÆGRI GRÆNIR eða annað afl á eftir að koma í ljós.   
En eitt er víst. Tómarúmið til hægri mun fyllast, og það
mjög fljótt.

   tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook. 
mbl.is Margir spurðu um þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundarstjóri Bjarna í Valhöll í dag ESB-sinni. Tilviljun?


    Athygli vekur að  fundarstjóri  Bjarna  Benediktssonar
formanns  Sjálfstæðisflokksins  í  Valhöll  í  dag er Friðrík
Sophusson fyrrum  varaformaður  flokksins og yfirlýstur
ESB-sinni. Hefði alveg getað eins valið Þorstein Pálsson
ESB-trúboða. Tilviljun?  Klárlega ekki. Þess utan er Friðrik
Icesave-sinni, þannig að valið er þaulhugsað og skipulagt.

   Icesave-og ESB-aðildin eru samantvinnuð. Enda halda
ekki sósíaldemókratarnir í Samfylkingunni vatni, og hrósa
Bjarna sínum í hástert, og segja hann hafa styrkt stöðu
sína í flokknum. Horfa til og hafa ekki gleymt yfirlýsingum
hans  á  síðasta  kjörtímabili  að  vera hallur undir ESB og
að útiloka ekki aðild. - Skjótur  frami  Þorgerðar  Katrínar
Gunnarsdóttir kúlulánadrottningar og leiðtoga sósíaldemó-
krataíska arms flokksins, er heldur ekki tilviljun. Hlutverk
hennar er þaulhugsað líka. Að byggja brúna aftur yfir   til
Samfylkingarinnar. Icesave er þar einn mikilvægasti  brúar-
sporðurinn. Þaðan á svo leiðin greiða að liggja til Brussel. 

   Sjálfstæðisflokkurinn  er  í  upplausn! Enda miklu fremur
byggður  á  hagsmunapólitík  fremur  en  hugsjón. Í miklu
þjóðfélagsumróti  eins  og  nú,  splundrast slíkur flokkur, í
stað þess að styrkjast og eflast sem þjóðhollt ábyrgt hægri-
sinnað afl, er hefur STJÓRN á hlutunum, og heldur upp AGA,
LÖGUM og REGLU. Enda gerðist eitt mesta efnahagslega
hrun Íslandssögunar í stjórnartíð þessa ístöðulausa Sjálfs-
stæðisflokks.  Og nú hittir svo skrattinn ömmu sína!

  Þegar  hægri  kantur  stjórnmála er í upplausn, ríkir upp-
lausn  og  stjórnleysi  í viðkomandi  þjóðfélagi.  Ísland  er
eitt  albesta  dæmið þess.  Á Íslandi hefur aldrei verið til
ALVÖRU hægriflokkur  á  þjóðlegum grunni. Þess vegna
hefur óstöðuleikinn fengið að leika þar lausum hala, sem
loks leiddi til hrunsins mikla.  Trú manna á Sjálfstæðisflokk-
inn sem hægriflokk var ein stór blekking. Upplausn hans
nú sannar það! Upplausnarástandið í þjóðfélaginu sem
hann olli sannar það!  Því er eitt brýnasta verkefnið í dag
að byggja upp ALVÖRU þjóðhollt hægrisinnað afl.  Hvort
það verður HÆGRI GRÆNIR eða eitthvað annað á hins
vegar eftir að koma í ljós. - En tómarúmið til hægri er til
staðar, og það verður að fylla.  Framtíð Íslands, uppbygg-
ing og nauðsynlegt stjórnlyndi ákallar það.  STRAX!
mbl.is Bjarni með fund í Valhöll um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband