Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Landsdómur. Icesave-svikin mun alvarlegri !


    Geir H Harrde var ekki sakfeldur fyrir Landsdómi í gær.
Fyrirséð og kom ekki á óvart. Enda út í hött að sækja hann
einan til ábyrgðar fremur en aðra ráðherra, enda málið
flókið og yfirgripsmikið.Og einbeitingarvilji til svika við
þjóðina ekki fyrir hendi hjá Geir. 

   Það gerðist hins vegar í Icesave! Þar var glæpurinn gegn
þjóðinni ALGJÖR! Svavars-þjóðsvikasamningurinn í Icesave 
var ALGJÖR  glæpur gegn þjóðinni! Því þar var um BEINAN
ÁSETNINGARVILJA ráðherra, embættismanna og meirihluta
þingmanna að ræða!  GLÆPUR gegn þjóðinni er nú þegar
hefði leitt til þjóðargjaldsþrots, hefði forseti vor og þjóð ekki
afstýrt því!  Í TVÍGANG!

   Því hlýtur það að verða fyrsta verk nýs Alþingis og nýrrar
þjóðhollrar ríkisstjórnar að sækja hina RAUNVERULEGU
glæpamenn gegn þjóðinni  til saka fyrir dómstólum. Því 
í Icesave  var um 100% einbeittan glæp að ræða gegn
þjóðinni!

   Svo einfalt er það!
mbl.is „Skammar þeirra verður lengi minnst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuðningsmenn Þóru misnota átthagafélag gróflega!


    Svo langt  ganga stuðningsmenn  Þóru Arnórsdóttur
forsetaframbjóðenda í sínum pólitíska  áróðri að þeir hika
ekki við að beita ópólitísku átthagafélagi  og fréttavef þess
í rammpólitískum tilgangi henni til stuðnings. Dæmi um slíkt
er  Önfirðingafélagið  í  Reykjavík  og  fréttavefur  þess
www.flateyri.is. - Strax  og  framboð  Þóru var  kynnt  hafa
verið látlausar fréttir af því, myndasyrpur af henni og fjölskyldu,
síðast í gær, ásamt blaðaskrifum hennar og vísan til skoðana-
könnunar henni til höfuðs.  En allt slíkt hefur aldrei áður gerst! 

   Veit sem Önfirðingur og Flateyringur að fjölmargir mínir
sveitungar eru afar óhressir með þessa grófu misnotkun
á okkar átthagafélagi og fréttavef þess. Þegar kvörtun
var komið á framfæri var til að bíta hausinn af skömminni
birt eldgömul mynd af  Forseta Íslands og Danadrottningu
á Flateyri í tilefni 72 ára afmælis hennar um daginn. Sem
átti væntanlega þá að vera einhver sárabót til okkar sem
ekki styðjum Þóru. En var í senn meiriháttar barnalegt og
HREIN ögrun gegn okkur sem mótmæltu. 

   En víst er að með sama áframhaldi munu núverandi ráða-
menn Önfirðingafélagsins stórskaða það með slíkri póli-
tískri misnotkun í þeirra þágu og framboði Þóru.  Alla vega
mun sá er þetta skrifar ekki vera deginum lengur í slíku
pólitísku félagi ef framhald verður á þessu. Og svo mun
verða um fleiri...........

  p.s. Þess má geta að formaður Önfirðingarfélagsins er
róttækur sósíaldemókrati eins og Þóra!

Samstaða Lilju Móses virðir ekki eignarréttinn


   Þá vita  kjósendur það! Flokkur Lilju Mósesdóttir, Samstaða, 
virðir ekki eignarréttinn.  Er því í raun sósíalistaflokkur! En Lilja
gagnrýnir landeigendur að Kerinu  í  Grímsnesi  fyrir að  meina 
hópnum kringum heimssókn forsætisráðherra Kína, þar með talda 
íslenzka ráðherra, að  skoða umrætt Ker.

   Þannig upplýsir formaður Samstöðu að hún og flokkur hennar
virði ekki eignarréttinn. Sem í sjálfu sér kemur ekki á óvart. Því
hún er sósíalisti eins og núverandi ráðherrar, sem höfðu ekki
einu sinni fyrir því að fá leyfi landeigenda til að skoða umrætt
Ker. Sem var algjör lágmarks kurteisi!

   Enn og aftur afhjúpar Lilja Móses sitt sósíalíska eðli.  

  Enda!  Sósíalisti! ALLTAF SÓSÍALISTI!

HÆGRI GRÆNIR skera sig úr í Evrópumálum.


   Vert er að vekja athygli á kynningarfundi Hægri grænna
26 apríl n.k kl.14 í Múlakaffi. Þar sem flokkurinn, stefna
hans og forysta verða formlega kynnt. Athygli mun vekja
að flokkurinn mun skera sig úr í Evrópumálum. Gildir það
bæði miðað við Fjórflokkinn og nýju framboðin.

  Þannig hafnar flokkurinn ALFARIÐ aðild Íslands að ESB
af pólitískum ástæðum. Vill því draga ESB- umsóknina tafar-
laust til baka. Flokkurinn vill uppsögn á Schengen-ruglinu.
Og endurskoðun á EES-samningi með tvíhliða viðskiptasam-
ing í huga við ESB sbr. Sviss.  Flokkurinn hefur ÆTÍÐ hafnað
Icesave og mun aldrei samþykkja slík þjóðarsvik.

   Í dag kalla mjög margir þjóðhollir Íslendingar eftir slíku
afdráttarlausu framboði í Evrópumálum sem þeir geta 100%
treyst. Og ekki sakar að hér er einnig um frjálslyndan borg-
araflokk  að ræða, sbr. athyglisverð og skýr stefna og hug-
sjónir þessa nýja flokks sem kynntar verða 26. apríl n.k.

  ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR!  ÁFRAM ÍSLAND!

 


mbl.is Danir sitja hjá á makrílfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetaframboðsumræða sem skiptir ekki máli !


   Umræðan um hvort Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi
fari í fæðingarorlof eða ekki skiptir ekki máli. Enda mun Alþingi
ekki starfa á þeim tíma.

   Það sem skiptir höfuðmáli er að kjósendur átti sig á fyrir hvað
þessi Þóra stendur og fyrir hvaða öfl hún er aðallega fulltrúi
fyrir.

   Þóra Arnórsdóttir er sósíaldemókrati og því litast öll hennar
viðhorf af því. Þess vegna er Þóra m.a ESB sinni og vill Ísland
í ESB. Enda var Þóra af fyrstu sofendum Evrópusamtakanna.
Þóra hefði því aldrei synjað Icesave-svikunum staðfestingu og
þar með væri Ísland gjaldþrota í dag. Þóra er því skv. þessu
einnig stuðningsmaður Schengen-ruglis.  Já verðugur fulltrúi
BRUSSEL-valdsins á Bessastöðum nái hún kosningu. Mikil-
vægt að kjósendur hafi einmitt  þetta á hreinu!

    

    Umræðan um fæðingarorlof Þóru er því út í hött!  En sýnir
kannski helst hégómann við þetta framboð.........

   M.a til að villa fólki sýn!


mbl.is Þóra og umræðan um fæðingarorlof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styður Icesave-forysta Sjálfstæðisflokksins Þóru?


  Í Fréttatímanum í gær er sagt frá því að Þóra Arnórsdóttir
forsetaframbjóðendi hafi öfluga spunavél á bak við sig, sbr.
menn á borð við sjálfstæðismanninn Friðjón Friðjónsson. En
Friðjón var um tíma aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar
formanns Sjálfstæðisflokksins. Þá segir Fréttatíminn einnig
frá því að Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri
þingsflokks Sjálfstæðisflokksins sé ein af stuðningsmönnum
Þóru.

    Allt er þetta  athyglisvert. En  þó  ekki.  Icesave-forysta
Sjálfstæðisflokksins  hefur  enn  ekki  fyrirgefið  forsetanum
fyrir að vísa Icesave 111 til þjóðarinnar. Þar sem bæði þjóðin
og grasrót Sjálfstæðisflokksins hafnaði Icesave og þar með
niðurlægði forystuna.

   Þess vegna bendir allt til að forysta Sjálfstæðisflokksins og
hin sósíaldemókrataísku öfl innan hans munu styðja Þóru
gegn sitjandi forseta. Jafnvel þótt það verði vatn á myllu
ESB-trúboðsins að fá fulltrúa sinn á Bessastaði. Önnur eins
pólitísk mistök hefur Sjálfstæðisflokkurinn  heldur betur gert
gegnum tíðina í daðri hans til vinstri, er endaði með allsherjar
hruni, einmitt með pólitískum  sósíaldemókrataískum sam-
herjunum í Samfylkingunni.

  Ekki að furða þótt eftirspurn fyrir nýjum hægriflokki hafi
aldrei verið eins sterk og í dag. - M.a þess vegna beinist
kastljósið nú að HÆGRI GRÆNUM!   Eðlilega!

Hvaða þjóðsvikari styður nú IPA-styrki ESB?


  Senn dregur til tíðinda á Alþingi um IPA-mútustyrki ESB.
Upp á fimm milljarða króna. Hvaða þingmaður á Alþingi
Íslendinga ætlar að leggjast svo lágt í dag að samþykkja
slíkt í ljósi síðustu samskipta og framkomu ESB gagnvart
Íslandi?  Sbr. málarekstur ESB í Icesave gegn Íslandi auk
stöðugra hótanna ESB gegn  makrílveiðum  Íslendinga í
EIGIN FISKVEIÐILÖGSÖGU.

   Þau hafa  verið mörg þjóðarsvikin síðustu misseri sem
núverandi ríkisstjórn hefur framið gagnvart þjóðinni.  En
að ætla sér og voga sér að taka við fjárstyrkjum frá RÍKI
sem á sama tíma á í harðvítugum málaferlum og hótunum
við íslenzka þjóð yrði hámark svikanna.

  Fróðlegt verður því að fylgjast með hvaða þingmenn aðrir
en sósíaldemókratarnir í Samfylkingunni muni liggja hund-
flatir gagnvart valdinu í Brussel á næstu dögum á Alþingi
Íslendinga.............

    Já hvaða þjóðsvikari mun styðja  IPA-styrki ESB!

Fulltrúi gömlu Einingarsamtaka kommúnista í framboð


   Sá sem var formaður miðstjórnar Einingarsamtaka kommúnista
á árunum 1973 - 1980, Ari Trausti Guðmundsson, hefur gefið kost
á sér í embætti forseta Íslands. Vert er því  að óska hérlendum
kommúnistum til hamingju með frambjóðenda sinn. Ekki svo?

   Annars eru þetta að  verða all skrautleg framboð til forseta Ís-
lands. Þannig hefur Brussel-valdið t.d eignast frambjóðenda  á
sínum vegum, yfirlýstan ESB-sinnan Þóru Arnórsdóttur, sem auk
þess er yfirlýstur sósíaldemókrati og Icesavesinni.

  Já vonandi fleiri slík merk framboð!  Sitjandi forseta til styrktar!

  
mbl.is Ari Trausti ætlar í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægri og vinstri blokkir takist á! Gott mál!


   Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og varaformaður
Vinstri grænna vill sameinaða vinstriblokk í komandi kosningum.
Flott hugmynd!  Því afar æskilegt er að kjósendur viti eitthvað
um hvað þeir eru að kjósa í kosningum. Hvers konar ríkisstjórn?
Til hægri eða vinstri. Eins og gerist í flestum lýðræðisríkjum í dag. 
Gagnstætt því sem er á Íslandi, þ.s boðið er upp á allskonar
pólitískt  samkrull,  og óvissu eftir því að kosningum loknum.

   Til þess að svo gæti orðið þarf Sjálfstæðisflokkurinn sterkt
aðhald frá hægri. Því það er með ólíkindum hversu viljugur sá
flokkur er til í  að hlaupa útundan sér til vinstri. Skýrist það m.a
af sterkum pólitískum sósíaldemókrataískum öflum innan Sjálf-
stæðisflokksins, nú undir forystu Þorgerðar Katrínar Gunnars-
dóttir.

   Til að sterk þjóðholl borgaraleg blokk geti myndast frá hægri
til frambúðar, þarf því öflugan hægriflokk við hliðina á Sjálfstæðis-
flokknum. Til að halda honum á réttri braut og þar með að halda
vinstriöflunum  í skefjum. Vinna aldrei til vinstri!

   HÆGRI GRÆNIR sem halda sinn fyrsta kynningarfund í næstu
viku og hefja þar með sína formlegu baráttu fyrir komandi þing-
kosningar, yrðu ákjósanlegir aðhalds- og íhaldsfesta til hægri
hvað þetta varðar.  Eitthvað sem allir þjóðhollir borgarasinnar
ættu að horfa til í dag! 
mbl.is Vill kosningabandalag VG og Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innanríkisráðherra móti eflingu þjóðaröryggis!


   Innanríkisráðherra er á móti eflingu þjóðaröryggis. Enda
sannur kommúnisti og vinstrisinnaður róttæklingur. Leggur
fram frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir sem reynast
svo bara blöff og blekkingar. Og það að mati ríkissaksóknara,
lögreglu höfuðborgarsvæðisins og Ákærendafélags Íslands sem
lýsa miklum efasemdum um frumvarpið.

   Auðvitað er þetta SKANDALL! Að hafa afdankaðan kommúnista
og vinstrisinnaðan róttækling sem innanríkisráðherra. Yfirmann
lögreglu og Landhelgisgæslu, dómstólum, já yfirmann innra
sem ytri öryggismálum þjóðarinnar. Sem gegnum áratugina hefur
barist fyrir varnarlausu Íslandi og það sé bergskjaldað í öryggis-
málum. Já ráðherrann sem lætur mála varðskipin í ESB-litunum
og skipar þeim verja landhelgi ESB  á Miðjarðarhafi í stað að halda
uppi lágmarksgæslu á Íslandsmiðum.

   Já auðvitað er þetta SKANDALL!  Auðvitað eigum við að stórefla
forvirkar rannsóknarheimildir eins og í ÖLLUM öðrum löndum!
Með öflugri íslenzkri leyniþjónustu  þar sem enn er Ísland her-
laust land. Ásamt því að ganga úr Schengen-ruglinu!
 
mbl.is Felur ekki í sér auknar heimildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband