Frelsisflokkurinn stofnaður


   Frelsisflokkur fyrir land og þjóð var stofnaður
þann 1 júní s.l.Stofnendur voru hópur áhugafólks um
ábyrgð og heiðarleg stjórnmál. Á stofnfundinum var
kosin bráðabirgðastjórn (flokksstjórn) sem sitja
mun fram að landsfundi sem áætlað er að halda nú í
haust.Formaður flokksstjórnar var kosinn Gunnlaugur
Ingvason.

   Grunnstefna flokksins hefur verið kynnt ásamt
flokksmerki á heimasíðu Frelsisflokksins sem
er www.frelsisflokkur.is

   Í fáum orðum er Frelsisflokkurinn flokkur  sem 
stendur vörð um frelsi íslensku þjóðarinnar, tján-
ingafrelsi hennar til orðs og athafna, og hafnar
því hinum pólitíska rétttrúnaði. Ítarlega er fjallað
um grunnstefnu flokksins á heimasíðu hans eins og
áður sagði. 

   Frelsisflokkurinn hyggst bjóða fram í komandi 
sveitarstjórnarkosningum og til Alþings. Flokkurinn
hvetur því sem flesta kjósendur að kynna sér stefnu
flokksins og koma til liðs við hann landi og þjóð 
til heilla.

www.frelsisflokkur.is


Hvað boðar Sigmundur og Framfarafélagið?

   Fróðlegt verður að vita hvað pólitísk skilaboð
Sigmundur Davíð hefur að bjóða í Rúgbrauðgerðinni
nú á laugardagsmorgunn.

  Verður þetta enn einn kjaftaklúbburinn með miðju-
moðs-ívafi, opinn í alla enda, já svokölluð samræðu-
stjórnmál, sem hingað til hafa engu skilað nema enn
meiri pólitískum glundroða, eða verður eitthvað bita-
stæðara í boði? Já t.d í einhverjum pólitískum takti
við það sem hefur verið að gerast og gerjast í stjórn-
málum beggja vegna Atlantsála síðustu misseri?

  Verður hinum pólitíska rétttrúnaði á Íslandi  með
RÚV-liðinu í forsæti settur stóll fyrir dyrnar? Og
hvað með þjóðhyggjuviðhorfin sem nú fara sigurför um
Evrópu í dag? Já hvað með Evrópumálin, s.s Schengen-
ruglið, EES-sem þarfnast mikillar endurskoðunar, auk
hinna stórgölluðu útlendingalaga og stjórnleysið í
hælisleitenda-og flóttamannamálum? Að ógleymdri íslams-
væðingu Evrópu og fyrirhugaðri moskubyggingu á Íslandi?

   Verður skautað fram hjá öllum slíkum pólitískum
stórmálum? Hitamálum! Og án fyrirheits um annað og meira, þ.e.a.s stofnun stórnmálahreyfingar á grundvelli þjóð-
hyggju og frelsis? Til að koma hugmyndunum Í FRAMKVÆMD!                                   

   Já fróðlegt verður að sjá hvað upp úr hatti Sigmundar
komi og Framfarafélagi hans! 
 
   


mbl.is Sigmundur boðar stofnun nýs félags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þörf á þjóðhyggju á nýjum vettvangi! Úrsögn úr Þjóðfylkingunni!

Mikil og ör gerjun á sér nú stað í stjórnmálunum á
heimsvísu. Ekki síst beggja vegna Atlantsála, sem
einnig mun ná til Íslands fyrr en margan grunar.

Þar takast á tvennskonar stefnur byggðar á ólíkri
heimsmynd. Annars vegar alþjóðahyggja, með tilheyr-
andi takmarkalausri alþjóðavæðingu, nánast galopnum
landamærum, fólksflutningum og  ósamrýmanlegri fjöl-
menningu. Og hins vegar skynsöm og hófsöm þjóðhyggja
byggð á þjóðríkjahugsjóninni, fullveldi og sjálfstæði
þjóða og einstaklinga, varðveislu þjóðmenninga, og
öflugum frjálsum viðskiptum milli ríkja á jafnréttis-grundvelli!

Á s.l ári var  stofnaður  stjórnmálaflokkur á Íslandi
til að verða við kalli tímans hvað síðari heimsmyndina
varðar, Íslenska þjóðfylkingin. Ónægur tími til undir-
búnings og uppbyggingar flokksins má segja að hafi 
orðið honum til trafala þegar þátttaka hans í
ófyrirsáanlegum og ótímabærum þingkosningum varð hans
hlutskipti. Og ekki bætti úr skák þegar mikið ósætti
blossaði upp meðal flokksmanna, og litill hópur hrifsaði
til sín völdin. Þá hrakfallasögu alla verður ekki rakin
hér, en  stórskert flokksímynd og ótrúverðugleiki
í huga kjósenda þarf ekki að tíunda í hans garð í
kjölfarið. Og stendur enn! - Eðlilega!

Nú hyggst Íslenska þjóðfylkingin reyna að öðlast nýja
ímynd og trúverðugleika á ný. Með boðun til landsfundar
31 mars - 2 apríl n.k. Því miður  mun sú tilraun renna
út í sandinn. Því sömu ólýðræðislegu niðurrífsöflin ruin öllu trausti kjósenda eru þar á ferð. Smáhópur er hefur
haft flokkinn í nánast gíslingu undanfarin misseri  og
ætlar augsjáanlega ekki að  læra af mistökunum og því
síður að slaka á klónni.

Ástandið í flokknum er farið að minna á flokksógnina
í Norður-Kóreiska kommúnistaflokknum. Valdahrokinn er
orðinn yfirgengilegur, móðursýkislegar árásir á flokks-
menn, og plottið innan þessa þröngva hóps ótrúlegt,
eins og reifari í skáldsögu, til að halda völdum og
áhrifum.  

Sem einn af frumstofendum Íslensku Þjóðfylkingarinnar
harma ég því hvernig komið er fyrir henni, eins og grunn-
stefnuhugsjón hennar er frábær!  Úrsögn mín úr flokknum
liggur því beinast við!

En þjóðhyggjuhugsjónin mun lifa áfram! Og mun finna sér
nýjan farveg og vettvang! Fyrr en seinna.

 Það eitt er víst!


Þjóðhyggja í sókn! Alþjóðahyggja vikur!

   Þjóðhyggjan er í mikilli sókn beggja vegna 
Atlantsála. Alþjóðahyggjan vikur!  Miklar og
jákvæðar breytingar eiga sér nú stað um skipan
heimsmála og í alþjóðlegum stjórnmálum.  Mun
skarpari  og örar  en  margur gerir sér grein
fyrir.

  Alþjóðahyggja sósíalista  og kommúnista  lauk
með falli  Sovétríkjanna. Evrópusambandið byggir
á álíka alþjóðahyggju, þar sem yfirþjóðlegt vald
með ofurmiðstýringu þvert á þjóðleg viðhorf  og
þjóðríki er í öndvegi. Fyrir ESB mun því fara 
eins og gamla Sovétinu!  Fólkið, hinn almenni
bogari gerir uppreisn, því hið yfirþjóðlega bákn
í báðum tilvikum vinnur gegn hagsmunum hans í 
þágu yfirþjóðlegra afla(banka-fjármálasukks) og
nú síðast yfirgengilegrar alþjóðavæðingar þvert á
hagsmuni þjóðríkja og þegna þeirra!

  Þjóðhyggjan og þjóðríkjahugsjónin fær því byr 
undir báða vængi beggja vegna Atlantasála meðal 
almennra borgara. Sem andsvar við hinni óheilla-
þróun að þeirra mati. Mikil sókn þjóðhyggjuflokka
í Evrópu og sigur Trumps í Bandaríkjunum er spegil-
mynd alls þessa. Auk valdasetu Pútins í Rússlandi.

  Fyrir alla sem una fullveldi og sjálfstæði þjóða
sinna er þetta gleðiefni! Því þjóðfrelsi og frelsi
einstaklinga eru nátengd. Sbr úrsögn Bretlands  úr
ESB í dag og fullveldistaka þess yfir eigin landa-
mærum. Þvert á Schengenruglið með tilheyrandi íslams-
væðingu Evrópu, öfga fjölmenningarhyggju með tilheyr-
andi hryðjuverkum.

 En hvað með Ísland? Þróunin hlýtur að verða sú sama
hér og gerist nú í Evrópu! Hinn alþjóðasinnaði anar-
kismi og vinstrimennska alþjóðahyggjunar sem nú tröll-
ríður íslenskum stjórnmálum ásamt ömurlegu miðjumoði
hlýtur senn að víkja.  Spurningin er bara um tíma og
um sterka forystu fyrir slíku þjóðhyggjuafli. 


mbl.is Sigurlíkur Le Pen aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsfundur Íslensku þjóðfylkingarinnar

Fyrsti Landsfundur Íslensku þjóðfylkingarinnar
verður haldinn núna miðvikudaginn 29 júni kl.19
í hliðarsal Café Catalinu Hamraborg 11 200 Kópa-
vogi.

Á fundinum verða samþykktir flokksins afgreiddar,
starfandi formaður gefur skýrslu um starfsemi
flokksins. Síðan verður formaður og vara-formaður
kosnir, auk þess fer fram kosning til flokksstjórnar.
Af því loknu verða stjórnmálaályktanir afgreiddar
og að lokum önnur mál.

Líta má á Landsfund þennan sem einskonar aukafund,
þar sem forystusveit flokksins öðlist fullt umboð
til að undirbúa alþingiskosningar í haust og mönnun
kjördæmisráða og framboðslista. En stefnt er að
fjölmennum Landsfundi í haust þegar mesta undirbúnigs-
vinnan hefur farið fram. En flokkurinn mun bjóða fram
í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum.

Grunnstefna flokksins liggur fyrir sem framkvæmdaráð
hefur samið í vetur og vor, og sem kynnt hefur verið
opinberlega. Unnið verður frekar í grunnstefnunni
fram að kosningum, en afstaða flokksins til helstu
þjóðmála liggja skýr og klár fyrir. Endaleg og full-
komin heimasíða flokksins mun senn birtast en flokk-
urinn hefur verið frá upphafi  á facebook undir
flokksheitinu. 

Íslenska þjóðfylkingin er þjóðlegur borgaraflokkur,
sem vill standa vörð um fullveldi og sjálfstæði
Íslands og íslenska menningu og tungu. Flokkur
einstaklingsfrelsis, jafnvægi í byggð landsins svo 
fátt eitt sé talið.

Fundurinn er opinn öllum flokksfélögum og stuðnings-
mönnum er gerast flokksfélagar á fundinum. Kjörgögn
kosta kr 1000.

Allt þjóðholt borgarasinnað fólk er hvatt til að mæta!
Ekki síst í ljósi þeirra árása sem nú er gert á íslenska
þjóðríkið með fáránlegum No Borders útlendingalögum og
aðför innanríkistáðherra að íslenskri mannanafnahefð
sem gilt hefur frá alda öðli.

Áfram Ísland!


Er Sjálfsæðisflokkurinn að verða annar Pírataflokkur?

  Fyrir hvað stendur þessi Sjálfstæðisflokkur
eiginlega ? Flokkur sem í upphafi átti að vera
brjóstvörn þjóðlegra kristinna borgaralegra gilda!
En virðist standa fyrir hinu gagnstæða í dag, eins
og vinstrisinnar og  anarkistanir í Pírötum. Því má
fyllilega spyrja hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé að
verða annar Pírataflokkur?

  Í borgarstjórn hefur ekki bólað á stjórnarandstöðu
Sjálfstæðisflokksins eftir að hafa misst þar völd. Í forsetakosningunum viðist hann margklofinn þótt fyrrv.
formaður hans sé í framboði. Og  á Alþingi og ríkis-
stjórn styður hann núna viltustu drauma vinstrisinna
og anarkista um galopnun landamæra í anda No Borders
öfgasamtaka, og stendur fyrir afnámi íslenskrar nafna-
hefðar frá upphafi Íslandsbyggðar,  einning  til  að
geðjast hinum  vinstrisinnuðu  upplausnaröflum,  sem  
vilja í raun 
íslenska þjóðríkið feigt. 


  Sem betur fer  mun þjóðholt borgarasinnað þjóð-
hyggjufólk koma til með að eiga skýran og trúverðugan
valkost í komandi þingkosningum, í stað hins pólitíska
úrkyjaða Sjálfstæðisflokks. Íslensku þjóðfylkinguna.
Sem allt  bendir til  að  muni koma sterk  út  í
komandi kosningum, sbr undirtektir og tvær skoðana-
kannanir hjá Hringbraut og Útvarpi Sögu, þær fyrstu
sem flokkurinn fær að taka þátt í, enda mun m.a hann
standa hart gegn þeim tveim  málum  sem nefnd hafa
verið hér og snerta framtíð íslenskrar tilveru.

  Íslenska þjóðfylkingin er þjóðlegur borgaralegur 
flokkur, sem m.a stendur vörð um sjálfstæði og full-
veldi Íslands, íslenska þjóðmenningu og tungu ásamt
siðnum í landinu. Og hvetur alla þjóðholla Íslendinga
að koma til liðs við sig  m.a með því að mæta á lands-
fund flokksins 29 júní n.k.

  ÁFRAM ÍSLAND! Og til hamingju með 17 júní Íslendingar!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband