Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

And-þjóðleg skrif Morgunblaðsins


   Í sunnudagsblaði Morgunblaðisins birtast mjög and-þjóðleg skrif
í báðum  ritstjórnarpislum blaðsins. Í Reykjavíkurbréfinu hefur ESB-
trúboðið aldrei verið á hástemmdari nótum og einmitt nú. Því nú er
sérstaklega ákall til Sjálfstæðisflokksins um að kúvenda í Evrópu-
málum, með því að flokkurinn styðji umsókn að ESB og upptöku evru.
En sem kunnugt er þá er núverandi ritstjóri MBL félagi í Evrópusam-
tökunum sem berjast fyrir aðild Íslands að ESB með þeim hörmulegu
afleðingum sem slíkt hefði fyrir land og þjóð. - Í hinum riststjórnar-
pislinum, Staksteinum, er þó gengið lengra í hinni and-þjóðlegri
lágkúru. En þar er hvatt til að bresk stjórnvöld annist loftrýmiseftir-
litið kringum Ísland í desember. Þau sömu stjórnvöld og beittu okkur
mestu efnahagslegum hryðjuverkum sem sögur fara af. Hryðjuverka-
lögum SEM ENN ERU Í GILDI, og sem fyrir löngu hefðu átt að hafa
leitt til stjórnmálasambandsslita Íslands við Bretland. - Að ákalla
hervernd Breta undir þessum kringumstæðum er svo GJÖRSAMLEGA
ÚT í hött að ekki fá orð lýst. Eða er undirlægjuhátturinn og  hin and-
þjóðlegu viðhorf engin takmörk sett ? -  Alla vega EKKI á ritstjórn
Morgunblaðsins þessa daganna.

   Það er alltaf að koma betur og betur í ljós þörfin fyrir ölfugan stjórn-
málaflokk sem kjósendur geta 100% treyst að muni ætið  standa
vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslands, þjóðmenningu og tungu, og
HAGSMUNI hins íslenzka almúga.  Almúga sem ASÍ hefur nú ENDAN-
LEGA svíkið með ESB-daðri sínu og evru, gjaldmiðli sem nú er nánast
í frjálsu falli.   
   
   

    


Samfylkingin undirbýr stórpólitísk átök


    Það er alveg ljóst  að  Samfylkingin undirbýr  nú  stjórnarslit
og stórpólitísk átök.  Látlausar árásir forystumanna hennar
á Seðlabankann, krafan um aðkomu Aðþjóðagjaldeyrissjóðsins
algjörlega burtséð hvaða skilyrði hann setur, andstaða gegn
Rússaláni, en þess í stað lofsöngur um ESB og evru, allt ber
þetta að sama brunni. - EKKERT er hugsað um þjóðarhag og
þjóðarsamstöðu á einum erfiðustu tímum sem íslenzk þjóð
hefur orið að ganga í gegnum. - Blind  sérhagsmunapólitík án
neinna tengsla við íslenzka hagsmuni. Enda hefur Samfylkingin
með yfirráðum sínum yfir utanríkisráðuneytinu sýnt vítaverða
óþjóðhollustu gagnvart hryðjuverkaárás Breta á íslenska hags-
muni og ímynd þjóðarinnar í samfélagi þjóðanna með AÐGERÐAR-
LEYSI sýnu. Öll málsvörn utanríkisráðuneytisins gagnvart t.d
bresku pressunni og breskum stjórnvöldum hefur til þessa verið
í molum og í skötulíki. Enda hefur nú hópur Íslendinga með teng-
ingu til Bretlands neyðst til ð stofna tiil aðgera til að bjarga ímynd
Íslands í Bretlandi. Það er engu líkara en að Samfylkingin sé
orðin ein af flokksdeildum  í breska Verkamannaflokknum. Enda
situr viðskiptaráðherra oft flokksþing breska Verkamannaflokksins.
Hinum breska flokki sem ákvað hina afdrífaríku hryðjuverkaárás á
Ísland með stórkostlegu tjóni á efnahag þjóðarinnar. - Þar er
kannski komin skýringin á aðgerðarleysi Samfylkingarinnar í því
að verja íslenzka hagsmuni og málstað. Því Samfylkingin er í eðli
sínu and-þjóðlegur stjórnmálaflokkur.

   Athygli vekur að helsti hérlendi kratinn, Jón Bldvin Hannibalsson
virðist komin í heilagt stríð gegn samstarfsflokki Samfylgingarinnar
í ríkisstjórn. Froðufellir af bræði og krefst stjórnarslita ef þetta eða
hitt fáist ekki fram. Heilindi innan ríkisstjórnarinnar virðast  engin
lengur. Enda útilokar Björn Bjarnson ekki kosningar í vetur.

  

Aðförin að Guðna hafin


   Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að aðförnin að Guðna
Ágústssyni formanni Framsóknarflokksins er opinberlega
hafin. Guðni upplýsir þar að hann hefði ekki haft hugmynd
um skoðanakönnun sem hópur innan flokksins lét gera um
Evrópumál og  birt var  í  gær. Hún var algjörlega  gerð af
honum forspurðum. Og niðurstaðan  ekki  einu sinni  kynnt
honum. Slíkt er fáheyrt ef ekki einsdæmi í stjórnmálum að 
formaður flokks sé niðurlægður af flokksmönnum sínum á
svo afgerandi og opinberan hátt eins og þarna hefur verið
gert. - En þarna er hópur manna sem hefur ESB-trúboðið
að leiðarljósi, og sem hefur stórskaðað ímynd flokksins á
undanförnumn árum. Hópur kringum Hallór Ásgrímsson sem
skilaði flokknum í rjúkandi rúst. Hópurinn sem ALDREI hefur
sætt sig við Guðna sem formann. Hópurinn sem vill gera
það sem eftir er af Framsókn að hjáleigu- ESB-krataflokki
við hliðina á móðurfleyinu, Samfylkingunni, með Valgerði
Sverrisdóttir í forystu.  

   Ljóst er að Framsókn er nú endanlega og opinberlega
þverklofinn flokkur. Uppgjörið fer fram á miðstjórnarfundi
flokksins í nóvember n.k. - Þar kemur fram hvor fylkingin
hefur yfirhöndina. Hvort Guðna takist að hreinsa ESB-krata-
liðið úr flokknum, eða sjálfur með öðrum þjóðhollum  fram-
sóknarmönnum gangi til líðs við þjóðlega hreyfingu Íslend-
inga, sem senn hlýtur að sjá dagsins ljós í hinni miklu upp-
stokkun sem framundan er í íslenzkum stjórnmálum.

Fjölmenni við útför Jörg Haiders. Hvað gerist í Austurríki?


   Mikið fjölmenni var við útför hins umdeilda stjórnmálamanns
Jörg Haiders í Austurríki í gær. Útförin fór fram í Klagenfurt,
sem er höfuðborg Kárnten héraðs, en þar var Haider hérðas-
stjóri í rúman áratug. En sem kunnug er lést Haider í umferð-
arslysi fyrir rúmri viku vegna ölvunaraksturs.

  Eins og fyrr sagði var Haider afar umdeildur, og er hér engan
veginn verið að taka undir skoðanir hans, enda að miklu leiti
bundnar við málefni Austurríkis. Hann var leiðtogi Frelsisflokk-
sins þegar flokkurinn myndaði stjórn með Þjóðarflokknum
eftir mikinn kosningasigur árið 2000. Það ölli miklum titringi
innan ESB, og var Austurríki nánast sett í pólitíska einangrun
af framkvæmdastjórn ESB. Þar fór Brusselvaldið langt útfyrir
valdsvið sitt með slíkri íhlutun í innanríkismál eins af aðildar-
ríkjum sambandsins. Sem sýnir hversu langt valdhafanir í
Brussel eru tilbúnir að ganga með sitt yfirþjóðlega vald yfir
aðildarríkjum sínum.  Enda er þessi valdníðsla á Austurríkis-
mönnum enn í fersku minni, því með íhlutun sinni þverbraut
framkvæmdastjórninn grunnreglur ESB, og komst upp með
það.

   Í síðasta mánuði voru þingkosningar í Austurríki. Haider
hafði þá sagt sig úr Frelsisflokknum og stofnað nýjan flokk,
Bandalag um framtíð Austurríkis. Saman vann hinn nýi
flokkur Haiders og gamli Frelsisflokkur hans stórsigur, um
30% atkvæða. - Og er nú stjórnarkreppa í Austurríki, en
fráfarandi stjórn Þjóðarflokks og Sósíaldemókrata sprakk
s.l sumar.

  Þessi mikli sigur flokks Heiders og Frelsisflokksins er m.a
vega gremju Austurríkismanna út í ESB og hvernig hið yfir-
þjóðlega vald frá Brussel misbyður fólki. Og það að slíkir
flokkar fái rúm 30% atkvæða í lýðræðislegum kosningum
segir sína sögu. - Hvað sviplegt fráfall Jörg Heiders hefur
á þróun stjórnmála í Austurríki á hins vegar eftir að koma
í ljós. - Kannski verða þau til þess að þessir tveir hægri-
flokkar sameinist hægra megin við hinn íhaldsflokkinn,
austurriksa Þjóðarflokkinn.

   Fróðlegt verður því að fylgjast með austurrískum stjórn-
málum á næstunni.
 


mbl.is Haider borinn til grafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrisinnar ættu frekar að mótmæla Bretum


   Þótt Davíð Oddsson sé umdeildur maður og ekki síst sem
seðlabankastjóri er svo langt í frá að allt sem yfir íslenzkt
efnahagslíf hefur dunið að undanförnu sé af hans völdum.
Má þar nefna hina miklu alþjóðlegu peningamálakreppu,
offari ráðamanna íslenzkra banka í útrásinni svokölluðu,
og þá ekki síst hina efnahagsleg hryðjuverkaárás breskra
stjórnvalda á íslenzka bankakerfið. En sú árás hefur kostað
efnahag Íslands stjarnfræðilegar upphæðir. 

  Því hefði verið nær hjá þessum vinstrisinnum að beina
spjótum sínum frekar að breskum stjórnvöldum sem ENN-
ÞÁ beita okkur hryðjuverkalögum, heldur en að reyna að
hengja bakara fyrir smið.

  Alveg dæmigerð óþjóðholl vinstrimennska !
mbl.is Mótmæla Davíð Oddssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn stefnir í að verða lítill ESB-krataflokkur


   Svo virðist sem hinn ESB-sinnaði kratahópur innan Framsóknarflokksins
sé hægt og sígandi að ná tökum á flokknum. ESB-trúboð hópsins gerist
æ háværari, og leggur nú  allt í sölunar til að ná endanlegum  tökum  á
flokknum. Á miðstjórnarfundi sem haldinn verður í nóvember n.k er stefnt
að allsherjartökum ESB-sinnaðra krata á flokknum, þar sem  knúin verður 
fram samþykkt að flokkurinn gerist ESB-flokkur eins og stóri krataflokkurinn,
Samfylkingin.  Þar með yrði Framsókn endanlega klofin, og verður upp frá
því lítil ESB-sinnuð kratahjáleiga við hliðinni á móðurfleyinu, Samfylkingunni.

  Sú skoðanakönnun sem ESB-sinnaðir kratar innan Framsóknar hafa nú  
látið gera er  gerði  í kjölfar miðstjórnarfundar í nóvember. Þar á að stilla
formanni flokksins upp við vegg. Honum gefnir úrslítakostir, studdir af
hinum ESB-sinnaða vara- formanni flokksins og hinum ESB-sinnaða Hall-
dórsarmi. Tímasetning þessara skoðanakönnunar, rað-skrif fyrrverandi
formannas Jóns Sigurðssonar í blöðum undanfarin misseri  um ESB-trú-
boðið  og annara flokksmanna með ESB-glýuna í augum, ber allt að sama
brunni. Hallarbyltingu ESB-sinna í flokknum.

   Það er dapurlegt að sjá hvernig komið er fyrir mínum gamla flokki, elsta
stjórnmálaflokki Íslands. - Hins vegar kemur þetta kannski ekki svo míkið
á óvart eins og ástand mála er komið hér og raunar í heiminum öllum.
Allsherjar uppstokkun hlýtur nú að eiga sér stað í stjórnmálunum ekki 
síður en í efnahagsumhverfinu. Allsherjar uppstokkun og uppgjör  eru
því framundan. Ný gildi og viðhorf koma fram.  Ný heimsmynd.

  Eigum örugglega t.d eftir að sjá nýtt, ferskt og sterkt stjórnmálaafl sem
hefur frjálst Ísland að leiðarljósi. -  Áfram frjálst Ísland! 

 
mbl.is 70% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðverja í stað Breta !


   Það kemur ALLS EKKI til greina að láta Breta sinna loftvörnum
Íslands, eftir allt sem undan er gengið  í  samskiptum  þjóðanna
að undanförnu. Ummæli forsætisráðherra um að allt sé opið í þeim
efnum er ALGÖRLEGA  út í hött. Og bara furðuleg afstaða. Engin 
þjóð  lætur þá þjóð  sem gert hefur eina mestu og afdrífaríkustu
efnahagslegu hryðjuverkaárás á sig sem sögur fara af, annast
sín varnarmál eins og ekkert hafi gerst. Forsætisráðherra hlýtur
því að hafa mismælt sig. Og það alvarlega.

   Íslendingar eiga aftur í móti hauk í horni þar sem Þjóðverjar
eru. Ein mesta vinarþjóð Íslendinga um aldir, og hafa oftsinnis
komið því áleiðis, að þeir séu reiðubúnir að koma að vörnum Ís-
lands með einum eða öðrum hætti. - Því eiga Íslendingar   að
hafna alfarið aðkomu Breta að loftvörnum Íslands en leita þess
í stað til Þjóðverja. - Ekki kemur til greina að breskar herflugvélar
athafni sig við eða á Íslandi. Nú hlýtur nefnilega loftrýmiseftirlitið
að ná til breskra óvina-herflugvéla. NATO verði upplýst um það,
alla vega meðan hryðjuverkalög  gilda í Bretlandi gagnvart Íslandi.

   Þjóðverjar eru eitt af öflugustu herveldum heims, eru lykilþjóð
innan ESB og hafa víðtæk áhrif um allan þeim. Því kom sú ákvörð-
un forseta Íslands í vikunnu verulega á óvart, svo ekki sé meira
sagt, að fresta Þýzkalandsför nú í lok október. En þar átti hann
að sækja forseta Þýzkalands heim. - Þessi frestun á Þýzkalands-
heimsókn er gjörsamlega óskiljanleg í ljósi stöðu Íslands í dag.
Engin skýring hefur fengist á þessu. Í ljósi alls flandurs íslenzkra
ráðamanna út og suður um heiminn að undanförnu, án sýnilegs
tiilgangs fyrir ríka  hagsmuni þjóðarinnar, er frestun á Þýzkalands-
heimsókninni, sem hefði getað orðið ein  sú  mikillvægasta allra
heim-sókna í seinni tíð, gjörsamlega óskiljanleg og ófyrirgefanleg.
Vonandi hefur forsetinn ekki stórmóðgað þýzk stjórnvöld!

    Bretar er sú eina þjóð í heiminum í dag sem reynst hefur okkur
Íslendingum óvinaþjóð. - Og það ekki í fyrsta skiptið. Að skríða
fyrir hana og kyssa vönd hennar með ósk um vernd, er svo GJÖR-
SAMLEGA fráleitt, að ekki verður með orðum lýst!
mbl.is Höfum ekki sagt NATO að Bretar séu óvelkomnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra! Húrra Íslendingar! Ísland ekki kosið í öryggisráðið


   Húrra!  Húrra!  Húrra íslenzkur almenningur! Ísland var ekki
kosið í öryggisþjóð Sameinuðu Þjóðanna. Þá er einu af  mesta
RUGL-MÁLINU lokið í íslenzkum utanríkismálum. Þótt þetta
RUGL hafa kostað þjóðina gífurlega fjármuni, þá er nú loks
skrúfað fyrir það. - Hugmyndin var frá upphafi út í hött. Enda
byggð á hégóma og firringu misvitra stjórnmálamanna. Ángi
af hinni villtri útrás sem nú er svo mikið að koma þjóðinni í
koll.

  Í kjölfarið á að fara fram allsherjar uppstokkun á utanríkis-
málum Íslendinga sem m.a feli í sér stórtækan niðurskurð í
utanríkisráðuneytinu. Í ljósi slæms efnahagsástands á Ís-
landi þarf að hreinsa þar rækilega til. Starfsemi þess hefur
þanist út á undanförnum árum án neins samræmis  við
fólksfjölda á Íslandi eða hagsmuna þess.
mbl.is Ísland náði ekki kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi að Austurríki stórsigri !


   Vonandi að Austurríki stórsigri í kosningunum til öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna í dag. Þannig myndi eitt af mörgum
en stórum mistökum í íslenzkum utanríkismálum verða
lokið. Framboð Íslands var frá upphafi herfileg  mistök
misvitra stjórnmálamanna. Fjárhagsskaðinn er þegar
orðin gífurlegur og allur sá dýrmæti tími sem ráðamenn
þjóðarinnar hafa sóað í þetta rugl með  óllíkindum.

  Næsta verkefni verður að hreinsa til í utanríkisráðineyt-
inu. Í ljósi efnahagsástandsins er það krafa  þjóðarinnar
að þar verði ALL VERULEGA skorið niður, sendiráðum stór-
fækkað, og öll gæluverkefnin hent út af borðinu.

  Utanríkisráðuneytið hefur þaninst út á undanförnum árum
í engu samræmi við fólksfjölda þjóðarinnar eða hagsmuni:
mbl.is Stóra stundin nálgast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreinsa þarf til í utanríkisráðuneytinu !


   Að lesa forsíðu Moggans í dag gerir mann nánast kjaftstopp.
En þar segir ,,Bretar sjá um varninar".  Eiga sem sagt að sjá
um loftrýmiseftirlit á Íslandi í desember. Í fréttinni segir að sú
aðgerð Breta að beita okkur hryðjuverkalögum vaki upp spurn-
ingu hvort  eðlilegt sé að Bretar annist loftrýmisgæsluna.  Mbl.
leitaði til utanríikisráðuneytisins og fékk þau furðulegu svör
að MÁLIÐ HAFI EKKI BORIÐ Á GÓMA ÞAR, - og var heldur ekki
tekið upp á fundi NATO á miðvikudaginn. ÞVÍ STANDI ENN TIL
AÐ BRETAR ANNIST GÆSLUNA Á ISLANDI.

   Hvað er eiginlega að gerast í þessu utanríkisráðuneyti? Þetta
er með hreinum eindæmum. Íslenzkt stolt virðist þar algjörlega
bannað þar á bæ, og flatmagahátturinn þar ALGJÖR við að verja
íslenzkan málstað og hagsmuni. Að sjálfsögðu kemur það ekki
til greina að Bretar annist varnir Íslands eftir að hafa gert eina
mestu efnahagslega hryðjuverkaárás á landið sem sögur fara
af. Að svo sjálfsagður hlutur skuli EKKI einu sinni  HAFA BORIÐ
Á GÓMA í utanríkisráðuneytinu er  því  meiriháttar skandall, og
sýnir að utanríkisráðuneytið  undir forystu Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttir utanríkisráðherra hefur GJÖRSAMLEGA BRUGÐIST á
undanförnum dögum við að verja málstað og hagsmuni Íslands.
GJÖRSAMLEGA!

  Þegar Ísland berst fyrir lífi sínu og verður fyrir hverri árásinni á
fætur annari úr Bretaveldi, snýst allur hugur utanríkisráðherra
um að troða Íslandi inn í öryggisráð S.Þ, en þangað hefur  það
EKKERT að gera. Forgangsröðin hjá utananríkisráðherra er EKKI
að verja ÍSLENZKA HAGSMUNI OG MÁLSTAÐ nú þegar mest á ríður,
heldur að sinna og fullnægja tilgangslausum hégómahætti vestur
í Bandaríkjunum.

  Ef þarf að hreinsa til í Seðlabankanum þá er þörfin margfallt meiri
að hreinsa ærlega til í utanríkisráðuneytinu. Og það þegar í stað!
 
mbl.is Ísland í fjárhagslegri herkví Breta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband