Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Framsókn vill breyta kvótakerfi.


   Að sjálfsögðu eigum við SEM SJÁLFSTÆÐ ÞJÓÐ alls ekki að
hluapa til handa og fóta og breyta íslenzkum lögum ef einhver
nefnd úti í heimi hefur einhverja skoðun á lögum og reglum á
Íslandi. Þannig hefur Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna
kallað á það að lögum um  stjórn  fiskveiða  verði  breytt. Álit
Mannréttindanefndar S.Þ er ekki bindandi fyrir íslenzk stjórn-
völd. Það er á hreinu. Enda skipuð fulltrúum  margra ríkja sem
ÞVERBRJÓTA GRÓFLEGA ÖLL mannréttindi í dag.

  Hins vegar er það ánægjuefni ef sem flestir stjórnmálamenn
og flokkar komast að þeirri niðurstöðu að núverandi fiskveiði-
stjórnunarkerfi er gengið sér til húðar og þurfi uppstokkunar
við. Þannig var það ánægjulegt að heyra formann Framsóknar-
floksins opna á það loksins að kerfið yrði allt tekið til skoðunar
með aðkomu allra stjórnmálaflokka að því.

   Eitt af því sem Framsóknarflokkurinn þarf að gera í sínu upp-
byggingastarfi er að enduskoða stefnu sína í sjárvarútvegs-
málum. Hún gengur alls ekki upp, eins og allflestir Íslendingar
vita.  Yfirlýsingar Guðna ætti því að boða gott alla vega  hvað 
það varðar..........

Leggur Samfylkingin stein í götu álvers í Helguvík?


   Í fréttum stöðvar 2 í kvöld kom fram að Samtök atvinnulífsins
hafa í viðræðum um aðkomu ríkisvaldsins að kjarasamningunum
lagt mikla áherslu á að ekki verður lagður steinn í götu byggingu
álvers í Helguvík. Kom fram í fréttinni að Norðurál stefnir á að
hefja framkvæmdir við nýtt álver í Helguvík innan fimm mánaða.
Allt sé að verða klappað og klárt. Orkusamningar þar á meðal.
Bæðjarstjóri Garðs segir þetta það sem svæðið þarf á að halda
í dag, brotthvarf hersins og kvótaskerðing kallar á slík atvinnu-
tækifræri.  Þá segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Sam-
taka atvinnulífsins, að stjórnvöld eigi að sjá svo um að þetta
verkefni fari nú af stað. Það sé alls ekki hlutverk stjórnvalda
að þvælast fyrir málum, ekki síst þegar menn sjá fram á mjög
erfiðan vetur í atvinnumálum.

  Og þá er það spurningin. Mun Samfylkingin koma í veg fyrir
þetta álver í Helguvík? Ef íslenzkt efnahagslíf hefur þurft á
innspýtingu að halda, ekki síst í kjölfar erifiðra kjarasamninga,
þá er það einmitt nú. Auk þess eru nú allar líkur á að allt tal
um gróðurhúsaáhrif sé á meiriháttar villigötum. Í stað hlýnunar
stendur  heimurinn frammi fyrir  kólnun og jafnvel ísöld eftir
nokkra áratugi. M.a hafa  rússneskir vísindamenn sýnt  fram á
sterkra og skýrra  tensla milli veðurfars á jörðinni og áhrifa sól-
bletta sem hafa mikil áhrif á útgeislun hennar. Nú sé runnið upp
slíkt kuldaskeið . Svokölluð gróðurhúsalofttegundir hafi þar eng-
in árhrif.

   Hér  er um að ræða gífurlegt hagsmunamál fyrir íslenzkt þjóðar-
bú og efnahag að í slíkt stórverkefni verði ráðist nú. Ekki verður á
það trúað að Sjálfstæðisflokkurinn leyfi Samfylkingunni að koma í
veg fyrir þetta þjóðþrifamál, eins og svo allt of mörg önnur síðustu
misseri.  - Nema þá að ríkisstjórnin undir forystu Sjálfstæðisflokks-
ins ætli að leiða meiriháttar kreppu yfir þjóðina.  Fyrr skal þá ríkis-
stjórnin frá !


Á hvaða vegferð er Valgerður Sverrisdtr. í Evrópumálum ?


   Í umræðum á Alþingi í gær um hvort gjaldmiðlabreyting
stæði til svaraði forsætisráðherra skýrt og skorinort þvert
nei. Enda tæki slík breyting  fjölda ára. Tilefni umræðunnar
voru vægast sagt misvísandi ummæli ráðherra um gjald-
miðils- og Evrópumál að undanförnu, sem farið er að skaða
trúðverðugleika gjaldmiðilsins og stefnu Íslands í Evrópu-
málum erlendis. En eins og kunnugt er notar Samfylkingin
hvert tækifærið til að tala gjaldmiðil þjóðarinnar niður, sem
er mjög alvarlegur hlutur þegar ríkisstjórnarflokkur á í hlut.

  Athygli vakti hins vegar hvernig vara-formaður Framsóknar-
floksins nánast  hæddist að forsætisráðherra, og sakaði hann
um að vera á móti Evrópu, móti Evrópusambandi, og móti
evru. Á hvaða vegferð er Valgerður eiginlega ? Er ekki kominn
tími til að Valgerður Sverrisdóttir komi út úr skápnum fyrir fullt
og allt og lýsi því hreinlega  yfir að hún  vilji ganga  í  Evrópu-
sambandið og að hún vilji taka upp evru? Engar hálfkveðnar
vísur lengur ! Þá skoðun og ósk bar flokksbróðir hennar  Hall-
dór Ásgrímsson mjög fyrir  brjósti, og spáði því raunar að
Ísland yrði komið í Evrópusambandið árið 2012.  Evrópusam-
bandsdaður Halldórs leiddi hings vegar til fylgishruns flokksins,
því Framsóknarflokkurinn hefur ætíð átt sér ÞJÓÐLEGAR RÆTUR.
Í ljósi stöðu flokksins í dag hefði mátt ætla að vara-formaður
flokksins færi ekki út á jafn hálann ís og á Alþingi í gær. Nema
að Valgerður  ásamt kannski fleirum innan þessa ágæta flokks  
sé ekki lengur orðið sjálfrátt í sjálfeyðingaferlinu, eins og bent
hefur verið á.

   Krónan er litill gjaldmiðill. Alveg rétt. Þess vegna er það undra-
vert hvað hún hefur staðist hinn mikla ólgusjó sem verið hefur
á gjaldeyris-og peningamörkuðum heimsins að undanförnu. Því
þar hafa ekki síður hinu stærstu gjaldmiðlar sveiflast upp og niður.
Og gleymum því heldur ekki að það er PÓLITÍSK ákvörðun á Ís-
landi að hafa krónuna algjörlega fljótandi. Er eitthvað vit í því við
núverandi aðstæður?  Því ekki að miða hana við ákveðna mynt-
körfu? Eða annan gjaldmiðil með tilteknum frávíkum? Og gleymum
því heldur ekki að ef meiriháttar krísuástand skapast í gjaldeyris-
og peningamörkuðum heims, geta íslenzk stjórnvöld alltaf gripið
inn í og skráð gengið miðað við ÍSLENSKAR FORSENDUR og EFNA-
HAGSLEGT ÁSTAND á Íslandi. Vegna þess að við höfum enn yfir að
ráða okkar EIGIN GJALDMIÐLI. Það væri útilokað værum við með
erlendan gjaldmiðil, sem EKKERT tæki tillit til íslenzkra aðstæðna.

    Er þetta ekki eitthvað sem vara-formaður Framsóknarflokksisns 
væri vert  að hafa í huga, nú þegar ástand efnahagsmála heimsins
er eins  ótryggt og hættulegt og raun ber vitni?  Að það væri einmitt
fyrir tilstuðlan íslenzks gjaldmiðils að við gætum haldið hér sjó miðað
við okkar forsendur ef allt um þryti á alþjóðlegum gjaldeyris-og pen-
ingamörkuðum.........
mbl.is Stendur ekki til að skipta um gjaldmiðil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vita kratar ekki í hverju ESB aðild felst ?


   Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar
boðar að eignarhald yfir orkuauðlindum og fiskauðlindum í okkar
fiskveðilögsögu skuli lúta eignarhaldi opinbera aðila, og jafnvel
lögfest í stjórnarskrá, virðist hún ekki gera sér grein fyrir, að í
alflestum tilfellum brjóta slík ákvæði hinna ýmsu aðildarsáttmála  
ESB. Þess bandalags sem Ingibjörg og flokkur hennar vilja að
Ísland gangi í. Því lítur svo út að Ingibjörg og hennar flokkur geri
sig ekki alveg grein fyrir í hverju ESB-aðild fellst. Eða er hér um
vísvitandi  blekkingar að  ræða ?  - Því í aðild  fellst  meiriháttar
fullveldisafsali, þ.á.m. yfirráðum okkar yfir okkar helstu auðlindum.

   Skýrasta dæmið er um auðlindir hafsins kringum Ísland og sem
margoft hefur verið  bent á. Með aðild Íslands að ESB fer fiskiveiði-
kvótinn af ÖLLUM Íslandsmiðum á ALÞJÓÐLEGT UPPBOÐ innan ESB.
Einhver klásúla í stjórnarsksrá að fiskauðlindin sé þjóðareign held-
ur ekki vatni  í framkvæmd. Þannig munu erlendir aðilar hægt og
bítandi komast yfir hinn dýrmæta fiskveiðikvóta á Íslandsmiðum.
Kaupa meirihluta í íslenzkum útgerðarfyrirtækjum. Þannig mun
virðisaukinn af okkar helstu auðlind færst úr landi með tíð og tíma.
EKKERT gæti komið í veg fyrir það, sbr. allt  kvótahoppið innan ESB
í dag, og sem hefur lagt t.d breskan sjávarútveg í rúst, svo dæmi
sé tekið.

   Það sama getur gerst með aðrar auðlindir ef Ísland gerist aðili að
ESB. Allt tal  Ingibjargar og flokks  hennar  um opinbera eign á
íslenzkum auðlindum eru því  hreinn og klár pólitískur  blekkinga-
leikur, til að villa þjóðinni sýn í Evrópuumræðunni.

  Það er ömurlegt að horfa upp á svo ljótann og bersýnilegan bleikk-
ingaleik í íslenskum stjórnmálum í dag  


Öfga-islamistar í Noregi í útrás


    Yfirmaður norsku öryggislögreglunnar segir í samtali við
Aftenposten, að islamiskir öfgamenn í Noregi reyni að fá
múslima  þar  í  landi, til að  heyja   heilagt stríð í öðrum
löndum.  Þetta er enn eitt dæmi um hversu miklu hlutverki
öryggislögregla og leyniþjónustur gegna við að fylgjast
með og koma upp um hryðjuverkastarfsemi. Engin þjóð
er óhult í dag fyrir slíkum glæpalíð.

   Dómsmálaráðherra upplýsti í gær að Ísland stafaði
stöðugt meiri hætta af allskyns skipulögðum erlendum
glæpahópum. Það er barnaskapur og í raun vítaverður
hugsunarháttur  að halda  að  við  Íslendingar  þurfum
ekki að byggja upp öryggisnet eins og allar aðrar þjóðir
gera til að vernda þegna sína. Skiptir engu máli  hvaða
stofnanir það heita, greiningardeild eða leyniþjónusta.
Aðalatriðið er að þær starfi og þjóni tilgangi sínum við
að tryggja innra öryggi ríkisins og þegna þess.

  

Varalið lögreglu nauðsynlegt


   Í Silfri Egils í gær var Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
spurður um áform sín um að koma á fót varaliði lögreglu.
Björn er með slíkt frumvarp í smiðum, og er það vel. Í tíð
fyrrverandi ríkisstjórnar var rætt um allt að  240  manna
varalið. Þá ætluðu sumir vinstrisinnar æfir að verða og sáu
hugmyndum dómsmálaráðherra allt til foráttu. Jafnvel gekk
núverandi iðnaðarráðherra svo langt að kalla slikt lið vísir að
íslenzkum her. Varla mun Össur nú andmæla eftir að vera
orðinn ráðherra, eða hvað ?

  Hér er í raun mjög þarft mál að ræða, eingöngu til að
styrkja innra öryggi íslenska ríkisins fyrir hvers konar
vá af náttúru- eða mannavöldum. Því er ekki nema eðli-
legt að dómsmálaráðherra vilji nýta þann mikla mannauð
sem er að finna í okkar björgunarsveitum um land allt,
því þær ásamt lögreglu tengjast almannavörnum nú
þegar við öll björgunar- og leitarstörf. Hér er að sjálf-
sögðu bara um að ræða lítinn hluta af mönnum innan
björgunarsveitanna. Mönnum sem af frjálsum og fúsum
vilja eru  tilbúnir til að legga  löggæslunni lið við  mjög
hættulegar og erfiðar aðstæður.  - Það er nú allt of sumt!
Kæru vinstrimenn!

 


mbl.is Björgunarsveitarmenn í varalið lögreglu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni Ben kvartar undan krötum í Evrópumálum


   Í Fréttablaðinu í dag kvartar Bjarni Benediktsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, og formaður utanríkismálanefndar Alþingis,
undan krötum í Evrópumálum. Í frétt blaðsins kemur fram að í
Brussel sé ástandið orðið svo, að þar sé spurt hvort stefnu-
breytinga í Evrópumálum sé að vænta af  hálfu Íslands. Þar er
vísað til  síendurteknar yfirlýsingar ráðherra Samfylkingarinnar
að hagsmunum Íslands  sé betur borgið inna ESB en utan.

   Bjarni Benediktsson segir ,,að standlaust tal Samfylkingar-
innar um að aðild væri betri kostur er farið að skjóta rótum
í Brussel þar sem menn spyrja hvort stefnubreyfinga sé að
vænta. Það finnst mér ekki sniðugt" segir Bjarni.

   Við hverju bjuggust sjálfstæðismenn þegar þeir mynduðu
ríkisstjórn með hinum Evrópusambandsinnuðum krötum s.l
vor ? Og ekki bara það. Eftirlétu þeim utanríkismálin, þ.á.m
Evrópumálin. Voru þeir svo barnalegir að halda að þeir not-
uðu ekki tækifærið ESB-málstað sínum til stuðnings? Enda er
það heldur betur komið á daginn. Ekki síst vegna þess líka
að flokksforysta Sjálfstæðisflokksins virðist svo veik í dag
að hún eftirlætur krötum nánast hvað sem er í þessu stjórn-
arsamstarfi. Jafnvel að tala niður gjaldmiðil þjóðarinnar dag
eftir dag og mánuð eftir mánuð. Í alvöru ríkisstjórn yrði við-
skiptaráðherra sem gerði slíkt  umsvifalaust hent út úr ríkis-
stjórn. - En það er nú heldur betur ekki að heilsa þar sem
hinir ESB-sinnuðu sósíaldemókratar virðast nánast komast
upp með hvað sem er, í ríkisstjórn Þorgerðar Katrínar. 

Menntamálaráðherra ætlar enn að úthýsa kristin gildi


  Svo virðist að Þorgerður Katrín menntamálaráðherra
ætli enn að streitast við að úthýsa kristum gildum  og
kristnu siðgæði úr grunnskólum Íslands. Kom þetta
fram á fundi hennar í Valhöll í gær og sem Bylgjan
greindi frá nú í hádegisfréttum. Kom skýrt fram á
fundinum, að mörgum hafi sárnað að orð um kristin
gildi og siðfræði væri ekki lengur að finna í skóla-
stefnunni. Eðlilega, því Sjálfstæðisflokkurinn hefur
hingað til litið á sig málsvara kristinna og þjóðlegra
gilda í íslenzku samfélagi.

   Því er tilefni til að spyrja á hvaða ferð er menntamála-
ráðherra í þessu máli?  Hefur ráðherra þingflokk Sjálf-
stæisflokksins á bak við sig í málinu? Því verður alls
ekki trúað, því þá er flokkurinn heldur betur kominn frá
uppruna sínum. 

    Rök ráðherra um að Íslendingar verða að lúta sömu
lögum í þessu eins og t.d Norðmenn eru út í hött og sem
margsinnis hefur verið bent á. Við erum jú enn frjáls og
fullvalda þjóð. Þjóð sem hefur enn um það að segja hvort
íslenzkur menningararfur, þjóðleg og kristileg gildi verði
enn grunnstöðir íslenzkar þjóðfélagsgerðar  eða ekki.

   Því verður á annað ekki trúað en að menntamálaráðherra
taki áform sín til baka.  Ef ekki, þá Alþingi Íslendinga !
En þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn heldur betur glutrað hlut-
verki sínu í íslenzkum stjórnmálum. Hlutverki, sem hann er
kannski þegar farinn að missa í dag, einmitt fyrir m.a til-
verknað þessa ráðherra í ýmsum öðrum málum.

Dæmigert fyrir vinstrisinnaða öfgamenn og róttæklinga


   Það er alveg með ólíkindum hvað getur farið í taugarnar
á vinstrisinnuðum róttæklingum  og öðrum öfgahópum í
þeirra röðum. Í gær kom til mikilla átaka í Aþenu þegar
griskir föðurlandsvinir hugðust minnast 3 hermanna, sem
létust 1996 í átökum við Tyrki um litið sker. Hvað var svona
slæmt við  það að menn legðu blómsveig á minnisvarða um
þessa grisku hermenn, þannig að kalla varð út óeirðalög-
reglu til að skakka leikinn.?

   - Alveg dæmigert fyrir vinstrisinnaða öfgamenn og róttæk-
linga  sem ætíð skuli  forsmá allt er varðar  þjóðleg gildi og
viðhorf, eins og þessir atburðir frá Aþenu sýna.  - Jafnvel
látnir hermenn  fá ekki verðskuldaða minningarathöfn í friði
fyrir svona vinstrisinnuðum skríl... 
mbl.is Óeirðir í miðborg Aþenu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers eldflaugar í Póllandi ?


   Pólverjar hafa nú fallist á að Bandaríkjamenn setji upp
eldflaugar í Póllandi, þrátt  fyrir kröfugt mótmæli Rússa,
sem telja öryggi sitt  stafa ógn af  eldflaugum  þessum.
Ótti og andstaða Rússa er skiljanleg. Hver sem er getur
sett sig í spor þeirra, að vera komnir með bandariskar
árásareldflaugar nánast við túnfót sinn. Eða halda menn
að Bandaríkjamenn myndu taka það í mál að t.d Rússar
kæmu upp slíkum eldflaugum við fótstall sinn? Aldrei!

   Mikil hætta er á að sú spenna sem verið hefur að
byggjast upp milli Bandaríkjanna og Rússa muni enn
aukast. Því með engu móti er hægt að sjá tilgang með
uppsetningu þessara eldflauga í Póllandi. Enda hefur
NATO ekki lagt blessun sína yfir þær, eða talið þær
nauðsunlegar.

   Enn og aftur eru það bandarisk stjórnvöld sem fara
sínu fram.   Fara yfir strikið! Enn og aftur!
mbl.is Samkomulag um eldflaugar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband