Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Metverðbólga á evrusvæðinu
2.2.2008 | 15:07
Ha? Nei getur það verið? Metverðbólga á evrusvæðinu?
Á evran ekki að vera svo rosalega traustur og góður
gjaldmiðill? Hlýtur þetta ekki að vera einhver vitleysa?
Skv grein í International Herald Tribune og sem raunar
kemur fram í frétt 24 stunda í dag er jú metverðbólga á
evrusvæðinu. Og sem verra er. Fer vaxandi. Verðbólgan
mældist 3.2 %. Og nú stendur Seðlabanki Evrópu frammi
fyrir því erfiða verkefni að heimja verðbólgu, á sama tíma
og útlit er fyrir samdrátt í hagkerfinu.
Þá er annar hausverkur sem þjáir Seðlabanka Evrópu.
Gengisskráning evrunar. Með vaxandi óróa á peninga-
markaði og efnahagssamdrætti er misgengið milli norður-
og suðursvæðisins alltaf að aukast, og getur haft alvar-
legar afleðingar fyrir mörg fátækari ríki ESB, því gengi
evru tekur EKKERT tillit til efnahagsástands í hverju
ESB-ríki fyrir sig. Fjármálafræðingar hafa af þessu miklar
áhyggjur. Gæti leitt til upplausnar myndbandalags ESB
ef allt færi á vesta veg.
Umhugsunarefni fyrir evrusinna á Íslandi. Og að lokum
má enn og aftur minna á í sambandi við hátt vaxtastig á
Íslandi. Ef húsnæðisþátturinn hefði og væri EKKI inni
í verðbólguvísitölunni, en hann er EKKI inni í verbólgu-
útreikningum innan ESB, hefði vaxtastig verið álíka á
Íslandi og ESB á s.l árum, en verðhækkun húsnæðis
er aðalorsakavaldur verðbólgu og hárra vaxta á Íslandi
undanfarin ár. M.a hefur sjávarútvegsráðherra bent á
þessa staðreynd við litlar undirtektir. Því miður !
Framsókn í vanda
2.2.2008 | 00:35
Því verðu ekki andmælt að Framsókn er í miklum vanda.
Skv. könnun Capacent Gallup er fylgið aðeins 7.6% -
Upplausnarástandið í Reykjavík og aðkoma flokksins að
því síðustu misseri hefur augljóslega skaðað flokkinn.
Hið pólitíska klúður í Reykjavík er með eindæmum, svo
og aulahátturinn sem tengist honum. Flokksforystan þar
brást gjörsamlega, og hefur stórskaðað flokkinn á lands-
vísu. Hin persónulegu átök bættu svo gráu ofan á svart.
Sjálfseyðingarhvötin var ótrúleg.
REI-klúðrið og myndun meirihluta með vinstri-flokkunum
var upphafið að óförum Framsóknarflokksins á haust-
dögum. Því verður ekki annað séð en að algjör uppstokkun
þurfi að fara fram í forystunni í Reykjavík. Nýtt fólk þarf þar
að koma til með nýjar áherslur og viðhorf. Algjör endurnýjun
og uppstokkun frá grunni, ef takst á að reisa þar flokkinn
við að nýju.
Þá er algjörlega óviðunandi að flokkurinn eigi enn við
vandamál að stríða varðandi pólitíska ímynd sína og hlut-
verk í íslenzkum stjórnmálum. Hvernig flokkur ætlar Fram-
sókn að verða? Mikilvægt tómarúm er að skapast í dag
fyrir framsækinn flokk MEÐ ÞJÓÐLEG VIÐHORF OG GILDI
að leiðarljósi. Málsvara þjóðlegra borgarasinnaðra viðhorfa.
Því Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að yfirgefa það svið,
sbr. núverandi ríkisstjórn þar sem Evrópusambandssinnaðir
sósíaldemókratar virðast ráða þar flestu. Getur Framsóknar-
flokkurinn hugsað sér að gerast málsvari slíkra þjóðlegra
viðhorfa? Því innihaldslaust miðjumoð gengur ekki í dag.
Allra síst fyrir smáflokk. -
Ef fram heldur sem horfir mun eftirspurn eftir slíku þjóðleg-
um stjórnmálaflokki á kristilegum og borgaralegum grunni fara
vaxandi. Það skyldi þó ekki vera að slíkur flokkur yrði að veru-
leika innan ekki svo langs tíma, þar sem stórir hópar úr Sjálf-
stæðisflokki, Framsókn og Frjálslyndum kæmu þar til liðs!!!
Hið sannkallaða Þjóðlega bandalag væri þá loks orðið að
VERULEIKA!!!
Sögulegt lágmark Framsóknarflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bandaríkin með óviðeigandi þrýsting á Þjóðverja
1.2.2008 | 20:13
Staðhæft er í þýzkum fjölmiðlum að bandarisk yfirvöld hafi
krafist þess að Þjóðverjar sendi tafarlaust liðsauka til
Afganistans. Er bréf bandariskra stjórnvalda til hinna
þýzku sagt óvenju beinskeytt og afdráttarlaust. Í raun
er þarna um mjög ósmekklega framkomu bandariskra
stjórnvalda að ræða gagnvart Þjóðverjum. Vonandi að
Þjóðverjar láti þessi bandarisku skeytasendingar sem
vind um eyru þjóta, og haldi sínu striki.
Stríðið í Afganistan er mjög umdeilt ekki síður en stríðið
í Írak.Hlutverk NATO er fyrst og síðast varnarbandalag
vestrænna ríkja. Útvikkun þess til annara heimsálfa er
því mjög umdeilanlegt og á gráu svæði, svo ekki sé meira
sagt. Bandaríkjamenn eiga alls ekki að geta ráðkast með
NATO að vild og eftir þeirra undarlegum dyttum og geð-
þótta. - Kominn tími til að stöðva það !
Bandaríkin gera kröfur til Þjóðverja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað segir Þorgerður Katrín nú ?
1.2.2008 | 15:12
Staksteinar Mbl. spyrja þessarar spurningar í dag, og vísa
til skoðanakönnunar Fréttablaðsins, þar sem Samfylkingin
virðist á góðri leið með að ná Sjálfstæðisflokknum í fylgi á
landsvísu.
,, Hvað veldur?" spyrja Staksteinar, og virðast í engum vafa.
Jú, ,,það er augljóst. Sú ákvörðun forystumanna Sjálfstæðis-
flokksins að leiða Samfylkinguna inn í ríkisstjórn er nú að sækja
þá heim með afdrifalegum hætti."
Og Staksteinar halda áfram. ,,Sjálfstæðisflokkurinn hefur með
þessu stjórnarsamstarfi skapað helzta keppinaut sínum í ís-
lenzkum stjórnmálum mjög sterka vígstöðu og sóknarfæri."
Í lokin spyrja Staksteinar. ,, Hvað segir helzti talsmaður sam-
starfs við Samfylkinguna, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, vara-
formaður Sjálfstæðisflokksins, um þessa stöðu?".
Vangaveltur og áhyggjur Staksteina eru afar skiljanlegar. Hvað
kom fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins eftir síðustu kosningar? Í
stað þess að mynda áframhaldandi borgaralega ríkisstjórn með
Framsókn og Frjálslyndum, og skapa þannig tvær blokkir í ís-
lenzkum stjórnmálum til frambúðar, kaus forystan að leiða Evrópu-
sambandsinnaða sósíaldeókrata til vegs og virðingar í stjórn-
málum á Íslandi. Lykilmanneskjan í því ráðabruggi var Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Tengsl
hennar við Ingibjörgu Sólrúnu við myndun núverandi ríkisstjórnar
eru öllum kunn. Því er krafa Staksteina um að Þorgerður tjái sig
um stöðu mála nú skiljanlegar.
Það er eins og núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins skilji ekki
hlutverk sitt í íslenzkum stjórnmálum. Að standa fyrir borgaraleg-
um viðhorfum á þjóðlegum grunni. Ef framheldur sem horfir fer að
verða spurning um stofnun Þjóðlegs Íhaldsflokks, til að halda uppi
þeim fána og merki í íslenzkum stjórnmálum.
Ísöld í nánd, en alls ekki hlýnun.
1.2.2008 | 00:25
Skyldi nú vera að eftir alla múgæsingu svokallaðra
umhverfissinna um að allt sé að fara fjandans til vegna
gróðurhúsalofttegunda, að nú sé miklu meiri von á ísöld
en hlýnun jarðar, og að gróðurhúsalofttegundir hafi litið
eða ekkert um þessa hluti að segja.
Óli Tynes skrifar athyglisverðan pistil á Vísir.is í fyrradag.
Þar kemur fram að eftir nokkra áratugi hefjist ísöld sem
mun vara í 45-65 ár. Í Bretlandi verða veturnir t.d eins og
í Síberíu. Russneskir veðurfarsfræðingar hafa komist að
þessari niðurstöðu. Þetta mun gerast þótt allar heimsins
þjóðir hætti að blása frá sér gróðurhúsalofttegundum.
Aðal orsakavaldurinn segja Rússar vera BREYTINGAR á
VIRKNI SÓLARINNAR. Enda ef við bara hugsum aðeins og
minnumst allra ísborukjarnanna sem segja frá meiriháttar
veðurfarsbreytingum fleiri þúsund ár aftur í tímann, löngu
áður en áhrifa mannsins fór að hafa áhrif, er þetta mjög
sannfærandi.
Þessar breytingar á virkni sólarinnar byggja á FÆKKUN
SÓLBLETTA. Þeir eru dökkir vegna þess að þeir eru kaldari
en umhverfið. Þeir geta orðið stærri um sig en jörðin og
hafa því mikil áhrif á virkni sólarinnar. Því fleiri sem þeir
eru þeim þeim mun meiri er útgeislun hennar af því er
fram kemur í pisli Óla Tynes.
Russanir sækja samlíkingu til hinnar litlu ísaldar sem stóð
frá 1645-1715. Þá urðu miklir kuldar í Evrópu og Bandarík-
junum. Sannað er að þá hafi sólblettavirknin verið einn
þúsundasti af norminu. Þetta sé nú að gerast aftur.
Árið 2041 verði sólblettir í lágmarki. Snörp kæling jarðar-
innar hefjist því í síðasta lagi kringum 2060. Næstu 65 ár
verði ísöld. Með skelfilegum afleiðingum fyrir mannkynið.
Þá segir Oli Tynes að Rússanir séu alls ekki einir um þessa
skoðun, og vitnar í Bradley E Schaefer við Yale háskóla í
því sambandi. Þar veltir hann fyrir sér örlögum byggðar
norrænna manna á Grænlandi. Hún lagðist af af óútskýrðum
ástæðum. Um það leyti voru sólblettir í lágmarki.
Í dag er virkilegt frost á Fróni, og mikill kuldakafli að baki,
og einnig framundan. Fréttir hafa borist af miklum kuldum
víða um heim.Nú í Bandaríkjunum, og frost fór t.d niður í 50
stig í Síberíu í des. það snjóaði í Jerusalem og Bagdad sem
er mjög fátítt.
Engu að síður virðist múgæsingurinn halda áfram, og standa
meiriháttar þjóðþrifamálum fyrir þrifum, eins og í umhverfis-
og iðnaðarráðuneytum. Er ekki mál að linni ?
Alla vega ættu Vinstri grænir að fara að úlpa sig upp !!!