Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Efnahagsleg hryðjuverkastarfsemi
31.7.2008 | 20:09
Sú ákvörðun umhverfisráðherra Samfylkingarinnar að ógilda
ákvörðun Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum á
byggingu álvers við Húsavík, og setja það í skvokallkað heilstætt
mat, er ekkert annað er hrein og klár efnahagsleg hryðjuverka-
starfsemi. Hér er ráðherra að gera allt sem í hans valdi stendur
til að koma í veg fyrir byggingu álvers á Bakka við Húsavík. Sam-
fylkingin ber fulla ábyrgð á gerðum ráðherra. Nú liggur það endan-
lega fyrir hversu álvarlegur dragbítur Samfylkingin er orðin á ís-
lenzkt atvinnu-og efnahagslíf.
Við núverandi efnahagsþrengingar er grundvallaratriði að ríkis-
stjórnin blási nýju lífi í efnahagslíf þjóðarinnar. Það gerir hún
með því að hvetja til og vinna að uppbyggingu atvinnulífsins
þar sem okkar dýrmætu endurnýjanlegu orkulindir eru nýttar.
Stóðiðja er þar einn kostur af mörgum. Þar sem vilji er fyrir hjá
erlendum fjáfestum að koma að byggingu álvers við Húsavík
ber auðvitað að fagna því og greiða fyrir því á allan hátt að af
slíkri framkvæmd verði. Ákvörðun umhverfisráðherra gengur í
þveröfuga átt. Ráðherra og Samfylkingin á því tafarlaust að
hverfa úr ríkisstjórn Íslands.
Skilnings- og áhugaleysi Samfylkingarinnar á grundvallarþáttum
íslenzks efnahagslífs er ALGJÖRT. Trúleysi Samfylkingarinnar á ÍS-
LENZKA framtíð er sömuleiðis ALGJÖRT. Áform Samfylkingarinnar
um að troða Íslandi inn í ESB með tilheyrandi fullveldisskerðingu
og afhendingu dýrmætra auðlinda í hendur útlendingum sannar
það. - Slíkur flokkur á EKKERT erindi til áhrifa í íslenzkum stjórn-
málum.
Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins hafnandi slíkan samstarfsflokk með
sér í ríkisstjórn er því mikil. Þegar farið að bitna alvarlega á þjóð-
arhag. - Við það verður ekki unað lengur.
Ríkisstjórn með jafn óþjóðlegum og afturhaldssömum flokki og
Samfylkingin er VERÐUR því að fara frá og það strax. Að öðrum
kosti verður alvarleg og langvinn kreppa framundan í íslenzku
þjóðfélagi.
l
Framkvæmdir metnar heildstætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Vítaverð ætlun ESB-sinna !
19.7.2008 | 00:20
Sú ætlun ESB-sinna að Ísland gangi í ESB án þess að gerð verði
grundvallarbreyting á fiskveiðastjórnunarkerfinu er í einu orði sagt
VÍTAVERT. Þeir hrópa á stjórnarskrárbreytingu en ekki fiskveiða-
stjórnkerfisbreytingu. Þeim virðist alveg sama þótt ein okkar dýr-
mætasta auðlind, fiskistofnanir umhverfis Ísland, lendi í hendur
útlendinga við inngöngu í ESB. Því það gera þeir örugglega með tíð
og tíma með gríðarlegu efnahagslegu tapi fyrir þjóðarbúið. Fleiri
hundruð milljarðar gætu horfið úr hinu íslenzka hagkerfi innan fárra
ára eftir ESB-aðild. Í dag er nefnilega framseljanlegur kvóti á Ís-
landsmiðum sem sjálfkrafa færi á uppboðsmarkað innan ESB um leið
og Ísland gerðist aðili að ESB. Það er ekki flóknara en það! Breski
sjávarútvegurinn er skýrasta dæmið um þessa hættu, enda orðin
ein rjúkandi rúst. Nákvæmlega það sama myndi gerast ef Ísland
gerðist aðili að ESB. Einn helsti útflutningsatvinnuvegur þjóðar-
innar yrði rjúkandi rúst færi fiskveiðikvótinn á uppboð innan ESB.
Í dag eru útlendingum óheimilt að fjárfesta í íslenzkri útgerð og
þar með kvóta. Allt þetta yrði galopið við ESB-aðild.
Hvers vegna í ósköpunum er þetta mál ekki rætt af ESB-sinnum
þegar þeir halda fram hinum miklu efnahagslegum kostum fyrir
Ísland að ganga í ESB? - Einn okkar helsi útflutningsatvinnuvegur
yrði í stórkostlegri hættu við ESB-aðild. Er það bara allt í lagi? Smá-
mál?
Málflutningur ESB-sinna er gjörsamlega út úr kú og léttúð þeirra
gagnvart íslenzkum hagsmunum vítaverð!!!
Bara vegna hagsmuna Íslands varðandi sín sjávarútvegsmál
kemur aðild Ísland að ESB EKKI TIL GREINA. Fyrir utan alla hina
ókostina!
Utanríkisráðherra ! Hvers konar NATO-gjafmildi er þetta eiginlega ?
17.7.2008 | 00:25
Hvað gengur utanríkisráðherra eiginlega til? Gefandi NATO lengstu
flugbrautina á Keflavíkurflugvelli, ljósleiðarakerfi, og á annað hundrað
mannvirki á landinu, þegar fram kemur hjá mannvirkjasjóði NATO, að
bandalagið sem slíkt geti ekki átt nein óhreyfanleg mannvirki í einstöku
bandalagsríkjum. En á Visir.is kemur fram að þegar Varnarmálastofnun
tók til starfa, hafi utanríkisrtáðuneytið birt auglýsingu yfir þessi mannvirki
sem stofnunin bæri ábyrgð á EN VÆRU Í EIGU NATO.
Hvers konar rugl er þetta ? Að eigna NATO heilu mannvirkin sem það
ekki á og vill ekki eiga. Hvernig er slík eignaupptaka á íslenzkri ríkis-
eign möguleg og það til erlends aðila?
Er nokkuð að furða að utanríkisráðherra sem þannig stendur að málum
skuli EKKERT sjá athugavert við það að hinn framseljanlegi kvóti á Ís-
landsmiðum fari sjálfkrafa á uppboðsmarkað innan ESB takist ráðherra að
koma Íslandi þangað inn ? Og þá til eignar útlendingum!
Íslenzk hagsmunagæsla virðist ekki finnast í orðabók utanríkisráðu-
neytisins um þessar mundir. Ekki einu sinni hagsmunagæsla yfir
eigur sjálfs ríkisins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skrípaleikur ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum
15.7.2008 | 00:28
Eftir hið furðulega útspil dómsmálaráðherra um upptöku evru án ESB-
aðildar kemur berlega í ljós að ríkisstjórnin er þverklofin í málinu, og
það þvert á stjórnarflokkanna. Þannig telur forsætisráðherra og utan-
ríkisráðherra hugmyndina óraunsæja meðan iðnaðarráðherra hrósar
dómsmálaráðherra fyrir útspilið og hvetur til að ríkisstjórnin vindi sig
í að hafa samband við Brussel um málið. Í millitíðinni skellihlæja Brussel-
topparnir og segja hugmyndina út úr kú. Upptöku evru án ESB-aðildar
komi ekki til greina!
Hvers konar skrípaleikur er þetta? Eru Evrópumálin aldrei rædd í ríkis-
stjórn? Ekki einu sinni innan raða ráðherra Samfylkingarinnar? Hvers
vegna þá þessi ólíka sýn Össurar og Ingibjargar á málið? Össur telur
alla vega útspil Björns raunhæft en Ingibjörg ekki. Björn Bjarnason
telur útspil sitt meiriháttar raunhæft, en Geir H Haarde ekki.
Þvílíkt og annað eins!
Er ekki kominn tími til að þessi Jó jó ríkisstjórn segi af sér?
Myntsamstarfsleið ekki fær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Upptaka evru án ESB-aðildar út í hött !
14.7.2008 | 16:48
Sendiherra ESB við Ísland og yfirmaður fastanefndar ESB gagvart
Íslandi segist hissa á ummælum Björns Bjarnasonar dómsmálaráð-
herra um upptöku evru án ESB-aðildar. Margsinnis hafi komið fram
að þetta sé óhugsandi. Sjálfur forseti framkvæmdastjórnar ESB,
José Manuel Barosu hafi gert Geir H Harrde forsætisráðherra
þetta ljóst á fundi þeirra fyrir nokkru. Kemur þetta fram á Mbl.is
Hversu lengi ætla íslenzkir stjórnmálamenn að misskilja þetta?
Hversu margar yfirlýsingar frá helstu toppunum í Brussel þurfa
svo að ráðamenn sumir hverjir hér skilji þetta?
Þess utan er fráleitt að taka upp erlenda mynt sem við höfum
ENGIN áhrif á og verður algjörlega úr takt við íslenzkt efnahags-
umhverfi. - Hvernig í ósköpunum dettur mönnum í hug að gang-
ast undi erlenda mynt með gengi og vaxtastigi án NEINNA tengsla
við íslenzkt viðskiptaumhverfi og efnahag? Hvaða glóra er í því?
Mun meira vit yrði að fara í myntsamstarf við t.d Norðmenn eins
og fræðimenn hafa bent á og hér hefur verið rætt.
Vonandi að þetta evru-rugls kjaftæði verði hér með úr sögunni!
Upptaka evru án ESB aðildar er ekki fyrir hendi. Og ÞVÍ SÍÐUR
aðild Íslands að ESB, sem myndi hafa skelfilegar afleðingar fyrir
land og þjóð!
Upptaka evru ekki möguleg án ESB-aðildar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Utanríkisráðherra misnotar Þróunarsamvinnustofnun
14.7.2008 | 00:24
Í Fréttablaðinu í gær segir frá hvernig utanríkisráðherra hefur misnotað
Þróunarsamvinnustofnun Íslands í kosningabaráttunni fyrir sæti Íslands
í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Einn stjórnarmanna stofnunarinnar
hefur mótmælt framferði utanríkisráðherra, einkum vegna Barbados ráð-
stefnunarinnar í mars s.l, og annar stjórnarmaður spyr margra spurninga
í þessu sambandi.
Ljóst er að utanríkisráðherra beitir öllum bolabrögðum til að koma Íslandi
inn í þetta öryggisráð. Alvarlegast er þó ef utanríkisráðherra er búinn að
búa til miklar væntingar meðal fjölmargra fátækra ríkja víða um heim sem
engann veginn verður hægt að standa við. Eða réttara sagt. Var aldrei
ætlunin að standa við.
Hér er um grafalvarlegt mál að ræða. Að vekja upp falskar vonir meðal
fátækra ríkja um þróunaraðstoð sem aldrei var ætlunin að standa við er
vítaverð vinnubrögð hjá utanríkisráðherra. Með framferði sínu mun ráð-
herra sverta ímynd Íslands mjög á alþjóðavettvangi á næstu árum.
Myntsamstarf við Norðmenn mun vænlegri kostur
13.7.2008 | 20:27
Hugmyndir dómsmálaráðherra að taka upp evru án aðildar að ESB
vekja spurningar um hvort ráðherrann sé farinn á taugum í Evrópu-
málum? Hafi látið stórkaupmenn sem telja að allt sé hægt að selja,
jafnvel fullveldið og auðlindir Íslands hæðstbjóðendum, látið þá taka
sig gjörsamlega á taugum. Því hugmyndin um upptöku evru án ESB-
aðildar er ekki raunhæf. Síðast fyrir örfáaum mánuðum gerðu ráða-
menn í Brussel forsætisráðherra það alveg ljóst, að upptaka evru án
aðildar að ESB yrði í pólitiskri andstöðu við ESB.
Hvað vakir þá eiginlega fyrir dómsmálaráðherra með þessu útspili?
Upptaka evru yrði hún samþykkt tæki mjörg ár. Fyrst yrðum við
að uppfylla allar kröfur evrópska myntbandalagsins. Því væntan-
lega telur ráðherra ekki fyrir hendi að taka um evru í 13% verð-
bólgu. Þá hefur evran verið mjög há að undanförnu, sem hefði
nánst rústað okkar mikilvæga útflutningi, sem nú nýtur einmitt
góðs af gengi krónunar í dag.
Miklar gengissveiflur eru vissulega ekki ávísun á þann stöðug-
leika í efnahagsmálum sem allir sækjast eftir. Að kasta okkar
eigin gjaldmiðil og taka upp annan sem væri í engum takti við
okkar efnahagslíf á hverjum tíma væri að fara úr öskunni í eldinn.
Mun vitlegra væri að taka hina smáu krónumynt út af hinum
óstöðuga gengismarkaði í dag, og hefja viðræður t.d við Norð-
menn um myntsamsatrf. Slíkt samstarf væri hægt að koma á
innan nokkra mánaða væri til þess pólitískur vilji, en norsk
króna er mjög sterk um þessar mundir, varin af norska olíu-
sjónum t.d fyrir hverskyns spákaupmennsku. Tenging íslenzkrar
krónu við þá norsku með ákveðnum frávikum myndi m.a gera
himinháa erlenda lántöku til styrkingar gjaldeyrisvarasjóðnum
nánast óþarfa. En mestu máli skiptir, er að slíkt myntsamstarf
yrði á ÍSLENZKUM forsendum. Alltaf yrði til staðar viss sveigan-
leiki í slíku samstarfi með tilliti til okkar efnahagsmála hverju
sinni. Sem alls ekki myndi vera til staðar tækjum við upp aðra
mynt. Þá yrði alltaf hægt að bakka útúr slíku myntsamstarfi ef
það reyndist ekki okkur hagfelt, en ekki yrði aftur snúið ef við
tækjum upp aðra mynt. Sætum þá í súpunni!
Á evrusvæðinu er mikil óstöðuleiki framundan. Gengi evru og
vaxtastig samræmist engan vegin þeim fjölmörgu ólíku hag-
kerfum sem á evrusvæðinu eru í dag. Sveiganleikinn er ENGINN,
sem myndi fljótt skapa varanlega kreppu og samdrátt í íslenzka
hagkerfinu tækjum við upp evru. - Það er ekki bara að stjórn-
kerfi ESB sé í upplausn, heldur bendir margt til að evrópska
myntbandalagið eigi í verulegum erfiðleikum innan skamms.
Hugmyndir Björns Bjarnassonar dómsmálaráðherra eru því
afar óraunsæjar, og þjónar langt í frá íslenzkum hagsmunum,
þó ekki sé meira sagt.
Evruleið fremur en aðildarleið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fá ,,Saving Iceland" að halda skrílslátunum áfram?
13.7.2008 | 00:35
Getur það virkilega verið að íslenzk stjórnvöld og löggæslan
í landinu ætli að láta hóp erlendra anarkista og vinstrisinnaðra
róttæklinga halda uppi skrílslátum og ofbeldisfullum aðgerðum
eins og þau gerðu s.l sumar? Nú er um 50 manna hópur mest
erlendir stjórn-og iðjuleysingjar búnir að hreiðra um sig uppi á
Hellisheiði, hótandi ólöglegum aðgerðum eins og á s.l sumri, og
jafnvel enn róttækari aðgerðum en voru þá.
Reynslan af skrílslátum þessa hóps í fyrra hlýtur að hafa kennt
löggæslu og viðkomandi stjórnvöldum þá einföldu lexíu, að verði
þessi hópur uppvís af ólöglegu athæfi verði honum umsvífalaust
vísað úr landi. Það gengur ekki að hafa heilan skara af lögreglu-
liði bundið yfir trylltu erlendu anarkistaliði lungan úr sumrinu.
Nóg samt er löggæslan fáliðuð og næg verkefni önnur sem hún
þarf að sinna, að svona óþarfa erlendur ófögnuður bætist ekki ofan
á hennar verkefni og skyldustörf.
Athylgi vekur hvað sumir bloggarar tengdir Vinstri-grænum taka
upp hanskann fyrir þetta ,,lið". Sem sýnir hversu Vinstri-grænir eru
með öllu vanhæfir við að koma nálægt stjórn landsmála....
Sem sagt. Krafa þjóðarinnar er að þessu ,,liði" verðu ÞEGAR Í
STAÐ vísað úr landi virði það ekki í einu og öllu íslenzk lög og
reglur!!!
Svo einfalt er það!
Mótmælabúðir á Hellisheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sjálfstæðisflokkur leiti til Framsóknar og Frjálslyndra
12.7.2008 | 01:36
Lausn á efnahagsvanda þjóðarinnar þolir enga bið. Núverandi
ríkisstjórn ræður ekki við vandann sökum sundrungar. Samfylking-
in er orðin helsti efnahagsvandinn, þar sem hún er á móti öllu sem
til heilla horfir fyrir land og þjóð, en einblínir þess í stað að innlima
Ísland inn í fallandi miðstýrt Evrópusamband með tilheyrandi full-
veldisafsali, sjálfstæðisskerðingu þjóðarinnar og afhendingu helstu
auðlinda Íslands í hendur Brussselvaldinu.
Því á Sjálfstæðisflokkurinn að slíta núverandi stjórnarsamstarfi við
Samfylkinguna, og leita til Framsóknar og Frjálslyndra um nýtt ríkis-
stjórnarsamstarf. Samstarf, sem stóð til boða strax eftir síðustu þing-
kosningar. Samstarf hinna BORGARALEGU FLOKKA, sem allir virðast
tilbúinir til sem málið snýst um í dag. Að hefja stórframkvæmir til vegs
og virðingar á ný og nýta okkar auðlindir á eðlilegan hátt svo þjóðin
geti áfram búið við velferð og hagsæld. - Hin vinstrisinnuðu afturhalds-
sjónarmið hafa ALDREI reynst þjóðinni vel.
Samfara þessu yrði ný peningastefna mörkuð sem stuðli að stöð-
ugra gengi, og þar með minnkandi verðbólgu og vöxtum. Sjávar-
útvegsstefnan yrði sömuleiðis endurskoðuð frá grunni.
Með slíku samstarfi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Frjálslyndra
yrði stígið fyrsta skrefið að uppbyggingu pólitískrar borgaralegrar
blokkar í íslenzkum stjórnmálum, sem næði bæði til samstarfs þessara
flokka í ríkisstjórn og á sveitarstjórnarstígum. - Þannig gæfist kjós-
endum skýrt val í íslenzkum stjórnmálum, eins og gerist víðast hvar
annars staðar í nálægðum löndum. Samstarf mið-hægriflokka gegn
vinstriflokkum.
Sjálfstæðisflokkurinn á í dag mikilvægt tækifæri til að standa undir
nafni sem borgaralegur flokkur, með því að stuðla að stjórnarfari
byggðu á borgaralegum viðhorfum og þjóðlegum gildum. - Reynslan
af núverandi ríkisstjórnarsamstarfi sýnir að stjórnarsamstarf við vinstri-
öflin leiðir ætið til ófarnaðar fyrir land og þjóð. -
Framsókn: Seðlabankinn taki erlent lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Glapræði að sækja um ESB-aðild !
11.7.2008 | 00:43
Það er hárrétt hjá Illuga Gunnarssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins
og annar formaður Evrópunefndar, að það sé glapræði að sækja um
aðild að Evrópusambandinu við þær efnahagsaðstæður sem nú eru í
landinu. Kom þetta fram í ríkissjónvarpinu í kvöld. Hann segir slæmt
að athyglin sé dregin frá því stóra verkefni sem efnahagsmálin séu
yfir á Evrópusambandsaðild.
Aðild Íslands að ESB og upptaka evru er margra ára ferill frá því að
meirihluti Alþingis samþykki slíkt, sem engar líkur eru á að gerist á
næstu árum. Samfylkingin er því með afar óraunsæ viðhorf við lausn
þeirra efnahagsvandamála sem þjóðin stendur frammi fyrir í dag.
Því EINA lausnin sem Samfylkingin þrástagast á við lausn efnahags-
mála í dag er innganga í ESB og upptaka evru. Samfylkingin er því
ótæk til lausnar efnahagsvanda Íslendinga í dag. Er orðin helsti
dragbíturunn á lausn þeirra og þar af leiðandi orðin helsta efnahags-
vandamál þjóðarinnar.
Því er orðið afar brínt að koma Samfylkingunni út úr ríkisstjórn sem
ALLRA FYRST, og búa svo um hnúta, að þangað eigi hún ekki aftur-
kvæmt meir. - Bara það eitt að Samfylkingin skuli láta sér detta það
í hug að Ísland fari í ESB með nánast ALLAR aflaheimildir FRAMSELJAN-
LEGAR á Íslandsmiðum, er slík vítaverð aðför að íslenzkum þjóðarhags-
munum að það eitt á að nægja úthýsun Samfylkingarinnar úr íslenzkum
stjórnmálum.
ESB er í stjórnkerfislegri upplausn í dag. Þjóðir ESB hafa misst alla
trú á þetta trollvaxna miðstýringakerfi, eins og Frakklandsforseti
segist óttast. Hver þjóðin innan ESB gerir uppreisn gegn Brussel-
valdinu þá sjaldan sem leyfðar eru þjóðaratkvæðagreiðslur um
sambandið. - Enda hefur verið lokað á allar nýjar umsóknir að sam-
bandinu í dag. - Slíkt er upplausnarástandið.
Því fyrr sem Illugi og félagar losa sig við Samfylkinguna úr ríkisstjórn,
því betra fyrir land og þjóð!
Þjóðin hefur ekki lengur efni á Samfylkingar-efnahagsvandamálinu
lengur !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)