Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Lúffar vinstristjórnin fyrir kinverskum kommúnistum?


   Í dag er væntanlegur til Íslands þjóðfrelsishetna Tíbeta, Dalai
Lama. Af fréttum að dæma virðast íslenzkir ráðamenn, forseti og
ráðherar, ætla að forðast að hitta þessa þjóðhetju, til að móðga
ekki kínvesk kommúnísk stjórnvöld, sem kúgað hafa Tíbeta  í
áratugi. Forsetinn farinn úr landi, og ráðherrar í felum.

  Reynist þetta rétt, er þetta alveg DÆMIGERT fyrir hina and-
þjóðlegu vinstristjórn komma og krata. Með framferði sínu yrði
þetta meiriháttar móðgun við tíbesku þjóðina. Engin þjóð ætti
að skilja sjálfstæðisbáráttu Tíbeta eins vel og sú íslenzka. En
þar virðist ríkisstjórn komma og krata alls ekki ætla að gera. -
Kannski ekki við því að búast, þar sem sú hörmulega vinstri-
stjórn undirbýr sjálf meiriháttar aðför að þjóðfrelsi og fullveldi
Íslendinga.

  Hér með er skorað á alla þjóðfrelsis-fullveldis, og sjálfstæðis-
sinna að taka vel á móti þjóðfrelsishetjunni Dalai Lama, og
sýna honum þá virðingu og stuðning sem hann verðskuldar 
vegna barátu sinnar fyrir þjóðfrelsi Tíbetbúa, og gegn kommún-
iskri kúgun og þjóðarmorði kinverskra stjórnvalda  á Tíbetum..  

   LIFI FRJÁLST TÍBET!  Til sigurs TÍBESKIR ÞJÓÐFRELSISSINNAR! 
mbl.is Ópólitískur einkafundur með Dalai Lama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðlegt stjórnmálaafl í undirbúningi


   Þjóðlegt stjórnmálaafl er nú í undirbúningi. Samtök Fullveldssinna
hafa ákveðið að byggja upp stjórnmálaflokk með það aðalhlutverk að
standa vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslands. ALDREI hefur þörfin
verið eins mikil og nú, þegar fast er sótt að þjóðartilveru Íslendinga,
með því að ætla að svifta þá stórs hluta sjálfstæðis og fullveldisins 
með inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Og ekki hvað síst í ljósi
þess hversu fáir þingfulltrúar á Alþingi Íslendinga virðast tilbúnir að
berjast af hörku gegn ákvörðun vinstristjórnar Jóhönnu Sigurðar-
dóttir um að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu. Rödd þjóð-
frelsis og fullveldis nánast heyrast þar ekki lengur. - Það STÓRA
pólitíska tómarúm VERÐUR því að fylla, en það gerist einmitt  með
stofnun og baráttu ÞJÓÐLEGS stjórnmálafloks.

   Því eru allir þjóðfrelsis- fullveldis- og sjálfstæðissinnar hvattir til
að koma að uppbyggingu og stefnumörkun á hinum nýja flokki.
Fjórflokkurinn hefur SVIKIÐ íslenzku þjóðina í sjálfstæðis- og full-
veldismálum, auk svo margra annara þátta sem leitt hefur yfir
þjóðina miklar efnahagslegar þrengingar. -  Tími er því til kominn
að þjóðin segi HINGAÐ OG EKKI LENGRA!

   ÁTRAFM FULLVALDA OG FRjÁLS ÍSLENZK ÞJÓÐ !!!

  p.s til að gerast félagi í Samtökum Fullveldissnna
       bent á póstfang l.listinn@gmail.com og heimasíðu
       samtakanna l.lisinn.blog.is
    

Bjarni og Þorgerður tilbúin að draga ESB-vagninn


   Svo virðist sem flokksforysta Sjáfstæðisflokksins sé tilbúin að
fara smá Fjallabaksleið með Framsókn og hitta svo skötuhjúin
Steingrím J og heilögu Jóhönnu handan við hornið, þar  sem
ESB-vagninn verður dreginn áfram. Þetta á ekki að koma svo
mikið á óvart eins og Bjarni og Þorgerður töluðu um Evrópumál
fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar setti hann þeim
stólinn fyrir dyrnar í óðagoti þeirra að ESB-umsókn. Sá stóll 
virðist hins vegar ekki halda lengur. Bjarni hefur nú gefið grænt
ljós  á samstarf við Framsókn sem vill umsókn að ESB. Um
leið notaði Þorgerður Katrín  tækifærið á Alþingi og gaf út þá
AFDRÁRRARLAUSU yfirlýsingu að hugur hennar stæði heill  til 
aðildarumsóknar að ESB. Þvert á flokkssamþykkt landsfundar. 
Ekki verður annað séð, en til klofnings geti komið innan Sjálf-
stæðisflokksins, verði það niðurstaðan, sem Össur utanríkis-
ráðherra vonast eftir, að báðar tillögunar verði sameinaðar,
þannig aða Fjórflokkurinn geti staðið sameinaður í því  að
Ísland innlimisti í  Sambandsríki Evrópu.

   Enn og aftur leiðir þetta hugann að þörfinni á sterkri Þjóð-
legri borgaralegri stjórnmálahreyfingu, sbr. pislar mínir hér
á undan....

Svíar kvarta undan ósjálfstæði


     Í dag ritar sænski blaðamaðurinn Johan Hakelíus pístil í
sænska dagblaðið Aftenposten, þar sem hann segir Svíþjóð
ekki sjálfstætt ríki lengur, heldur aðeins kjördæmi innan ESB.
Enda munu Svíar aðeins hafa 18 þingmenn á þingi samband-
sins af 735 eftir kosningarnar til þingsins í sumar.

    Svona tjá Svíar sig í dag og upplifun sína í Evrópusamband-
inu. Algjört áhrifaleysi og fullveldið og sjálfstæðið horfið. Rödd
Svía á alþjóðavettvangi er nánast horfið, en hér á árum fyrr
voru Svíar mjög gildandi á alþjóðlegum vettvangi með sína
hlutlaustu utanríkisstefnu. Nú hefur utanríkisstefna ESB yfir-
tekið þá sænsku.  Sænska röddin er horfin á alþjóðavettvangi.
Heyrist ekki lengur.  - Menn geta svo velt fyrir sér áhrifa Íslands
innan þessa sambandsríkis, með aðeins 4-5 þingmenn á ESB-
þiginu.

    Sjá nánar á efrettir.is


Þörf á sterkri þjóðlegri andstöðu !!!


    Tillaga Vinstri grænna og Samfylkingarinnar um aðild Íslands að
Evrópsambandinu er komin í nefnd. Tillaga Framsóknar og Sjálf-
stæðisflokks um undirbúning aðildarviðræðna að ESB verður rædd
á Alþingi í dag.  Athygli vekur, að ENGINN stjórnmálaflokkur á Al-
þingi Íslendinga virðast hafa dug og þor og segja, NEI, HINGAÐ
OG EKKI LENGRA!!  - Að það skuli ENGINN stjórnmálaflokkur vera
til á Alþingi Íslendinga, sem stendur í lappirnar og berst af hörku
gegn því að alvarleg atlaga sé gerð að  FULLVELDI og SJÁLFSTÆÐI
Íslands.  E N G I N N !

   Hvernig má þetta vera? Jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn, sem kennir
sig við sjálfstæðissstefnu, er kominn í slagtog Framsóknar, einn af
ESB-flokkunum á Alþingi Íslendinga, og undirbýr aðildarumsókn.
Og að það skuli vera sjálfur varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem
lýsir því AFDRÁTTARLAUST yfir á Alþingi Íslendinga AÐ SÓTT SKULI
UM AÐILD AÐ ESB. Þvert á landsfundarsamþykktir flokksins.  Hver-
nig má þetta vera?

  Í ljósi þess hversu GJÖRSAMLEGA alþingsmenn eru að bregðast
í fullveldis- og sjálfstæðismálum þjóðarinnar, VERÐA nú hin ÞJÓÐ-
LEGU ÖFL að taka af skarið.  Stofna ÞJÓÐLEGT BORGARALEGT
afl ásamt því að hefja markvissa  og  kröftuga  baráttu um land
allt gegn landsöluliðinu.  STERK ÞJÓÐLEG ANDSTAÐA GEGN LANDS-
SÖLULIÐINU ER EINA SVARIÐ!!!! 

   Þjóðfrelissinnar!  VERJUM FULLVALDA OG SJÁLFSTÆTT ÍSLAND!!

  FYLKJUM LIÐI!!!!
mbl.is Fyrstu umræðu um ESB-tillögu lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forysta Sjálfstæðisflokksins bregst í Evrópumálum - Nýtt afl komi fram!


   Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur gjörsamlega brugðist í Evrópumálum.
Þvert á flokkssamþykktir  beitir  hún  nú  sér fyrir aðildarviðræðum  að
Evrópusambandinu með hinum ESB-sinnaða  Framsóknarflokki. Til  að
kóróna afstöðu sína lýsti svo varaformaðurinn yfir AFDRÁTTARLAUSUM
vilja til að sótt verði um aðild að ESB. Þvert á samþykktir flokksins. Sem
þýðir að Sjálfstæðisflokknum er ALLS EKKI lengur treystandi í Evrópu-
málum. Hefur svikið grasrót flokksins og samþykktir landsfundar um
Evrópumál nú í vetur.

   Þessi ESB-sinnaða afstaða forystu Sjálfstæðisflokksins hlýtur að kalla
á klofning flokksins. Sannir þjóðfrelsissinnar innan hans og andstæðingar
ESB aðildar hljóta nú að yfirgefa flokkinn í hópum. Sem í raun þýðir mikla
uppstokkun í íslenzkum stjórnmálum. Því allflestir flokkar utan Samfylk-
ingarinnar virðast meir og minna klofnir í þessu langstærsta pólitíska
hitamáli lýðveldisins. Virðast ekki getað höndlað þetta stórpólitíska
mál. - Nýr vettvangur virðist því borðleggjandi fyrir ÞJÓÐLEGT BORGARA-
LEGT stjórnmálaafl, til að stíga fram og sameina alla þjóðfrelsis- sjálf-
stæðis-og fullveldissinna í SAMEIGINLEGA baráttu til varnar fullveldi og
sjálfstæði Íslands. 

   Vert er í þessu sambandi að vekja athygli á Samtökum fullveldissinna,
sem nú í maí stofnuðu formlega stjórnmálasamtök, og hyggjast  boða
til lokastofnfundar í ágúst. Mikil áhersla er lögð á að sem flestir þjóð-
frelsissinnar komi að undirbúningi stofnunar þessa stjórnmálaflokks,
og hafi áhrif á alla stefnumótun og uppbyggingu flokksins.

   Sem þjóðfrelsissinni og stuðningsmaður þjóðlegra viðhorfa og gilda
lýsi ég yfir stuðningi við Samtök fullveldissinna, og hvet alla þjóðfrelsis-
sinna að gera hið sama. Hér er einstakt tækifæri til að byggja upp sterkt
þjóðlegt afl á mið/hægri kannti íslenzkra stjórnmála, sem hafi KJARK og
ÞOR til að takast á við landssöluöflin. - Því tómarúmið þar í íslenzkum
stjórnmálum virðist ALGJÖRT ef marka má hin ömurlegu viðbrögð og
umræður á Alþingi Íslendinga í gær.

    Þjóðfrelsissinnar!  Baráttan er hafin um fullveldi og sjálfstæði Íslands,
og þjóðfrelsið sjálft!  

  

Varaformaður Sjálfstæðisflokks vill ESB-umsókn


   Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
lýsti því yfir afdráttarlaust á Alþingi í dag, að hún vildi að sótt verði
um aðild að Evrópusambandunu. Það er því full ástæða til að spyrja
hver er Evrópustefna Sjálfstæðisflokksins? Að sækja um aðild að ESB
eins og varaformaðurinn vill? Eða var bara ályktun landsfundar flokk-
sins í vetur bara allt í plati?

   Augljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn er þverklofinn í Evrópumálum
og ALLS EKKI trystandi í því stórmáli. Ekki frekar en Vinstri grænum.
En það hlýtur þá að vera  mjög  alvarlegt  mál þegar varaformaður
flokks gengur svona  ÞVERT á stefnu hans í einu stærsta pólitíska
hitamáli lýðveldisins.

   En hver verða viðbrgð þjóðfrelsissinna og ESB andstæðinga innan
Sjálfstæðisflokksins við yfirlýsingu varaformannsins? Sitja þeir þegjandi
og aðgerðarlausir undir slíkun yfirlýsingum?  Er undirlægjan algjör?

   Alltaf að koma betur og betur í ljós þörfin á heilsteyptum ÞJÓÐLEGUM
borgaralegum stjórnmálaflokki.  Vonandi að hin ESB-sinnaða yfirlýsing
varaformanns Sjálfstæðisflokksins ýti við mörgum þar á bæ til að koma
að stofnun á  slíkum flokki. - Fullveldi og sjálfstæði Íslands hrópar bein-
línis  á það í dag, eins og dæmin nú sanna.
mbl.is Vill sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ALDREI samstaða um ESB-umsókn !


   Það er grundvallamisskilningur hjá utanríkisráðherra að hægt
sé að ná einhverri samstöðu um umsókn Íslands að  ESB, hvað
þá aðild að því. Einfaldlega vegna þess að hér er verið að véla
um sjálft fullveldi Íslands og sjálfstæði þjóðarinnar, og yfirráðum
hennar yfir helstu auðlindum sínum. 

    Tillaga Össurar Skarphéðinsonar utanríkisráðherra er því gróft
tilræði við tilverurétt íslenzkrar þjóðar. Við inngöngu í ESB liggur
fyrir gríðarlegt framsal á fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar, auk
þess að setja helstu auðlind hennar  í algjört uppnám. Raunar á
opinn uppboðsmarkað  ESB  ef  hugmyndir sjávarútvegsráðherra 
ríkja ESB um FRJÁLST FRAMSAL KVÓTA milli landa ESB ná fram að
ganga. Þess utan myndi frjálsar fjárfestingar erlendra aðila í ís-
lenzkum útgerðum og kvóta þeirra í raun galopna okkar fengsæl-
ustu fiskimið heims fyrir erlendu útgerðarauðvaldi, með hrikalegum
efnahagslegum afleiðingum fyrir íslenzka þjóð.  Til hvers var þá
baríst fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunar fyrr á árum, sem kostuðu
m.a hernaðarleg átök við helsta ríki ESB?

   Tillaga Sjálfstæðisflokksins um óljósa Fjallabaksleið til aðildarum-
sóknar að ESB er algjörlega óskiljanleg, miðað við flokkssamþykktir
um Evrópumál.  Afstaða Framsóknar er hins vegar skiljanleg, enda
ESB-flokkur. Mestu svikararnir í stórmáli þessu eru hins vegar Vinstri
Grænir, en það þurfti  þegar allt kom til alls aðkomu þeirra að ríkisstjórn
Íslands,  til að aðildarumsókn að ESB  kæmi fram, ÞVERT á þeirra
flokkssamþykktir og fagurgala um andstöðu við ESB. 

   Vinstrstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hefur kastað fram stríðshanska
út í þjóðfélagið. Ríkisstjórn sem það gerir uppsker ekki samstöðu  og
allra síst frið.  - Því nú munu ALLIR þjóðfrelsissinnar taka höndum
saman og berjat af HÖRKU gegn aðförinni að fullveldi og sjálfstæði
Íslands. - Stríðið er rétt að byrja!
mbl.is Hægt að ná samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raddir þjóðfrelsissinna vanta á Alþingi Íslendinga !



   Í dag mun utanríkisráðherra mæla fyrir þingsállyktunartillögu
vinstristjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar um að sækja
beri um aðild að Evrópusambandinu. Þar með hefjast ein mestu
pólitísku átök um fullveldi og sjálfstæði Íslands frá upphafi. Það
sorlegasta er, að engin sterk og ákveðin þjóðfrelsisrödd  mun
af HÖRKU  berjast  á  móti  þessum  landráðaáformum.  Því að
enginn stjórnmálaflokkur á Alþingi Íslendinga virðist ætla að rísa
upp og berjast  af HÖRKU  gegn  aðförinni að fullveldi og sjálfstæði
Íslands. Mótleikur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks virðist
veikt málamyndayfirklór, enda Framsókn yfirlýst ESB-flokkur, og
forysta Sjálfstæðisflokksins meir og minna tvístígandi í Evrópu-
málum.

    Hafi nokkrum sinnum verið eins augljóst hversu brýn þörfin
er að íslenzka þjóðin eiginsit sterkt og ákveðið stjórnmálaafl
á þjóðlegum og borgaralegum grunni, til að berjast af ALEFLI
gegn landssöluliði Jóhönnu Sigurðardóttir og Össurar Skarp-
héðinssonr, þá er það einmitt nú.  Tómarúmið fyrir sterkt  og
ákveðið þjóðlegt stjórnmálaafl VERÐUR NÚ AÐ FYLLA!

   Samtök Fullveldissinna hafa boðað til stofnfundar stjórnmála-
flokks. Ef slíkur stofnfundur verður opinn ÖLLUM þjóðfrelsis-
fullveldis-og sjálfstæðissinnum, til að taka þátt og móta það
þjóðlega afl frá grunni, eiga þau samtök einstakt tækifæri nú.
Vonandi láta þau það einstaka tækifæri ekki sér úr greipum
ganga.  - En tíminn er naumur!

   ÁFRAM FRJÁLST OG FULLVALDA ÍSLAND - EKKERT ESB-H E L S I!
mbl.is Bjarni fær umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem MBL þagði yfir í fréttinni


    Það sem vekur athygli í frétt Mbl.is um fyrirhugaða breytingu á
sjávarútvegsstefnu ESB, að það skuli ÞEGJA yfir AÐAL fréttinni, og
sem snertir AÐAL ÞJÓÐHARHAGSMUNI Íslendinga. En hún er sú, að
á þessum fundi sjávarútvegsráðherra ESB var ENNFREMUR lagt til
að LEYFT YRÐI AÐ FRAMSELJA AFLAHEIMILDIR MILLI LANDA, sbr.
frétt RÚV af sama fundi.  Hvers vegna þegir MBL.is ÞUNNU HLJÓÐI
yfir þessari STÓRFRÉTT?  Af því það hentar ekki ESB-sinnaðri ritstjórn
blaðsins?

    Auðvitað er þetta stóra fréttin!  Að allur kvóti geti gengið kaupum
og sölum innan sambandsins. Menn  geta  rétt ímyndað  sér  hversu
skelfilegar afleiðingar það gæti þýtt  fyrir í slenzkan  efnahag, ef fjör-
eggið sjálft, kvótinn á Íslandsmiðum, geti farið  á  uppboð  á  frjálsu
markaðstorgi ESB. Gæti gengið þar bara kaupum og sölum eins og hver
önnur markaðsvara.  Fjöreggið sjálft!

   Svona fréttaflutning ber að gagnrýna harðlega!  Hin ESB-sinnaða
ritstjórn MBL fór hér yfir strikið.  Það nákvæmlega gerðist á Bylgjunni
í morgun af sömu frétt.  Gissur Sigurðsson fréttamaður fór mikinn yfir
hinni miklu breytingu sem fyrirhuguð væri á sjávarútvegsstefnu ESB,
sem myndi gjörbreyta afstöðu Íslendinga til ESB-aðildar.  En þagði
ÞUNNU HLJÓÐI yfir AÐALFRÉTTINNI, eins og Mbl.is- Þess efnis að lagt
var til á fundi sjávarútvegsráðherra ESB  að LEYFT YRÐI AÐ FRAMSELJA
AFLAHEIMILDIR MILLI LANDA.

   Í dag grundvallast hið svokallaða kvótahopp innan ESB í því  að
frjálsar fjárfestingar eru leyðar í útgerðum milli landa. Nú virðist eiga
að stíga skrefið til fulls og leyfa framsal á kvótum milli landa.  Bara
þetta tvennt, útilokar MEÐ ÖLLU aðild Íslands að ESB!  Af þeirri ein-
földu ástæðu, að ein fengsælustu fiskimið heims umhverfis Ísland eru
ein af okkar helstu auðlindum og okkar helstu útflutningstekjur koma
af þeim.

   Aðalfréttin er því sú að gangi Ísland í ESB á grunvelli þessara fyrir-
huguðu breytinga á sjávarútvegsstefnu ESB galopnast íslenzka
fiskveiðilögsögin fyrir veiðiflota ESB.  - Hvaða Íslendingur tekur slíkt
í mál?
mbl.is Sammála um að breyta fiskveiðireglunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband