Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Stefna Vinstri grænna er efnahagsleg hryðjuverkastarfsemi !!!!
20.3.2010 | 00:16
Sem betur fer hrynur nú fylgið af ríkisstjórninni og
vinstriflokkum hennar. Það er blettur á okkar lýðveldi
og lýðræði að í upphafi 21 aldar skuli sitja í ríkisstjórn
Íslands öfgasinnaður vinstriflokkur, forveri hérlendra
kommúnista, sem hefur heljartök á allri atvinnulegri
uppbyggingu í landinu. Flokkur sem kemur hvað eftir
annað í veg fyrir mannfrekar stórframkvæmdir víðsvegar
um land í bullandi atvinnuleysi, vegna öfgakenndra
sjónarmiða í umhverfismálum. Af því leiðir áframhaldandi
eymd, kreppa og atvinnuleysi, því hagsvöxtur er grund-
völlur uppbyggingar og velferðar þjóðarinnar. - Flokkur
sem hefur haft forystu í Icesave-þjóðsvikunum. Sem
gengur út á að skuldsetja íslenzkan ríkissjóð fyrir hundraði
milljarða króna án neinna lagastoða, vegna skuldaslóða
útrásarmafíuósa og glæpa þeirra. Sem er í reynd topp-
urinn á efnahagslegri hryðjuverkastarfsemi VG gegn
íslenzkri þjóð til þessa, og þjónkun þeirra við útrásar-
mafíuósa. - Og flokkur ásamt andþjóðlegum sósíaldemó-
kratiskum systurflokki sínum, gerir svo alvarlega atlögu að
sjálfu fullveldi og sjálfstæði íslenzkrar þjóðar með umsókn
Íslands að ESB, þannig að þjóðin þarf nú aftur að fara að
eiga í nýrri sjálfstæðisbaráttu.
Það er hörmulegt til þess að vita að íslenzk þjóð skuli
þurfa að sitja uppi með slíka afdankaða afturhalssama og
óþjóðholla vinstrimennsku, þegar kraftur uppbyggingar
þarf að hefjast, eftir afvegavilluflan sósíaldemókrata með
sitt stórgallaða EES-regluverk fyrir örsmátt hag- og stjórn-
kerfi Íslands.
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
Kippi mér ekki upp við kannanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjósendur lýsa vantrausti á ríkisstjórnina
19.3.2010 | 11:10
Skv. niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins lýsa
kjósendur vantrausti á ríkisstjórnina og vinstriflokka
hennar. Þrátt fyrir nýlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar
varðandi skuldastöðu heimilanna. Kjósendur lýsa frati
á kyrrstöðupólitík stjórnarinnar í atvinnumálum, en
Vinstri grænir eru þar helsti dragbíturinn. Kjósendur
eru einnig að lýsa frati á hina and-þjóðlegu stefnu
ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum og vítaverðu fram-
ferði hennar í Icesave-þjóðsvikunum.
Ríkisstjórn sem þannig er komið fyrir á að segja af
sér TAFARLAUST og boða til nýrra þingkosninga.
ÁFRAM ÍSLAND. EKKI ESB né SCHENGEN. EKKERT ICESAVE AGS!
Sjálfstæðisflokkurinn með 40,3% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ESB í upplausn. Þjóðverjar dauðþreyttir á ástandinu.
19.3.2010 | 00:23
Það yrði hjákátlegt að loks þegar samninganefnd Íslands sest að
samningaborðinu um aðild Íslands að ESB ríki allsherjar upplausn
innan sambandsins. Og nú er svo komið að jafnvel Frakkar og Þjóð-
verjar eru farnir að kallast á sbr. Spegill RÚV í kvöld. Frakkar saka
Þjóðverja um of mikinn útflutning til annarra ESB ríkja sem dregur
úr framleiðslu þar, og Þjóðverjar svara fullum hálsi á móti. Ekki eigi
að kenna agaðri hagsstjórn í Þýzkalandi og dugmikilli markaðssetn-
ingu fyrir ástandinu í öðrum ESB ríkjum. - Þá ríkir algjör upplausn á
evru-svæðinu. Angela Merkel Kanslari vill henda þeim ríkjum út úr
myntbandalagi Evrópu sem standast þar ekki kröfurnar. Þar á hún
við Grikkland sem er á barmi gjaldþrots, ÞRÁTT FYRIR EVRU OG ESB-
aðild til fjölda ára. Þýzkir skattgreiðendur taka ekki í mál að greiða
himinháar fjárhæðir vegna gjörspilltrar hagsstjórnar í Grikklandi,
og vilja vísa þeim á AGS. Sem sannast enn og aftur að allt tal um
bakhjallanna við ESB- aðild sem m.a ESB-sinnar á Ísland tala svo
mikið um er innantóm þvæla. Grikkland í dag er helsta sönnun fyrir
rökleysu ESB-sinna á Íslandi. Grikkland er gjaldþrota ÞRÁTT FYRIR
EVRU og ESB. - ÖGUÐ HAGSTJÓRN er það sem MÁLI SKIPTIR, bæði
hér á landi sem annars staðar. Skiptir þá engu máli króna eða
ekki króna, svo framanlega sem við sníðum okkur stakk eftir vexti.
Krónan yrði í slíkri agaðri hagstjórn dýrmætt hagstjórnartæki sem
tæki fullt tillit til ÍSLENZKRA aðstæðna, sem erlend mynt gerði alls
ekki, sbr. upplausnin á evrusvæðinu í dag.
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
OG A L L S E K K I EVRA !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þjóðverjar opnir fyrir AGS-lausn fyrir Grikki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stofnun flughersþjónustufyrirtækis ber að skoða jákvætt
18.3.2010 | 17:38
Að sjálfsögðu ber að skoða stofnun flughersþjónustufyrirtækis á
Íslandi með jákvæðum og opnum hug. En hollenskt fyrirtæki vill skrá
hér 20 vopnlausar herþotur til æfinga fyrir heri NATO og herja annarra
vinveittra ríkja. Mikil atvinna myndi skapast við þetta fyrir Íslendinga,
auk þess myndi mikill erlendur gjaldeyrir streyma inn í landið. En mikil
þörf er fyrir hvort tveggja í dag.
Ekki kemur á óvart að Vinstri grænir séu á móti þessu eins og öllu
því sem til uppbyggingar og atvinnuskapandi verkefna horfir. Þá eru
Vinstri grænir og ótrúlega margir hérlendir vinstrisinnar einstakir í
heiminum fyrir algjört ábyrgðarleysi í öryggis-og varnarmálum. Ábyggi-
lega einu stjórnmálasamtökin í heiminum sem vilja land sitt og þjóð
algjörlega óvarið, fyrir utan anarkista og aðra and-þjóðlega róttæklinga.
VG hafnar alfarið einkaflugher | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Árásin á Dresden voru stríðsglæpir !
17.3.2010 | 21:50
Þótt sérstakt sagnfræðingaráð í Dresden í Þýzkalandi hafi komist
að þeirri niðurstöðu að 25 þúsund manns hafi látið lifið í loftárásum
Breta og Bandaríkjamanna á Dresden í lok síðari heimsstyrjaldar,
ber að taka þeim með miklum fyrirvara. Ótal rannsóknir hafa verið
gerðar á þessu frá lok þessa hörmulega stríðs, þar sem haldið hefur
verið fram að hátt í hálf milljón manna hafi látið lífið, og allt þar á milli.
Borgin var nánast lögð í rúst og vítiseldar loguðu um hana alla meðan
á þessum hildarleik stóð. Það sem gert hefur hvað erfiðast fyrir við að
meta fjölda fórnarlamba var að á þessum tíma var borgin nánast full
af flóttafólki. Og allt brann sem brunnið gat.
Hinar grimmilegu loftárásir Breta og Bandaríkjamanna á Dresden
þegar stríðið var í raun lokið og þýzki herinn kominn að fótum fram,
vilja fjölmargir með réttu líkja við stríðsglæpi. Þær höfðu nákvæmlega
enga hernaðarlega þýðingu. - Einungis að fremja fjöldamorð á sem
flestum saklausum borgurum og leggja dýrmætar menningarminjar í
rúst, sbr Frúarkirkjan í Dresden.
Loftárásanirnar á Dresden, - og Híroshima og Nagasaki þar sem
kjarnorkusprengjum var beitt í lok stríðs, voru með þeim alvarleg-
ustu stríðsglæpum seinni heimsstyrjaldar. - Stríðsglæpum sem enginn
hefur þurft að svara fyrir enn þann dag í dag.
Vonandi munu slíkir stríðsglæpir á saklausum borgurum aldrei endur-
taka sig.
25 þúsund féllu í Dresden | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Henda á Steingrími og hans bolta út af vellinum !
16.3.2010 | 00:42
Haft er eftir fjármálaráðherra Hollands að hann og Steingrímur
J. fjármálaráðherra Íslands séu ásáttir með að boltinn sé nú
Íslandsmegin á vellinum eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Sé þetta
rétt sem engin ástæða er til að efast er kominn tími til að henda
sjálfum Steingrími J og hans bolta útaf vellinum. Þessi Steingrímur
er búinn að stórskaða það íslenzka hagsmuni og málstað Íslands
gegnum allt Icesave-ruglferlið að útfrá þjóðaröryggissjónarmiðum
Íslands er löngu kominn tíma til að Steingrímur hverfi á braut og
leiti sér nýrra starfa. Það sama má segja um Jóhönnu Sigurðar-
dóttir, forsætisráðherra. Skötuhjúin hafa haft allt aðra hluti að
leiðarljósi en þjóðarhagsmuni Íslendinga frá því þau mynduðu
sína ömurlegu and-þjóðlegu vinstristjórn!
Þjóðin hafnaði ALFARIÐ ríkisábyrgð á Icesavi í þjóðaratkvæða-
greiðslunni með AFGERANDI HÆTTI! Þess vegna er um EKKERT
að semja við Hollendinga og Breta lengur. Þeim stendur til boða
eignarsafn Landsbankans. Dugar það þeim ekki geta þeir farið
dómsmálaleiðina. Því Héraðsdómur Reykjavíkur stendur þeim
alltaf opinn. Steingrímur og Jóhanna virðast alls ekki geta
skilið þetta. Þess vegna er tími þeirra útrunninn! Umboðslaus
og rúin öllu trausti!
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
Boltinn er hjá Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ögmundur ber fulla ábyrgð á Icesave- samningaklúðrinu !
15.3.2010 | 00:33
Þótt Ögmundur Jónasson þingmaður VG viðurkenni að það hafi
verið til góðs að forseti Íslands hafi vísað Icesave-svikunum í
þjóðaratkvæðagreiðslu, eru orð Ögmundar vægast sagt hjáróma.
Svo lengi sem Ögmundur styður í blindni ríkisstjórn sem stóð og
stendur að þjóðsvikunum í Icesave, er málflutningur hans afar
ótrúverðugur. Því hefðu kjósendur farið að dæmi flokksformanns
Ögmundar, og sem Ögmundur styður, og ekki tekið þátt í þjóðar-
atkvæðagreiðslunni, sæti þjóðin uppi með alræmdan Icesave-sam-
ning frá 30 des s.l. Ögmundur virðist algjörlega horfa fram hjá
þeirri stórkostlegu staðreynd. - Einnig horfir Ögmundur fram hjá
því að kjósendur voru að lýsa algjöru vantrausti á ríkisstjórnina,
og hafnaði ALFARIÐ að veitt yrði ríkisábyrgð á Icesave. Núverandi
ríkisstjórn er því algjörlega umboðslaus í málinu.
Ögmundur Jónassson fer fyrir hópi þeirra í þingflokki VG sem
engan veginn er hægt að átta sig á. Segjast vera á móti ESB-
aðild og Icesave, en styðja samt flokk og ríkisstjórn sem berst
fyrir hvoru tveggja. Enda Ögmundur sósíalisti af gamla skólanum.
Samræmi í orðum og athöfnum slíkra manna er þar algjört auka-
atriði!
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
Umræða um Icesave skilað árangri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
SUF andsetið sósíaldemókratiskum viðhorfum !
14.3.2010 | 14:44
Samband ungra framsóknarmanna er andsetið sósíaldemó-
kratiskum viðhorfum. Alveg sérstaklega í Evrópumálum. Þótt
yfirgnæfandi flokksmanna sé andvígur aðild að ESB auk stórs
hluta kjósenda flokksins, eins og bænda og sjómanna. Alveg
með ólíkindum að framsóknamönnum skuli ekki hafa tekist að
kveða þessa ESB-sinnaða krataóværu úr sjálfri ungliðahreyf-
ingu flokksins niður. Sem að öllu eðlilegu ætti að taka við
flokknum í framtíðinni. Þetta er að valda flokknum enn pólitísk-
um skaða, og hrekur fjölda þjóðlega sinnaða kjósendur frá
flokknum í dag.
Þá gerðist stórpólitískt slys hjá framsóknarmönnum í Reykja-
vík þegar þeir höfnuðu einum besta oddvita flokksins til margra
ára, og kusu í hans stað laumu-krata og mikinn R-listamann í
hans stað. Enda hefur fylgið dalað mjög eftir það, og var ekki
ábætandi.
SUF fagnar því að ESB viðræður séu í eðlilegum farvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
ASÍ í sósíaldemókratískum fjötrum eins og landsstjórnin !
13.3.2010 | 00:35
Er ASÍ sjálfskipuð sjálfskjaraskerðingarfyrirbæri fyrir íslenzkt
launafólk? Því einn helsti talsmaður ofurskattpíningar á Íslandi
og ofurframtíðarfátæktar Íslendinga er enginn annar en Gylfi
Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Einn helsti Icesave-istinn og ESB-
sinninn á Íslandi. Sem leggur ofurkapp á að íslenzkir launa-
menn taki á sig skuldadrápsklyfjar útrásarmafíuósanna með
ofursakttlagningu til næstu áratuga, með tilheyrandi rústun
á íslenzku velferðarkerfi. Án neinna lagastoða. Sem einnig
leggur ofuráherslu á ESB-aðild Íslands, með tilheyrandi stór-
framsali á fullveldi, sjálfstæði, og afsali yfir helstu nátturuauð-
lindum, eins og í sjávarútvegi og eyðingu íslenzks landbún-
aðar. Og sem auk þess berst fyrir upptöku evru, sem er
að skapa allsherjar upplausn og kreppu í ríkjum evrusvæði-
sins, sbr. Grikkland, Spánn, Portugal, Írland, Ítalía. Ríki þar
sem atvinnuleysi er langtum meiri en á Íslandi, þrátt fyrir
allt bankahrunið þar. ASÍ-forseti sem vill henda íslenzkum
gjaldmiðli, sem augljóslega er þó að afrugla efnahagsleg-
stórmistök undanfarinna ára, með stóreflingu útflutnings-
greina atvinnulífsins og þar með björgunar þúsunda starfa
á Íslandi.
ASÍ er gegnsýrt í dag af sósíaldemókrataískum dragbítum.
Þar fremstur fer forseti þess. Þegar saman fer við það álíka
ástand í landstjórninni, þar sem and-þjóðlegur sósíaldemó-
kratismi er allsráðandi ásamt afdönkuðum sósíalískum um-
hverfisöfgasinnum er ekki von á góðu. - Enda hefur þjóðin
lýst afgerandi vantrausti á þessa and-þjóðlegu dragbíta
í nýafstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Því VERÐUR að kjósa
sem fyrst, og koma þessum skaðsömu dragbítum frá, svo
að endurreisn Íslands getur hafist af krafti, íslenzkum
almenningi til góðs og heilla.
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
Þökk sé þýzku þingmannanefndinni !
12.3.2010 | 00:21
Þýzk þingmannanefnd er nú stödd á Íslandi vegna umsóknar
Íslands að ESB. Þjóðverjar hafa löngum verið okkar besta vina-
þjóð, og því töluðu þingmennirnir hreinskilningslega út um
hvað Íslendinga biðu, gengu þeir í ESB. Enda eru þeir engar
málpípur framkvæmdastjórnar ESB.
Þrennt kom skýrt fram. Ísland mun greiða meira í sukksjóði
ESB en þeir fengu úr þeim. Þrátt fyrir efnahagshrunið. Því
Íslendingar eru ríkari en meðal-Jóninn innan ESB. Íslendingar
gætu alveg gleymt að veiða hvali gerðust þeir aðilar að ESB.
Og að lokum, sem Þjóðverjar vita að verður erfiðast fyrir Ís-
lendinga að kyngja. ÍSLENDINGAR VERÐA AÐ GALOPNA FISK-
VEIÐILÖGSÖGU SÍNA með því að leyfa útlendingum að fjár-
festa í útgerðum, og komast þannig yfir kvótann á Íslands-
miðum. En það myndu Íslendingar ALDREI SAMÞYKKJA. Auk
þessa sögðu þýzku þingmennirnir hreint og klárt að ESB
hefði mikinn áhuga á legu landsins, ekki síst vegna náttúru-
auðlinda á norðurslóðum. Eitthvað sem ESB-sinnar á Íslandi
hafa ekki mátt ræða.
Vert er að þakka hinum opinskáu þýzku þingmönnum úr
Bundestag fyrir þeirra sýn á aðildarumsókn Íslands. Sem
kom alls ekki á óvart. Heldur styrkir heldur betur málstað
ESB-andstæðinga á Íslandi. Því á þegar í stað að draga
umsókn Íslands að ESB til baka. Hætta að eyða stórfé í
það rugl. - Og enginn þjóð innan ESB myndi skilja betur þá
ákvörðun Íslendinga, að hætta við umsóknina en fjölmenn-
asta þjóð ESB, og bestu vinir Íslendinga, Þjóðverjar.
Þökk sé komu þýzku þingmannanefndarinnar og hrein-
skilni hennar. Og þökk sé þýzkum lögum að enn mun drag-
ast að aðildarumsókn Íslands verði samþykkt að ESB.
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!