Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
CÍA þverbrýtur danska lofthelgi
31.1.2008 | 01:02
Í heimildarþætti sem sýndur var í danska sjónvarpinu í
kvöld kom fram að flugvélar á vegum bandariksu leyni-
þjónustunnar CIA hafa margsinnis flogið á laun inn í
danska lofthelgi og millilent á Grænlandi. Allt bendir
til að um hin illræmdu fangaflug hafa verið að ræða.
Háværar raddir eru nú í Danmörku að stjórnvöld rann-
saki þessi flug. Hér er um mjög alvarlegt mál að ræða.
Auðvitað svífist CIA einskis, hefur aldrei gert og mun
aldrei gera, jafnvel þótt um bandalagsþjóðir sé að
ræða. En þegar slíkt kemur í ljós, eiga þjóðir að
bregðast við af hörku. Það er löngu kominn tími til
að bandariskum stjórnvöldum sé gert það ljóst að
slíkur yfirgangur og virðingarleysi í samskiptum við
aðrar þjóðir eins og í þessu tilfelli verði með engu
móti liðið!!!
Mun forsetinn verja vestrænt tjáningarfrelsi ?
30.1.2008 | 20:51
Eitt af hinum stórpólitísku málum sem forseti Íslands mun
ræða á sjónvarpstöðinni Al Jazeera n.k laugardag eru dönsku
skopteikningarnar og mótmæli múslima við þeim skv. upplýs-
ingum forsetaskrifstofunnar. Svo vill til að Danska þjóðarbók-
hlaðan sagðist í dag hafa í hyggju að varðveita upprunalegu
skopteikningarnar, sem ollu miklu uppnámi í múslimaríkjunum
fyrra hluta ársins 2006, eftir að Jótlandspósturinn birti þær.
Fróðlegt verður að heyra og sjá viðhorf forsetans á þessu
stórpólitíska máli frammi fyrir 50 milljónum áhorfenda Al Ja-
zeera, sem flestir eru úr Arabaheiminum, sbr. frétt Mbl. fyrr
í dag og blogg mitt um þá frétt hér á undan.
Birting myndanna var umdeild. En þær fengust birtar á
grundvelli málfrelsis og tjáningarfrelsis. Grunnstoðum vest-
rænna þjóðskipulaga og gilda. Rétt afstaða var hjá dönskum
yfirvöldum að standa vörð um þessi grunngildi, og kvika ekki
frá þeim. Koma skýrum skilaboðum til umheimsins að ekki
kæmi til greina að veita afslátt á þeim.
Fróðlegt verður að fylgjast með viðhorfum og svörum for-
seta Íslands á Al-Jazeera n.k laugardag. Verður þar afsláttur
í boði ?
Múhameðsteikningar á danska þjóðarbókasafnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Forseti Íslands á Al Jazeera
30.1.2008 | 14:14
Skv. frétt Mbl.is verður vital við forseta Íslands sjónvarpað
á hinni umdeildu arabisku sjónvarpstöð Al Jazeera n.k
laugardag. Svo virðist að forsetinn muni þar ætla að tjá sig
um veigamikil pólitisk málefni, eins og loftslagsbreytingar,
nauðsyn nýrrar orkustefnu, þróun mála í Miðausturlöndum,
stöðu Ísraels og Palestínu, sambúð ólíkra menningarheima
og trúarbragða, og ekki síst dönsku skopteikningarnar og
mótmæli múslima við þeim.
Spurning hlytur að vakna hvort þetta pólitíska viðtal sé
gert í samárði við íslenzk stjórnvöld, því ríkisstjórnin fer
alfarið með stefnu Íslands í utanríkismálum og ber fulla
ábyrgð á henni. Því vaknar sú spurning. Er forsetinn
þarna að tala um hápólitísk alþjóðamál í fullu samráði
við íslenzk stjórnvöld? Og það frammi fyrir 50 milljónum
áhorfenda, flesta í Arabaheiminum. Það hlýtur að vera,
því ef svo er ekki, er forsetinn heldur betur kominn út
á hálann ís !!!
Al Jazeera sýnir viðtal við Ólaf Ragnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Ekkert virðist þeim heilagt !
29.1.2008 | 00:31
Ólína Þorðvarðardóttir stóð sig mjög vel í Kastljósinu í
kvöld, og talaði þar fyrir stórum hluta þjóðarinnar. Til
umræðu var hinn umdeildi Spaugstofuþáttur s.l laugar-
dag. Allflestir eru sammála um að þar var heldur betur
farið yfir stríkið, og það sem átti að vera spaug og grín
breyttist algjörlega í andhverfu sína.
Hins vegar má segja að þeim Spaugstofumönnum sé
EKKERT heilagt. Flestir muna um árið þegar biskup og
þjóðkirkjan fékk sinn skammt, og það rétt fyrir páska-
dag. Og ekki alls fyrir löngu átti að gera grín að fána-
lögunum, sem út af fyrir sig var hið besta mál. En í lokin
urðu Spaugstofumenn gjörsamlega að fara yfir strikið
og eyðileggja annars góðan þátt með því að kveikja í
íslenzka fánanum. Já, kveikja í þjóðfána Íslendinga !
Þeir spugstoðumenn þurfa nú heldur betur að fara að
hugsa sinn gang...
Milljarðar sem VG hefðu komið í veg fyrir
28.1.2008 | 20:54
Landsbankinn skilaði tæpum 40 milljarði í hagnað á s.l
ári EFTIR SKATTA. Sem þýðir fleiri milljarða í ríkissjóð. Þá
eiga hinir bankanir tveir sem líka voru ríkisbankar, eftir
að skýra frá sinum hagnaði, sem hefur einnig verið um-
talsverður. Þannig að ríkissjóður er að hagnast verulega
á hverju ári við það að fyrrverandi ríkisstjórn seldi þessa
banka úr ríkiseigu. Sameiginlegur sjóður landsmanna
hefur stórgrætt og mun áfram gera. Fyrir utan þá gífur-
legu efnahags þýðingu sem sala bankanna hefur haft
fyrir íslenzkt efnahagslíf og þjóðarbú á s.l árum.
Ef afturhaldsstefna Vinstri Grænna hefði ráðið för væru
hér 3 steinrunnir ríkisbankar, fáum eða engum til gagns.
Það er sorglegt að í byrjun 21 aldar skuli enn vera uppi
á Íslandi afdankaður sósíaliskur flokkur. sem er í engum
takt við íslenzkan raunveruleika og öll þau tækifæri sem
hann hefur upp á að bjóða.
Nærri 40 milljarða hagnaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að grunnskólinn byggist á þjóðlegum kristnum arfi
28.1.2008 | 15:59
Í Mbl. í dag er sagt frá því að samtökin Heimili og skóli leggi
það til í umsögn sinni um frumvarp menntamálaráðherra til
grunnskólalaga, að í annari grein laganna verði tekið fram
að starfshættir grunnskóla byggist á ÞJÓÐLEGUM, KRISTNUM
og HÚMANÍSKUM ARFI íslenzkrar menningar.
Fagna ber þessari tillögu Heimilis og skóla, og vonandi að
menntamálaráðherra taki þetta að fullu til greina. Alla vega
að Alþingi tryggi slíkt ákvæði eða að það sem fyrir er haldist
óbreytt. Í framhaldinu er einnig vert að kynna vel í grunn-
skólum landsins hinn forna menningararf, ásatrúna og því
sem henni tengist. Því standa ber vörð um hinn íslenzka
menningararf, allt frá upphafi Íslandsbyggðar..........
Fylgið við Ny Alliance hrynur
28.1.2008 | 01:03
Það er í senn athyglisvert hvernig fylgið við danska
stjórnmálaflokkinn Ny Alliance hefur hrunið svo að
flokkurinn er nánast að þurrkast út, svo hitt hvernig
svona skrípalegur stjórnmálaflokkur getur haft úslita-
áhrif á það hvort dönsk ríkisstjórn falli eða ekki. Hinn
arabiski innflytjendi Naser Khader sem er formaður
flokksins virðist hafa ótal og óljósar stefnur í öllum
málaflokkum nema þá helst í innflytjendamálum. Þar
mætast stálin stinn við Danska Þjóðarflokkinn, sem
einnig situr í ríkisstjórn ásamt Ny Alliance.
Ef efnt yrði til þingkosninga núna er allt sem bendir
til að hin borgaralega ríkisstjórn haldi velli án stuðnings
Ny Alliance. - Vonandi að sú verði raunin. Ny Alliance var
bóla, sem nú virðist horfin, enda stjórnað af framandi
viðhorfum sem ekki hafa fallið vel í danskt samfélag og
því síður danska kjósendur. Skildi raunar aldrei hvernig
hin borgaralega ríkisstjórn lét sér það detta í hug að
þyggja aðkomu Ny Alliance að ríkisstjórninni, eins og
komið er á daginn, að var út í Hróa hött...........
Fylgi Ny Alliance aldrei minna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sagði upp Mogganum
27.1.2008 | 21:03
Í Silfri Egils í dag upplýsti Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi
Samfylkingarinnar að hún hafi sagt upp Mogganum í kjölfar
þess hvernig Morgunblaðið hafi fjallað um borgarstjórnar-
skiptin og aðdraganda þeirra . Þá lét Dagur B. Eggertsson
fyrrverandi borgarstjóri þung orð falla á ritstjórn Morgun-
blaðisins um sama mál.
Hvernig er það? Er forræðishyggja hjá þessu blessaða
vinstraliði algjört? Heldur það virkilega að það geti stjórn-
að allri hinni pólitískri umræðu í þjóðfélaginu í dag á sínum
eigin forsendum? Að ef því líkar ekki efnistök blaðs í ákveðnu
pólitísku máli þá sé því bara sagt upp? Hvernig ætlar sú mann-
manneskja að hafa yfirsýn í stjórnmálum og mynda sér upp-
lýstar skoðanir ef hún vill aðeins heyra og vita af sjónarmiðum
sem aðeins henni eru þóknanlegir?
Það er ekki of sagt að pólitísk hamsskipti vinstrisinna þessa
daganna eru með ólíkindum........
Ráðherra segir Alþingi ósatt
27.1.2008 | 13:18
Það er mjög alvarlegt mál þegar ráðherra verður uppvís af
því að gefa Alþingi visvítandi rangar upplýsingar. Hreinlega
að ljúga að þingheimi. Í hádegisfréttum RÚV kom fram að
Hilmar Foss, framkvæmdastjóri Íslenzks Háttækniiðnaðar,
sem vill reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum segir að Þórunn
Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hafi vísvitandi sagt
ósatt á Alþingi þegar hún svaraði fyrirspurn um olíuhreinsi-
stöð. Tölur um útblástur frá stöðunni séu fjarri því að vera
réttar.
Skv frétt RÚV sagði Þórunn á Alþingi að mengun frá olíu-
hreinsistöð yrði gríðarlega mikil. Útblástur koldíoxíðs frá
henni myndi auka heildarlosun Íslendinga um 30%. Hilmar
Foss segir að losun gróðurhúsalofttegunda frá stöðunni
yrði hins vegar allt að 560.000 tonn eða um ÞRIÐJUNG af
því sem ráðherra nefndi. Þó var ráðherra upplýstur um
málið fyrir margt löngu. Hilmar segir að ráðherra hafi frá
upphafi verið andsnúinn olíuhreinsistöð, en engu að síður
ber ráðherra að segja rétt frá staðreyndum.
Alþingi hlýtur nú að krefja ráðherra útskýringa af orðum
sínum. Það að ráðherra ljúgi vísvitandi að Alþingi Íslendinga
hlýtur að leiða til afsagnar ráðherra. Og það strax!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ingibjörg hefur enn frelsi til að gera fríverslunarsamninga
27.1.2008 | 01:45
Í gær undirritaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra
fríverslunarsamning milli EFTA ríkjanna og Kanada. Þetta er
mjög mikilvægur samningur. Samningur sem Ingibjörg hefði
EKKI getað undrirritað hefði hún verið búin að koma Íslandi
inn í Evrópusambandið. Við það færist allt slíkt vald til höfuð-
stöðvanna í Brussel. Bara eitt lítið dæmi hvað gífurlegt
fullveldisafsal mun felast í því að Ísland gangi í ESB og
einangrist þar.
Af þessu má ljóst vera hversu það er orðið mikilvægt fyrir
hagsmuni Íslands að koma einangrunarsinnum eins og Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttir sem fyrst út úr ríkisstjórn Íslands!
Samningar undirritaðir í Sviss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |