Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

ESB styður Breta við að þverbrjóta ESB-reglur á Íslendingum


   Í lokayfirlýsingu leiðtogafundar ESB í Brussel í gær, er sagt að
íslenzk stjórnvöld verði að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar
sínar. En  hvað  með  bresk stjórnvöld? Þarf  Bretland  annað
stærsta ríki  innan ESB ekki  að uppfylla alþjóðlegar skuldbind-
ingar?  Má Bretland þverbrjóta grunnreglur ESB gagnvart Ís-
landi þegar því  hentar, en bæði ríkin  undirgangast  grunn-
regluverk ESB á EES-svæðinu?  

  Bresk stjórnvöld ÞVERBRUTU grunnlög ESB, þegar þau keyrðu
dóttirfyrirtæki Kaupþings í Bretlandi í þrot. Fyrirtæki sem var með
allt sitt á hreinu, og tengdist á engan hátt icesave Landsbankans
í Bretlandi. Íslenzk stjórnvöld undirbúa nú skaðabótakröfur á
hendur breskum stjórnvöldum vegna málsins.

  Íslenzk stjórnvöld hafa mótmælt harðlega hjá NATO að brezk
stjórnvöld beita Íslendingum hryðjuverkalögum. En hvers vegna
í ósköpunum kæra  íslenzk stjórnvöld ekki þau bresku fyrir Evrópu-
dómstól ESB  fyrir að þverbrjóta grunnlög ESB  með  valdbeitingu
breskra stjórnvalda á hendur Kaupþingi í Bretlandi? Sem hafði í
för með sér miklu meiri bankakreppu á Íslandi en t.d á Írlandi,
en írski forsætisráðherrann gortar sig nú að því að Írland komi
mun betur út úr bankakreppunni en Ísland vegna veru Írlands
í ESB. -  Hroki, hræsni og óþverraháttur ríkja ESB gagnvart Ís-
landi  er slíkur, að  manni gerir flökurt  þegar sumir Íslendingar
virðast enn ástunda ESB-trúboðið. Tilbúnir til að flatmaga gagn-
vart Brusselvaldinu og kyssa á vönd þess. Hörmulegt!  

  Enn og aftur. Ísland hefur aldrei verið eins víðsfjarri ESB-aðild
og einmitt nú!
mbl.is Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland hóti úrsögn úr NATO og stjórnarslit við Breta !


   Mælirinn er fullur! Enn eru hryðjuverkalögunum beitt gegn
Íslandi í Bretlandi. Sem eru  að valda Íslandi alveg gríðarlegu
og óbætandi tjóni.  - Það er gjörsamlega óþolandi fyrir NATO-
ríkið Ísland að vera beitt hryðjuverkalögum frá öðru Nato-ríki.

  Íslenzk stjórnvöld verða að grípa þegar í stað til harkalegra
ráðstafanna. Setja Bretum og Nato úrslítakosti. Verði ekki
þessum hryðjuverkalögum  TAFARLAUST aflýst mun stjórn-
málasambandi verða slítið við Bretland og Ísland segi sig úr
NATO.

  Það er komið rúm vika síðan sett voru hryðjuverkalög á
Ísland. Íslendingar eru þannig stimplaðir og meðhöndlaðir
sem ótíndir hryðjuverkamenn. Hvaða friðelskandi þjóð eins
og Íslendingar mun láta það viðgangast, að verða sett í
hóp verstu glæpahópa heims eins og hryðjuverkamanna?

  Sem Íslendingur er alls ekki hægt að sitja undir þessu lengur!

  BARA ALLS EKKI!
mbl.is Hryðjuverkalögin skemma fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægt að Rússalánið skýrist sem fyrst


   Mikilvægt er að mál skýrist sem allra fyrst um fyrirhugað lán
frá Rússum. En viðræður íslenzkrar sendinefndar við rússnesk
stjórnvöld halda áfram í Moskvu í dag. Skv frétt RÚV eru við-
ræðunar mjög vinsamlegar og ánægja  með gang mála.

  Það er afar mikilvægt að fá botn í viðræðurnar. Eki bara til
að koma gjaldeyrismálum þjóðarinnar í eðlilegt horf, heldur
gæti myndarlegt hagstætt lán frá Rússum forðað okkur frá
því að skríða á fjórum fótum fyrir Alþjóðlega gjaldeyrissjóðinn.
En alveg er víst að Bretar komi í veg fyrir aðstoð sjóðsins við
Ísland komi til málarekstra milli landanna. En allar líkur eru
á að Ísland sæki stórt skaðabótamál gagnvart Bretum vegna
Kaupþings og hryðjuverkalaga breskra stjórnvalda gagnvart
Íslandi.

  Yfirlýsing ESB um stuðning við Ísland er mesta hræsni sem
sést hefur. Því enn hefur ESB ekki einu sinni ávítt Breta
fyrir að ÞVERBRJÓTA grunnreglur sambandsins gagnvart
saklausu fyrirtæki á markaði ESB í Bretlandi, með þeim
afleiðingum að langstærsta fyrirtæki Íslands fór í þrot.

  Staða Íslands er sterk. Ísland er enn frjálst og fullvalda.
Og getur því ráðið sér sjálft á EIGIN FORSENDUM!
  
mbl.is Hollendingar hóta málsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg. Í Guðsbænum hættu við öryggisráðsframboðið!


    Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra dvelur nú
vestur í Bandaríkjunum til að stýra síðustu baráttudögunum
fyrir kosningu Íslands í Öryggisráðið. - Í hvers konar heimi
er utananríkisráðherra ? Örugglega alls ekki í þeim íslenzka.
Nú þegar Ísland hefur orðið fyrir einu mesta efnahagslegu
áfalli sem sögur fara af þá á að sjálfsögðu að draga ruglið
um framboð Íslands til Öryggisráðs S.Þ til baka. Miklu meira
en nóg  af fjármunum  íslenzkra  ríkisborgara hefur farið í
þessa hít að ekki er á bætandi.

   Ingibjörg. Stjórnmálin á Íslandi í dag snúast um að bjarga
ÍSLENZKRI ÞJÓÐ, ÍSLENZKRI ALÞÝÐU,  en EKKI að bjarga heim-
inum. Verkefni þitt í dag er þess vegna að hætta við þetta
öryggisráðsframboðsrugl, koma heim og STÓRSKERA niður í
utanríkisráðuneytinu. Um fleiri fleiri milljarða!  

   Tími hégómans í íslenzkum stjórnmálum er liðinn Ingibjörg.
Nú snúast stjórnmál á Íslandi um að BJARGA FRAMTÍÐ ÍSLENZK-
RAR ÞJÓÐAR !!!  OG EKKERT ANNAÐ!
mbl.is Hörð barátta um sæti í öryggisráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB sýnir nú sitt rétta kúgunarandlit


     Framkvæmdastjórn ESB sgist ekki geta blandað sér í
deilur Íslendinga og Breta. En hún snýst um að Bretar
ÞVERBRUTU grundvallarlög ESB og EES-samningsins,
og reðust á saklausan íslenzkan banka í Bretlandi með
þeim skelfilegum afleiðingum að móðurbanki hans á Ís-
landi fór í þrot. Beittu meira að segja brezkum hryðju-
verkalögum, sem er EINSTAKT í veraldarsögunni í svona
tilfelli.

   ESB hefur nú sýnt sitt rétta kúgunarandlit. Þeir stóru og
sterku meiga ÞVERBRJÓTA grunnreglur sambandsins til að
ná sýnu fram gagnvart minni þjóðum, þótt þær hafi sam-
þykkt fjórfrelsið, grunnsáttmála ESB. Hvaða erindi á smá-
þjóðin Ísland i í slíkt hryðjuverkasamband gegn smáþjóðum?

  Það er aldeilis með ólíkindum að enn skuli vera Íslendingar
sem vilja kyssa á vöndinn og ganga slíkum kúgurum á hönd.
Vera í VINÁTTUSAMFÉLAGI með einu stærsta ríki ESB sem hefur
gert hryðjuverkaárás á Ísland. - Hversu langt er hægt að ganga
í andþjóðlegum viðhorfum? Eru ESB- sinnum á Íslandi EKKERT
heilagt lengur?
mbl.is ESB blandar sér ekki í deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-aðild aldrei eins víðs-fjarri


   ESB-aðild Íslands hefur aldrei verið eins víðsfjarri og nú. Útrás
bankakerfisins er hrunið sem hefur verið eitt af máttarstólpum
hagkerfisins undanfarin ár. Nú hafa hinar hefðbundnu atvinnu-
greinar tekið við. Sjávarútvegur verður þar fremstur ásamt ál-
iðnaði í útflutningi. Bara út  af því hversu  sjávarútvegurinn  er
okkur mikilvægur nú kemur aðild að ESB alls ekki til greina. Þá
verður íslenzkur landbúnaður mun þýðingarmeiri fyrir Íslendinga
eftir þá efnahagskreppu sem nú gengur yfir. Aðild Íslands  að
ESB myndi hins vegar gera honum afar erfitt fyrir. Þá hefur það
ALDREI verið eins þýðingarmíkið fyrir Íslendinga  að geta stundað
FRJÁLS VIÐSKIPTI við þjóðir heims. Það gætum við alls ekki yrðum
við aðilar að ESB. - Íslenzk sendinefnd væri EKKI nú stödd í Rúss-
landi í dag værum við undir Brusselvaldinu svo nærtækt dæmi sé
tekið. Þá yrði afar ógeðfellt fyrir Íslendinga að ganga í samband
eins og ESB þar sem annar stærsti aðili þess, Bretar, hafa beitt
okkur hryðjuverkalögum og rústað okkar efnahag. Bersýnilega
með velþóknun og samþykki Brusselvaldsins, þrátt fyrir að  grunn-
lög ESB vori þar ÞVERBROTIN.

  Því er það meiriháttar tímaskekkja hjá þrem þekktum félögum
í Framsóknarflokknum að skrifa blaðagrein í Fréttablaðið í dag,
ákallandi ESB og EVRU og Alþjóðlega gjaldeyrisvarasjóðinn.
Þvílíkur koss á vöndinn og uppgjafarviðhorf eru með eindæmum.
mbl.is Komnir á rétta braut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi stórt rússneskt lán í dag !


   Sendinefnd embættismanna frá Seðlabanka Íslands og
fjármálaráðuneytinu  hefur ásamt  sendiherra  Íslands í
Moskvu, rætt í gær við fulltrá rússneska fjármálaráðuneyti-
sins um stórlán  til  Íslendinga vegna  gjaldeyrisskorts á
Íslandi eftir hrun bankakerfisins. Reuter fréttastofan segir
að lánskjör verði afar hagstæð, 30 til 50 punktar yfir milli-
bankavöxtum, sem eru afar góð kjör. Allt þetta kemur í ljós 
í dag.

   Ef Rússar verða svo vingjarnlegir og hjálplegir að veita
okkur slíkan stuðning á  ögurstundu,  og að  Norðmenn
með sinn dyrgra gjaldeyrisvarasjóð veiti  okkur einnig
gott lán, er aðstoðar Alþjóðlega gjaldeyrisvarasjóðsins
algjörlega óþarfur. Sem þýðir mikilvægt frelsi fyrir Ísland.
Því þar með kæmust við fljótt út úr þeim gjaldeyrisskorti
sem nú háir mjög  íslenzku atvinnulífi. Gæti virkað  sem
meiriháttar vítamínssprauta svo Íslendingar komist fljótt
út úr þeim hremmingum sem yfir þá hafa dunið.

  Að sjálfsögðu hlýtur slík velvild af hendi Rússa ef af verður
stórauka samskiptum Íslands og Rússlands í framtíðinni,
sem hafa þó ætið verið góð og mikil fyrir.  Því Íslendingar
hafa orðið fyrir MIKLUM VONBRIGÐUM hvernig margar þjóðir
sem þeir hafa talið sem vini hafa algjörlega brugðist á ögur-
stundu. Jafnvel beitt okkur efnahagslegum hryðjuverkaárás-
um. - Þá munnu sterkari efnahagsleg tengsl við Rússa stór-
minnka allan þrysting á að Ísland gangi í ESB og  taki  upp
evru. Rússlandi er stórstækkandi markaður þar sem fríversl-
unarsamningur milli þjóðanna yrði áhugaverður.

  Íslandingar, Norðmenn og Rússar eiga gríðarlegra hagsmuni
að gæta í Norðurhöfum í framtíðinni. Nú eiga þessar þjóðir að
efna til mikilvægrar samvinnu sín á milli á sem flestum sviðum. 

  Það er sorglegt hversu sýn núverandi utanríkisráðherra er á
andþjóðlegum nótum varðandi hvernig íslenzk þjóð skuli vinna
sig út úr þeim vanda sem við er að fást í dag. Falla í faðminn
á ESB, þótt þar sé þjóð sem beitt hefur okkur efnahagslegri
hryðjuverkaárás, með  skelfilegum afleiðingum, taka upp evru
sem ALDREI muni þjóna íslenzkum hagsmunum, og festa Ísland 
í neti Alþjóðlega gjaldeyrissjóðsins.
mbl.is Ingibjörg Sólrún vill að stjórn Seðlabankans stigi til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kolrangt að fresta Þýzkalandsferð


   Það er kolröng ákvörðun forseta Íslands í samráði  við
ríkisstjórnina, að fresta opinberri heimsókn forseta  til
Þýzkalands, sem fyrirhuguð var nú í október. Forseti
sendi Horst Köhler, forseta Þýzkalands bréf þess efnis
í gær.

  Hafi einhvern tímann verið nauðsynlegt að sækja okkar
bestu vini heim, þá er það einmitt nú, þegar Ísland þarf
á öllum sínum vinaþjóðum að halda í þeim hremmingum
sem Ísland gengur nú í gegnum. Þjóðverjar hafa ætið
verið meðal okkar bestu vina. Því hefði þessi för forseta
verið kærkomin, og kjörin til að útskýra málstað Íslands
og baráttu sem þjóðin stendur nú í. - Þýzkaland er efna-
hagslegt stórveldi með geysisterk ítök víða um heim sem
gæti reynst Íslandi afar vel, einmitt nú þegar efnahagsleg
áföll dynja á þjóðinni. Meðal annars af völdum forkastan-
legra efnahagslegra árása eins af aðildarríkjum ESB, Bret-
landi, og sem einmitt Þýzkaland er hluti af.

   Frestun Þýzkalandsfarar er enn furðulegri í ljósi ótal ferða
ráðamanna þjóðarinnar út og suður um heim allan að undan-
förnu, þar sem vandséð er hverjum tilgangi þær  þjónuðu.

 

 


ESB-ríkið Ungverjaland þarf aðstoð IMF. Ha?


   Ha? Er þetta rétt? Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn IMF segist
tilbúinn að aðstoða ESB-ríkið Ungverjaland. - En hverng má
það vera? Er það ekki meiriháttar efnahagsleg lausn að vera
í ESB?  Var það ekki síðast í gær sem Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir utanríkisráðherra ákallaði ESB-aðild sem FRAMTÍÐAR-
LAUSN  í efnahagsmálum Íslendinga? Vegna þess innan ESB
væri svo mikið skjól og bakhjallar þegar á reyndi.

  Síðustu dagar hafa í raun berskjaldað málflutning ESBsinna
á Íslandi. Því  glundroðin  og  kreppan  innan ESB og  á evru-
svæðinu  er síst  minni  en annars staðar. Hins vegar varð
Ísland ofan á hina alþjóðlegu peningamálakreppu fyrir meiri-
háttar efnahagslegri hryðjuverkaárás frá ESB-ríki. Árás sem
þverbraut allar grunn-og síðareglur ESB og EES-samningsins.
Árás sem sýnir hvað ESB er í raun og veru. Valdamaskína
hinna stóru og sterku. Sem hika ekki við að beita valdi og
jafnvel hryðuverkalögum gegn þeim sem minna meiga sín.

   Ísland hefur ALDREI staðið eins fjarri ESB og einmitt í dag.
Ísland er nú reynslunni ríkari af samskiptum þjóða. Samskipt-
um sem það taldi til vina sinna, en eru það ekki í raun.

  Eins og forsætisráðherra gaf í skyn á dögunum. Ísland
hlýtur nú að horfa í aðrar áttir. Áttir, þar sem vini er að finna.
Kannski kemur það í ljós í dag... 
mbl.is IMF vill aðstoða Ungverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tek ofan fyrir Eiriki Bergmann


   Allt getur gerst undir sólinni. Aldrei hafði ég haldið að
eiga eftir að taka ofan fyrir mesta ESB-sinna á Íslandi,
Eiriki Bergmann, prófesser á Bifröst. En í dag birtist
grein eftir hann í breska blaðinu Guardian, þar sem
hann m.a gagnrýnir bresk stjórnvöld harkalega fyrir
að hafa  sett hryðjuverkalög á saklausan íslenzkan
banka í Bretlandi, með þeim skelfilegum afleiðingum
að móðurbankinn á Íslandi, langstærsta fyrirtæki
Íslands, fór í þrot. Stórhluti þjóðarinnar varð fyrir
stórskaða, m.a vegna lífeyrissjóðanna.

  Margar spurningar vakna í þessu sambandi.  Ekki
síst varðandi regluverk ESB sem við erum hluti af,
varðandi fjórfreslið, og starfsemi fyrirtæja á markaði.
Er hægt að ÞVERBRJÓTA það á GRUNDVELLI HRYÐJU-
VERKALAGA, og svo bara BINGÓ?

  Í dag hefur aðild Íslands  að ESB ALDREI verið eins
víðsfjarri og einmitt nú. Meðan eitt af stærstu ESB-ríkja
kemst upp með það að þverbrjóta grunnregluverk ESB 
á smáþjóð með þeim stórkostlegu afleðingum sem það
hefur haft í för með sér, hljóta Íslendingar að verða frá-
hverfari ESB-aðild sem aldrei fyrr!
mbl.is Grimmúðlegt og úthugsað auglýsingabragð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband