Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Bankadagurinn liðinn án vaxtalækkana ????


   Verð nú að játa undrun mína hvers  vegna  í  ÓSKÖPUNUM
Seðlabanki Íslands hafa ekki lækkað stýrivexti all hressilega
í dag. Hvers konar hagfræði er stunduð í þessum Seðlabanka
eiginlega? Menn hljóta að fara að spyrja að því. Að hafa nánast
hæðstu stýrivexti í heimi í bullandi samdrætti og kreppu. Hvaða
hagfræðileg og efnahagsleg rök eru fyrir því?

  Bankamálaráðherra og ríkisstjórnin hljóta að sjá svo um að
stýrivextir verði snar-lækkaðir á morgum. - Þetta gengur ekki
lengur! 

Óskiljanleg sýn og viðbrögð utanríkisráðherra !


   Það er óskiljanleg  framtíðarsýn  utanríkisráðherra sem  fram  kom í
Mbl í dag. Ísland fallist í  náðfaðm IMF,  síðan ESB og  taki upp evru.
Því í efnahagskreppunni hefur einmitt veikleiki ESB og  evrusvæði-
sins berlega komið í ljós. Þá virðist utanríkisráðherra  hreinlega ekki
hafa verið að fylgjast með viðburðum  síðustu  daga. Hryðjuverkaárás
Breta á Ísland virðist ekki hafa kallað fram viðeigandi  viðbrögð af
hálfu utanríkisráðuneytisins. Utanríkisráðherra virðist  með engin 
áform uppi um að að svara árásum Breta af fullri hörku, og slá skjald-
borg yfir íslenzka hagsmuni.  Þvert á móti hrópar utanríkisráðherra
á þjóðarsundrungu í stað þjóðarsamtöðu með ESB-trúboði við slíkar
kringumstæður.  

  Það þarf að rannsaka aðgerðarleysi utanríkisráðuneytisins gagnvart
brezkum stjórnvöldum þegar þau ákváðu að beita hryðjuverkalögum
á saklausan íslenzka banka í Bretlandi, með þeim afleiðingum að lang-
stærsta fyrirtæki  Íslendinga fór  í þrot. Varnir fyrir hinum íslenzka
málstaðar í Bretlandi var nær hvergi að finna frá hendi utanríkisráðu-
neytisins, allan þann tíma meðan öll breska pressan fór hamförum
gegn Íslandi. Og nú vill utanríkisráðherra gera það að aðalmáli að
Ísland fari undir sæng  Breta í ESB.  ESB-þjóðina sem hefur unnið
eitt mesta efnahagslega skemmdarverk á einni þjóð sem sögur fara
af!  ESB-þjóðina sem hefur þverbrotið grunnlög ESB og EES með of-
fari gegn saklausu íslenzku fyrirtæki í Bretlandi. ÁN NEINNA VIÐ-
BRAGÐA utanríkisráðherra.

 
      Þá hefur utanríkisráðherra ALGJÖRLEGA vanrækt að  kæra Breta
fyrir NATO vegna beitingu hryðjuverkalaganna gegn Íslandi.  Að
eitt NATO-ríki beiti slíkum hryðjuverkalögum gegn öðru NATO-ríki
hlýtur að vera stórbrot á stofnlögum NATO. Utanríkisráðherra
virðist láta slíkt líka  í léttu rúmi liggja.

    Það er mjög alvarlegt mál, þegar utanríkisráðherra sér ekki til þess
að utanríkisráðuneytið gæti þjóðarhagsmuna Íslendinga á ögurstundu,
eins og hér hefur verið bent á.
   
mbl.is Ingibjörg Sólrún: Fyrst IMF og svo ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar skít-hræddir !


    Fyrrverandi ráðgjafi Margrétar Thatcher sagði á Sky í gær að
það væri gróf misnotkun á hryjuverkalögunum í Bretlandi að
hafa beitt þeim gegn Íslandi. ,, Hér er fjármálakreppa og
hverju beitir Gordon Brown gegn litla Íslandi? Hryðjuverka-
lögum. Þetta er þorskastríð hans" sagði Dobbs ráðgjafi.

   Þá  sendi breska forsætisráðuneytið í gær bréf til sendi-
herra Íslands  í Bretlandi þar sem dregið er verulega í land
frá digurbarkalegum yfirlýsingum breska forsætisráðherrans
í liðinni viku. Í bréfinu segir að eignarfrystingin sem gerð var
á grundvelli HRYÐJUVERKALAGA eigi eingöngu um Landsbank-
ann.

   Það er afar mikilvægt fyrir íslenzk stjórnvöld að fá slíka yfir-
lýsingu frá forsætisráðherra Bretlands um að hryjuverkalögum
hafi verið beitt gegn íslenzkum bönkum í Bretlandi. Með þeim
afleiðingum m.a að saklaus banki og langstærsta fyrirtæki Ís-
lands fór í þrot. -  Málssókn og skaðabótakröfur íslenzkra
stjórnvalda og hluthafa Kaupþings gegn breskum stjórnvöld-
um er því borðliggjandi. Ekki verður á annað trúað en að íslenzk
stjórnvöld lögsæki þau bresku af fullri hörku strax í dag.

  Þá ber íslenzkum stjórnvöldum með tilvísan til bréfs breska
forsætisráðherrans um að brezkum HRYÐJUVERKALAÖGUM
hafi verið beitt gegn Íslandi, að fara með málið fyrir NATO.
Það er með öllu óþolandi enda ALDREI áður gerst að NATO-
þjóð beiti annari NATO-þjóð HRYÐJUVERKALÖGUM. -  Málið
er það grafalvarlegt að íslenzk stjórnvöld hljóta að ræða
málið við NATO strax í dag, hafandi það nú skjalfest  frá
breska forsætisráðuneytinu.

  Nú kemur m.a í ljós hvers konar utanríkisráðuneyti við höfum
Íslendingar, þegar svo freklega og ruddalega er farið gegn
Íslandi., málstað þess og hagsmunum.

Rússalán og olíuhreinsistöð


   Gjörbreytt staða er nú í íslenzku efnahagslífi. Nú ríður á að
hvert einasta tækifæri sé gripið til að laða inn erlenda fjárfesta
og nýta okkar auðlindir. - Umræðan um olíuhreinsistöð sem verið
hefur  í umræðunni undanfarið hlýtur nú að skoðast sem raun-
hæfur kostur til að laða að mikilvæga erlenda fjárfestingu inn í
landið. - Íslenzkur Hátækniiðnaður ehf  er sá innlendi aðili sem
stendur að baki hugmyndinni að olíuhreinsistöð á Íslandi. Fyrir-
tækið er í samstarfi við rússnesku fyrirtækin Geostream og KATA-
MAK-Nafta auk fl. fyrirtækja. - Innkoma þessara fyrirtækja nú 
inn í efnahagslífið yrði meiriháttar vítamínssprauta fyrir íslenzkan
efnahag í dag. Hátt í þúsund störf eru í boði þar af 20% fyrir
háskólamenntað fólk. Ekki þarf að koma til nýrra virkjana vegna
þessa, og yrði því hér um mikilvæga erlenda fjárfestingu að ræða,
til að stórauka okkar útflutningstekjur. Kannski upphafið að ís-
lenzku olíuævintýri!

   Nú VERÐA íslenzk stjórnvöld að gefa grænt ljós á þessa hug-
mynd, og hefja viðræður við Rússa þegar í stað, þannig að fram-
kvæmdir geti hafist sem allra fyrst. Á Íslandi er að skapast neyð-
arástand í efnahagsmálum. - Því þurfa öll tækifæri að vera á
borðinu, ekki síst þau verkefni sem þegar hefur verið unnið
míkið í eins og olíuhreinsistöðvamálið. 

    Æskilegast yrði að sendinefnd sú sem nú er á för til Rússlands
eftir helgi varðandi mikilvægt lán sem Rússar hyggjast lána Ís-
lendingum ræði einnig verkefnið um olíuhreinsistöðina við Rússa.

Í hvaða heimi er Gísli Marteinn ?


   Sagt er frá því á Mbl.is að Gísli Marteinn sé tortrygginn varðandi
það lán sem Rússar hafa gefið Íslendingum vilyrði um  nú  á
ögurstundu, eftir mesta efnahagslega hryðjuverkaárás, sem
ESB-ríkið Bretland gerði á Ísland í s.l víku. Í hvers konar heimi
er Gísli Marteinn eiginlega? Í heiminum er meiriháttar lánsfjár-
kreppa. Hefur það algjörlega farið framhjá Gísla Marteini? Er
nokkuð óeðlilegt við  það  að  Íslendingar leiti  til sinnar vina-
þjóðar, Rússa, þegar Íslendingar  hafa komið að lokuðum
dyrum nánast hjá öllum öðrum þjóðum utan Norðurlandanna?
Og hvað er svo að óttast Rússa umfram aðrar þjóðir? Er Gísli
Marteinn ennþá á ,,kaldastríðs skónum". ? Hefur hann ekki
enn ekki tekið eftir að hann býr í dag í gjörbreyttri heimsmynd? 
mbl.is Gísli Marteinn: Vill frekari skýringar á Rússaláni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miskilningur formanns norska Framfaraflokksins


   Það er mikill miskilningur hjá formanni norska Framfaraflokksins
Siv Jensen, að það gæti haft alvarleg áhrif fyrir valdajafnvægið á
norðurhveli, ef íslenzka ríkið fái lán frá Rússlandi. Siv Jensen  er
þekkt fyrir undarlegustu skoðanir, eins og dálæti á síonisma.

   Að sjálfsögðu munum við Íslendingar þyggja alla þá vinveitta
aðstoð sem í boði er, til að komast út úr þeim efnahagslegu
erfiðleikum sem nú dynja yfir. - Ekki síst eftir aðför breskra
stjórnvalda við að keyra langstærsta fyrirtæki Íslands í þrot
á ögurstundu í pólitískum tilgangi.

  Þvert á móti eiga þjóðirnar sem nú liggja að norðurhveli að
eiga með sér gott samstarf, því hagsmunir Íslendinga, Norð-
manna og Rússa eru þar augljósar. Samvinna og samstarf
þessara ríkja á sem flestum sviðum þarf að stórefla í fram-
tíðinni. Þar geta og eiga Íslendingar að gegna lykilhlutverki.

  Ef lán Rússa gengur eftir með góðum kjörum verður slíkt
tekið með þökkum á Íslandi. Rússar voru fyrstir þjóða til
að viðurkenna lýðveldið okkar 1944, veitti okkur mikilvægan
stuðning í þorskastríðunum við Breta, og hafa ætíð haft við
okkur góð og mikil viðskipti gegnum tíðina.

  Rússar hafa hingað til verið miklir vinir Íslendinga, eins og
Norðmenn og aðrar Norðurlandaþjóðir, Japanir, Kínverjar
og Þjóðverjar. - Til þessara vina eigum við nú að leita,
ekki síst nú þegar gert hefur verið mesta efnahagslega
hryðjuverkaárás á Ísland sem sögur fara af.
mbl.is Norðmenn óttast ítök Rússa hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-aðild aldrei eins fjarri !


   Aðild Íslands að ESB og upptaka evru hefur aldrei verið eins
víðsfjarri Íslendingum og í dag. Eftir að eitt af stærstu aðildar-
ríkjum ESB hefur virkjað hryðjuverkalög og gert stórkostlega
aðför að efnahag Íslands með því að keyra Kaupþing í gjald-
þrot er ljóst, að Íslendingar muni ekki fýsa inngöngu í slíkt
bandalag hafandi slíkt óvildarríki þar innaborðs.

  Ljóst er að Íslendingar þurfa nú að endurmeta stöðu sína
á alþjóðavettvangi eftir atburði síðustu daga. Og ekki bara
Íslendingar. - Ný heimsmynd gæti verið í uppsiglingu, með
jafn miklum breytingum og varð  eftir fall Berlínarmúrsins.

Bresk stjórnvöld semji fyrst við Íslendinga !


   Bresk stjórnvöld  verða fyrst að útskýra með hvaða hætti þau ætla
að bæta Íslendingum þann gífurlega fjárhagsskaða sem þau ollu, er
þau  keyrðu langstærsta fyrirtæki Íslendinga í þrot, alveg að tilefnis-
lausu, áður en íslenzk stjórnvöld semji um lausn á brezkum innistæð-
um Breta í íslenzkum bönkum. - Hvernig  ætla  bresk  stjórnvöld að
bæta þeim tugþúsundu Íslenzkum hluthöfum í Kaupþingi skaðan sem
bresk stjórnvöld hafa gert þeim? Ekki síst íslenzku lífeyrissjóðunum?
Halda bresk stjórnvöld  virkilega að þau komist hjá því  að bæta  það
gifurlega efnahagslega tjón  sem Íslendingar  hafa orðið fyrir af þeirra
völdum? -

  Íslenzka ríkistjórnin hefur ekki leyfi til annars en að allur pakkinn 
liggi undir. Bresk stjórnvöld verða að bæta fyrir hryðjuverk sín!
Annað kemur alls ekki til greina!

    
mbl.is Stefnt á fund með Darling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsætisráðherra: Ísland leiti réttar sins !


    Geir H Haarde forsetisráðherra hefur staðið sig gríðarlega vel
sem leiðtogi íslenzkrar  þjóðar, á mesta hamfaraskeiði sem yfir
þjóðina hefur dunið.  - Með sterkum þjóðarleiðtoga og þjóðar-
samstöðu mun íslenzka þjóin vinna sig út úr erfiðleikunum. Nú
þurfa ÖLL þjóðleg og ábyrg öfl að STANDA SAMAN!

  Sú staðreynd að íslenzk þjóð hefur orðið fyrir  mestri hryðju-
verkaárás sem sögur fara af, og það af þjóð sem hún taldi til
sinna vinarþjóða, verður að svara á viðeigandi hátt. Því er
ánægjulegt að forsætisráðherra  lýsi  því yfir  að  Íslendingar
hljóti að  leita  réttar sins, eftir að bresk stjórnvöld hafi kné-
sett stærsta fyrirtæki Íslendinga með valdníðslu, með hrika-
legum afleiðingum fyrir efnahag íslenzkrar þjóðar.

  Utanríkisstefna og heimssýn Íslendinga hlýtur að gjörbreytast
á næstunni, eftir þá stóratburði sem nú hafa gerst og eiga eftir
að gerast. -

   Nú fer að liggja fyrir hverjir eru vinir Íslendinga og hverjir ekki!
Klárlega verða Bretar ekki í þeim vinahópi!!!! 
 
mbl.is Bretar knésettu stærsta fyrirtæki Íslendinga með valdníðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupum íslenzkt! - Forðumst allt breskt ! FULLRA BÓTA KRAFIST!!


  Nú þegar fyrir liggur að brezk stjórnvöld hafa framið mesta
efnahagslegt hryðjuverk gagnvart einni þjóð sem sögur fara
af, með því að kollsteypa stærsta banka Íslands, með hrika-
legum efnahagslegum afleiðingum fyrir land og þjóð, á nú
íslenskur almenningur að rísa upp, og forðast öll kaup á vöru
og þjónustu frá Bretlandi. - Forðast ALLT sem breskt er.

  Það liggur nú ALGJÖRLEGA FYRIR að bresk stjórnvöld þver-
brutu öll lög og reglur, er þau yfirtóku dótturfyrirtæki Kaup-
þings í vikunni, ALGJÖRLEGA af tilefnislausu,  með þeim afleið-
ingum,  að móðurfélagið fór í þrot á Íslandi. - Og það á grund-
velli breskra hryðjuverkalaga, sem er einsdæmi í veraldarsög-
unni.

   Íslenzk stjórnvöld hljóta nú þegar að kæra brezk stjórnvöld,
þ.á.m fyrir Alþjóðlega dómsstólnum. Þar verður þess krafist að
bresk stjórnvöld bæti Íslendingum AÐ FULLU upp allan þann
gríðarlega skaða sem Bretar hafa valdið Íslendingum með gjald-
þroti Kaupþingsbanka. Þá hljóta íslenzk stjórnvöld að krefjast
fundar strax í fastanefnd NATO þar sem beitingu hryðjuverkalaga
af hálfu Breta gagnvart NATO-þjóðinni Íslandi, er HARÐLEGA MÓT-
MÆLT!  Krafist verði að NATO ávíti bresk stjórnvöld harkalega, ella
mun Ísland íhuga úrsögn úr NATO. 

    Þá eiga íslenzk stjórnvöld að slíta ÖLLU samstarfi við Breta á
sviði öryggis- og varnarmála. Hömlur verði settar á flug breskra
herflugvéla við  Ísland ásamt lendingarbanni á Íslandi. Bretar hafa
nú með hryðjuverkum sínum á Ísland og íslenzka þjóðarhagsmuni
sýnt ótrúlega ÓVILD í garð Íslendinga. Óvild sem aldrei mun gleymast.
Eðlilegast yrði hins vegar að slíta stjórnmálasambandi við Bretland.  

   ÍSLENDINGAR!. STÖNDUM ALLIR SEM EINN SAMAN Á ÖGURSTUNDU!
KAUPUM ÍSLENZKT, OG STYÐJUM HVERN ANNAN, OG SÝNUM AÐ Á
ÍSLANDI BÝR STERK ÞJÓÐ SEM ALDREI MUN LÁTA BUGAST!   -  
A L D R E I !!!!!!!!!!!!!!

   
  GUÐ BLESSI ÍSLAND !

 
mbl.is Ekki óeðlilegar millifærslur frá dótturfélögum Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband