Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Brandari dagsins í Evrópumálum.


   Enn og aftur ítrekar framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá
ESB, Olli Rehn,  að fiskveiðar verði erfiðasta úrlausnarefnið
í hugsanlegum aðildarviðræðum við Ísland. Segir tilslakanir
verða óverulegar frá sjávarútvegsstefnu sambandsis. Ekki
komi til greina að Ísland fái meiriháttar undanþágur  frá
henni. ESB-umsóknarferlið gæti tekið allt að 5 ár. Þetta
kom fám á RÚV í gær.

   Brandari dagsins kom hins vegar frá Hans Martens, hjá
hugveitunni European Policy Center. Hann býst einnig við
að sjávarútvegsmál verði erfið í samningaviðræðum við Ís-
land. En HVETUR ÍSLENDINGA SAMT TIL AÐ FARA Í ESB TIL
AÐ BREYTA STEFNU ESB INNAN FRÁ. Séu Íslendingar ósáttir
við sjávarútvegsstefnu ESB eiga þeir einmitt að ganga í ESB
til að breyta henni INNAN FRÁ..

  Ef hægt er að tala um brandara dagsins þá er það einmitt
slík fullyrðing. Skotar og raunar Bretar sem næst stærsta
þjóð ESB hafa í áratugi reynt að ná fram breytingum á sam-
eiginlegri sjácarútvegsstefnu ESB. Enda hefur hún nánast
lagt breskan sjávarútveg í rúst. En ALLTAF brugðist. Hvernig
í ÓSKÖPUNUM er þá hægt að leiða líkum að því að örsmá þjóð
eins og Íslendingar geti það? Með  um  0.4%  af  atkvæðum
Evrópuþingsins og hafandi ENGANN fulltrúa í framkvæmda-
stjórn ESB? -  Þvílik BLEKKING OG HRÆSNI  ! 

   Ljóst er að Brusselvaldið  reynir nú allt sem það getur til að
lokka Ísland inn í ESB með allar sínar dýrmætu auðlindir. - Og
nýtur við þau áform dyggs stuðnings Samfylkingarinnar og
annara ESB-sinna. 

Samfylkingin komin á flotta og Geir hissa !


   Flótti Samfylkingarinnar úr ríkisstjórn er hafin. Og bara HÚRRA
fyrir því!  Bæði umhverfisráðherra og viðskiptaráðherra vilja kosn-
ingar á næsta ári. Kemur forsætisráðherra í opna skjöldu í Kast-
ljósviðtali í kvöld. ,, Það verða allir að standa í lappirnar" segir
hann, og segist heldur vilja pólitiskan stöðugleika á næstunni
en kosningar. ,,Ég er dálitið hissa" sagði Geir.

  Hissa? Hissa á Samfylkingunni? Vonandi er að renna upp fyrir
formanni Sjálfstæðisflokksins hversu herfileg pólitísk miðstök
það voru að leiða jafn óábyrgan og and-þjóðlegan flokk  til vegs
og virðingar í íslenzkum stjórnmálum eftir síðustu kosningar. Þar
brást Sjálfstæðisflokkurinn algjörlega sinni þjóðlegri borgaralegri
skyldu að halda slíkum flokki utan við áhrif í íslenzkum stjórnmálum.
Sem nú hefur komið Sjálfstæðisflokknum og ekki síður þjóðinni í koll.

  Samfylkingin er hættulegt stjórnmálaafl. Situr á svikráðum við
þjóðina. Vinnur að því nótt og dag að koma þjóðinni undir erlend
yfirráð. Einmitt nú þegar þjóðin er hvað veikust fyrir eftir eitt mesta
efnahagslega áfall í sögu lýðveldisins.  

Furðulegt ESB-trúboð ASÍ


    Það er alveg með ólíkindum hversu sterkt og ákaft ESB-
trúboðið  hjá  ASÍ er þessa daganna. Enginn munur þar á
og Samfylkingunni. Mætti halda að ASÍ-forystan fengi greitt
fyrir þetta frá Brussel. Annað eins hefur gerst þegar Bruss-
elvaldið hefur viljað hafa áhrif á skoðanamyndun í því landi
sem Brussel telur ákjósanlegt aðildarríki. Nægir þar að nefna
Tékkland í því sambandi. Þar fengu jámenn miklan fjárhags-
legan stuðning frá Brussel meðan andstæðingarnir urðu ein-
göngu að treysta á sjálfa sig. En með slíkum fjárstuðningi er
Brusselvaldið með gróflega íhlutun í innanríkismál viðkomandi
ríkis.

  ASÍ forystan virðist heltekin af  ESB-trúboðinu  sem  aldrei
fyrr. Þótt ALLT bendi til að aðild Íslands að ESB og upptaka
evru myndi hafa mjög neikvæð  áhrif á afkomu  launþega  á
Íslandi.  Fyrir utan stórversnandi afkomu sjómanna og bænda.

  Ef framheldur sem horfir er fullkomin ástæða til að láta kanna
fjárhagsleg tengsl ASÍ við Brussel. - Íhlutun Brusselsvaldsins í
íslenzk innanríkismál er algjörlega óþolandi!

Þjóðlegt borgaralegt afl á leðinni !


   Allt bendir til að áhuginn fyrir stofnun stjórnmálaflokks á
þjóðlegum borgaralegum grunni fari dag vaxandi. Í kvöld-
fréttum RÚV kom fram hjá Bjarna Harðarsyni, sem sagði af
sér þingmennsku fyrir Framsóknarflokkin fyrir skömmu, að
mikill áhugi virðist vera meðal framsóknar- og sjálfstæðis-
manna  fyrir stofnun slíks flokks.  Evrópumálin  væru  þar
aðal ástæðan. Sjálfur útilokar Bjarni ekki aðkomu að slíkum
þjóðlegum borgarasinnuðum flokki.

  Það er alveg ljóst að gríðarleg og hatrömm átök eru  í upp-
siglingu í Evrópumálunum. Samfylkingin og önnur and-þjóð-
leg öfl ætla að nýta sér efnahagsöngþveitið og knýja  fram
aðildarumsókn að  ESB. Svo virðist að  henni sé  að  takast
það. ESB-trúboðið  hefur  nú yfirtekið  Framsókn, og  innan
Sjálfstæðisflokksins gera ESB-raddirnar háværar, og hygg-
jast hafa yfirhöndina á landsfundi flokksins í janúar. Í ljósi
alls þessa er því að skapast sterkur grundvöllur fyrir þjóð-
legt borgaralegt afl. Sem gæti auk þess orðið hluti að þeirri
nauðsynlegri pólitískri uppstokkun og hreinsun á mið/hægri
kanti íslenzkra stjórnmála eftir bankahrunið og þeirri gríðar-
legri spillingu sem því tengist. - Þá yrði æskilegt að sem flest-
ír úr Frjálslyndaflokknum kæmu til liðs við slíka þjóðlega borg-
aralega fjöldahreyfingu.

   Það hefur aldrei verið eins hart sótt að íslenzku fullveldi og
sjálfstæði og einmitt nú. Því hefur aldrei verið eins mikilvægt
að öll þjóðleg öfl sameinist í varnarbaráttunni sem fram undan
er. Því einungis SAMEINUÐ þjóðleg öfl geta nú snúið vörn  í
sókn. Því er afar brýnt að vettvangurinn skapist sem fyrst  í
þjóðlegum borgaraflokki.

   Áfram Ísland !

Samfylkingin ber 100% ábyrgð !


   Utanríkisráðherra hefur nú upplýst að hafa setið hvorki meira
né minna en 6 fundi á árinu með bankastjórn Seðlabankans, þar
sem fjallað var um erfiða stöðu bankakerfisins. Auðvitað vissu
allir ráðherrar Samfylkingarinnar um hina alvarlegu stöðu í banka-
kerfinu allt frá upphafi. Bankamálaráðherrann manna mest.  Að
gefa annað í skyn er meiriháttar blekkingaleikur  og aum tilraun
til að fría sér ábyrgð.

   Það segir sig sjálft að Samfylkingin ber að stærstum hluta
hina pólitísku ábyrgð í bankahruninu. Hún hafði það ráðuneyti
banka- og viðskipta sem eðli málsins samkvæmt bar hina póli-
tísku ábyrgð á bönkunum. - Líka fjármálaeftirlitinu. - Þess utan
brást utanríkisráðherra ALGJÖRLEGA í icesave málinu  þegar
bresk  stjórnvöld settu hryðjuverkalög á Ísland. Undirlægju-
hátturinn er slíkur að enn í dag eru þessi hryðjuverkalög yfir
haus okkar. - Hvergi í veröldinni myndi nein ríkisstjórn láta
slíka niðurlægingu ganga yfir sig. - Það gerir hins vegar Sam-
fylkingin í boði utanríkisráðherra.

  Samfylkingin er svo gjörsamlega vanhæf að fara með hagsmuni
þjóðarinnar. Hvorki hér innanlands og því síður erlendis. Þennan
flokk þarf að einangra sem fyrst úr íslenzkum stjórnmálum. 


mbl.is 6 fundir með seðlabankastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-kúgun í boði Samfylkingar


   Þá hefur Samfylkingunni tekist ætlunarhlutverk sitt. Komst  í
ríkisstjórn á fölskum forsendum og hefur nú komið ráðabruggi
sínu  algjörlega í höfn. Ísland liggur nú hundflatt fyrir ESB og
Brusselvaldinu. Óskadraumur Samfylkingarinnar.  Samfylkingin  
fékkk illu heilli  í hendur helstu þætti banka, verslunar og við-
skiptalífs í upphafi kjörtímabils. Lét bankamálaráðuneytið og
fjármálaeftirlit undir sinni stjórn  gjörsamlega sofa á verðinum
þegar ljóst var að bankahrun blasti við. Í kjölfar þess lét utan-
ríkisráðuneytið það sig svo engu skipta þótt bresk stjórnvöld
settu á Ísland hryðjuverkalög í upphafi bankahrunsins, þvert á
EES-samninginn, með skelfilegum afleiðingum. - Brást síðan AL-
GJÖRLEGA í málsvörn fyrir íslenzkum hagsmunum á aþjóðavett-
vangi vegna þessa. Og niðurstaðan?  ALGJÖR uppgjöf íslenzkra
stjórnvalda. Ganga nú að ofurkostum ESB eftir að hafa klúðrað
málinu frá upphafi.  Og til að fullkomna niðurlæginguna hefur for-
maður Samfylkingarinnar látið hanna aðildarumsókn að  ESB í
utanríkisráðuneytinu. Þessu sama kúgunarklúbbi og sem nú
stefnir í að skuldsetja íslenzka þjóð margar kynslóðir fram í tím-
ann

   Hafi einhvern tíman verið þörf á að þjóðin rísi upp gegn jafn
óþjóðlegum stjórnmálaflokki og Samfylkingunni þá er það nú.
Einnig Sjálfstæðisflokknum fyrir að leiða slík and-þjóðleg öfl
til valda. -  En umfram allt þarf að koma í veg fyrir kúgunar-
áform valdhafanna í Brussel.  Þing og þjóð VERÐA að koma í
veg fyrir slíkan Versalarsamning. Að öðrum kosti verður upp-
reisn þjóðarinnar. Því þetta er miklu verri nauðung heldur en
Þjóðverjar voru neyddir til á sínum tíma.

  Hafi einhvern tíman verið þörf á þjóðhollum og heilsteyptum
stjórnmálaflokki þá er það nú.  ALGJÖR uppstokkun í íslenzku
flokkakerfi þarf að fara fram, ásamt annari hreinsun í öllu
stjórnkerfinu. 


mbl.is Ánægður með samninginn við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litla Framsókn sameinist Samfylkingu


   Afsögn Guðna Ágústssonar sem þingmanns og formanns
Framsóknarflokksins á eftir að valda stórpólitískum atburðum
í íslenzkum stjórnmálum. Mikil átök og uppgjör eru framundan
innan íslenzka flokkakerfisins. Baknahrunið og hin umdeildu
Evrópumál valda því að algjör uppstokkun verður í íslenzkum
stjórnmálum.

   Elsti flokkur þjóðarinnar er nú ein rjúkandi rúst. ESB-trúboðið
sem þar hefur fengið að grassera á umliðnum árum í anda Hall-
dórs Ásgrímssonar hefur náð markmiði sínu. Klofið flokkinn í herð-
ar niður og úthýst endanlega hinum þjóðlegu öflum í flokknum,
öflum sem voru ætíð grasrót hans og merkisberi. ESB-trúboðið á
nú bara eitt eftir. Að ganga endanlega og formlega í sitt móður-
fley, Samfylkinguna. Því þar og hvergi annars staðar á þetta evro-
kratalið heima.

   Ljóst er að með hverjum deginum sem líður er að skapast sterkur
hljómgrunnur fyrir Íslenzkum Þjóðarflokki. Flokki, sem þjóðin getur  
100% treyst fyrir fullveldi sínu og sjálfstæði.

   Áður var þörf. En nú er nauðsyn !

  Áfra Ísland! 
mbl.is Eygló tekur sæti á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave ,,lausn" í boði Samfylkingar


    Hvernig  í ósköpunum  getur ríkisstjórnin  skrifað  upp á
fjárskuldbindingar upp á rúma  600 milljarða króna án þess
að spyrja þing  eða  þjóð  að því? Hvar í veröldinni yrði  slíkt
látið viðgangast? Í hvers konar þjóðfélagi búum við eiginlega?

  Ljóst er að ríkisstjórnin hefur látið kúa sig bæði vegna
þvingunarskilmála Evrópusambandsins og Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins. Ríkisstjórnin klúðraði málinu strax í upphafi.
Einkum og sér í lagi vegna undirlægjuháttar Samfylkingar-
innar gagnvart Bretum og Evrópusambandinu. Hvorki mátti
styggja þessa einkavini Samfylkingarinnar, því annars yrði
fyrirhugaðri aðildarumsókn Íslands að ESB stefnt í hættu.
Því voru Bretar látnir komast upp með það að setja á Ís-
land hryjuverkalög. Engin ríkisstjórn í veröldinni hefði látið
slíkt viðgangast án KRÖFTUGRA mótmæla OG STERKRA við-
bragða.  EKKERT af því var gert. EKKERT -  Hvorki gagnvart
NATO með formlegum hætti eða yfirstjórn ESB, en lögin eru
klárlega andstæð reglum NATO og ESB.  Og nú situr íslenzk
þjóð  í mestri skuldasúpuóvissu frá upphafi. ALLT út af ráða-
leysi og undirlægjuhætti Samfylkingarinnar, með samþykki
hinnar máttvana flokksforystu Sjálfstæðisflokksins.

  Það hefur ALDREI verið eins rík þörf á að stokka upp í íslensk-
um stjórnmálum og í dag. Það hefur ALDREI verið eins mikil
þörf á að ÖLL ÁBYRG ÞJÓÐLEG ÖFL sameinist í einni stjórnmála-
hreyfingu til bjargar framtíð Íslands og íslenzkri þjóð og einmitt
í dag. Og það hefur ALDREI verið eins þýðingarmikið og nú að
skipta út ríkisstjórn og hinu spillta embættismannakerfi, ásamt
því að draga þá til fullrar ábyrgðar sem hruninu ollu.  - Þjóðin er
reið, og krefst allsherjar uppstokkunar í íslenzku samfélagi, og
þess að auðlindum hennar verði bjargað undan erlendum yfirráða-
áformum Samfylkingarinnar og öðrum ESB-sinnum.   
mbl.is Veit ekki hvað í þessu felst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-sinnar vilja kvótann til ESB-ríkja. Hvað þýðir það ?


   Gera Íslendingar sér ekki almennt grein fyrir hversu gríðarlegt
efnahagslegt tjón það yrði fyrir íslenzka þjóðarbúið ef Ísland færi
inn í ESB með frjálst framsal á kvóta? Því ákveðinn hluti kvótans
gæti þá ekki bara lent í höndum útlendinga ákveðinn tíma, heldur
TIL FRAMBÚÐAR. Hvers vegna er þetta stórmál ekki rætt í umræð-
unni um aðild Íslands að ESB?

  Í dag er sjávarútvegurinn ALGJÖRLEGA undanþeginn EES-sam-
ningnum. Þess vegna geta Íslendingar varið fiskveiðiauðlindina
fyrir því að hún komist í eigu erlendra aðila. Við ESB-aðild gal-
opnast á allt slíkt. ENGIN undanþága fæst frá slíku. Þar með
geta ESB- þegnar keypt  meirihlutaeign í íslenzkum útgerðum.
Og þannig komist yfir íslenzkan kvóta. Alþekkt innan ESB, kallað
kvótahopp, og sem m.a hefur lagt breskan sjávarútveg í rúst.

  ESB- sinnar hafa ALDREI svarað þeirri grundvallarspurningu
hvernig þeir ætla að koma í veg fyrir slíkt. Þetta gæti þýtt gríðar-
lega blóðtöku úr íslenzku hagkerfi, ekki síst nú þegar íslenzkur
sjávarútvegur hefur vaxið mjög í hagkerfinu eftir bankahrunið.
Auk alls þessa myndi allir samningar um flökkustofna, eins og
síld, kolmuna  og makríl færast til Brussels. Lítið sem ekkert
kæmi í hlut Íslendinga, sbr meðf.frétt hér á Mbl.is  

  Meðan ESB sinnar hafa ekki komið fram með skýringar hvernig
þeir ætla að koma í veg fyrir jafn augljóst efnahagslegt stórslýs,
göngum við í ESB með frjálst framsal á kvóta, er málflutningur
þeirra VÍTAVERÐUR.  Blekkingarvefur þeirra er ALGJÖR ! Enda
hafa þeir enn ENGIN samningsmarkmið kynnt þjóðinni varðandi
aðildarviðræður við ESB.  Sem líka er VÍTAVERT!
mbl.is Síldarkvóti eykst um 25%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrókrataflokkur ! Bless bless Framsókn !


   Eftir miðstjórnarfund Framsóknarflokksins um helgina er ljóst að
flokkurinn er orðin Evrókrataflokkur eins og Samfylkingin. Einungis
er eftir að stimpla það formlega á flokksþinginu í janúar n.k. Þar með
er flokkurinn  orðin  litil  hjáleiga við  móðurfleyið, hina ESB-sinnuðu
Samfylkingu. - Nú  munu ALLLIR  kjóðsendur  og  stuðningsmenn
flokksins sem aðhyllast þjóðleg viðhorf yfirgefa hann . Ekki er hægt
lengur  að treysta Framsóknarflokknum  fremur en Samfylkinguinni 
fyrir að standa vörð um fullveldi og hagsmuni Íslands. Heldur þvert
á móti.

  Framsóknarflokkurinn hefur löngum mikið sótt fylgi sitt til bænda og
sjómanna. Nú munu þær mikilvægu stettir yfirgefa flokkinn. Því  með
ESB aðild mun íslenzkur landbúnaður verða fyrir miklum áföllum. Þá
mun hinn framseljanlegu kvóti á Íslandsmiðum færast stöðugt í hendur
útlendinga með ESB-aðild með skelfillegum afleiðingum fyrir íslenzkt
þjóðarbú.  Ekki síst nú eftir að sjávarútvegurinn hefur öðlast mun meiri
VIGT í hagkerfinu eftir hrun bankakerfisins. Því eftir ESB-aðild munu
útlendingar öðlast sama rétt og Íslendingar til frjárfestinga í íslenzkum
útgerðum og kvóta þeirra. Furðulegt hvað margir Íslendingar hugsa
EKKERT um þær stórkostlegu efnahagslegu afleiðingar sem það  á
eftir að hafa, göngum við í ESB.

   Gékk í Framsóknarflokkinn 1976 og starfaði fyrir hann þar til fyrir
fáum árum er Halldór Ásgrímsson fyrrv. formaður lýsti því yfir að Ís-
land yrði komið í ESB árið 2012. Kaus samt flokkinn í síðustu kosn-
ingum, enda taldi þáverandi formann Jón Sigurðsson sannan þjóð-
hyggjumann. Annað kom svo á daginn.  Nú kemur það ekki til greina
að kjósa eða styðja Framsóknarflokkinn lengur. Flokkurinn er í mínum
huga nú orðin Evrókrataflokkur þótt  hinn formlegi stimpill verði ekki
settur fyrr en í janúar. Því sjálfur formaðurinn tekur nú undir  ESB-
trúboðið innan flokksins, og hefur því svkið hinn þjóðlega arm  flokk-
sins endanlega sem enn hefur reynt að þrauka í flokknum.

   Hér eftir er Framsóknarflokkurinn minn aðal pólitíski andstæðingur
eins og allir þeir flokkar sem vilja ganga Brusselvaldinu á hönd.  Von-
andi að fram komi heilsteyptur þjóðlegasinnaður flokkur á  svið ís-
lenzkra stjórnmála sem fyrst, sbr. grein mín hér á undan.
mbl.is Framsókn flýtir flokksþingi og tekur fyrir tillögu um aðildarviðræður við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband