Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Þörfin á þjóðlegum stjórnmálaflokki eykst stöðungt


   Það er alveg ljóst að mikil ólga og gerjun er í íslenzku samfélagi
í dag. Ekki síst á stjórnmálasviðinu. Það mál sem mun koma til með
að verða hatrammasta deilumálið eru Evrópumálin. Ekki síst þar sem
þar koma tilfinningar manna sterkt inn. Því þarna verður tekist á
um framtíð Íslands, fullveldi þess og sjálfstæði.

  Svo virðist að mikil átök séu í uppsiglingu á mið/hægri kanti ís-
lenzkra stjórnmála hvað þetta varðar. Í Framsóknarflokknum fara
nú fram hatrömm átök um Evrópumál sem munu kristallast nú á
miðstjórnarfundi flokksins um helgina. Þá er Sjálfstæðisflokkurinn
í þann veginn að klofna í þessu stærsta deilumáli lýðveldistímans.
Nauðvörn formanns Sjálfstæðisflokksins var því að skipa sérstaka
Evrópunefnd flokksins í gær, og í framhaldi á því að kalla saman
landsfund í janúar. En Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur
látið þau orð falla, að aðhyllist fjokkurinn ESB-aðild, klofni hann. Í
Frjálslyndaflokknum heyrast einnig skiptar skoðanir um Evrópumál.

  Í ljósi alls þessa virðist vera að skapast sterkur grunnur  að stofn-
un stjórnmálaflokks á mið/hægri kanti íslenzkra stjórnmála Á ÞJÓÐ-
LEGUM FORSENDUM. Flokkur sem íslenzkir kjósendur gætu treyst
100% í því að standa vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslands. Sem
hafnar ALFARIÐ aðild Íslands að Evrópusambandinu. Flokkur sem
vill standa vörð um íslenzka þjóðmenningu og tungu. Flokkur sem
ávalt stendur vörð um íslenzka hagsmuni. Stuðningsflokkur öflugra
landvarna á íslenzkum forsendum. Flokkur sem höfðar til samkennd-
ar og samstöðu þjóðarinnar. Samhjálpar og félagslegs réttlætis.
Flokkur fólksins í landinu, hins venjulega Íslendings, er setur mann-
gildi ofar auðhyggju. Flokkur þjóðlegra gilda og viðhorfa, en jafn-
framt andstæðings kynþáttahyggju. - Flokkur sem lítur á allar þjóðir
og kynþætti á jafnréttisgrunvelli. Flokkur er ber virðingu fyrir lögum
og reglum....

   Svo virðist að tími sé kominn að öll ÞJÓÐLEG ÖFL sameinist nú í
EINUM FLOKKI á þessum ólgutímum.  Íslandi og framtíð íslenzkrar
þjóðar til heilla!

    


 
mbl.is Þrír leiða Evrópustarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Máttlaus utanríkisráðherra


    Það er alltaf að koma betur og betur í ljós  hversu  máttlausan
utanríkisráðherra þjóðin hefur átt, síðustu misseri. Einmitt þegar
þjóðin þurfti að sýna styrk og festu. Það er alveg með ólíkindum
hverning utanríkisráðherra hefur skelfilega tekist  upp við að gæta
íslenzkra hagsmuna og íslensks málstaðar í átökunum við Breta 
að undanförnu.  Því tilburðir utanríkisráðuneytisins  til að svara
Bretum af fullri hröku eftir þeir beittu íslenzka þjóð hryðjuverka-
lögum voru nánast engir.  Því tapaðist hið mikilvæga áróðurstríð
við Breta,  og sem fyrst og síðast skrifast á Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttir utanríkisráðherra.

  Þá er framkoma utanríkisráðherra í aðkomu Breta að loftvörnum
Íslands átakanleg fyrir þjóðarstolt Íslendinga. Fyrst lýsir utanríkis-
ráðherra því yfir  að ÞAÐ SÉ Í HÖNDUM BRETA hvort þeir koma hingað
eða ekki, hafandi enn hryðjuverkalögin yfir íslenzkri þjóð.  Það er
sem sagt EKKI á valdi íslenzkra stjórnvalda að ákveða slíkt að mati
utanríkisráðherra.  Og nú hafa  loftvarnir Breta verið afturkallaðar.
En ekki skv beðni  íslenska utanríkisráðuneytisins. Heldur á vett-
vangi NATO.  Niðurlægingin er ALGJÖR!

   Ef vel ætti að vera ætti Alþingi að lýsa yfir vantrausti á utanríkis-
ráðherra. - Og það tafarlaust! - Ráðherra hefur svo gjörsamlega
svíkist um að standa vörð um íslenzka hagsmuni og málstað..


mbl.is Hætt við loftrýmisgæslu Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg yfirlýsing Ingibjargar


   Alveg furðuleg yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir
utanríkisráðherra  um loftvarnir  Breta á  jólaföstu. Hún
segist ,,leggja  það upp í  hendurnar" á Bretum hvort þeir
koma hingað í desember til þess að sinna loftrýmisgæslu 
eða ekki  - Er það ekki fyrst og fremst ákvörðun íslenzkra 
stjórnvalda að segja til um það hvort Bretar komi hingað
eða ekki ? Er Ísland ekki enn fullvalda og sjálfstæð þjóð
að mati utanríkisráðhera? Og er það mat utanríkisráðherra
að það sé viðeigandi að sú þjóð sem beitir okkur enn hryðju-
verkalögum annist varnir Íslands ? Er orðið, ÞJÓÐARSTOLT,
ekki til í hugarheimi utanríkisráðherra?

   Er að furða að utanríkisráðuneytið með slíkum yfirmanni
hafi meiriháttar klúðrað því að standa vörð um íslenzka
hagsmuni og íslenzkan málstað á undanförnum vikum? 
Valdið málstað Íslands og hagsmunum þess stórtjóni vegna
aðgerðarleysis. - Ætlar svo að flatmaga fyrir ofbeldisþjóð-
inni og biðja hana um að sinna íslenzkum  loftvörnum.  Er
undirlægjuhátturinn engum takmörk sett í utanríkisráðu-
neytinu ???

  Hafi nokkrum tíman verið nauðsyn að hreinsa út í íslenzka
stjórnkerfinu þá er það í utanríkisráðuneytinu.

  Og það STRAX! 


Hættum við lán IMF


   Ljóst er að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er misbeitt í pólitískum
tilgangi. Ljóst er að Íslendingar geta ekki látið draga sig á asna-
eyrunum hvað þessa lánveitingu varðar öllu lengur. Forsætisráð-
herra  hefur sagt að niðurstaða í málið verði að fást næstu daga.
Tökum af skarið, og afturköllum lánið með viðeigandi mótmælum
við málsmeðferð sjóðsins af lánaferlinu.

  Í kjölfarið á Seðlabanki Íslands að snarlækka vexti, og hefja
seðlaprentun til að stórauka eftirspurn innanlands. Örva at-
vinnulífið, en EKKI drepa það endanlega í boði Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins. - Í framhaldinu látum reyna á vinveittar þjóðir
í ljósi framkomu IMF, um bráðabirgðaaðstoð  við  að koma
gjaldeyrismálum í eðlilegt hörf. - Komið verði á framfæri þau
skýru skilaboð til  umheimsins að  Íslendingar munu  ekki
láta  kúga  sig, og hafa  alla  möguleika á til að komast yfir
tímabundna erfiðleika. Bara  sú staðreynd  að  miklar líkur
eru nú taldar á að Ísland verði  orðið stórt olíuframleiðslu-
ríki innan fárra ára, sbr fréttaflutningar Stöðvar 2 undan-
farna daga, á  að styrkja stöðu Íslands mjög þegar til fram-
tíðar er litið.

   Núverandi pattstaða í tengslum við IMF er hins vegar von-
laus.  Þá pattstöðu verður nú að rjúfa! 
mbl.is Engar útskýringar á frestun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni Harðar snúi sem fyrst aftur á þing !


    Framsóknarflokkurinn er í dag klofinn í herðar niður. Innan
hans hafa hreiðrað um sig and-þjóðleg öfl sem hika ekki við
að stórskerða fullveldi og frelsi þjóðarinnar, með því að vilja
ganga Brusselvaldinu á hönd. Alveg ótrúlegt að þetta hafi
geta gerst innan Framsóknarflokksins. Elsta stjórnmálaflokks
Íslands, sem varð til úr íslenzkum jarðvegi og íslenzkri rót
í upphafi síðustu aldar. Eftir að Halldór Ásgrímsson fyrrver-
andi formaður hóf ESB-daðrið innan flokksins hefur fylgið og
stuðningurinn við flokkinn legið hratt niður.Sem nú hefur end-
að með flokkinn í nánast rjúkandi rúst.

   Bjarni Harðarson á heiður skilið að hafa reynt að halda uppi
hinum góðu og gildu þjóðlegum viðhorfum innan flokksins. En
nú hafa þau sjónarmið berlega verið borin ofurliði. Allt bendir
til að Framsókn endi nú sem örsmár Evrókrataflokkur við
hliðina á móðurfleyinu, Samfylkingunni. Spurning er einungis,
hvenær flokksbrotið sem eftir er sameinast Samfylkingunni
að fullu. - Því þar á þetta flokksbrot hvergi annars staðar
heima eins og komið er.

   Bjarni Harðarson hefur nú axlað sína pólitíska ábyrgð, hafi
hún nokkurn tíman verið fyrir hendi. Því liggur beinast við að
Bjarni segi sig formlega sem fyrst úr þessum augljósa Evró-
krataflokki. - Og taki sæti á Alþingi á ný. Sem utanflokka, en
málsvari nýrra tíma. Þjóðlegra  hugsjóna. Því  það  er  alveg
klárt að mikil uppstokkun er að verða í íslenzkum stjórnmálum.
Mikil átök eiga eftir að verða eftir bankahrunið mikla og í Evrópu-
málum. Flokkar eiga eftir að klofna, og allsherjar uppstokkun á
eftir að verða á mið/hægri kanti íslenzkra stjórnmála. Upp úr
þeirri uppstokkun á eftir að rísa heilsteyptur þjóðlega sinnaður
stjórnmálaflokkur, með tröllatrú á frjálst ísland og íslenzka til-
veru. Innkoma Bjarna Harðarsonar á Alþingi Íslendinga yrði því
hægt að skoða sem upphaf slíkrar fjöldahreyfingar þjóðhollra
Íslendinga.  

  Áfram á þing Bjarni !  Áfram Ísland!
mbl.is Fékk aðeins í magann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DV með lögregluna í einelti


   Það er grafalvarlegt mál hegar heill fjölmiðill setur lögregluna
í einelti. Síðast í dag er heil fréttaskýring DV um tæki og tól
lögreglunar í tortryggilegri frásögn. Blaðamenn DV gera sér
sérstaka ferð upp í Hvalfjörð til myndatöku af einhverjum bíl
sem þeir segja verða notaðan í götuóeirðir, og allt í þesssum
dúr.  Hefur DV verið með lögregluna nánast á heilanum að
undanförnu. Allt undir neikvæðum formerkjum.

   Hvað gengur  DV til? Er það ekki bara hið besta mál að lög-
reglan sé eins vel mönnuð og búin tækjum eins og kostur er
hverju sinni? Að hún geti tekist á við hin margvíslegustu verk-
efni sem upp kann að koma?  Er lögreglan ekki fyrst og síðast
fyrir okkur borgaranna? Kemur okkur til hjálpar ef í nauð rekur?
Að á Íslandi skuli lög og regla ríkja? - Ef þetta er frumskylda
lögreglu, hvað er þá málið?  Því er þá verið  að  tortryggja störf
lögreglu ? Svona nánast endalaust af ritstjórn DV ?  Hvaða
hvatir búa hér eiginlega  að baki?

  DV-menn. Þetta er nánast orðið sjúkt hjá ykkur ! Fyrir utan
hvað þetta er að senda kolröng skilaboð út í samfélagið.  Og
það á viðkvæmum tímum.
    
mbl.is DV segir yfirlýsingar ríkislögreglustjóra villandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar komi ALLS EKKI vegna framkomu sinnar


   Það er gjörsamlega út í hött hjá utanríkisráðherra að vilja
ekki blanda saman hryðjuveralögum Breta gagnvart Íslandi
og því, að  flugsveit Breta annist ekki lofvarnir Íslands á
jólaföstu. Að hafna aðkomu Breta að flugrýmiseftirlitinu út af
efnahagsástandi á Íslandi er óviðeigandi. Utanríkisráðherra
á að hafna aðkomu Breta vegna framkomu þeirra á grund-
velli hryðjuverkalaganna sem þeir settu á Ísland og sem enn
eru í gildi. Eins og bent hefur verið á er þetta hliðstætt því
og að Bandaríkjamenn fengu Al-Kaída til að annast loftvarnir
yfir New York. 

   Vonandi skýrist það í dag að utanríkisráðuneytið hafni því
að Bretar komi að loftvörnum Íslands vegna hryðjuverkalag-
anna. Gerist það ekki, á utanríkisráðherra að segja af sér.
Þjóðarstolt Íslendinga er í veði, eins og Össur Skarphéðins-
saon hefur sagt.
mbl.is Ólíklegt að Bretar komi - utanríkisráðuneytið sparar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn sprungin !


   Afsögn Bjarna Harðarsonar sem þingmanns Framsóknar kemur
ekki á óvart.  Miiklar deilur geysa nú í Framsóknarflokknum. Bjarni
hefur reynt að halda uppi vörn gegn því að Framsókn yrð ESB-trú-
boðinu endanlega að bráð. Trúboðinu sem leynt og ljóst hefur farið
gegn formanni flokksins. Síðast fyrir nokkrum vikum þegar skoðana-
könnun var  birt  á vegum flokksins af ESB-trúboðinu án vitundar og 
vilja formannsins. Slíkt undirferli hóps flokksmanna gagnvart formanni
flokks  er algjört einsdæmi í  íslenzkum  stjórnmálum. Forkastanleg
vinnubrögð.  Vantraustið algjört. - Allt unnið undir stjórn vara-formanns
flokksins, Valgerðar Sverrisdóttir, einum virkasta ESB-trúboða Íslands
í dag. 

 Miðstjórnarfundur Framsóknar er eftir nokkra daga. Þar hafa ESB-
sinnar ákveðið  að yfirtaka flokkinn endanlega, og setja formanninn
út í horn. Koma honum frá, og gera Framsókn þar með  að örlitlum
Evrókrataflokki til frambúðar, við hliðinu á móðurfleyinu, Samfylking-
unni.

   Vonandi að kraftar Bjarna Harðarsonar nýtast fljótlega aftur á
öðrum vettvangi íslenzkra stjórnmála. - Því ljóst er að mikil upp-
stokkun er framundan í íslenzkum stjórnmálum. Uppstokkun þar
sem hin ÞJÓÐLEGU ÖFL muna ekki láta sitt eftir liggja.... 
 
mbl.is Bjarni segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylking, burt úr utanríkisráðuneytinu !


   Hvaða síðmenntuð þjóð í veröldunni myndi láta það viðgangast
að setja  á sig hryðjuverkalög, algjörlega að ósekju? Hvaða frið-
elskandi þjóð í heiminum myndi láta það viðgangast að setja sig
á stall með Talibönum og Al-kaída? Mestu dráps- og morðhundum
heims! Jú. Það undarlega er þá virðist sú þjóð  tíl.  Íslendingar. -
Og það í boði Samfylkingarinnar af því er virðist.

   Hvers vegna í ÓSKÖPUNUM hefur utanríkisráðuneytið ekki mót-
mælt með viðeigandi hætti hryðjuverkalögum Breta gagnvart Ís-
lenzkri þjóð? Og fylgt þeim eftir!  Og það af fullri hörku!  Hryðju-
verkalögum sem enn eru í fullu gildi. Hryðjuverkalögum sem stór-
sköðuðu íslenzka hagsmuni í upphafi.  Hryðjuverkalögum sem enn
eru að valda Íslendingum stórkostlegu tjóni á hinu alþjóðlega við-
skiptasviði. Og hvers vegna í ÓSKÖPUNUM er málstaður Íslands
hvergi nærri kynntur á alþjóðavettvangi? Skipulega og hnitmiðað!
Með aðstoð bestu kynningamiðla sem völ er á erlendis! Og hvers
vegna er ekki fyrir löngu búið að kæra bresk stjórnvöld? Og hvers
vegna í ÓSKÖPUNUM er ekki krafist skyndifundar hjá NATO þar
sem hryðjuverkalögum Breta er harðlega mótmælt og þess kraf-
ist að NATO sjái svo um að Bretar láti þau niður falla. Því það er
algjört einsdæmi að eitt Nato-ríki beiti öðru Nato-ríki hryjuverka-
lögum, og komist upp með það!  Og hvers vegna er ekki fyrir
löngu búið að afturkalla loftvarnir Breta á jólaföstu yfir Íslandi?
Sem yrðu jafn gáfulegar og Al-Kaída sæu um loftvarnir yfir New
York. Og hversvegna hefur sendiherra Íslands í Bretlandi ekki
verið kallaður heim?  Og stjórnmálaslítum hótað!

   Ef þörf er á að hreinsað sé til í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti,
og að fjármála-og bankamálaráðherra segi af sér, þá er EKKI
SÍÐUR þörf á að hreinsað verði til í utanríkisráðuneytinu. Það
hefur GJÖRSAMLEGA brugðist í því að  standa vörð um íslenzka
hagsmuni og íslenzkan málstað. Enda hefur sósíaldemókrat-
isminn á Íslandi aldrei gert það. Svo öfgafull er hans aljóða-
hyggja...

  Samfylkinguna því burt úr íslenzka utanríkisráðuneytinu!

  Og það STRAX !

Burt með Samfylkinguna !


   Að sjálfsögðu vissi bankamálaráðherra að hverju stefndi með
bankanna allt frá því í mars eins og fyrrverandi stjórnarmaður
Kaupþings fullyrðir.  Og að sjálfsögðu vissi bankamálaráðherra
að hverju stefndi fyrir margt löngu eins og forstjóri Fjármála-
eftirlitsins  segir.  Bæði bankamálaráðherra og fjármáláeftirlitið,
sem raunverulega BERA MESTA ÁBYRGÐ á bankakerfinu og öllum
fjármálastofnunum í landinu eðli másins samkvæmt, hafa GJÖR-
SAMLEGA BRUGÐIST.  GJÖRSAMLEGA.  Samfylking getur því engan
vegin leikið hvíta dúfu í því hvernig komið er. Nú verður hún að
axla ábyrgð!

  Við þetta bætist svo að banka- og viðskiptaráðhera hefur allt
frá því að  hann tók sæti í ríkisstjórn talað  gjalmiðil þjóðarinnar
niður. Og ALDREI jafn sterkt og nú. Og ríkisstjórnarflokkur hans,
Samfylkingin, segja nú gjalldmiðilin ónýtan. Hvar í veröldinni yrði
það liðið að ráðherra í ríkisstjórn talaði gjaldmiðil þjóðar sinnar
niður? Og það einmitt á ögurstundu þegar þjóðin hefur  orðið
fyrir algjöru  bankahruni, og á allt sitt undir nú að gjaldmiðill
hennar standist hamfarinar. Hvar í heiminum myndi slíkur and-
þjóðfélagssinnaður flokkur fá að sitja í ríkisstjórn?

   Á þetta bætist svo að þessi sami flokkur sér þá lausn eina út
úr efnahagskreppu dagsins að koma landi og þjóð og auðlindum
hennar undir erlend yfirráð. Setja þjóðina í allsherjar fjötra til
framtíðar. Sambandsríki, sem helsti spekingur Samfylkingarinnar
til skamms tíma, Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, setur nú frat
á. Segir ESB gjaldþrota og mikla kreppu til margra ára þar fram-
undan. Gefur skít í evru en vill fremur dollar.

   Það er alveg ljóst að Samfylkingin verður einn helsti dragbítur-
inn í þeirri efnahagsuppbyggingu sem nú er framundan. Flokkur
sem trúir ekki á íslenzka framtíð og íslenzka þjóð ber því að víkja.
Og flokkur sem dregur lappirnar í stríðsátökum okkar við Breta
á einnig skilyrðislaust að víkja.

   Og það STRAX !

 

 


mbl.is FME: Upplýsti ekki ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband