Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Nei Kristín. Ísland á ekkert erindi í öryggisráðið !
29.2.2008 | 18:18
Kristín A Árnadóttir sem stýrir framboði Íslands til
öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna virðist yfirmáta bjart-
sún á að Ísland komist í öryggisráðið, og segir við Mbl.is
að Ísland eigi erindi í öryggisráðið.
Hvorugt er rétt. Enda er Kristín A Árnadóttir einungis
að rækja vinnu sína með slíkum yfirlýsingum. Hafi verið
smá glæta að troða Íslandi þarna inn, er hún löngu horfin.
Ekki síst þegar íslenzk stjórnvöld hafa gert þau hrikalegu
mistök að ætla að viðurkenna Kosovo.
Baráttan að koma Íslandi inn í öryggisráðið er orðin af
meiriháttar pólitísku klúðri. REI-klúður nr tvö. Nema að í
þessu klúðri hafa mun meiri fjármunir tapast en í REI-
málinu. Allt bendir til að rúmur milljarður af skattfé al-
mennings verið sólundað þegar upp verður staðið. Allt
til að fullnægja hégómagird örfárra stjórnmálamanna.
Þegar sá reikningur liggur endanlega fyrir mun þjóðin
rísa upp og krefjast svara við því hver muni axla ábyrgð
á þessu eindæmis ofur-klúðri og pólitíska hneyksli.
Því þetta er algjör SKANDALL !!
Frá upphafi !
Ísland á erindi í öryggisráðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Frumvarp um kjarnavopnalaust Ísland marklaust
29.2.2008 | 14:19
Alls sjö sinnum hafa róttækir vinstrisinnar undir forystu
Steingríms J Sigfússonar lagt fram frumvörp á Alþingi um
kjarnavopnalaust Ísland. Nú hefur það gerst aftur í áttunda
sinn. Athygli vekur að þingmenn úr Framsókn, Frjálslyndum
og Samfylkingu leggja fram frumvarpið nú með Steingrími.
Manns sem ætíð hefur verið talsmaður þess að Ísland eitt
ríkja heims sé berskjaldað og varnarlaust.
Með því að styðja tillögu Steingríms og róttæklinga hans
er í raun verið að verðlauna þá í ábyrgðarleysi þeirra í
öryggis-og varnarmálum þjóðarinnar. Alveg SÉRSTAKLEGA
er það undravert að þingmenn úr Framsókn og Frjálslyndum
skulu styðja slíka tillögu vinstrisinnaðra róttælkina. Við slíka
róttæklinga eiga menn EKKERT saman að sælda. Allra síst
í öryggis- og varnarmálum.
Íslenzk stjórnvöld hafa MARGSINNIS lýst því yfir að á Ís-
landi séu engin kjarnavopn, og ekki standi til að leyfa þau.
Eins og heimsmálum er nú háttað og enginn erlendur her
er lengur á Íslandi má augljóst vera að sú yfirlýssing er
fullkomlega nægjanleg. - Alla vegar gagnvart öllum þjóð-
legum borgaralegum öflum, þótt hún muni aldrei nægja
ábyrgðarlausum vinstrisinnum í öryggis- og varnarmálum.
Frumvarpið er því marklaust með öllu. Enda lagt fram
undir forystu Vinstri-Grænna í annarlegum pólitískum til-
gangi..........
Frumvarp um kjarnavopnalaust Ísland í 8. sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Annað hvort viðurkennist Kosovo eða ekki !
29.2.2008 | 00:26
Hvers konar ruglandi er þetta eiginlega? Annað hvort
viðurkennir Ísland Kosovo eða ekki. Hér og nú! Utan-
ríkisráðuneytið segir Ísland muni viðurkenna Kosovo, en
segir ekki hvenær. Og að sú viðurkenning hafi ekki for-
dæmisgildi. Hvenær í ósköpunum hefur viðurkenning á ríki
ekki fordæmisgildi? Þá segir ráðuneytið að hafa beri öryggi
og stöðugleika á svæðinu að leiðarljósi. Er ekki einmitt verið
að kynda undir ófriðarbáli á öllum Balkanskaga einmitt með
því að viðurkenna Kosovo sem er að alþjóðarétti óskoraður
hluti af Serbíu? Og það algjörlega þvert á vilja Serba? Þá er
stærsta ríki Evrópu, Rússland, algjörlega andvigt sjálfstæði
Kosovo ásamt fjölda annara ríkja Evrópu. Meir að segja er
Evrópusambandið þverklofið í málinu. Svo á að fara að
flækja Íslandi inn í ruglið, eins og nánast Írak forðum.
Er svona ruglandi boðlegur gagnvart íslenzkri þjóð?
Það eina sem gæti verið jákvætt við þetta er að nú mun
barátta íslenzkra stjórnvalda við að þvæla Íslandi inn í
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að engu orðin.
Hugtökin orsök og afleðing virðast utanríkisráðherra ekki
mikið hugleikin þessa daganna.......
Íslendingar ætla að viðurkenna sjálfstæði Kosovo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Í viking til Barbados
28.2.2008 | 22:12
Nýjasti leikþáttur utanríkisráðherra í baráttu sinni fyrir
sæti Íslands í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna er að fara
til Barbados í Karíbahafi í lok marsmánaðar. Ákveðið hefur
verið að starfsmaður Útflutningsráðs verði staðsettur á
svæðinu í nokkra mánuði og aðstoða fyrirtæki til viðskipta.
Markmið ferðarinnar er sagt að eiga viðræður við ráðamenn
Karíbahafsríkja um samstarf og þróunarsamvinnu Íslands
á svæðinu. Til viðræðna verður boðið fulltrúum 16 ríkja
og áhersla lögð á þáttöku þeirra sem hafa með sjávarút-
vegs, orku- eða jafnréttismál að gera.
Það er alveg með ólíkindum hvað þessi leikfarsi allur
kringum Öryggisráðið á að ganga langt. Hver leikþátt-
urinn settur á svið á fæti öðrum. Öllu er tiltjaldað í
ruglinu. Hvað sem það kostar.
En að Barbados skuli nú líka hafa verið fyrir valinu.
Ja. Þvílíkt hugmyndaflug !
Og halda svo að þjóðin sjái ekki gegnum ruglið og sóun-
ina!
Skandall !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leyniþjónusta og öryggislögregla nauðsynleg
28.2.2008 | 14:42
Atburðirnir í Ósló í dag sýna og sanna hversu nauðsynlegar
öflugar leyniþjónustur og öryggislögregla er í þeim viðsjár-
verða heimi sem við lifum í dag. Hætturnar virðast allstaðar
og enginn er óhultur. Enda hafa öflugar leyniþjónustur og
öryggislögregla bjargarð þúsundum manna undan áformum
hrðurverkamanna undanfarin ár. Nú síðast í Ósló í dag.
Á Íslandi hafa af og til orðið umræður um varnar-og öryggis-
mál. Dómsmálaráðherra hefur reynt að þoka málum áleiðis.
Og oftar en ekki fengið hin ótrúlegustu viðbrögð, einkum frá
vinstri. Það er alveg með ólíkindum að til skuli fólk og stjórn-
málamenn sem virkilega halda að þessi mál geti verið með allt
öðru sniði á Íslandi en víðast hvar annars staðar í heiminum.
Að sjálfsögðu þurfum við á öflugri öryggislögreglu og leyni-
þjónustu að halda eins og allar aðrar sjálafstæðar og full-
valda þjóðir. Frumskylda sérhvers ríkis er að verja þegna
sína. Innra-sem ytra öryggi ríkissins verður því að tryggja
á eins fullkominn hátt og hægt er hverju sinni.
Öflug íslenzk öryggislögregla auk leyniþjónustu eru því
sjálfsögð krafa í dag. Dómsmálaráðherra á að fá fullan
pólitískan stuðning til að vinna að slíkum málum og það
strax!
Frekari aðgerðir vegna gruns um fjármögnun hryðjuverka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eiginkona Westergaards rekin og ráðin
28.2.2008 | 09:54
Alltaf er að koma betur og betur í ljós hvernig öfgasinnaðir
íslamistar færa sig sífellt upp á skaftið og spila á ótta fólks.
Nú síðast þegar áhyggjufullir foreldrar barna í leiksóla í Gitte
í Danmörku þrýstu mjög á að eiginkona skopmyndateiknarans
Westergaards yrði þar sagt upp sem fóstru, sökum ótta við
íslamska öfgamenn. Leikskóladeild borgarinnar gaf eftir í
gær en nú hafa borgaryfirvöld gripið inn í og ráðið fóstruna
aftur. Ber að hrósa borgaryfirvöldum í Gitte fyrir það....
Það hættulegasta er að öfgamönnum sé sýnd eftirgjöf!
Og allra síst afsláttur á vestrænum gildum og viðhorfum!
Þá fyrst yrði voðinn vís !
Eiginkona Westergaard missir vinnuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Loðnuveiðibannið í ljósi ESB-aðildar
28.2.2008 | 00:17
Hið stutta loðnuveiðabann og hin snögga ákvörðun um
afnám þess í gær er eitt lítið dæmi um hvernig slíkt hefði
alls ekki getað gengið værum við aðilar að ESB. Allt slikt
hefði þurft að fá formlegt samþykki sjávarútvegsmála-
nefndar ESB, sem tæki marga daga eða vikur í ákvörð-
unarferli. Loðnan hefði þess vegna bæði getað verið búin
að synda framhjá eða orðið ofveiði að bráð.
Þess utan væri ekki víst nema litill hlutni loðnukvótans
væri enn í íslenskri eigu í raun. Stór hluti hans væri
kominn í eigu erlendra útgerða innan ESB. Þeirra, sem
smyglað hefðu sig bakdyrameginn inn í fiskveiðilögsög-
una og keypt meirihluta í útgerðum tengdum loðnu-
veiðum, í skjóli ESB-aðildar......
Já. Aðeins aðeins til umhugsunar fyrir ESB-sinna.......
Einar: Mjög ánægjulegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Evruumræðan endanlega úr sögunni
27.2.2008 | 20:43
Brussel hefur nú endanlega talað. Einhliða upptaka evru
ekki möguleiki án aðildar að Evrópusambandinu. Þetta kom
fram hjá Geir H. Haarde forsætisráðherra með æðstu forystu-
mönnum Evrópusambandsins í dag. Undirstrikun á fyrri yfir-
lýsingum frá ESB, og sem í raun hefur alla tíð legið fyrir.
Þetta vonandi verður til þess að slá alla evru-umræðu endan-
lega í kútinn. Enda veit hver heilvita maður að upptaka á er-
lendum gjaldmiðli án þess að Ísland hafi nokkra aðkomu að
honum er gjörsamlega út í hött. Þeir stjórnmálamenn sem boða
slíkt eiga að leita sér að annari vinnu.
Ísland á ótal tækifæri með sinn sjálfstæða gjaldmiðil í dag. T.d
er það alls ekki sjálfgefið að hafa hann ALGJÖRLEGA FLJÓTANDI
með tilskipun til Seðlabankans um óraunhæfar kvaðir um ákveðin
verðbólgumarkmið er kosta himinháa okurvexti. Skynsamlegast
væri að tengja krónuna við ákveðna myntkörfu eða annan gjald-
miðil með ákveðnum frávikum.
Byrjum á því!
Geir: Einhliða upptaka evru gæti þýtt pólitíska erfiðleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gæti þetta gerst á Íslandi ?
27.2.2008 | 11:07
Þúsundir komu saman á Lækjatorgi í morgun, til þess
að mótmæla endurbirtingu súdanskra fjölmiðla á skop-
teikningum af Jesú Kristi. Íslenzk stjórnvöld studdu mót-
mælin, og tók meðal annrs forseti Íslands, Herra Ólafur
Ragnar Grímsson, þátt í þeim. Lokað var allri umferð um
torgið meðan mótmælin fóru fram. Hundruð langferða-
bíla og vöruflutningabíla keyrðu fólki á staðinn. Mikið
umferðaöngþveiti skapaðist í borginni, vegna fólksins
sem streymdi á torgið. Súdanski fáninn var brenndur.
Nei, held ekki. En þetta gerðist nú samt í Khartoum í
Súdan í morgun, sbr. meðf.frétt.
Jú, menningarheimanir geta svo sannarlega verið ólíkir.
Ótrúlega ólíkir....
En, þvílíkt trúarofstæki !!!!
Fjöldamótmæli gegn Dönum í Súdan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ESB-sinnar geta ekki svarað grundvallaspurningunni
27.2.2008 | 00:07
Hallur Magnússon og f.l ESB-sinnar fara mikinn hér á
blogginu um að Ísland eigi að sækja um aðild að ESB. En
þrátt fyrir ítekaðar tilraunir til að fá svar frá þeim við þeirri
grundvallaspurningu hvernig þeir ætla að tryggja YFIRRÁÐ
Íslendinga yfir sinni helstu auðlind, fiskimiðunum umhverfis
Ísland, við inngöngu í ESB, er vægast sagt fátt um svör. Í
raun ENGIN SVÖR!
Í dag er íslenzkur sjávarútvegur ALFARIÐ undanskilin
EES-samningnum. Á þeim grundvelli getum við varist því
að erlendir aðilar fjárfesti í íslenzkum útgerðum og komist
þannig yfir hinn FRAMSELJALEGA KVÓTA á Íslandsmiðum.
Þannig hefur t.d á Bretlandseyjum kvótinn verið meir og
minna keyptur upp af útlendingum, sbr. svokallaða kvóta-
hopp milli landa innan ESB. Þannig er breskur sjávarútveg-
ur nánast rjúkandi rúst í dag. Nákvæmlega það sama myndi
gerast á Íslandi við inngöngu í ESB. Hinn framseljanlegi
kvóti á Íslandsmiðum myndi í raun fara á ERLENDAN UPP-
BOÐSMARKAÐ.. Rómarsáttmálinn legði blátt bann við því
að einhverjar hömlur yrðu settar á þegna ESB að fjárfesta
í íslenzkum útgerðum og þeim kvóta sem þær hafa yfir að
ráða. Þannig myndi kvótinn smátt og smátt seljast úr landi
og virðisaukinn með. Er það þetta sem ESB-sinnar vilja?
Ef ekki, komi þeir þá með HALDBÆR rök fyrir því.
Allt tal ESB-sinna að við gætum samið um svo og svo mikil
yfirráð yfir fiskveðistjórninni komi til aðildar að ESB er bara
bla bla bla út í loftið. Yfir hverju á að hafa stjórn þegar
fiskistofnanir eru komnir meir og minna í ERLENDA EIGU ?
Jú, kannski að mæla hafstrauma og hafsöldur.........
Já og hitastig sjávar........
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)