Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Gjörsamlega siðblind Samfylking !


    Samfylkingin  er siðblindasti  stjórnmálaflokkurinn í íslenzkum
stjórnmálum. Nú síðast í gær kaus hún til forystu í Suðurkjördæmi
fyrrverandi  banka-og  viðskiptaráðherra, sem  bar  einna mestu
ábyrgð á banka-og efnahagshruninu. Sem svaf  algjörlega Þyrni-
rósarsvefni þegar Róm brann. Viðskiptaráðherra, sem auk þessa
taldi eitt af sínum verkum að tala gjaldmiðil þjóðarinnar niður, sem
hvergi annars staðar hefði verið liðið.  Gerði svo ráðherra úr fyrri
ríkisstjórn að sjálfum forsætisráðherra nýrrar vinstristjórnar. Ráð-
herra sem bar ekki síður ábyrgð á efnahagshruninu og allir þeir er
í þeirri ríkisstjórn sátu. Ráðherra, sem síðar þverbraut svo sjálfa
stjórnarskrána og reði pólitískan norskan erlendan ríkisborgara
sem Seðlabankastjóra Íslands.  Bætti síðan  gráu  ofan á svart og
bugtaði sig fyrir hryðjuverkalögum Breta, og reði breskan ríkisbog-
ara í Seðlabanka Íslands til að ráða þar málum um peningastjórnina.
Hefur það svo sitt háleitasta markmið að koma Íslandi undir erlend
yfirráð, með astoð Vinstri-grænna og Framsóknar. Ganga í ESB!

   Er lengra hægt að komast í pólitískri siðblindu?  And-þjóðlegheitum? 
mbl.is Björgvin G. efstur í prófkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG og Frjálslyndir styðja ESB-væðingu stjórnarskrárinnar


    Ein af höfuðástæðum þess kapps sem Samfylkingin leggur á
varðandi breytingu á stjórnarskránni um þjóðaratkvæðagreiðslur
nú fyrir þinglok, er sú að hún mun mjög auðvelda allt ESB-aðildar-
ferlið á næsta kjörtímabili. Því þá þarf ekki að  rjúfa þing  og  efna
til kosninga til  að stórskerða  fullveldisákvæði  stjórnarskrárinnar.
Að Framsókn skuli styðja þessa breytingu er skiljanlegt, því Fram-
sókn er orðin yfirlíst ESB-sinnaður krataflokkur. Hins vegar kemur
það verulega á óvart að Frjálslyndir skuli standa að slíkri breytingu.
Skv yfiirlistri stefnu flokksins er hann ekki hlynntur ESB-aðild. Samt
ætlar hann að stór greiða fyrir ESB-umsókn með því að styðja frum-
varpið. Í þessu máli sem fjölmörgum öðrum málum er flokkurinn
ekki samkvæmur sjálfum sér, enda fylgið eftir því. VG hafa hins
vegar sýnt að þeim er ALLS EKKI treystandi í Evrópumálunum,
enda fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og þar með aðild-
arumsókn að ESB. Afstaða Sjálfstæðisflokksins til þessa máls er
hins vegar afar óljós, enda honum ekki heldur treystandi í Evrópu-
málum lengur.

   Það að efna til stjórnlagaþings er mun kosta hátt í milljarð nú í 
miðri kreppu er svo ekkert annað en vítavert hneyksli, og Framsókn
til háborinnar skammar að detta slíkt OFURbruðl með almennafé í
hug. Á sama tíma er t.d Landhelgisgæslan í algjöru fjársvelti.

  L-listinn, framboð þjóðfrelsis og fullveldissinna, er eina framboðið í
dag sem er heilt í þessu máli.  Styðjum L-listann! 
mbl.is Telur stjórnlagaþing kosta meira en milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ein stórblekking ESB-sinna


  Í frumvarpi vinstristjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir um breytingu
á stjórnarskránni er kveðið á um þjóðareign á nátturuauðlindum,
sem ekki eru í einkaeign.Sagt er að þótt Ísland gangi í ESB myndi
slíkt ákvæði í stjórnarskrá tryggja að eignarréttur þjóðarinnar að
fiskveðiauðlindunum færðist ekki yfir til Evrópusambandsins við ESB-
aðild.

   Hvers konar rugl og blekking er þetta? Því ESB-sinnar hljóta  að
vita um grunnstoðir Evrópusambandsins, Rómarsáttmálann og
alla viðaukanna við hann.  Fyrir það fyrsta er að hvers konar ákvæði
um þjóareign  ekki til í lögfræði, og hefur því í raun enga lögfræðilega
þýðingu, og myndi ALDREI verða tekin gild fyrir erlendum dómstólum.
Því þjóðir eru ekki lögaðilar í lögfræðilegum skilningi. - Þess utan er
það Rómarsáttmálinn, og allir hans viðaukar, sem eru í raun ígildi
stjórnarskrá ESB, RÉTTHÆRRI en íslenzka stjórnarskráin, ef Ísland
gerist aðili að ESB. Stjórnarskrá Íslands yrði því að víkja fyrir stjórnar-
skrá ESB gangi Ísland í sambandið, komi upp ágreiningur. Þetta liggur
skýrt og klárt fyrir.

   Því eru ESB-sinnar vísvitandi að stórblekkja þjóðina með umræddri
stjórnarskrárbreytingu. Þeir svífast einskyns í blekkinga- og lýgavef
sínum í ESB-trúboðinu.

   Sem betur fer eru Íslendingar upplýst þjóð og lætur ekki blekkjast
af svona augljósri lýgi, því fiskveiðiauðlindir aðildarþjóða ESB lúta
nú þegar sameiginlegrar yfirstjórnunar valdhafanna í Brussel. Einka-
eign þjóða hefur þar EKKERT að segja, enda ekki til í alþjóðlegri lög-
fræðilegri þýðingu...
mbl.is Hindra auðlindaafsal til ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óttast menn L-listann ?


   Það er hárrtt hjá Bjarna Harðarsyni að kvarta til Öryggis- og sam-
vinnustofnunar Evrópu vegna frumvarps um  persónukjör. Vegna
þess að það er allt of seint fram komið, eins og hann færir skýrmerki-
lega rök fyrir,  og augljóslega gert til að bregða fæti fyrir nýjum fram-
boðum  eins  og L-listanum.  Alla vega virðist mikil þöggun í gangi hjá
útbreiddasta dagblaði landsins, en hjá Fréttablaðinu hefur enn ekkert
verið sagt frá framboð L-listans. En L-listinn er EINA framboðið í komandi
kosningum sem ALFARIÐ hafnar aðild Íslands að ESB. - En svo vill  til að
Fréttablaðið hefur hingað til verið einn helsti talsmiðill ESB-trú- boðsins
á Íslandi.

   Það er ljóst að margir innan Sjálfstæðisflokks  og  Framsóknarflokks
óttast mjög að kjósendur þeirra sem mjög eru á  móti  ESB-aðild, fari
í stórum mæli yfir til hiðs raunverulega þjóðfrelsis og fullveldisframboðs,
L-listann. Því L-listann er EINN allra framboða í dag sem  ALLIR  þjóð-
hollir kjósendur geta 100% treyst í Evrópumálum. Eins og allt bendir til 
mun Sjálfstæðisflokkurinn opna mjög á ESB-umsókn  eftir   landsfund,
en Framsókn hefur þegar galopnað á þau mál og vill nú sækja um aðild
að ESB-. Allt gerist þetta  þótt grasrótin í báðum þessum flokkum sé í
meirihluta ESB-andstæðingar. Þegar nú loksins kemur fram skýr valkost-
ur,  borgaralegt framboð sem kjósendur á mið/hægri kannti íslenzkra
stjórnmála  geta 100% treyst í þessu stærsta pólitiska hitamáli lýðveldi-
sins, eru líkur  meiri en minni að kjósendur þar hugsi sinn gang, og styðji
L-listann.  Svo mikið er í húfi, að fjölmargir þjóðfrelsis-og fullveldissinnar,
vilja enga áhættu taka.

   L-listinn er því verðugur valkostur fyrir alla fullveldissinna. Sigur hans er
sigur fyrir frjálst og fullvalda Ísland! Frumforsendu þess mikla uppbygginga-
starfs, sem framundan er  á Íslandi..
mbl.is Persónukjör stjórnarflokkunum í hag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn vinnur gegn hagsmunum bænda


    Í dag er ekki lengur munur á Framsókn og krötum hvað varðar
hagsmunamál bænda. Báðir flokkar vilja sækja um ESB-aðild  í
algörri andstöðu við íslenzka bændur. Hver hefði trúað því fyrr
á árum að Framsókn ætti eftir að gerast ESB-sinnaður krata-
flokkur með nánst alla bændastéttina á móti sér? En Búnaðar-
þing 2009 leggst EINDREGIÐ gegn ESB-aðild, og hafnar aðildar-
viðræðum við sambandið. Í greinargerð frá þinginu kom fram að
með aðild að ESB yrði íslenzkur landbúnaður lagður í rúst.

   Hér með er SKORAÐ á þá bændur sem stutt hafa Framsókn
gegnum tíðina að yfirgefa þann ESB-sinnaða krataflokk  og
snúa stuðningi sínum að hinu nýja framboði fullveldissinna,
L-listanum, sem ALFARIÐ hafnar aðild Íslands að ESB. Bændur
geta því 100% treyst L-istanum fyrir sínum hagsmunum.
mbl.is Bændur leggjast gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálslyndir vilja ESB-væða stjórnarskrána


    Það mætti halda að Frjálslyndir styddu vinstristjórn Jóhönnu
Sigurðardóttir, enda tók formaður Frjálslyndra þátt við myndun
hennar. Og nú styðja Frjálslyndir breytingar þær á stjórnarskrá
sem lúta BEINLÍNIS að því að ESB-væða hana að ósk Samfyking-
arinnar. En nái breytingin fram að ganga verður mjög auðvelt að
breyta fullveldisákvæðum hennar, því þá þarf ekki að rjúfa þing
aftur og efna til kosninga á næsta kjörtímabili. Enda leggja ESB-
sinnar Samfylkingarinnar OFURÁHERSLU á að þessi ESB-hindrun
í stjórnarskránni verði eytt nú FYRIR kosningar. Auk Frjálslyndra
styður Framsókn og VG breytingarnar, þrátt fyrir að meirihluti
kjósenda þeirra sé andvigur ESB-aðild  skv nýlegri skoðanakönn-
un. Þá er afstaða Sjálfstæðisflokksins afar óljós í máli þessu svo
ekki sé meira sagt.

   Það er gjörsamlega út í hött að sá flokkur eða þingmaður sem
segist andvígur ESB-aðild, GREIÐI MEIRIHÁTTAR FYRIR HENNI með
því að samþykkja umrædda breytingu á stjórnarskránni. Gjörsam-
lega óskiljanlegt!

  Það liggur nú fyrir að L-lista framboðið er EINA framboðið í dag sem
hægt er að treysta 100% í Evrópumálunum. - Því eiga ALLIR SANNIR
þjóðfrelsis-og fullveldissinnar að koma til liðs við það ágæta framboð,
og styðja það í komandi kosningum.
mbl.is Frumvarp um stjórnarskrárbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný vinstristjórn ávísun á hrikalega íslenzka framtíð


    Míkið er um það rætt meðal vinstrimanna að ganga BUNDNIR til
kosninga. Sterkar raddir heyrast um það í Samfylkingunni og meðal
Vinstri-grænna. - Því miður benda skoðanakannanir til þess að svo
kunni að fara ef þessir tveir vinstriflokkar nái meirihluta á þingi nú
eftir kosningar. - Fari svo verður alls ekki bjart framundan fyrir hina
íslenzku þjóð.

   Í fyrsta lægi yrði trúin á ÍSLENZKA FRAMTÍÐ endanlega slökt. Sam-
fylkingin trúir nefnilega ALLS EKKI á íslenzka framtíð. Heldur vill að
Íslendingar afsali sér fullveldinu og sjálfstæðinu, auk yfirráðum okkar
yfir helstu auðlindunum, að stærstum hluta, með því að ganga í Evrópu-
sambandið og Brusselvaldinu  á hönd. Vinstr-grænir munu samþykkja
slíkt, enda þegar búnir að gefa grænt ljós á þjóðaratkvæðagreiðslu um
Evrópumálin, og þar með umsókn að ESB. Þá vill Samfylkingin afsala
þjóðinni eigin peninga- og efnahagsstjórn og taka upp evru með
hrikalegum afleiðingum, sbr. ummæli Kenneth Rogoff, prófessor við
Harvard-háskólanum í Bankaríkjum, og sem hefur vakið mikla athygli.

   Í öðru lagi myndu Vinstri-grænir og hópar innan Samfylkingarinnar
standa í vegi fyrir að íslenzkar orkulindir  yrðu nýttar til  að skapa
bráðnauðsynlegan  hagvöxt  á  ný. Ísland yrði kommúnista-Albanía
norðursins  undir stjórn  Vinstri-grænna  og  Samfylkingarinnar. Hér
ríkti m.ö.o ENDALAUS KREPPA OG EYMD, sem EINMITT vinstrimennskan
nærist svo vel á.  - Það að Vinstri-grænir ætla að koma í veg fyrir áfram-
hald í svokölluðu íslenzka ákvæði í hinum alþjóðlega sáttmála um loft-
lagsmál segir allt sem segja þarf.

   Til að koma í veg fyrir þennan vinstrisinnaða hrylling og stórskerðingu
á þjóðfrelsinu, sem er grunnforsenda framfara og hagsældar fyrir hina
íslenzku þjóð, þurfa ÖLL þjóðleg og ábyrg öfl að bregðast hart við, og
hrinda sókn hinna and-þjóðlegu vinstriafla, sem allt ætla að setja hér í
fjötra. og undir erlend yfirráð,  sbr. Seðlabankinn í dag.

   

   
 
mbl.is Samfylkingin gangi bundin til kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

L-listinn - Framboð fullveldis-og þjóðfrelsissinna !


   Í gær kynnti L-listinn framboð sitt. Fyrir okkur sem viljum standa
vörð um sjálfstætt og frjálst Ísland, á grundvelli óskorðas fullveldis,
hljótum að fagna þessu framboði. Loksins, loksins, er komið stjórn-
málaafl  sem við getum 100% treyst í Evrópumálum. Kominn tími til! 
Við sem aðhyllumst þjóðleg viðhorf og gildi án öfga hljótum að fagna
mjög þessu framboði, og hljótum að berjast fyrir framgangi þess  í
komandi kosningum. Hér með er skorað á öll þjóðleg og ábyrg öfl
og einstaklinga að koma til liðs við L-listann ! Og það STRAX !

   Í komandi kosningum verður tekist á um eitt stærsta pólitiska hita-
mál frá lýðveldisstofnun. Aðildina að Evrópusambandinu. Í dag eru
allir flokkar meir og minna klofnir í þessu stórmáli. Það er óþolandi
að flokkar og frambjóðendur geti komið fram fyrir þjóðina með óljósar
stefnur í þessu stærsta þjóðfrelsismáli lýðveldisins. Því framtíð Íslands
mun ráðast af því. Þess vegna er MJÖG mikilvægt að öll framboð hafi
skýra  stefnu í Evrópumálum. - Því miður virðist það ekki ætla að gerast,
nema þá helst hjá hinni ESB-sinnuðu Samfylkingu. Framsókn er galopin
í Evrópumálum, og vill sækja um aðild. -  Vinstri-grænir sömuleiðis. Þeir
gefa grænt ljós um aðildarumsókn, og munu fylgja Samfylkingunni  að
málum í nýrri vinstristjórn eftir kosningar. Þá er Sjálfstæðisflokknum alls
ekki treystandi í Evrópumálum. Innan hans eru MJÖG sterk öfl sem knýa
á um ESB-aðild, og margir þingmenn og frambjóðendur eru þegar orðnir
mjög ESB-sinnaðir. Og fyrir örfáum dögum var þingflokksformaður Frjáls-
lyndra yfirlýstur ESB-sinni. Þannig að engum stjórnmálaflokki er lengur
treystandi í Evrópumálum utan L-listans nú. Því ber að fagna framkomu
L-listans!  Já, loksins, loksins er komið stjórnmálaafl sem TREYSTANDI er
100%í Evrópumálum.  

   Þá stendur L-listinn fyrir mörgum öðrum þjóðþrifamálum, eins og að
gera Ísland að einu kjördæmi, og hamla gegn gjörspilltu flokksræði.
En umfram allt hefur líka  L-listinn HREINANN SKJÖLD hvað varðar
efnahagshrunið og ástandið í dag. Engu stjórnmálaafli ætti því að
vera betur treystandi að byggja upp Ísland á ný, með óbilandi trú á
ÍSLENSKRI framtíð og FRJÁLSU Íslandi!!

   Til hamingu íslenzkir þjóðfrelsis- og fullveldisssinnar !

   Áfram Ísland!!!! Áfram L-listinn !!!    

  
mbl.is Vilja beint samband milli kjósenda og frambjóðenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hroki og yfirgangur Jóhönnu og Samfylkingarinnar


  Hroki og yfirgangur Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra er
með eindæmum. Og það svo að sjálfur Guðfaðir ríkisstjórnarinnar,
Sigmundur Davíð, formaður Framsóknar, er nóg boðið. Segir að 
ríkisstjórnin hafi ekki uppfyllt þau skilyrði sem Framsókn setti til
að verja stjórnina vantrausti. Of mikið ráðherraræði sé miðað við
minnihlutastjórn, og stjórnin hafi dregið lappirnar í veigamestu
málum. Ekki síst ef ríkisstjórnin ætli ekki að rjúfa og slíta þingi 12
mars og boða kosningar 25 apríl eins og um var samið.

  Þetta er hárrétt hjá formanni Framsóknar. En hvers vegna  í
ósköpunum hættir hann þá ekki við að verja þessa and-þjóðlegu
vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttir vantrausti? Ótrúverðugleiki
Framsóknar er algjör!  Gerir sig að fifli. Lætur sig hafa það  að
forsætisráðhera lýsi efnhagstillögur Framsóknar óframkvæma-
legar. Og það með hroka og yfirlæti. Samt sal ríkisstjórnin var-
in vantrausti af hálfu Framsóknar. Er skrítið að fylgi Framsóknar
minnki nú mjög ?

   Jóhanna og Ingibjörg Sólrún halda þær ráði öllu og komist upp
með allt. Gera það kannski í Samfylkingunni, þar sem þær útnefna
sjálfa sig fyrirfram sem formann og forsætisráðherraefni Samfylk-
ingarinnar upp á sitt eindæmi. En hroki og yfirgangur þeirra nær
ekki yfir íslenzku þjóðina.  - Sem BETUR FER er Jóhanna að falla á
tíma til að breyta stjórnarskránni. ESB-væða hana svo greið leið
verðin fyrir hana og hennar landssölulið að innlima Ísland inn í
ESB eftir kosningar. Þess vegna á nú að SVÍKJA þingslítin og jafn-
vel kosningarnar 25 apríl.

    Hroki og yfirgangur Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra
virðist ENGIN TAKMÖRK SETT.  Hana VERÐUR því að STÖÐVA! Hún
veldur ENGAN VEGINN hlutverki sínu, enda 100% MEÐSEK fyrir
efnahagshruninu komandi úr fyrri ríkisstjórn. Hún átti  því  fyrir
löngu að vera búin að segja af sér, og biðja þjóðina afsökunar,
eins og Ásta Möller þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur nú gert,
sem sat þó ekki í fyrri ríkisstjórn, eins og Jóhanna Sigurðardóttir
gerði.

   Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kann augljóslega ekki
einu sinni að skammast sín. Slíkur er hrokinn og yfirgangurinn! 

ESB-andstæðingar enn og aftur í meirihluta !


   Skv. skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins eru ESB-
andstæðingar  á  Íslandi í meirihluta. Blekkingarvefur ESB-
trúboðsins á Íslandi hefur beðið skipbrot. Samt ætlar Jóhanna
Sigurðardóttir forsætisráðherra að knýa fram nú fyrir kosningar
breytingar á stjórnarskránni, þannig að aðild Íslands að ESB
geti runnið hægt og vel í gegn á næsta kjörtímabili. Þann áset-
ning Jóhönnu VERÐUR að stöðva. Ekki bara það að Jóhanna
fer fyrir minnihlutastjórn.  Heldur liggur það fyrir skv. ítrekuðum
skoðankönnunum að undanförnu, að meirihluti Íslendingar er
andvígur ESB-aðild. 

   Skv. umræddri könnun er 53.9% andvígir aðild en 46.1% eru
hlynnt. Ef skoðað er fylgi innan flokkanna kemur í ljós að mesta 
andstaðan er innan Sjálfstæðisflokksins, 73.5% andvíg en 26.5%
með. Þetta hlýtur að hafa afgerandi áhrif á niðurstöðu landsfund-
ar Sjálfstæðisflokksins nú í mars. Þá kemur á óvart að flokksforysta
framsóknarmanna og niðurstaða þeirra flokksþings er algjörlega á
skjön við kjósendur flokksins.  60% andvígir en 40% með. Það
sama má raunar segja um forystu Vinstri-grænna sem styðja breyt-
ingar Jóhönnu á stjórnarskránni. En 61% kjósenda VG eru andvíg
en 30% með. 800 mnns  tóku þátt í könnuninni og tóku  alls 75%
afstöðu.

   Þetta hlýtur að teljast mikið áfall fyrir ESB-sinna og Jóhönnu
Sigurðardóttir, sem ætlar að knýa fram ESB-væðingu stjórnar-
skrárinnar fyrir kosningar. Þess vegna VERÐUR að koma í veg
fyrir það með ÖLLUM tiltækum ráðum. - Þá sýnir þessi könnun
mikla möguleika fyrir þjóðlegt framboð á borgaralegum grunni
sem ALFARIÐ hafnar aðild Íslands að ESB. - Vonandi mun það
sjá dagsins ljós fyrr en seinna! 

   Til hamingju frjálst og fullvalda Ísland!!!
  
mbl.is Meirihluti andvígur ESB-umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband