Bloggfćrslur mánađarins, maí 2007

Ótrúleg framkoma sjálfstćđismanna eftir 12 ára samstarf



     Ríkisstjórnin helt velli eftir kosningarnar ţrátt
fyrir mikiđ fylgistap Framsóknarflokksins. Formađur
Sjálfstćđisflokksins marg ítrekađi ţađ og sagđi ađ
nćgur tími vćri hjá stjórnarflokkunum ađ rćđa
framhaldiđ. Augljóslega ţurfti Framsóknarflokkurinn
ráđrúm til ađ fara yfir öll sín mál. Eftir ótrúlegan
stuttan tíma var niđurstađa framsóknarmanna sú,
ađ áframhaldandi stjórnarsamstarf yrđi besti
kosturinn fyrir ţjóđina, auk ţess sem ţađ yrđi
besta leiđin í stöđunni ađ byggja flokkinn upp á
ný.  Sjálfstćđismönnum var sagt frá ţessari
ákvörđun, og međ ţađ veganesti fór formađur
Framsóknarflokksins til viđrćđna viđ formann
Sjálfstćđisflokksins um endurnýjun stjórnarsam-
starfsins. Var engin ástćđa til ađ halda annađ en
ađ full heilindi vćru af hálfu sjálfstćđismanna í
ţessum viđrćđum. Drengilegt og traust stjórnar-
samstarf ţessara flokka til 12 ára gaf framsóknar-
mönnum ekkert annađ til ađ halda. Nú liggur hins
vegar fyrir ótrúleg óheilindi hjá forystu Sjálfstćđis-
flokksins í viđrćđum ţessum. Á sama tíma og for-
mađur Sjálfstćđisflokksins átti í trúnađarviđrćđum
viđ sinn gamla samstarfsflokk til fjölmargra ára var
hann og vara-formađur hans komnir í bullandi sam-
ningarviđrćđur viđ forystu Samfylkingarinnar um
myndun nýrrar ríkisstjórnar. Eđa eins og Jón Sigurđs-
son orđađi ţetta réttilega. ,, Ţađ er ekki ađeins tvö-
feldni, heldur frekar margfeldni sem einkennir ţetta".

   Nú liggur ekkert annađ fyrir hjá Framsóknarflokknum
en ađ fara í harđvítuga stjórnarandstöđu gegn ţeirri
ríkisstjórn sem nú er ađ fćđast. ..Óskabarn eiganda
eins stćrsta auđfélags landsins" eins og formađur
Framsóknarflokksins hefur orđađ ţađ, og ađ ,,ef ţessi
nýja ríkisstjórn kemst á koppinn verđur hún trúlega
kennd viđ foreldri sitt og nefnd Baugsstjórn" segir
formađur Framsóknarflokksins.

   Ţá liggur einnig fyrir ađ helmingur ráđherra vćntan-
legrar ríkisstjórnar verđur skipuđ harđvítugum Evrópu-
sambandssinnum. Nokkuđ sem stór hluti kjósenda
Sjálfstćđisflokks mun ekki sćtta sig viđ. Hlutverk
Framsóknarflokksins og stađa sem ţjóđlegs stjórnmála-
afls á taflborđi íslenzkra stjórnmála gćti ţví orđiđ mjög
sterk í náinni framtíđ. 


   

Forysta Sjálfstćđisflokks hafnađi borgaralegri ríkisstjórn.



   Ţađ er afar merkilegt ţegar forysta Sjálfstćđis-
flokksins hafnar framlengingu á mjög framfara-
sinnađi borgaralegri ríkisstjórn til 12 ára, og
snýr sér ţess í stađ ađ sósialdemókratiskum öflum,
sem leynt og ljóst vinna á  móti öllum ţjóđlegum
gildum og stefnir ađ inngöngu Íslands í Evrópu-
sambandiđ. Sem áhugamađur um stjórnmál sem
ađhyllist ţjóđleg, miđ/hćgrisinnuđ borgaraleg
viđhorf er erfitt ađ skilja pólitík sjálfstćđismanna
um ţessar mundir. Hugsjónir virđast alla vega
engu máli ţar skipta lengur.

   Ţá er ţađ líka afar merkilegt hvernig forysta
Sjálfstćđisflokksins kom mjög óheiđarlega fram
viđ samstarfsflokk sinn til 12 ára. Ţví nú liggur
fyrir ađ viđrćđur milli Samfylkingarinnar og Sjálf-
stćđisflokksins voru komnar á flug áđur en viđ-
rćđur stjórnarflokkanna var lokiđ. Slík tvöfeldni
hlaut ađ kalla á algjöran trúnađarbrest sem al-
fariđ skrifast á flokksforystu sjálfstćđismanna.
Geir H Haarde kom verulega á óvart međ slíkri
framkomu, og hrapar í álíti sem traustur stjórn-
málamađur ásamt vara-formanni sínum.

   Ţá er afar merkilegt hvernig ríkisstjórn Sjálf-
stćđisflokks og Samfylkingar sem er óskabarn
eins stćrsta auđfélags landsins, sbr. sérblađ
DV rétt fyrir kosningar, skuli nú vera komin ađ
ţví ađ setjast á koppinn. Útvarpsviđtal viđ stjórn-
arformann Baugs stađfesti ţađ rćkilega í morgun,
ţar sem hann tíundar kosti slíkrar stjórnar, ţ.á.m
vegna Evrópumála.

   Evrópusambandsinnar Samfylkingarinnar og inn-
an Sjálfstćđisflokksins kćtast ţví mikiđ ţessa
daganna. Ţví ţegar helmungur ráđherra eru orđnir
grjótharđir Evrópusambandssinnar ţarf enginn ađ
efast hvert stefnir í ţeim málum í náinni framtíđ.
Ađ halda öđru fram er barnaskapur.

   Fyrir öll ţjóđleg borgarasinnuđ öfl er ţví full ástćđa
til ađ hafa áhyggjur af ţróun mála í íslenzkum stjórn-
málum í dag.  Forysta Sjálfstćđisflokksins er á villi-
götum og virđist hafa brennt margar  brýr ađ baki sér
á undanförnum dögum.   Átök innan Sjálfstćđisflokk-
sins hljóta ţví ađ vera í uppsiglingu....... 

Baugsveldiđ og Evrópusambandssinnar yfirtaka stjórnarráđiđ.


    Ţá liggur ţađ fyrir. Baugsveldiđ er komiđ í
stjórnarráđiđ ásamt Evrópusambandssinnum.
Evrópusambandssinnar innan Sjálfstćđisflokks
og Samfylkingarinnar hafa náđ saman um mynd-
un ríksstjórnar međ beinni ađkomu Baugsveld-
isins.  Ótrúlegu baktjaldamakki var beitt og 
opinberlega gerđ gróf tilraun til pólitískrar
aftöku  á sjálfum dómsmálaráđherra.  Málgan
Baugs var misnotađ gróflega  á lokaspretti
kosningabaráttunnar til ađ hafa áhrif á niđur-
stöđu kosningana.  Formađur og vara-formađur
Sjálfstćđisflokksins eru uppvísir af mjög óheiđar-
legum vinnubrögđum gagnvart samstarfsflokki
sínum til 12 ára.  Mađur hefđi aldrei trúađ ađ svona
óheiđarleiki vćri til fyrr en vara-formađur Framsókn-
arflokksins, Guđni Ágústsson, upplýsti ţađ fyrir
ţjóđinni í Kastljósinu í kvöld.  Ţvílík leikflétta!

   Ţorsteinn Pálsson, fyrrverandi formađur
Sjálfsstćđisflokksins og ristjóri Baugsmiđils,
og Hreinn Loftsson stjórnarformađur Baugs
hafa leikiđ lykilhlutverki í ţví ađ koma á fót
ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstćđis-
flokksins undanfarin misseri. Smiđshöggiđ
kom svo frá ađaleiganda Baugs međ auglýs-
ingunni  frćgu. - Og nú er takmarkinu náđ.
Baugsveldiđ og ESB-sinnar komnir inn í stjórn-
ráđ Íslands.

   Í uppsiglingu hljóta ađ vera mikil átök innan
Sjálfstćđisflokksins. Hvort ţau átök munu koma
í veg fyrir Baugsstjórnina, á hins vegar eftir ađ
koma í ljós...
 


Mikil vonbrigđi. Óttast ESB-stjórn


   Ţađ eru mikil vonbrigđi ađ núverandi stjórnar-
flokkum skuli ekki hafa tekist ađ ákveđa ađ
halda áfram hinu farsćla samstarfi til 12 ára.
Svo virđist ađ trúnađartrust hafi brostiđ međ
framgöngu vara-formanns Sjálfstćđisflokk-
sins, en heimildir herma ađ vara-formađurinn
hafi beitt sér mjög ákveđiđ í ţví ađ taka upp
stjórnarsamstarf viđ Samfylkinguna.

   Nú hefur ţađ gerst sem margir óttuđust og
rćddu um fyrir kosningar. Evrópusisnnar innan
Sjálfstćđisflokks og Samfylkingarinnar hafa
náđ ađ leiđa ţessa flokka til samstarfs, en
innan Sjálfstćđisflokksins eru mjög sterk öfl
sem vilja skođa ESB-ađild međ jákvćđum
hćtti. Andstćđingar ESB-ađildar innan Sjálf-
stćđisflokksins hafa hins vegar frekar vilja
samstjórn međ Vinstri-grćnum af ţessum
sökum. Augljóst er ađ mikil átök eru nú í
uppsiglingu innan Sjálfstćđisflokksins.
Björn Bjarnason orđađi ţađ í vetur ađ kćmi
til slíkra átaka gćti flokkurinn klofnađ.

  Vonbrigđin eru ţví mikil ađ borgaraleg ríkis-
stjórn á ţjóđlegum grunni skuli ekki starfa
áfram. Samstarf Sjálfstćđisflokks og krata
hefur aldrei bođađ gott eđa reynst vel. Ţađ
voru ţví ákveđin öfl innan Sjálfstćđisflokksins
sem brugđu fćti fyrir áframhaldandi stjórn
međ Framsókn.  Nú liggur ţađ fyrir......

Viđrćđur viđ Ţjóđverja um öryggis-og varnarmál !



    Á morgun hefjast viđrćđur íslenzkra stjórnvalda
og ţýzkra  um öryggis- og varnarmál. Ţýzk stjórn-
völd hafa sýnt áhuga ađ koma ađ öryggis-og varnar-
málum Íslands eftir ađ bandariski herinn hvarf  af
landi brott.

    Ţýzkaland hefur ćtíđ veriđ í hópi okkar bestu
vinaríkja, og ţangađ eigum viđ ađ leita í auknum
mćli á sem flestum sviđum. Íslenzk stjórnvöld
hafa átt í árangursríkum viđrćđum viđ frćndţjóđir
okkar Dani og Norđmenn um öryggis- og varnar-
mál og nú er komiđ ađ Ţjóđverjum.

   Ţjóđverjar eru eitt af öflugustu ríkjum Evrópu,
ekki síst á hernađarsviđinu. Ţýzkar herflugvélar
nota mjög oft Keflavíkurflugvöll til millilendinga,
ţannig ađ ţýzk nćrvera er ţegar fyrir hendi.

   Vonandi ađ viđrćđurnar á morgun séu ađeins 
upphaf af stórauknum pólitískum samskiptum
Íslands og Ţýzkalands. 

Skýr skilabođ. Rúm 80% framsóknarfólks vill óbreytta stjórn


    Skv. skođanakönnun í Fréttablađinu í dag er
rúm 80% framsóknarfólks  sem vill óbreytt
ríkisstjórnarsamstarf áfram. Ţarna eru mjög
skýr skilabođ ađ rćđa  til flokksforystu Fram-
sóknarflokksins frá kjósendum flokksins um
ađ halda beri áfram samstarfinu viđ Sjálfstćđis-
flokkinn ţrátt fyrir fylgistapiđ í kosningunum.

   Svona afdráttarlaus afstađa hins almenna
framsóknarmanans hlýtur ađ auđvelda flokks-
forystunni ađ ákveđa framhaldiđ. Ađ fara gegn
yfirgnćfandi meirihluta kjósenda flokksins
getur ekki orđiđ niđurstađan, ef á ađ byggja
upp flokkinn á ný.

    Skilabođin eru skýr. - Eftir ţeim ber ađ fara!

    


Framsókn styđji áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf!



   Ađ hika er sama og ađ tapa hvađ varđar ađ
taka mikilvćgar ákvarđanir. Fyrir Framsóknar-
flokkinn er mjög mikilvćgt ađ ákveđa sem allra
fyrst ađ halda núverandi stjórnarsamstarfi
áfram, svo framarlega sem hugsađ er um ţjóđ-
arhag og ţađ ađ ţađ takist  ađ byggja flokkinn
upp á ný.

   Í Morgunblađsleiđara í dag segir. ,,Auđvitađ
eru mismunandi sjónarmiđ innan beggja flokka.
Auđvitađ eru ţeir framsóknarmenn til, sem
telja, ađ flokkur ţeirra eigi ađ standa utan
stjórnar um skeiđ eftir afleita útkomu í kosning-
unum. En ţeir framsóknarmenn hljóta líka ađ
íhuga eftirfarandi: flokkur ţeirra hefur tekiđ
ţátt í ţví međ Sjálfstćđisflokknum ađ leiđa
ţjóđina upp úr djúpri efnahagskreppu, sem
gekk yfir  í lok níunda áratugarins og í byrjun
hins tíunda. Ţađ var erfitt  en stjórnarflokkarnir
náđu sameiginlega glćsilegum árangri. Nú eru
allir sjóđir fullir og flokkarnir geta á nýju kjörtíma-
bili einbeitt sér ađ uppbyggingu heilbrgđiskerfi-
sins og velferđarkerfisins. Er eitthvađ vit í ţví
frá sjónarhóli Framsóknarflokksins ađ láta ađra
flokka um ađ útdeila ţeim gćđum? Auđvitađ ekki."

  Nei, auđvitađ ekki! Ţar ađ auki er lykilatriđi viđ
uppbyggingu flokksins ađ flokkurinn starfi áfram
í farsćlli ríkisstjórn, ţar sem formađur flokksins
verđur virkur viđ skákborđ stjórnmálanna, landi
og flokki til heilla.

   Vegna sterkrar stöđu ríkisfjármála í dag er
tćkifćri til ađ gera sérstakt átak í ţví ađ  efla
og styrkja heilbrigđiskerfiđ og velferđarkerfiđ
almennt ennfrekar. Löngum má gott bćta. 
Ţá lykilkröfu á Framsóknarflokkurinn ađ gera
viđ endurnýjun stjórnarsamstarfsins. Međ ţađ
veganesti í farteskinu ţarf flokkurinn engu
ađ kvíđa viđ ađ ná vopnum sínum og fótfestu
á ný.



Ađ afvopna formanninn og setja út á tún ?



    Eđlilega ţurfa framsóknarmenn ađ ráđa ráđum
sínum eftir mesta fylgistap í 90 ára sögu flokksins.
En ástćđulaust er samt ađ fara algjörlega á taug-
um. Öll él birta upp um síđir, líka í pólitík.

   Stađreynd er ađ ríkisstjórnin helt velli eftir 12
ára farsćl ár í ţágu lands og ţjóđar. Annar 
stjórnarflokkurinn vann sigur, hinn ekki. Fylgis-
tap Framsóknarflokksins er hins vegar alls ekki
stjórnarţátttökunni ađ kenna. Hún er hins vegar
innanflokksvandamálum Framsóknarflokksins ađ
kenna til margra ára. Ţađ leiddi síđar til ţess ađ
nýr formađur. Jón Sigurđsson, tók viđ flokknum,
og hefur á ţeim fáu mánuđum sem formennsku
hans hefur notiđ   tekist ađ ná heildarsáttum í
flokknum. Of skammur tími er hins vegar frá ţví
ađ ţess hafi fariđ ađ gćta í fylgisaukningu. Jón
nýtur samt mikils trausts innan flokksins og virđ-
ingar, og óhćtt er ađ segja ađ enginn er ţessa
stundina í sjónmáli ađ taka viđ af honum, til ađ
viđhalda ţeirri  flokkslegri sátt sem nú hefur 
náđst, sem er frumforsenda ţess ađ hćgt verđi
ađ byggja flokkinn upp á ný.

    Á höfuđborgarsvćđinu hefur flokkurinn átt
erfiđast uppdráttar. 12 ára seta hans í hrćđslu-
bandalagi vinstrimanna, R-listanum,  er ţar ađal
orsakavaldurinn. Langan tíma tekur ađ vinna ţar
upp fylgiđ, og fyrir ţađ galt formađurinn 12 maí sl.

   Ein frumforsenda ţess ađ Jóni Sigurđssyni takisti
ađ byggja upp flokkinn er sú,  ađ hann fái ađ taka 
fullan ţátt í stjórnmálabaráttunni, bćđi utan en ekki
síst INNAN ţings og ţá sem ráđherra. Hann einfald-
lega VERĐUR m.o.ö ađ fá ađ sitja viđ skákborđ stjórn-
málanna eins og flokksleiđtogar annara flokka.
Annars hefur hann veriđ afvopnađur og settur út á
tún. Er ţađ ásetningur ţeirra sem nú  tala hćđst
innan flokksins um ađ leggja árar í bát og nánast ađ
gefast upp?  Ţví ţađ er algjörlega ljóst ađ verđi
formanninum fórnađ á ţennan hátt ţurfa ţeir hinir
sömu ekki ađ hafa áhyggjur af uppbygginu flokksins
nćstu árin.

    Núverandi stjórnarmynstur yrđi best fyrir ţjóđina
eins og sannast hefur s.l. 12 ár. Fyrir uppbygginu
Framsóknarflokksins yrđi besta leiđin ađ viđhalda
ţví stjórnarsamstarfi, enda naut ţađ 87% stuđnings
framsóknarmanna fyrir kosningar. Um leiđ yrđi tryggt
gott leiđtogaefni fyrir flokkinn. Leiđtogi, sem mun
takast ađ byggja upp flokkinn á ný, fái hann til
ţess stuđning og nćgjanlegt pólitísk olnbogarými.

 

 

Ríkisstjórnin áfram og ekkert bull


   Ríkisstjórnin helt velli og á ţví ađ halda áfram.
Annađ stjórnarmynstur yrđi ekki farsćlt fyrir
ţjóđina. Fylgistap Framsóknarflokksins skrifast
á gömul flokksvandamál en alls ekki á ţátttöku
í núverandi stjórnarsamstarfi. Nýr formađur
hefur náđ heildarsátt í flokknum á ţeim fáu
mánuđum sem hann hefur gengt formennsku.
Ţađ var hins vegar ekki nćgur tími til ađ skila
sér í auknu fylgi ađ ţessu sinni. Jón Sigurđsson
er eini mađurinn í dag sem getur hldiđ flokknum  
saman og byggt hann upp. Ţađ gerir Jón alls ekki
utan skákborđs stjórnmálanna. - Ţess vegna er
áframhaldandi ríkisstjórnarţátttaka lykilatriđi
međ Jón sem ráđherra og ađgengi ađ umrćđum
á Alţingi Íslendinga, ef meiningin er ađ byggja
flokkinn upp á ný,

   Grasrótartal og naflaskođun eru kannski góđra
gjalda verđ. En ađ slíkt gerist í áhrifalausri stjórn-
arandstöđu međ flokksleiđtogan nánast úti á túni
er pólitískt út í hött!

   Svokölluđ ,,Viđeyjarstjórn" yrđi ekki góđ stjórn
fyrir Ísland. Reynslan sýnir ţađ.  Vinstri-stjórn
yrđi alverst. - Ţví á núverandi ríkisstjórn ađ halda
áfram, ţađ yrđi Íslandi fyrir bestu eins og dćmin
sanna s.l 12 ár.  - Ţađ er lykilatriđiđ, og ekkert
bull međ ţađ lengur!

Framsókn nógu góđ sem hćkja vinstriaflanna


   Málflutningur vinstriflokkanna er undarlegur svo
ekki sé meira sagt. Á sama tíma og forkólfar vinstri-
aflanna segja Framsókn ekki vetur á setjandi, og
sé orđiđ meiriháttar laskađ fley án haffćraskirteinis,
er Framsókn bođiđ í vinstristjórn eđa beđin um ađ
veita slíkri vinstristjórn hlutleysi, međ ţá formann
sinn áhrifalausan utan ţings.   M.ö.o í stađ ţess
ađ vera hćkja íhladsins ađ ţeirra mati er Framsókn
bođin til ađ vera meiriháttar hćkja vinstriaflanna í
ţeirra ríkisstjórn. Ţessi málflutningur dćmir sig
sjálfur og sýnir hvađ tvískinningurinn er mikill hjá
ţessu vinstraliđi.

  En auđvitađ munu ríkisstjórnarflokkarnir endur-
nýja samstarf sitt nćstu daga. Jóni Sigurđssyni
gefst ţá tćkifćri ađ byggja upp flokkinn á ný,
verki sem hann var rétt byrjađur á. - Ţađ verk
verđur auđveldara í áframhaldandi farsćlu
stjórnarsamstarfi, af augljósum ástćđum, sem
óţarft er ađ tíunda hér.......
  

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband