Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Látum hart mæta hörðu gegn Bretum ! Og FLEIRUM!


   Svo virðist sem Bretar og Hollendingar ætli að koma í veg fyrir
lánafyrirgreiðslu Aðþjóðagjaldeyrissjóðsins  (IMF) ef ekki verði
gengið að afarkostum þeirra varðandi svokallaða Icesave reikn-
inga. Gerist það á að láta hart mæta hörðu, sérstaklega gagnvart
Bretum, sem hafa beitt okkur hryðjuverkum í þessu máli.

   Hafa Bretar og Hollendingar neitunarvald í stjórn IMF ? Eru
þeir ekki vanhæfir í stjórn IMF komi þeir að afgreiðslu láns til
þess ríkis sem þeir standa í stríði við?  Er hægt að misnota
IMF í pólitískum tilgangi?

  Komi það í ljós eftir helgi að Bretar beiti IMF í pólitískum til-
gangi gagnvart Íslandi er kominn tími til kröfugra aðgerða
íslenzkra stjórnvalda gagnvart Bretum. Sendiherrann verði
umsvífalaust kallaður heim. Frestur gefinn í viku til að bresk
stjórnvöld afnemi hryðjuverkalögin og endurskoði afstöðu
sína.  Að öðrum kosti verður slitið stjórnmálasambandi við
Bretland. Þá ber að taka undir sjónarmið Þórarinns V  Þórar-
innsonar í Fréttablaðinu í gær, að afturkalla nú þegar boð um
að breskur her annist hér loftvarnir á jólaföstu. Það sé viðlíka
fjarstæða og að Bandaríkjamenn bæðu Al-Kaída um að annast
loftvarnir yfir New York.

  Forsætisráðherra hefur upplýst að Íslendingar muni EKKI
láta kúga sig í þessu máli. Frekar höfnum við láninu frá IMF.
Hárrétt hjá forsætisráðherra!  Og hárrétt hjá forsætisráð-
herra að hafa leitað formlega til vina okkar Kínverja um að-
stoð. Og hárrétt hjá forsætisráðherra að halda öllu opnu
gagnvart vinum vorum Rússum. - Ætti sjálfur að heimsækja
þá næstu daga eða bjóða Pútín forsætisráðherra í skyndi-
heimsókn til Íslands komi í ljós að Bretar komi því í gegn
að Ísland fái ekki lánafyrirgreiðslu  frá IMF. - Ný og gjör-
breytt staða yrði þá komin í utanríkismál Íslendinga.

   Síðast og ekki síst þurfa þeir sem enn stjórna utanríkis-
ráðuneyti Íslands að fara að gera það upp við sig hvort
þeir ætla að styðja við íslenzka hagsmuni eða erlenda í
þeirri sjálfstæðisbaráttu sem framundan er. - Til þessa
hefur hagsmunagæsla utanríkisráðuneytisins varðandi
það að halda uppi  málstað Íslendinga gagnvart fram-
komu Breta verið ráðuneytinu til báborinnar skammar.
- ESB glýjan virðist þar ein ráða allri för og sýn.......
mbl.is Styðja illa Íslendinga hjá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli að kastað sé í Alþingishúsið


   Þótt eðlileg reiði sé í þjóðinni út í hvernig fjárglæframenn,
misvitrir stjórnmála- og embættismenn hafa komið fyrir málum,
má ekki sú reiði  beinast  að verðmætum í  eigu  þjóðarinnar.
Alþingishúsið er eitt þeirra, og gjörsamlega út í hött að láta
reiði sína bitna á því. - Þess utan er Alþingi sá vettvangur sem
þjóðin ræður málum sínum.  - Krafan um kosningar sem fyrst,
þar sem allsherjar uppstokkun fari fram í íslenzkum stjórmálum,
eins og í þjóðfélaginu öllu, er afar skiljanleg, og sem stjórnvöld
verða að virða. 

  Það eru miklir umbrotatímar framundan í íslenzku samfélagi.
Mikilvægt er að sú umbreyting rati í réttan farveg svo íslenzk
þjóð  geti vaxið og dafnað á ný sem slík. -  Róttæk þjóðfylking
á  þjóðlegum grunni verður vonandi niðurstaðan á stjórnmála-
sviðinu. 

 


mbl.is Eggjum kastað í Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

And-þjóðfélagsleg afstaða ungra Vinstri grænna


   Ef  Ung vinstri græn láta verða af því að hvetja fólk til að
henda reikningum sínum í ruslið fyrir farman Alþingi í dag,
eru það vítaverð and-þjóðfélagsleg afstaða. Því verður
ekki annað trúað en að Steingrímur J. Sigfússon formaður
flokksins, grípi í taumanna, og komi vitinu fyrir ungliðanna.

  Ef allir færu að dæmi Ungra vinstri grænna myndi hér verða
þjóðargjaldþrot á skömmum tíma. Allt færi í endalegt strand.
Er það slíkt ástand sem Ungir vinstri grænir eru að kalla
eftir? Nú þegar peninga- og gjaldeyriskreppa varir? Er það
aðal hugsjón hinna alþjóðasinnuðu ungliða í Vinstri grænum
að keyra Ísland í endanlegt gjaldþot?

  Í viðtali á Stöð 2 í fyrrakvöld við hagfræðing kom skýrt fram
að ef fólk í einhverju mæli hætti að borga reikninga sína
myndi það strax hafa keðjuverkandi áhrif og þjóðargjald-
þrot blasti við. Ellilífeyrisþegar myndu t.d hætta ð fá greið-
slur úr lífeyrissjóðum sínum og allt í þeim dúr.

  Auðvitað eiga margir erfitt í dag að standa í skilum. En að
hvetja almennt til vanskila og að reikningum sé hent  í
rúslið, er svo and-þjóðfélagsleg afstaða, að ekki fá orð
lýst.

Guðm.Ólafsson missir ESB-trúna


   Sá söguleigi atburður gerðist í morgunþætti Útvarps Sögu hjá
Sigurði G Tómanssyni, að Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, og
mikill ESB-og evrusinni til margra ára, lýsti frati á hvort tveggja.
Sagði að með inngöngu A-Evrópuríkja í ESB væri sambandið orðið
nánast gjaldþrota, og mikill krepputími þar framundan. Þá sagði
Guðmundur það allt of langan tíma taka að Ísland tæki upp evru.
Alls konar hindranir væru í því sambandi. Í stað þess ættu Íslend-
ingar að taka upp dollar. Það tæki bara nokkra mánuði.

   Þessi yfirlýsing Guðmundar kom fram í lok þáttarins, sem verður
endurtekinn.  Vert er að vekja athygli á þessu, því Guðmundur hefur
farið fyrir öflugu ESB-trúboði á s.l árum.
mbl.is Gjaldþrotum fjölgar í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Esa á villigötum - mismunar ríkjum á EES- svæðinu


  ESA eftirlitsstofnun EFA hefur sent íslenzkum yfirvöldum
fyrirspurnir varðandi neyðarlögin sem Alþingi setti í kjöl-
far bankahrunsins.  Einnig varðandi innistæður á sapri-
reiknigum íslenzku bankanna hérlendis og erlendis með
tilliti til jafnræðis.  Í þeim tilgangi að ganga úr skugga um
hvort allt þetta samrýmist EES-samningnum.

  En hvað með bresk stjórnvöld? Þau settu ekki bara neyðar-
lög á íslenzkan banka í Bretlandi, heldur hryðjuverkalög. Sem
olli því m.a að annar ísl. banki í Bretlandi sem hafði EKKERT
til sakað unnið komst í þrot, og þar með lang stærsta fyrir-
tæki Íslands.  Þarna ÞVERBRUTU bresk stjórnvöld öll grunn-
regluverk ESB og þar með EES-samningsins.

   Hvers vegnar gerir ESA  EKKERT í brotum Breta? Á ekki að
gæta jafnræðis fyrirtækja á EES-svæðinu? Geta stjórnvöld þar
bara keyrt þar fyrirtæki í þrot með hryðjuverkalögum án þess
að viðkomandi fyrirtæki hafi nokkuð til sakað unnið? Og án þess
að ESA hafi við það nokkurt að athuga?

   Svo virðist að ESA sé hér á algjörum villigötum og mismunar
fyrirtækjum á ríkjum á EES-svæðinu að geðþótta! Og á ekki einu
sinni  að koma athugasemd um það til eftirlitsstofnunarinnar?

 
mbl.is Eftirlitsstofnun EFTA spyr um neyðarlögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá forsætisráðherra, en ekki hjá forsetanum !


   Geir H Haarde forsætisráðherra á hrós skilið að koma með þá
yfirlýsingu að Íslendingar láti hvorki  Breta eða ESB kúga sig 
varðandi lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. En allt bendir
til að Bretar og einstök ríki ESB ætli að koma í veg fyrir lánið
nema Íslendingar gangi að afarkostum Breta og Hollindinga.
Kröfum sem eru gjörsamlega út úr kortinu, auk þess að stand-
ast engar alþjóðlegar reglur eða skuldbindingar.

  Komi það í ljós eftir helgi að Bretar og ríki ESB ætla að misnota
stöðu sína í Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, hlýtur það að hafa víðtæk-
ar pólitískar afleiðingar. Stjórnmálasamband við Bretland væri sjálf-
krafa hætt. Viðhorf þjóðarinnar myndi gjörbreytast til ESB. Ísland
yrði í kjölfarið að leita sér nýrra vina, eins og raunar forsætisráð-
herra gaf í skyn við upphaf deilunar við Breta og beitingu hryðju-
verkalaga þeirra gegn íslenzkum hagsmunum. - Nato-aðild yrði
sömuleiðis í hættu. Því það að annað Nato-ríki beiti öðru Nato-
ríki hryðjuverkalögum er einsdæmi, og verður ekki þolað lengur.

   Forseti Íslands skuldar enn þjóðinni skýringa. Hvers vegna
hætti hann opinberri heimsókn sinni til Þýzkalnds nú í lok
október? Hafi einhvern tímann verið þörf fyrir forseta að
heimsækja vinveitta öfluga þjóð þá er það einmitt á þessum
tímum. Útskýra málstað Íslands og fá stuðning, en Þýzkaland
er eitt áhrifamesta ríki ESB. - Hvers vegna aflýsti forsetinn
þessari mikilvægu heimsókn á ögurstundu?  Þjóðin á heimt-
ingu að fá svar við því !
mbl.is Við hættum frekar við lánið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DV á að skammast sín !


   Hvað gengur rítstjórn DV eiginlega til? Að stilla lögreglunni
upp gegn fólkinu í landinu. Á forsíðu DV í dag  er feitletrað eins
og stríðsyfirlýsing. ,,VÍGBÚAST GEGN FÓLKINU"  Þar er sagt að
lögreglan stórauki getu sína til valdbeitingar. Sex nýir óeirðarbílar
séu væntanlegir, rafbyssur, og strætó útbún sem fjarskiptamið-
stöð óeirðalögreglu. Allt til að vígbúast gegn fólkinu í landinu. 
En öllu þessu  vísar bæði Ríkislögregustjóri og lögregla höfuð-
borgarsvæðisins algjörlega á bug sem lýgi og uppspuna.

   Hverskonar rugl  er þetta?  Hér er meiriháttar verið að sá
tortryggni og óvild í garð lögregluyfirvalda. Þeirra sem við
borgarar þessa lands treystum á  að komi okkur til hjálpar
í nauð, auk þess að halda uppi lögum og reglu í landinu.
Að ala á slíkri tilhæfulausri tortryggni gegn löggæslunni er
ekkert annað en anarkismi af verstu sort.

  DV og ritstjórn þess ætti að hundskammast sín og biðjast
afsökunar. -
mbl.is Segir frétt DV uppspuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látum Breta og ESB ekki kúga okkur !


   Ef Bretar og ESB beita okkur þeirri fjárkúgun, að til þess að
Ísland fái lán úr Alþjóða-gjaldeyrissjóðnum og fyrirgreiðslu úr
neyðarlánasjóði ESB, verði Ísland fyrst að ganga að ofurkostum
Breta varðandi Icesave-reikninganna í Bretlandi, þá liggi það
skýrt og klárt fyrir, að Íslendingar munu ALDREI láta kúga sig
með þeim hætti. - Fjárkúgun Breta og framkoma gagnvart Ís-
lendingum er með hreinum eindæmum. Ef kemur í ljós á morgun
að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn neiti Íslandi um lán ef það gangi
ekki að ofurkostum Breta, þá verður einfaldlega ekkert af slíku
láni. Og bara Guðs sé lof með það, eins og allt bendir til hvernig
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn vinnur.

   Annars er það furðulegt að þessi þingmannanefnd EFTA og
EES okkar,  sem er nýkomin frá Brussel, skuli ekki hafa  haft mann-
dóm í sér að bera fram hörð mótmæli, vegna hryðjuverkalaganna
sem Bretar settu gegn íslenzku fyrirtæki í Bretlandi  og sem eru
enn í gildi. Því þau ÞVERBRJÓTA  klárlega allt grunnregluverk ESB.

  Hvers vegna var það ekki gert? Hefur réttur smáríkisins Íslands
EKKERT að segja í regluverki ESB?  EKKERT ! - Og svo vilja sumir
ganga þessu sambandi ALGJÖRLEGA á hönd !

    
mbl.is Þingmenn EFTA hafa áhyggjur af Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vara-formaður í vanda


    Ljóst er að vara-formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir,  er komin í verulegan pólitískan vanda.
Vegna persónulegra tengsla og hagsmuna hennar við Kaup-
þing, bendir allt til þess, að aðkoma hennar að bankahruninu
á vegum ríkisstjórnarinnar hefur byggst  á mikilli vanhæfni. -
Þá skýrist hin mikla óvild hennar í garð seðlabankastjóra í ljósi
alls þessa. Og í gremju sinni má einnig skoða yfirlýsingu hennar
um að opna á aðildarviðræður við ESB og upptöku evru. Ein-
ing flokksins virðist ekki einu sinni skipta hana  máli lengur.
Einskonar hefndaraðgerð í bullandi vanhæfni.

   Hafi framtíðardraumar Þorgerðar byggst á að verða fram-
tíðarformaður Sjálfstæðisflokksins, virðast þeir aldrei eins
fjarri en nú. - ESB-sinnum innan flokksins verða nú að leita
að einhverjum öðrum. - Vonbrigði þeirra hlýtur að vera mikil.
Og áfallið eftir því...

Allt of mikil bölsýni í gangi


   Bölsýni og svartsýni er það alversta sem komið getur fyrir
þjóðina í dag. Hægur vandi er að magna upp og tala upp
kreppuástand. Gera slæmt miklu verra. Það þarf svo lítið
til að magna upp neikvætt hugarástand. Hugarástand
heillar þjóðar.

  Vissulega hefur þjóðarbúið orðið fyrir áfalli. Það hefur gerst
oft áður, og þjóðin unnið sig fljótt upp. Það sama mun gerast
nú. Kannski mun hraðar en nokkur grunar.

  Tvær mjög jákvæðar fréttir í dag. Vöruskiptajöfnuðurinn við
útlönd er hagstæður annan mánuðinn í röð. Og það sem meira
er. Mesti afgangur á vöruskiptum frá því að mælingar hófust.
Í kjölfar þessa mun krónan styrkast, og alveg sérstaklega
þegar gjaldeyrisvarasjóðurinn eflist á næstunni. En samfara
styrkingu krónunar, lækkar verðbólga og vextir.

  Þær miklu skuldir sem men tala um og sú skuldasúpa sem
menn segja þjóðina komna í er allt byggt á getgátum. Þegar
upp verður staðið er eins líklegt að þjóðarbúið og ríkið standi
mun betur en svartsýnir tala um í dag.

  Um 80% af erlendum skuldum voru komnar vegna bankanna.
Töluverður hluti þeirra skulda minnka vegna eigna sem koma
á móti. Það sem eftir stendur hlýtur að verða tap hinna erlendu
lánadrottna. Ríkið er ekki ábyrgt af slíkum skuldum. Nema þá
af litlum hluta vergna innlánsreikninga skv. lögum og reglum
þar um. - Því það hlýtur að meiga treysta því að ríkið taki ekki
á sig meiri skuldbindingar erlendis en reglur segja til um. Al-
þingi Íslendinga hefur ekki leyfi til að samþykkja slíkt.

  Þau stóru lán sem ríkið er að taka til eflingar gjalldeyrisforð-
ans til styrktar krónunni, er alls ekki víst að þurfi að nota
nema að hluta. Enginn getur sagt um það með vissu í dag.
Allar horfur eru á öflugum útflutningi á næstunni umfram inn-
flutning, sem þýðir að krónan á eftir að fara til baka mun fyrr
en menn hafa spáð.

  Ríkisstjórnin á að gera allt í dag til að efla eftirspurn innan-
lands. Allt verður að gera til að vinna gegn atvinnuleysi. Hafa
sumir hagfræðingar jafnvel hvatt til aukinnar seðlaprentunar
innanlands til að auka eftirspurn. Því ljóst er að hluti af þeim
uppsögnum sem dunið hafa yfir að undanförnu er af sálrænum
toga. 

   Bölsýni!

 


mbl.is Mesti afgangur á vöruskiptum frá því mælingar hófust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband