Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Hvað eru svona menn að gera á þingi ?


   Þetta er alveg með ólíkindum? Kristján Þór Júlíusson sem  
fer fyrir Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa
gert upp hug sinn í Evrópumálum, eins og svo margir aðrir.
En ætla samt að sætta sig við  og  þá  væntanlega styðja
niðurstöðu nefndarinnar engu að síður hver sem hún verður.

  Já það er alveg með ólíkingum að kjörnir þingmenn á Alþingi
Íslendinga skuli ekki hafa skoðun á stærsta stórpólitíska
hitamáli lýðveldisins. Látum vera að óbreyttir flokksmenn
hafi ekki allir gert upp hug sinn. En að þingmaður á Alþingi
Íslendinga eins og Kristján Þór skuli opinbera svona algjört
skoðanaleysi sitt á málinu, en vera samt tilbúinn til að láta
einhverja nefnd móta hana fyrir sig, er svo gjörsamlega út
í hött og algjör vanvirða  gagnavrt Alþingi og hagsmunum
þjóðarinnar.

  Skyldi það vera tilviljun að Geir H Haarde hafi valið slíkan
mann sem formann Evrópunefndar flokksins? Mann sem er
svona gjörsamlega beggja blands? -  Og hvað með hann
sjálfan? Er Geir tilbúinn til að skipta um grundvallarskoðun
í málinu? Bara með hliðsjón af niðurstöðu nefndar?

  Verða aðildarviðræður samþykktar á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins er um grundvallarbreytinu flokksins að ræða í Evrópu-
málum.  Því enginn ESB-andstæðingur samþykkir slíkt. - En
þar með hefur Sjálfstæðisflokkurinn lúffað algjörlega fyrir Sam-
fylkingunni, eins og í svo mörgum öðrum málum að undanförnu
undir stjórn Geirs og Þorgerðar Katrínar.  

 
mbl.is Evrópunefndin ekki einhliða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bað Geir ESB um að undirbúa aðild ?


   Stækkunarstjóri ESB Olli Rehn segir ESB undirbúa sig undir
að Ísland sæki um aðild að sambandinu strax á fyrri hluta
næsta árs.  Þetta eru stórtíðindi.  Því varla segir stækkunar-
stjórinn þetta án þess að hafa góðar heimildir fyrir því að
aðildarumsókn Íslands sé á leiðinni.

   Geir H Haarde forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðis-
flokksins hefur svo oft skipt um grundvallarskoðanir í stór-
málum að undanförnu, að vel má trúa því að hann hafi
gefið utanríkisráðherra grænt ljós á umsókn. Alla vega er
þegar hafin undirbúningur að samningsmarkmiðum í utan-
ríkisráðuneytinu skv. upplýsingum utanríkisráðherra.
Ekki er langt síðan Geir gjörbreytti afstöðu sinni í Icesave-
málinu, og er nú að leggja á gríðarlegan skuldaklafa á
komandi kynslóðir til þóknunar Brusselvaldinu og Ingi-
björgu Sólrúnu, sem hefur frá upphafi legið hundflöt í
því máli.

   Hvað segja sjálfstæðismenn sem andvígir eru aðild Ís-
lands að ESB við þessu?  Krefjast þeir ekki einu sinni
skýringa á því hvers vegna ESB er nú á fullu að undir-
búa aðildarumsókn að ESB? Og það löngu áður en lands-
fundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn?  Verður það
þá þannig að þegar til landsfundar kemur  horfi  lands-
fundafulltrúar upp á orðinn hlut? Geir og Þorgerður Katrín
hafi samþykkt aðildarumsókn að ESB! 

   Landsfundurinn bara til málamynda.......
mbl.is ESB býr sig undir umsókn frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver eru samningsmarkið Samfylkingarinnar ?


    Samfylkingin vill ólm koma Íslandi inn í Evrópusambandið.
En hver eru samingsmarkmið  Samfylkingarinnar í aðildarvið-
ræðum?  Engin?  Hvar og hvenær hafa slík samningsmarkið
verið kynnt þjóðinni?  Aldrei!

   Hvernig á að túlka slíkt? Er Samfylkingin tilbúin til að undir-
gangast allar kröfur sambandsins?  Hversu óhagstæðar þær
eru íslenzkum hagsmunum?  Tilbúin að lúffa í öllu og beygja
sig í duftið fyrir nánst hverju sem er?

   Hvað með sjávarútveginn? Hversu langt er Samfylkingin til-
búin að ganga í að afhenda Brusselvaldinu yfirráð yfir einni
dýrmætustu auðlind þjóðarinnar? Og hvað með kvótann? Eiga
útlendingar að fá að fjárfesta á fullu í íslenzkri útgerð, komast
þannig yfir kvótann og þannig bakdýramegin inn í íslenzka fisk-
veiðilögsöguna?

  Hvað með greiðslur í alla sukksjóði ESB? Hversu marga mill-
jarða er Samfylkingin tilbúin til að greiða umfram það sem til
baka kemur? Og hvað með landbúnaðinn? Á að rústa honum
endanlega með inngöngu Íslands að ESB?  Bændasamtökin
óttast það og hafna því aðild af ESB. Hver eru samningsmark-
mið Samfylkingarinnar í landbúnaðarmálum?

  Þetta eru bara örfá atriði sem verða að liggja fyrir í samnings-
markmiðum við ESB ef viðræður hefjast um aðild Íslands að ESB.
En hvers vega í ósköpunum hefur þá Samfylkingin ekki unnið
heimavinnu sína og kynnt þjóðinni? - Þjóðin á heimtingu á að fá
að vita um slíka grundvallarþætti. -  Nema að Samfylkingin sé svo
gjörsamlega sama um allt er varðar íslenzka hagsmuni, að hún
telji öll samningssmarkmið óþörf - Sem verður að teljast skýringin. 
Því annars hefðu samningsmarkmiðin legið ljós fyrir í dag - og það
fyrir all löngu síðan....

 


Skálmöld í ESB-ríki !


   Nú geysir raunveruleg skálmöld í einum af aðildarríkjum ESB.
Þrátt  fyrir  ESB-aðild  Grikklands og  þrátt  fyrir evruvæðingu
Grikklands ríkir þar allsherjar upplausn og efnahagslegt hrun.
Bullandi atvinnuleysi hefur verið þar um langt skeið og efnahags-
legur óstöðugleiki. Og allt gerist þetta þrátt fyrir ESB og evru. -
Eða kannski vegna þess!

  Enn eitt dæmið um hversu áróður ESB-sinna á Íslandi er á
miklum villigötum. Byggður á raunverulegu trúboði eins og hjá
forkólfum  ASÍ. - Þarna er enn eitt ESB-ríkið komið í bullandi
ógöngur.  Spánn er svo á leiðinni með allt að 15% atvinnuleysi,
þrátt fyrir ESB, evru og kratastjórn.

  En um þetta má að sjálfsögðu ekki tala við ESB-trúboðið   á
Íslandi. -  Allavega  óviðeigandi.... 
mbl.is Óvinir lýðræðisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankamálaráðherra segi af sér !


   Hver trúir því að yfirráðherra bankamála á Íslandi hafi ekki
vitað að endurskoðanafyrirtækið KPMG hafi verið að vinna fyrir
skilanefnd gamla Glitnis í heila  tvö  mánuði? En KPMG var
endurskoðandi gamla Glitnis og félögum tengd því.

   Hvar í veröldinni gæti annað eins og þetta hafa gerst?  Að
endurskoðandi endurskoði eftir sjálfan sig ?  Og það eftir heilt
bankahrun eins og í þessu tilfelli! - 

   Enn eitt dæmið hvernig bankamálaráðherra sefur á vaktinni
hvað eftir annað. - Rumskar eikki einu sinni fyrr en um seinan.

  Slíkur ráðherra á og verður að segja af sér strax! Hin alvarlegu
mistök hans eru þegar orðin allt of mörg!

mbl.is Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt verður Framsókn að falli !


   Allt verður Framsókn að falli. Nú reynir þingmaður
Framsóknarflokksins, Siv Friðleifsdóttir að  efast  um
framgöngu fjármálaráðherra gagnvart brezkum yfir-
völdum útaf Icesave og þá væntanlega skilning á að
brezk stjórnvöld beittu Íslandi  hryðjuverkalögum.
Hér kveður við allt annar tónn hjá Framsókn, því Guðni
Ágústsson fyrrv. formaður Framsóknar gékk manna
fremstur í gagnrýni á yfirgang Breta og krafðist þess
að Ísland sliti stjórnmálasambandi við þá vegna fram-
komu þeirra.

  Já svo sannarlega kveður nú við annan tón. Enda
Framsókn komin undir stjórn Evrópusinna, og virðist
því tilbúin að beygja sig í duftið. Það er ömurlegt að
horfa upp á hvernig komið er fyrir elsta stjórnmála-
flokki landsins. Jafnvel tilbúinn að taka upp hanskann
fyrir erlenda valdníðslu gagnvart íslenzkri þjóð. Eða
alla vega að tortyggja mástað Íslands gagnvart
slíkri valdníðslu.

  Ekki að furða þótt fylgið hrynji af Framsókn í dag!

  Þessum Framsóknarflokki er ekki lengur viðbjargandi!

  
mbl.is Skilur að Bretar efist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG er ALLS EKKI treystandi í Evrópumálum !


   Nú liggur það fyrir að Vinstri-grænum er ekki treystandi í
Evrópumálum. Sem alls ekki á að koma á óvart. Því þetta er
í raun öfga-vinstri flokkur sem ALDREI mun koma til með að
þjóna þjóðlegum viðhorfum og gildum. Enda málsvai úreltra
sósíaliskra viðhorfa síðustu aldar. Viðhorfa og sjónarmiða sem
löngu urðu gjaldþrota eftir hrun heimskommúnismans. Enda
lausnir VG í efnahagsmálum í dag eftir því. - Peningarnir skulu
vaxa á trjánum, og blátt bann lagt á nýtingu okkar helstu auð-
linda. Niðurstaðan: Stöðnun og  kreppa að eilífu! Enda hrifst
sósíalismi og vinstrimennska ekki af öðru en eymd og volæði.

  Hræsni VG í Evrópumálum er hins vegar orðin algjör, og greini-
lega til þess fallin að geta myndað næstu ríkisstjórn með hinni
ESB-sinnuðu Samfylkingu. Því nú vilja VG láta kjósa tvívegis um
ESB. Allt í nafni svokallaðs lýðræðis að þeirra sögn, þótt þeir
sjálfir segist enn á móti aðild Íslands að ESB. Þvílík lýðræðisást!
Þvílík HRÆSNI!!!

  Hvernig í ósköpunum kemmst stjórnmálaflokkur eins og VG upp
með það að vera jafn tvöfaldur í jafn stórpólitísku hitamáli og aðild
Íslands að ESB? -  Hvernig í ósköpunum getur flokkur viljað láta
kjósa um mál sem hann segist vera á móti?  Hvers konar heil brú
er í slíkum málflutningi? - Að sjálfsögðu ENGIN! Að bera fyrir sig
ást á lýðræði er algjör útúrsnúnungur!  Ef menn eru HEILIR í því
að vera á móti ESB-aðild þá ber þeim að sjálfsögðu heillög skylda
til að GERA ALLT til að koma í veg fyrir það!  Þar á meðal þjóðar-
atkvæðagreiðslu. - Því hvorki meir né minna en fullveldi og sjálf-
stæði þjóðarinnar og yfirráð hennar yfir sínum helstu auðlindum
er í veði. Um slík sjálfsögð grundvallarmál á ekki að þurfa að kjósa!

   Hin öfgakennda alþjóahyggja Vinstri-grænna byggist í raun á
sama grunni og  hin öfgakennda alþjóðahyggja Samfylkingar-
innar. Enda í  báðum flokkum enn veifað rauðum fánum og
internasjónalinn súnginn á viðeigandi tyllidögum.
 
mbl.is Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þátturinn Vikulokin á RÚV undarlegur !


   Verð  að  játa að  finnast hinn hefðbundni þáttur á RÚV,
Vikulokin í gær, harla undarlegan. Hef aldreii vitað  til  þess
að formaður flokks hafi setið þar í einkaviðtali. Og því síður
vara-formaður sama flokks í sama  þætti á  sama  tíma. Hef
aldrei áður heyrt hlustendur fá að hringja inn í þennan þátt
fyrr til að  spyrja  þátttakendur  spurninga. Hef auk  þessa
aldrey heyrt áður  tvö þáttarstjórnendur  stjórna og spyrja
í þessum þætti.

  Hef velt fyrir mér atburðarráðsinni hvernig þetta gerðist.

  Í ljósi sögulegs viðsnúnings forystu Sjálfstæðisflokksins
í Evrópumálum hringdi menntamálaráðherra sem æðsta
vald yfir RÚV, Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir, í Pál Magnús-
son útvarpsstjóra, og bað hann um einaviðtal við forystu
Sjálfstæðisflokksins í þættinum í Vikulokin. Páll brást skjótt
við og fyrirskipaði Hallgrími Thorsteinssyni að verða við
slíkri beiðni. Og sér til halds og trausts fékk Hallgrímur
Vigdísi Jóhönnu Hjaltadóttir að vera með sér sem stjórn-
andi og fyrirspyrjandi. - Kannski út af ósk forystu Sjálf-
stæðisflokksins, því Vígdís kom í lokin með hina mikilvægu
spurningu um Evrópumálin, sem virðist hafa verið aðal til-
gangur viðtalsins. Það er : Að undirbúa þjóðina undir gjör-
breytta stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum.

  Merkileg vikulok! Stórmerkileg!

Þjóðlegt borgaralegt stjórnmálaafl eina svarið !


   Eftir yfirlýsingu formanns Sjálfstæðisflokksins í gær um að
aðildarviðræður að Evrópusambandinu komi til greina, er
ljóst að Sjálfstæðisflokknum  er ekki lengur treystandi í
Evrópumálum. Því ENGINN ljáir máls á aðildarviðræðum að
ESB sem er alfarið á móti aðild Íslands að ESB. Er það ekki
nokkuð ljóst?  Sömuleiðis er ENGINN samþykkur  breytingu
á  stjórnarskránni sem gerir aðild Íslands að ESB mögulega,
ef viðkomandi er alfarið á móti ESB-aðild. Er það ekki nokkuð
ljóst líka?

   Yfirlýsing Geirs kom því verulega á óvart og hlýtur að valda
klofningi í Sjálfstæðisflokknum, eins og Björn Bjarnason hefur
sagt, komi til þess að flokkurinn samþykki aðildarviðræður.
Fyrir öll þjóðlega sinnuð borgaraleg öfl innan Sjálfstæðisflokk-
sins hlýtur þetta að vera geysileg vonbrigði. Og í raun fyrir
ÖLL borgaralega þjóðlega kjósendur. Því hvaða flokkur er í
raun treystandi í dag í Evrópumálum gagnvart þeim sem eru
andvígir aðild Íslands að ESB?  ENGUM!

  Evrópumálin eru þannig vaxin að þau valda meir og minna
klofningi í öllum  flokkum.  Enda eitt stærsta og heitasta póli-
tíska átakamálið frá lýðveldisstofnun. Því þarna er í raun og
veru tekist á um sjálft fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar  og
yfirráðum hennar yfir helstu auðlindunum.  Og í því er engin
málamiðlun til! - Það er ekki flóknara en það.

   Eftir þau tíðindi sem nú hafa gerst hjá formanni Sjálfstæðis-
flokksins er ljóst, að allur sá stóri hópur kjósenda sem kýs
borgaraleg og þjóðleg viðhorf sem grunngildi í stjórnmálum,
og þá andstöðu við ESB-aðild, eru nú nánast á pólitískum
berangri. Mikið tækifæri yrði því fyrir nýtt stjórnmálaafl að
koma fram á þeim pólitíska berangri og hasla sér þar völl.
- Á mið/hægri kanti íslenzkra stjórnmála, með tilheyrandi
uppstokkun  og hreinsun... - Einmitt sem þjóðin er að kalla
eftir í dag!

   

Geir H Haarde klýfur Sjálfstæðisflokkinn !


   Það að Geir H Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins hefur nú
opnað á aðildarviðræður við ESB hlýtur að leiða til alvarlegs
klofnings innan Sjálfstæðisflokksins. Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra hefur látið þau orð falla að samþykki Sjálfstæðis-
flokkurinn umsókn að Evrópusambandinu  muni hann klofna.
Yfirlýsing Geirs er þvi mjög vanhugsuð, en  til þess gerð  að
þóknast Samfylkingunni, og þar með að bjarga ríkisstjórn sem
rúin er öllu trausti. Ömurlegt hlutskipti Geirs.

  Í kjölfar þessa hljóta nú öll ábyrg þjóðleg öfl innan Sjálfstæðis-
flokksins að rísa upp!  Allsherjar uppgjör hlýtur að eiga sér stað
á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í janúar. Mikil ólga skapaðist
starx innan Sjálfstæðisflokksins eftir myndun núverandi ríkis-
stjórar. Þjóðleg öfl innan flokksins gátu aldrei sætt sig við að leiða
helsta Evrópusambandsflokkinn til vegs og virðingar í íslenzkum
stjórnmálum. En þar átti vara-formaður flokksins, Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir stærsta hlut að máli.  Síðan þá hefur allt gengið
flokknum í óhag.  Enda sveik hann þar með sína ÞJÓÐLEGU borg-
aralegu skyldu.

  Mikil tíðindi eru að verða  í íslenzkum stjórnmálum. Allt bendir
til að stofnaður verður ÞJÓÐLEGUR flokkur á BORGARALEGUM
grunni. Flokkur sem ÖLL ÞJÓÐLEG ÖFL geta sameinast í.
Frjálsri íslenzkri þjóð til heilla!
mbl.is Aðildarviðræður koma til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband