Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Skrif Valgerðar furðuleg !
25.4.2008 | 13:39
Skrif Valgerðar Sverrisdóttir vara-formanns Framsóknarflokksins
í Mbl. í dag eru furðuleg. Þar ásakar hún Sjálfstæðisflokkinn um
að vera dragbítur í utanríkismálum eins og að Framsóknarflokkur-
inn hafi þar hvergi komið nálægt á annan áratug. Í Því sambandi
nefnir Valgerður Schengen samstarfið, framboð Íslands til Öryggis-
ráðsins, Kyoto og Evrópumálin.
Hvað varðar Schengen og Öryggisráðið þá var það fyrrverandi
ríkisstjórn sem illu heilli startaði þeim málum, þar sem Halldór
Ásgrímsson þáverandi utanríkisráðherra barðist mjög fyrir því
að koma þeim í höfn. Hvort tveggna RUGL mál. Schengen er
mikill frjárhagslegur baggi á þjóðinni, og þjónar hvergi nærri
hlutverki sínu. Raunar þvert á móti, enda hafa ESB-eyþjóðirnar
Bretar og Írar ekki dottið í hug að gerast aðili að Schengen.
Sama má segja um Öryggisráðið. Meiriháttar fjárhagslegur baggi
á þjóðinni sem almenningur lítur á sem hégóma og sem muni
ekki koma tilmeð að skila sér að neinu leiti til hagsbóta fyrir ís-
lenzka þjóð. - Alveg dæmigert bruðl með opinbert fé.
Hvað er þá eftir af dragbíti Sjálfstæðisflokksins sem Valgerður
talar svo míkið um að hafi verið í utanríkismálum? Evrópumálin?
Í grein Valgerðar segir. ,, Margt bendir til þess að komast hefði
mátt hjá hluta þeirra erfiðleika sem við erum nú í varðandi efna-
hagsmál hefðum við verið í ESB og búin að taka upp evru."
Það var og! Ef þetta er helsti dragbíturinn í utanríkismálum að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur hingað til sagt nei við ESB og evru þá
er það afar góður dragbítur. - Furðulegt að vara-formaður Fram-
sóknarflokksins skuli tala með svona hætti um Evrópumál þvert
á stefnu Framsóknarflokksins í þeim málum, og þvert á viðhorf
formanns flokksins í þessu stórpólitíska hitamáli.
Athygli vakti að Valgerður Sverrisdóttir skrifar undir grein sína
sem alþingismaður, en ekki sem vara-formaður Framsóknarflokk-
sins. Enda skrif hennar og tal um Evrópumál að undanförnu þvert
á núverandi stefnu flokksins í þeim málum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Varnarsamstarf við Breta ótímabært !
25.4.2008 | 00:17
Forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown, segir að Bretar
hafi áhuga á samstarfi um varnir Íslands, m.a með þátttöku í
loftrýmiseftirliti kringum Ísland. Þetta kom fram á fundi hans
með Geir Haarde forsætisráðherra Íslands í gær. En sem kunn-
ugt er þá er búið að semja við Dani og Norðmenn um slíkt eftir-
lit, auk Frakka, og verið er að semja við Kanadamenn um slíka
samvinnu. Þá hafa Þjóðverjar sýnt varnarsamstarfi við Ísland
áhuga, en því miður hafa íslenzk stjórnvöld ekki lokið þeim við-
ræðum.
Samvinna á sviði öryggis- og varnarmála byggist alfarið á
100% trausti og vináttu. Er þjóð treystandi sem einu sinni
hefur hertekið Ísland, og þrívegis beitt því hervaldi eftir
síðari heimstyrjöld ? Verðskuldar slík þjóð 100% samstarf
á sviði öryggis- og varnarmála í dag ? Þjóð sem berst gegn
Íslandi í dag varðandi hvalveiðar, og deilir við Ísland um
mikla hagsmuni varðandi yfirráð yfir sjávarbotninum á Hatton
Rockall svæðinu...
Má ekki varnarsamstarf við slíka þjóð bíða, alla vega enn um
sinn, meðan árgreiningur milli þjóðanna hefur enn ekki verið
jafnaður ?
Varnarsamstarf við slíka þjóð er allavega ótímabær !
Um hvað ræddu þeir Geir og Brown ?
24.4.2008 | 20:47
Nokkuð misvísandi kemur fram í tilkynningum breska forsætis-
ráðuneytisins og þess íslenzka um hvað þeir Geir og Brown ræddu
varðandi Evrópumál á fundi sínum í Dawning-stræti 10 í morgum.
Kemur þetta fram á Eyjunni.is. Í bresku tilkynningunni segir að
þeir Geir og Brown hafi náð samkomulagi um undirbúningsviðræður
háttsettra embættismanna ríkjanna tveggja vegna hugsanlegra
aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins. Slíkar viðræður
séu orðnar líklegri en áður. Á þennan veg segir frá fundi Geirs H.
Haarde forsætisráðherra Íslands og Gordon Brown, forsætisráð-
herra Breta á heimasíðu breska forsætisráðuneytisins.
Hvað er hér í gangi? Ef satt reynist er hér um stófrétt að ræða.
Hvers vegna er ekki frá henni greint í tilkynningu íslezka forsætis-
ráðuneytinu ? Hverju er verið að leyna þjóðinni ?
Forsætisráðherra hlýtur að þurfa að útskýra þessa tilkynningu
breska forsætisráðuneytisins um að undirbúningsviðræður hátt-
setta embættismanna Íslands og Bretlands vegna hugsanlegar
aðildarviðræður Íslands og ESB séu á döfunni !
Varla eru slíkar viðræður ákveðnar nema að þær séu komnar á
dagskrá ríkisstjórnarinnar ?
Er ástæða viljayfirlýsingar vara-formanns Sjálfstæðisflokksins um
endurskoðun á stjórnarskránni vegna ESB-aðildar tengd þessum
fyrirsjáanlegum aðildarviðræðum, sem nú hafa verið kunngerðar
í Dawning-stræti 10 ?
Geir H Harrde forsætisráðherra verðu að upplýsa málið þegar í
stað!
Átökin um stjórnarskrána hafin !
24.4.2008 | 13:45
Það er alveg ljóst að fyrstu alvarlegu pólitísku átökin um aðild
Íslands að Evrópusambandinu hefjast um stjórnarskrána. Verður
henni breytt á kjörtímabilinu með tilheyrandi fullveldisafsali til að
auðvelda ESB-sinnum inngöngu Íslands í Evrópusambandið eða
ekki ? Átökin eru þegar hafin af umræðunni að dæma. Spurning
hvenær áttökin byrja í stjórnarskrárnefndinni og sem mun enda
á Alþingi Íslendinga.
Það er líka alveg ljóst að með afstöðu sérhvers þingmanns til
þessa STÓRMÁLS felst sjálfkrafa afstaða hans í því hvort hann
er hlynntur aðilidinni að ESB eða ekki. Það er alls ekki flóknara
en það! Eða hvernig í ósköpunum getur þingmaður sem segist
vera andvígur aðild viljað jafnframt greiða meiriháttar fyrir slíkri
aðild með breytingu á stjórnarskránni í þá veru ? Það er með
engu móta hægt að útskýra slíkan tvískinnung !
Á næstu misserum mun afstaða þingmanna koma í ljós í þessu
stórpólitíska hitamáli ...
Eftir því verður svo sannarlega tekið !
![]() |
Stjórnarskrárbreytingar forsenda ESB-aðildar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mótmælin beinast í vitlausa átt !
24.4.2008 | 00:46
Mótmæli vörubílstjóra og annara mótmælanda í gær fóru úr
böndum og beindust auk þess í kolranga átt. Því var það sem
upp úr sauð. Mótmælin áttu auðvitað að beinast að ríkisstjórn-
inni, númer eitt tvö og þrjú, en ekki almannareglu, allsherjar-
reglu, og því síður lögreglu og þá landslögum.
Ríkisstjórnin virðist lífa í allt öðrum heimi en almenningur í
landinu. Það er VANDAMÁLIÐ! Fílabeinsturn ríkisstjórnarinnar
er orðin það hár, að þjóðinni er nóg boðið. Ferðalög ráðherra
út og suður í allskyns snobb- og gæluverkefnum í útlöndum,
meðan vandamálin hrúgast upp innanlands, er að fylla mælinn
hjá hinum venjulega Íslendingi. Því eiga hin borgaralegu mót-
mæli að beinast að STJÓRNARRÁÐINU, fyrst og fremst !!!
Auðvitað hafa ráðherrar síðustu mánuði og misseri átt að vera
komnir með þróttmiklar mótvægisaðgerðir gegn hinni efnahags-
legri vá sem steðjar að þjóðinni. Til þess eru þeir kosnir! Það hafa
þeir hins vegar EKKI GERT. - Og nú er að sjóða upp úr meðal
þjóðarinnar. Aldrei hafa eins kröftug BORGARALEG móttmæli
gerst í áratugi og sem áttu sér stað í gær. - Sem sýnir hversu
GJÖRSAMLEGA viðskila ríkisstjórnin er orðin við þjóðina !
Sósíaldemókratismi hefur ALDREI reynst þjóðinni vel. Raunar ætíð
til bölvunnar. -
Núverandi ríkisstjórn er enn eitt dæmið um það !
En vegna þess á hins vegar alls ekki að hengja bakara(LÖGGU)
fyrir smið !
![]() |
Mótmælin fóru úr böndunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Varalið lögreglu er nauðsynlegt !
23.4.2008 | 18:18
Frumvarp dómsmálaráðherra sem felur í sér 240 manna vara-
lið lögreglu er nauðsýnlegt. Hefðu þurft að vera komið t il fram-
kvæmda fyrir löngu, og spurning hvort 240 manna lið sé nægjan-
legt.
Þetta er sagt algjörlega burt séð frá því hvað gerðist í dag
varðandi mótmæli vörubílsstjóra. Þetta er sagt út frá almanna-
öryggi í víðtækustu skilningi þess orðs. Ekki síst í ljósi þess að
Ísland hefur ekki yfir neinum her að ráða, en þá þarf lögreglan
ekki síður að gæta að ytra öryggi ríkisins eins og því innra.
Það er því gjörsamlega út í hött ef Samfylkingin ætlar að reyna
að bregða fæti fyrir áformum dómsmálaráðherra um varalið lög-
reglu. Fyrrverandi ríkisstjórn hafði samþykkt að varalið lögreglu
yrði komið á fót, og því brýnt að frumvarp þess efnis verði sam-
þykkt sem fyrst.
![]() |
Lögreglumaður á slysadeild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Enn einn sendifulltrúinn skipaður
23.4.2008 | 00:25
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur skipað
enn einn sendifulltrúann. Í þessu tilviki sendifulltrúa í málefnum
Palestínuarabba. En Mahmud Abbas forseti Palestínumanna
átti viðdvöl á Íslandi í gær.
Nú er það svo að alltaf er göfugt að vilja stuðla að friði hvar sem
er í heiminum. Hins vegar þarf raunsæið ætið að vera með í för
þegar um slíkt er að ræða, ekki síst ef um lítið land er að ræða
eins og Ísland.
Fundur Abbas í gær með forseta og utanríkisráðherra bar óneit-
anlega keim af auglýsingu en raunsæi. Allir vita að vandamálin
fyrir botni Miðjarðarhafs eru trollvaxinn. Að þeim hafa fjölmargar
þjóðir komið, stórar sem smáar. Norðmenn komu á svokölluðu
friðarferli fyrir mörgum árum, sem rann fljótt út í sandinn. Mann-
afli Norðmanna við það ferli var gríðarlegur. Núverandi mannfjöldi
í utanríkisráðuneyti Ingibjargar Sólrúnar dyggði engan veginn
borið saman við allan þann sérfræðingahóp og samningamenn
sem Norðmenn tefldu fram á sínum tíma. En allt kom fyrir ekki !
Skipan sérstaks sendifulltrúa í málefnum Palestínumanna ber
því fremur að skoða með táknrænum hætti en raunverulegu fram-
lagi til lausnar vandamálanna fyrir botni Miðjarðarhafs !
Skilningur á slíkri skipan hefði orðið meiri hérlendis og jafnvel
verið hægt að gera slíkt trúverðugra fyrir alþjóð ef á undan hafi
ekki farið meiriháttar bruðl utanríkisráðuneytisins í allskyns gælu-
verkefni og hégóma út og suður á undanförnum mánuðum og
misserum undir forystu Ingibjargar Sólrúnu Gísladóttir !
Þanþolið í utanríkisþjónustunni hlýtur nefnilega að gilda í þessu
eins og í flestu öðru !
Þess vegna er þetta enn eitt ruglið !!
![]() |
Íslenskur sendifulltrúi í málefnum Palestínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vara-formaður Sjálfstæðisflokks vil greiða fyrir ESB-aðild
22.4.2008 | 13:18
Vara-formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
vill greiða fyrir undirbúningi að aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Hún styður ESB-sinna í því að stjórnarskráin verði þannig breytt að
hún verði ekki í vegi fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Vara-
formaður Sjálfstæðisflokksins styður að sú breyting á stjórnarskránni
fari fram sem fyrst.
Þetta er athyglisverð afstaða. Og getur ekki túlkast annað en það að
vara-formaður Sjálfstæðisflokksins sé orðin ESB-sinni. Því væntan-
lega fer enginn að greiða fyrir ESB-aðild sem í hjarta sínu er á móti
ESB-aðild.
Afstaða þingmanna til breytinnga á stjórnarskránni svo hún verði sem
mest ESB-væn þegar að stóru stundinni kemur er ekker annað en próf-
steinn á viðhorfi og afstöðu þeirra til ESB. Það er ekki flóknari en það !
Þeir sem eru tilbúnir til meiriháttar breytinga á stjórnarskránni varðandi
fullveldisafsal svo Ísland geti gerst aðili að ESB eru í reynd að lýsa yfir
stuðningi við að Ísland sæki um aðild að ESB.
Skyldi það vera tilviljun að þetta er sami vara-formaðurinn sem hvað
mest beitti sér fyrir myndun núverandi ríkisstjórnar þar sem eldheitum
ESB-sinnum var þar komið til vegs og virðingar ?
Kemur Samfylkingin í veg fyrir varalið lögreglu ?
22.4.2008 | 00:26
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var fullyrt að þingmenn Samfylkingarinnar
séu mótfallnir hugmyndum dómsmálaráðherra um að skipa 240
manna varalið lögreglu. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarpið, en
málið er stopp í þingflokki Samfylkingarinnar. Segja heimildir frétta-
stofu Stöðvar 2 að verið sé að tefja málið á meðan formaðurinn leitar
lausna sem sjálfstæðismenn geta sætt sig við. Stefnir dómsmálaráð-
herra að því að setja ákvæði um vara-lögreglu inn í lögreglulögin. Við
það eru margir samfylkingarmenn ósáttir og vilja samkvæmt heimildum
Stöðvar 2 að dómsmálaráðherra falli frá hugmyndum um varalið í eitt
skipti fyrir öll.
Enn er þetta dæmi um ósættið innan ríkisstjórnarinnar. Auðvitað ætti
þetta varalið lögreglu löngu verið komið á fót. Öll rök frá öryggishags-
munum þjóðarinnar mæla með því. - Í raun ætti þetta varalið að vera
enn stærra og öflugra í ljósi þess að enn hefur Ísland ekki komið sér
upp her. Því verður ekki á annað trúað en sjálfstæðismenn kviki ekki
í þessu máli. Innan fyrri ríkisstjórnarflokka og fyrrverandi ríkisstjórnar
hafði málið fengið jákvæð viðbrögð, en sökum tímaskorts tókst ekki að
afgreiða það fyrir þingkosningar.
Það er sama hvert lítið er. Ætið skal Samfylkingin þvælast fyrir þegar
þjóðleg viðhorf varðandi þjóðaröryggi og þjóðarhagsmunir eru annars
vegar.
Breski Seðlabankinn til bjargar breskum hagsmunum
21.4.2008 | 21:36
Í fréttum RÚV í kvöld kom fram að Breski seðlabankinn er að
grípa til róttækra aðgerða til að koma lífi í breska fasteigna-
markaðinn, en hann hefur fallið mjög að undanförnu. Sama á
við um mörg ríki evrusvæðisins. En nú koma kostir þess að
reka sjálfstæða peningastefnu, mynt og hafa um vaxtastigið
að segja. Vegna þess að Bretar standa utan evrunar og
Evrópska seðlabankann, geta þeir nú gripið til sértækra að-
gerða varðandi breska hagsmuni á breskum fasteignamarkaði.
Alveg þvert á það sem einstök ESB-ríki með evruna sem
mynt og Evrópska seðlabankann yfir hausnum á sér geta
gert.
Verðugt umhugsunarefni fyrir evru-sinna á Íslandi !