Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Utanríkisráðherra vanvirðir gróflega stjórnarsáttmálann !
21.4.2008 | 00:38
Í fréttum Sjónvarps í kvöld sagði utanríkisráðherra að ekkert
útilokaði umsókn Íslands að ESB á kjörtímabilinu. Þetta er þvert
á stjórnarsáttmálann. Og þetta er þvert á það sem vara-formaður
Sjálfstæðisflokksins sagði í sömu frétt. Greinilegt er að utanríkisráð-
herra er að færa sig upp á skaftið í Evrópumálum í ljósi skoðana-
könnunar sem hið ESB-sinnaða Fréttablað birti í gær. Engu að síður
hlýtur það að teljast alvarlegur hlutur þegar forystumaður annars
stjórnarflokksins vanvirðir svo gróflega stjórnarsáttmálann með
jafn afgerandi hætti og þarna er gert.
Greinilegt er að ESB-sinnar ætla að nota sér þær efnahagsþrenging-
ar sem steðja að þjóðinni málstað sínum til stuðnings. Því er mikilvægt
að þjóðin verði sem best upplýst um blekkingar ESB-sinna. Nú berast
einmitt ótal fréttir af því hversu evran og ESB-aðildin er að stórskaða
efnahag fjölmargra ESB-ríkja. Einkum þeirra sem hafa tekið upp evru.
Komið er í ljós að eitt og sama vaxtastígið og ein og sama gengsskrá-
ningin á evru-svæðinu gengur alls ekki upp. Til þess er efnahagur
hinna ýmsu ESB-ríkja allt of ólíkur. Ef fram heldur sem horfir gæti mynt-
samstarfið sprungið í loft upp ef órói og óstöðugleiki á alþjóðlegum
peningamörkuðum haldi áfram, sbr. hið ágæta Reykjavíkurbréf Mbl. í
gær.
Hið mjög svo háa gengi evrunar í dag myndi stórskaða íslenzk út-
flutningsfyrirtæki ef Ísland væri á evrusvæðinu. Skaðinn yrði mun
meiri hér því Ísland er svo háð útflutningi, sbr. ál og sjávarafurðir.
Hér væri því bullandi atvinnuleysi, eymd og kreppa hefðum við tekið
upp evru. Þá myndu hundraðir milljarðar vera í hættu ef útlendingar
fá að eiga þess kost að kaupa hinn framseljanlega kvóta á Íslands-
miðum. - Allt bendir því til að efnahagslega myndu Íslendingar stór-
skaðast við það að ganga í ESB og taka upp evru.
Blekkingaáróðri ESB-sinna með utanríkisráðherra í broddi fylkingar
Þarf því að stöðva!
Því blekkingin er svo augljós og æpandi !!!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í hvaða umboði talar Valgerður um undirbúning að ESB-umsókn ?
20.4.2008 | 14:13
Fram kemur á Visir.is að Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður
Framsóknarflokksins, segir að ríkisstjórnin eigi að hefja undirbún-
ing að ESB-umsókn. Segir hún ríkisstjórnina ekkert að vanbúnaði
í þeim efnum og að svigrúm sé til þess innan stjórnarsáttmálans.
Í hvaða heimi er frú Valgerður Sverrisdóttir? Í fyrsta lagi er skýrt
tekið fram í stjórnarsáttmálanum að ekki verði sótt um aðild að
ESB á kjörtímabilinu. Undirbúningur að slíkri umsókn á kjörtíma-
bilinu yrði því í hrópandi mótsögn við stjórnarsáttmálan, enda
hefur stærsti stjórnarflokkurinn ekki aðild að ESB á stefnuskrá
sinni.
Miklu fremur er vert að spyrja í hvers umboði lýsir vara-formaður
Framsóknarflokksins því yfir að hefja skuli undirbúning að umsókn
að ESB? Hefur hún slíkt umboð frá sínum eigin flokki? Hefur slík
umræða farið fram þar og verið samþykkt? Klárlega alls ekki! Þvert
á móti hefur Framsóknarflokkurinn aldrei ályktað í þá veru sem
Valgerður er nú að lýsa. - Því hljóta fjölmargar spurningar að vakna
um tilganginn með slíkri fráleitri yfirlýsingu, því hér er um sjálfan vara-
formann Framsóknarflokksins að ræða.
Hið óskiljanlega frumhlaup Valgerðar Sverrisdóttir verður ekki til
þess fallið að bæta stöðu flokksins í dag. -
Svo míkið er víst !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Stórgott Reykjavíkurbréf !
20.4.2008 | 00:13
Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins í dag er með því albesta
sem skrifað hefur verið. Því er ástæða til að hvetja sem flesta
að lesa það og kynna sér innihald þess. Meiriháttar framlag
til Evrópuumræðunnar, og ekki síst varðandi evruna og hvernig
hún er að fara með fjölda ríkja á evrusvæðinu. Eða eins og segir
í bréfinu ,,Þeir Íslendingar, sem á undanförnum vikum og mánuð-
um hafa boðað upptöku evrunnar sem einhvers konar allsher-
jar björgun frammi fyrir þeim sérstaka vanda, sem við eða öllu
heldur bankarnir standa frammi fyrir, virðast ekki hafa gert sér
grein fyrir þeim umræðum, sem nú standa yfir innan Evrópusam-
bandsins um þessa hlið málanna, vilja ekki vita af þeim eða það
sem verra er, vilja ekki að þjóðin viti af þeim".
Nú er sem sagt komið á daginn eins og margir fjármálasérfræð-
ingar vöruðu við þegar evran sá dagsins ljós, að vegna gjörólikra
efnahagsþátta innan ríkja ESB, gæti ein mynt eins og evran með
eina gengisskráningu fyrir allt svæðið aldrei gengið upp. Nú er
þetta að gerast, ekki síst eins og nú þegar aðkreppir í efnahags-
málum heimsins. Mörg ríkja ESB á evrusvæðinu kveinka sér nú
sáran undan því að geta Í ENGU ráðið vaxta- eða gengisskráningu
við stjórn sinna efnhagsmála. Fyrir vikið verður efnahagsvandi
þeirra mun meiri og skaðvænlegri en hefðu þau yfir þessum
grunntækjum að ráða við stjórn efnahagsmála. Vegna þess að
aðstæðurnar eru svo GJÖRÓLIKAR innan hvers ESB-ríkis og sem
Evrópski Seðlabankinn eðli málsins samkvæmt ræður ekker við.
Hagsmunir hinna stóru, eins og Þýzkalands ráða alfarið för eins
og fram kemur í Reykjavíkurbréfinu.
Sem betur fer er Ísland ekki á evrusvæðinu, enda gjörsamlega
út í hött að taka upp erlenda mynt sem við höfum ENGIN áhrif á
og ekki vaxtastig heldur. Mun vænlegri kostur er því fyrir Ísland
að taka upp nýja peningastefnu í myntsamstarfi við t.d Norðmenn
eins og hér hefur oft verið fjallað um, og m.a vitnað til ummæla
Þórólfar Matthíassonar prófessors við H.Í í þeim efnum.
Hafi höfundi Reykjavíkurbréfsins þökk fyrir skrifin og vonandi að
nýtt ljós renni upp hjá sumum evrusinnum eftir lestur þess....
Viðskiptaþróunarsjóður. Enn eitt bruðlið !
19.4.2008 | 00:19
Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, er ekki af
baki dottin í yfirgengilegu bruðli sínu í utanríkisráðuneytinu.
Nú hefur utanríkisráðherra séð sérstaka ástæðu til að stofna
svokallaðan Viðskiptaþróunarsjóð. Þar gefst fyrirtækjum sem
hyggja á útrás í þróunarríkjum kostur á að SÆKJA UM STYRK
til hagkvæmisúttekta, forkannana, tilraunaverkefna, starfs-
þjálfunar og margt fleira. Skv. heimasíðu ráðuneytisins er
markmið sjóðsins að styðja við sjálfbæra efnhagsþróun með
því að hvetja til fjárfestinga og viðskiptasamstarfs á milli ís-
lenzkra fyrirtækja í þróunarríkjum. Hámarks stryrkur til ein-
stakra verkefna er 6 milljónir. Hvergi kemur fram um eftir-
fylgni ráðuneytisins með syrkunum. Því allt svona opinbert
ómarkvíst styrkjarugl er dæmigert til að fara í sjálft sig. .
ENGUM TIL GAGNS !
Þetta er enn eitt dæmið af fjölmörgum hversu utanríkisráðu-
neytið er að verða mikill fjárhagslegur baggi á þjóðinni.
Ekki síst á því samdráttarskeði sem við blasir á næstunni....
Evrópusamtökin þegja þunnu hljóði um framsals kvótans
18.4.2008 | 15:49
Tveir stjórnarmenn Evrópusamtakanna þeir Andrés Pétursson og
Björn Friðfinnsson skrifa hugleiðingar um Evrópumál í 24stundir í
dag. Tvennt vakti athygli. Annars vegar viðurkenning þeirra á því
hversu fullveldisyfirfærslan er mikil við inngöngu í ESB, þannig að
breyta þurfi stjórnarskránni sem fyrst. Hins vegar hin dauðaþögn
þeirra félaga um hvernig þeir ætli að búa svo um hnútanna að hinn
framseljanlegi kvóti á Íslandsmiðum komist ekki með tíð og tíma í
hendur útlendinga, og þar með virðisaukinn af einni helstu auðlind
íslenzkrar þjóðar.
Meðan forkólfar Evrópusamtakanna þegja þunnu hjóði um svona
mikilvægan þátt varðandi inngöngu Íslands í ESB verður málflutningur
þeirra afar ótrúverðugur, svo ekki sé meira sagt!
Evrópuumræðan á villigötum
18.4.2008 | 00:18
Það er alrangt hjá Ólafi Ísakssyni, lektor við Háskólann í Reykjavík,
á ráðstefnu um fjármál heimilanna í gær, að nauðsynlegt sé að taka
upp evru hér á landi, í ljósi þess að 7 ára tilraun stjórnvalda með
flotgengi hafi mistekist. Mun skynsamlegra er t.d. að hefja myntsam-
starf t.d við Norðmenn eins og Þórólfur Matthíasson próffessor
við H.Í hefur bent á sem möguleika. Bæði það að það ferli þarf ekki
að taka nema brot af því tímaferli sem tæki að taka upp evru, auk
þess sem alltaf er að hægt að hnika til í slíku samstarfi ef nauðsyn
krefur, sem alls ekki er hægt með erlendan gjaldmiðil. - Þá eru gallar
sameiginlegs gjaldmiðils á evrusvæðinu alltaf að verða ljósari nú
þegar aðkreppir á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.
Það er sömuleiðis alrangt sem kom fram hjá varaforseta Evrópu-
þingsins, Diönu Wallis, á fundi í Odda í H.Í í gær, að ef Íslendingar
sæktu um aðild að ESB í dag yrði þeir komnir þangað inn fyrir jól.
Það vekur furðu að jafn háttsettur fulltrúi Evrópuþingsins skuli
bera slíkt á borð. - Því allir vita að aðild að ESB tekur margra ára
ferli, og upptaka á evru enn lengra ferli.
Af umræðunni í gær má hiklaust draga þá ályktun að Evrópuumræð-
an er hjá fjölmörgum á algjörum villigötum. Bæði innlendum og ekki
síst erlendum aðilum sem einhverja þekkingu ættu að hafa á þess-
um málum.
Ókostir aðildar Íslands að ESB og upptaka evru eru alltaf að verða
ljosari.
Höfum með hvorugt að gera !
Landbúnaðarráðherra á villigötum !
17.4.2008 | 13:38
Landbúnaðarráðherra getur ekki valið verri tíma en nú að
lögfesta matvælalög Evrópusambandsins. Í raun kallar ekkert
á slíkt. Allra síst í því efnahagsumhverfi sem við búum við í dag,
og með tilliti til framtíðarhorfa í matvælamálum heimsins. Land-
búnaðarráðherra er því á villigötum í þessu máli.
Því eru mótmæli og varnaðarorð Guðna Ágústssonar formanns
Framsóknarflokksins afar réttmæt. Nánast er um aðför að ræða
gegn atvinnuöryggi þúsunda manna. Og það á þeim landssvæð-
um sem hvað lökust standa í atvinnulegu tilliti. Þá er allt matvæla-
öryggi og búfjársjúkdómavarnir teflt í mikla tvísýnu.
Það er ekki nema rúmt hálfr ár síðan að Einar K. Guðfinnsson
sjávarútvegsráðherra stórskerti aflaheimildir sem verst komu
niður á sjávarbyggðum víðsvegar um land. Nú kemur þessi sami
ráðherra með óþarfa lögfestingu á matvælalögum ESB sem fyrir-
sjáanlegt er að munu hafa mjög neikvæð áhrif á kjötvinnslur víða
um land, og stofna þar með atvinnu þúsunda manna í hættu.
Hvað gengur ráðherra og ríkisstjórninni eiginlega til ?
Og það á slíkum óvissutímum og nú eru !
![]() |
Segir landbúnaði og neytendum kunni að vera ógnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er fjáraustur utanríkisráðhera engin takmörk sett ?
17.4.2008 | 00:20
Í hvers konar eyðlsuheimi er utanríkisráðherra eiginlega ? Nú á
að ráða tvo fyrrum hæstaréttardómara til að yfirfara margra ára
gömul gögn um árás hryðjuverkamanna í Kabúl á íslenzka friðar-
gæsluliða. Þeir sluppu, en því miður létu tveir lífið í árásini. Þótt
sprengjuárásin var ALFARIÐ hryðjuverkamönnum að kenna, ætlar
utanríkisráðherra samt, mörgum árum seinna, að láta fara yfir
málið. Með ærnum tilkostnaði fyrir okkur skattborgara. Til hvers ?
Þetta kom fram á Alþingi í gær þegar utanríkisráðherra var að
svara fyrirspurn frá þingmanni Vinstri-grænna sem vildi vita hvort
ríkið væri skaðabótaskylt. Svo fátvitlega sem spurt var. Utanríkis-
ráðherra taldi svo ekki vera eðlilega vegna þess að enginn af
íslenzku friðargæslumönnum hleypti að skotum eða sakaði aðra.
- Samt á að fara yfir málið með því að ráða tvo fyrrum hæðsta-
réttardómara til þess. Til að þóknast Vinstri grænum, eða hvað ?
Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra hefur að undanförnu verið
harðlega gagnrýnd fyrir óhóflega eyðslu í allskyns hégóma, prjál
og tilgangslaus verkefni á sviðum utanríkisráðuneytisins.
Dæmið um þetta Kabúl-mál er lifandi dæmi um slíkt algjört
RUGL!
![]() |
Fyrrum hæstaréttardómarar yfirfara gögn um árásina í Kabúl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hækkandi verðbólga á evrusvæðinu
16.4.2008 | 13:38
Í mars var verðbólga á ársgrundvelli á evrusvæðinu tæp 4%.
Slík verðbólga hefur ekki mælst í heil 16 ár. Af ESB-ríkjum var
verðbólga hæðst í Slóveníu tæp 7%. Verðbólgumarkmið Seðla-
banka Evrópu er undir 2%. Hagvaxtahorfur á evrusvæðinu hafa
versnað að undanförnu og mikil og viðvarandi verðbólga dregur
úr líkum þess að stýrivextir verði lækkaðir. Aukið atvinnuleysi er
víða og nálgast t.d 6% á Íralndi. Mörg útflutningsfyrirtæki eiga
í erfiðleikum vegna þess hversu gengi evrunar er hátt. Víða er
hrun á fasteignamörkuðum vegna hinna alþjóðlegu fjármála-
kreppu og eiga margir bankar á evrusvæðinu í erfiðleikum. Margir
fjármálafræðingar óttast aukið misgengi á evrusvæðinu haldi hin
alþjóðlega fjármálakreppa áfram. Mun það geta reynt mjög á
sjálft myntsamstarfið á evrusvæðinu. En margir spáðu því í upp-
hafi evruvæðingarinnar að slíkt samstarf gengi ekki til lengdar
vegna mismunandi efnahagsástands í hinum ólíku ríkjum ESB.
Ekki síst kæmi til samdráttar og þrengingar í hinum alþjóðlega
fjármálageira. - Sem nú virðist vera að ganga eftir.
Skyldu evru-og ESB-sinnar hérlendis ekki þurfa að fara að setja
upp ESB-sólgleraugu ef fram heldur sem horfir ?
Schengen virkar bara ALLS EKKI ! !
16.4.2008 | 00:20
Tvenir atburðir í gær sýna svart á hvítu að Schengen virkar allls
ekki. Sá fyrri þegar Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Litháa í 19
mánaða fanelsi fyrir að rjúfa endurkomubann. Sá síðari þegar Pól-
verji var loks handtekinn eftir margra mánaða dvöl hérlendis þrátt
fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi sínu fyrir morð. En bæði Litháen
og Póland eiga aðild að Schengen eins og Ísland.
Í báðum tilfellum brást kerfið. GJÖRSAMLEGA! Enda virðist að hvert
glæpagengið af öðru á öllu Schengen-svæðinu geti komið nánast
óáreitt inn í landið og athafnað sig að vild. Allt út af nánast gal-opnun
landamærum vegna SCHENGEN .
Hversu langt á glæpatíðni erlendra glæpahópa að ganga svo að
stjórnvöld fari að rumska ? Aðild Íslands að Schengen, land úti á
miðju Atlantshafi, var frá upphafi stór BRANDARI og allsherjar rugl!
Eða halda menn það tilviljun að hvorki eyþjóðirnar Bretar og Írar
hafa gerst aðiliar að Schengen?
Kostnaðurinn við Shengen-samstarfið er gríðarlegur. Mörg hund-
ruð milljónir á ári.
Væri ekki skynsamlegra hjá dómsmálaráðherra að viðurkenna mis-
tökin vegna Schengen, hætta því rugli, og nota peningana t.d í hið
fjársvelta eimbætti lögreglustjórans á suðurnesjum? Alla vega hluta
þeirra!
Því Schengen-kerfið ER ALLS EKKI AÐ VIRKA!
Þ V E R T Á M Ó T I !
![]() |
Úrskurðaður í gæsluvarðhald til 6. maí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)