Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Björn Bjarna og Þorsteinn Páls afhjúpa hinn alvarlega klofning !



    Á kappræðufundi í gær um Evrópumál tókust á MJÖG ólík
viðhorf og sjónarmið um  það  hvort Ísland yrði betur borgið
innan  eða  utan  Evrópusambandsins  (ESB).  Þarna  voru
mættir tveir oddvitar tveggja mjög ólíkra póla innan Sjálfs-
stæðisflokksins sem takast nú hart á um Evrópumálin þegar
óðum styttist í landsfund flokksins.  Björn Bjarnason alþing-
ismaður og Þorsteinn Pálsson ritstjóri tókust þarna hart á,
en himinn og haf aðskildi málflutning þeirra. Þarna afhjúpuðu
þeir í raun hinn mikla alvarlega klofning innan Sjálfstæðisflokk-
sins í einu stærsta pólitíska hitamálið lýðveldisins. Klofning sem
algjör ógerningur virðist vera  hægt að leysa svo öllum líki.

   Ljóst er að ESB-sinnar hafa því  miður unnið  á  innan  Sjálf-
stæðisflokksins að undanförnu. Allt útlit er fyrir  að innan þing-
flokksins eiga ESB sinnum eftir að fjölga eftir kosningar, þótt
yfir 70% flokksmanna  er andvígur  ESB-aðild. Þannig  leiða
yfirlýstir ESB-sinnar framboðslista flokksins í þremur stærstu
kjördæmunum á höfuðborgarsvæðinu. Menn sem hika ekki einu
sinni við að fara gegn NÚVERANDIi stefnu flokksins í Evrópumálum.
Þar á meðal  Bjarni Benediktsson, sem  býður  sig  til fram til
formanns.  Hvernig er hægt að treysta slíkum mönnum?

    Í ljósi þessa þá hljóta ESB-andstæðingar meðal kjósenda
Sjálfstæðisflokksins vera farnir að hugsa sinn gang. Alla vega
hér á höfuðborgarsvæðinu. Því hvernig sem niðurstaða lands-
fundar fer í Evrópumálum, sitja ESB-andstæðingar  flokksins á
höfuðborgarsvæðinu uppi með 3 yfirlýsta ESB sinna sem oddvita
listanna. Þá Bjarna Ben, Illuga Gunnars og Guðlaug Þór. En
ALLIR hafa þeir gefið grænt ljós á aðildarviðræður, og þar með
umsókn að ESB. En enginn SANNUR ESB-andstæðingur  fer  að
kjósa yfirlýsa ESB-andstæðina á þing!

   L-listi fullveldissinna er því EINI rauverulegi valkostur ALLRA
ESB-andstæðinga. Því SÉRHVER sem kosinn er á þing fyrir L-
lista fullveldissina er SANNUR fullveldssinni, og stálheill í afstöðu
sinna gegn ESB-aðild.

    ALLIR SANNIR ESB-andstæðingar treysta, styðja og kjósa þvÍ
L-lista fullveldissinna í komandi kosningum!
 
mbl.is Kapprætt um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullveldissinnar höfuð andstæðingar Samfylkingarinnar


    Hugmyndafræðilega eru fullveldissinnar höfuð pólitískir andstæðingar
Samfylkingarinnar. Ekki  bara  vegna  þess að  meðan fullveldissinnar
byggja sínar hugsjónar á  hófsömum  borgaralegum gildum, byggir
Samfylkingin á sósíaldemókratiskum og vinstrisinnuðum viðhorfum.
Heldur vilja fullveldissinar standa sterkan vörð um þjóðfrelsi þjóðar-
innar og fullveldi Íslands, meðan  Samfylkingin vill stórskerða hvort-
tveggja, og koma þjóðinni undir yfirþjóðlegt  vald. Þannig  eru  full-
veldissinnar og Samfylkingin hinir  raunverulegu tveir aðal  andstöðu-
pólar í íslenzkum stjórnmálum. Fullveldissinnar hafna ALFARIÐ öllum
hugmyndum um að Ísland gangi í Evrópusambandið, meðan Samfylk-
ingin berst með kjafti og kló til að innlima Ísland inn í Stórríki Evrópu,
ESB.  Himinn og haf aðsilja því þessar tvær stjórnmálahreyfingar í
langstærsta pólitíska hitamáli í sögu lýðveldisins. Því   afar ólíklegt
að þessi tvö andstæðu öfl geti nokkurn tíman unnið saman í ríkisstjórn,
nema Samfylkingin kúvendi ALGJÖRLEGA stefnu sinni í Evrópumálum,
sem stjarnfræðilegar  afar litlar líkur eru á.

  Áfram frjálst og fullvalda Ísland!

  X við L-list fullveldissinna!
   

AMX.is reynir að milda ESB-ásýnd Bjarna Ben


   Það er grátbroslegt hvernig fréttaveitan AMX.is reynir nú að
milda ESB-ásynd Bjarna Benediktssonar, sem gefur kost á sér
til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Þar er haft eftir Bjarna
með stríðsfyrirsögn. ,,HEF ALDREI VERIÐ HLYNNTUR INNGÖNGU
ÍSLANDS Í EVRÓPUSAMBANDIÐ"  Engu að síður kemur skýrt
fram í viðtalinu, að Bjarni vill aðildarviðræður við ESB, eins og
hann hefur MARGSINNIS SAGT, nú síðast í opnu viðtali  við
Fréttablaðið um helgina.

  En til þess að aðildarviðræður fari fram verður FYRST að SÆKJA
UM ESB-AÐILD, eins og allir yfirlýstir ESB-sinnar vilja gera. Þar
á meðal þá EINMITT Bjarni Ben, sem hlýtur þá að flokkast sem
ESB-sinni. Því ENGINN sækir um það sem viðkomandi er á móti! 
Eða er það?

   AMX.is hefði því mátt sleppa þessum esb-kattarþvotti, en
frekar að upplýsa lesendur og kjósendur hver afstaða Kristjáns
Þórs Júlíussonar er í Evrópumálum. En hann hefur gefið kost
á sér til formennsku eins og Bjarni. - Já þið þarna á AMX. Getið
þið upplýst okkur kjósendur hvar Kristján Þór stendur í Evrópu-
málum?  Er hann kannski ESB-sinni eins og Bjarni Ben, en kýs
að þegja yfir því fram yfir kosningar?

Hver er afstaða Kristjáns Þórs í Evrópumálum ?



   Senn líður að landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þrír hafa boðið sig
fram til formanns. Bjarni Benediktsson, sem vill aðildarumsókn að
ESB. Loftur A Þorsteinssin sem er andvígur aðildarumsókn að ESB.
Og svo síðast Kristján Þór Júlíusson. En hver er afstaða Kristjáns
Þórs til Evrópumála? Með eða móti aðildarviðræðum? En til þess
að fara í aðildarviðræður þarf fyrst að sækja um aðild að ESB. En
ENGINN andstæðingur aðildar vill sækja um slíka aðild.

   Kristján Þór hlýtur í dag að greina skýrt og klárt frá afstöðu
sinni til Evrópumála, nú eftir að hafa tilkynnt um framboð sitt
til formanns Sjálfstæðisflokksins. Bæði landfundarfulltrúrar og
kjósendur hljóta að eiga skýra kröfu á að Kristján Þór upplýsi
þá nú í dag um afstöðu sína til aðildarviðræðna og umsóknar
Íslands að ESB.

   Hér með er skorað á fjölmiðla að ganga eftir skýrri afstöðu
Kristjáns Þórs til þessa stórpólitíska hitamáls. Og það strax í
dag!
mbl.is Kristján Þór í formannskjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG alls ekki treystandi í Evrópuálum !


    Nú liggur það skýrt og klárt  fyrir. Vinstri  grænir  eru
ekki treystandi í Evrópumálum. Allt  opið  í  því að fara í
aðildarviðræður og samþykkja umsókn  að  ESB. EKKERT
kemur í veg fyrir það skv. kosningaáherslum VG í Evrópu-
málum.

   Mjög gott fyrir okkur ESB-andstæðinga að fá þetta svona
skýrt fram. Krafa Samfylkingarinnar um aðildarviðræður og
þar með að sótt verði um aðild að ESB kemur ekki í veg
fyrir áframhaldandi þáttöku VG í nýrri vinstristjórn.  

  En þetta kemur alls ekki á óvart meðal okkar fullveldissinna.
VG er í grunninn sósíaliskur flokkur, og sem slíkur mjög al-
þjóðasinnaður og and-þjóðlegt stjórnmálaafl.

  Þessi ESB-væna afstaða VG á bara enn eftir að styrkja fram-
boð  okkar fullveldissinna í komandi kosningum.

 
mbl.is VG vill ESB í þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir loðnir í Evrópumálum


   Það vekur mikla athygli að landsfundur Vinstri grænna tók
ekki af skarið varðandi áframhaldandi vinstrasamstarf  við
Samfylkinguna og Evrópumálin. Þótt VG svari því til að þeir
telji hagsmunum Íslands betur borgið í dag utan ESB, svara
þeir ENGU um það, hvort þeir séu tilbúnir að fallast  á aðild-
arviðræður, eins og Samfylkingin krefst. En aðildarviðræður
þýða umsókn  að  ESB.  Það er því ALLT Í LAUSU LOFTI með
það, hvernig VG ætla að bregðast við kröfum Samfylkingar-
innar um aðildarviðræður.  Meðan svo er þá er VG vægast
sagt loðið í Evrópumálum, og ALLS EKKI treystandi þar.

   Vert er að vekja athygli á þessu. Úr því landsfundur VG
tók ekki af öll tvímælu um þetta, verður að líta svo á, að
VG sé tilbúið að semja við Samfylkingu um aðildarviðræður
og þá um leið umsókn að ESB, til að tryggja áframhaldandi
vinstristjórnarsamstarf.

    L-listi fullveldissinna er því eina stjórnmálaaflið í dag sem
allir ESB-andstæðingar geta 100% treyst í Evrópumálum.   

Fullveldissinnar besti kostur ESB-andstæðinga !



   Eftir hin stórpólitísku mistök Bjarna Benediktssonar sem býður
sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, að lýsa því yfir í gær í
Fréttablaðinu að ESB-aðild og evra séu bestu  kosnirnir fyrir hina 
íslenzka þjóð, hljóta allir SANNIR ESB-andstæðingar innan Sjálf-
stæðisflokks og víðar að sjá, að L-listi fullveldissinna er EINI raun-
hæfi valkosturinn í komandi kosningum. Bjarni Ben hefur  nú kast-
að stríðshanskanum framan í andlit grasrótar Sjálfstæðisflokksins.
En yfir 70% hennar HAFNAR ESB-aðild.  Þrátt fyrir það HRÓPAR
varaformannsefnið ESB ESB og EVRA! Meiriháttar pólitísk afglöp
er varla hægt að fremja en þetta hjá manni  sem hyggst bjóða
sig fram í  mjög AND-ESB grasrótarflokki.  Enda hrokinn mikill og
yfirlætingin hjá formannsefninu með eindæmum.

   Þá er vert að benda á að Illugi Gunnarsson og Guðlaugur Þór
Þórðarson leiða lista sjálfstæðismanna í Reykjavík. BÁÐIR yfir-
lýstir ESB-sinnar. Því báðir vilja þeir aðildarviðræður að ESB og
þá um leið aðildarumsókn að því. - Það liggur alveg skýrt fyrir !

  En þá er vert að spyrja. Hvernig í ÓSKÖPUNUM geta ESB-and-
stæðingar innan Sjálfstæðisflokks kosið þennan ESB-flokk lengur?
Með alla þessa yfirlýstu ESB-sinna á eftsu listum Sjálfstæðsflokks-
sins í  fjömennustu kjördæmum landsins.  Eru engin takmörk fyrir
slíku?

   L-listi fullveldisinna, hið hófsama borgaralega afl, hefur hins vegar
SkÝRA og AFDRÁTTARLAUSA stefnu í Evrópumálum.  Aðildarviðræður
og aðildarumsókn að ESB KEMUR ALLS EKKI TIL GREINA! Þá er einnig
vert að vekja athygli á niðurstöðu landsfundar Vinstri grænna.
Þar virðist ÖLLU haldið galopnu í Evrópumálum. ENGINN afgerandi
afstaða undirstrikuð gagnvart KRÖFU Samfylkingarinnar um umsókn
að ESB. Alla vega heldur vara-formaður Vinstri grænna ÖLLU opnu,
það má ræða ALLA hluti segir vara-formaðurinn.  Þannig að VG er
ALLS EKKI treystandi í Evrópumálum, enda mjög alþjóðasinnaður
flokkur í eðli sínu, og hafnar öllum þjóðlegum gildum og viðhorfum.

   Því er hér enn og aftur skorað á alla þjóðfrelsis- fullveldis, og sjálf-
stæðissinna að koma STRAX til liðs við L-lista fullveldissinna.  Því nú
hefur ALDREI verið eins þýðingarmíkið að sem flestir sannir fullveldis-
sinnar verði kosnir á þing, til að verja fullveldi og sjálfstæði Íslands.

  Burt með landsöluliðið !!

  Áfram fullvalda og sjálfstætt Ísland!

  Íslandi allt!    

Klýfur Bjarni Ben Sjálfstæðisflokkinn ?


    Björn Bjarnason fyrrv.dómsmálaráðherra hefur sagt  að ef  til
þess komi að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að taka afstöðu til aðildar
að Evrópusambandinu mun flokkurinn klofna. Í blaðaviðtali  við
fréttablaðið í dag boðar Bjarni Benediktsson verðandi formaður
Sjálfstæðisflokksins, upptöku evru og aðild að ESB. Það sé sterk-
asti kosturinn.

   Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er á næstu helgi. Í ljósi um-
mæla Bjarna Ben er því full ástæða til að spyrja hvort Bjarni Ben
stefni að klofningi Sjálfstæðisflokksins í ljósi ummæla frænda sins?
Ekki síst þegar fyrir liggur skv. síðustu skoðanakönnun að  lang
fjölmennasti hluti grasrótar Sjálfstæðisflokkins, (Rúm 70%)  er
andvíg ESB-aðild.  - Í hvaða heimi er Bjarni Ben? Þvílíkur leiðtoga-
hæfileiki!  Byrja á því að kynda undir hatrammar deilur sem leiða
muni til  klofnings Sjálfstæðisflokksins.

    Fyrir ALLA SANNA ESB-andstæðinga innan Sjálfstæðisflokksins
er gott að vita að L-listi fullveldissinna standa þeim opin.  Allir
sannir þjóðfrelsis- fullveldis-og sjálfstæðissinnar eru hvattir til að
koma til liðs við L-lista fullveldissinna. Kjósum sem flesta fullveld-
issinna á þing. Með því eina móti tryggjum við áfram fullveldi og
sjálfstæði Íslands !

Við fullveldissinnar vörum við VG í Evrópumálum !



   ATHYGLISVERT!  Já AFAR ATHYGLISVERT.! Formaður Vinstri grænna
sagði ekki eitt einasta orð um Evrópumálin í setningaræðu sinni á
landsfundi VG sem nú stendur yfir. EKKI EITT EINASTA ORÐ í lang
stærsta pólitíska hitamáli lýðveldisins.  Sem segir hvað? Jú VG eru
tilbúinir að gangast undir Evrópustefnu Samfylkingarinnar til   að
halda núverandi vinstrasamstarfi áfram eftir kosningar. Tilbúnir
að gefa grænt ljós á aðildarviðræður, og þar með umsókn að ESB.
Nákvæmlega eins og Framsókn. Og nákvæmlega það sem búast
má við eftir landsfund Sjálftæðisflokksins.

   Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að L-listi fullveldis-
sinna er eina framboðið í dag sem ESB-andstæðingar geta 100%
treyst.

  Því er hér með skorað á alla ESB-andstæðinga að koma nú til liðs
við L-lista fullveldissinna.
mbl.is Sterk skilaboð frá yngra fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illugi í varastjórn Heimssýnar en vill samt ESB-umsókn ?


    Það er afar  mikilvægt  að  stjórnmálamenn  séu  samkvæmir
sjálfir sér, og starfi í  anda  sinnar  pólitísku  sannfæringar. Hef
ætíð haft miklar mætur á Ílluga Gunnrssyni þingmanni. Hins vegar
gerðist það fyrir nokkrum misserum, að  Illugi  breytti  um  grund-
vallarskoðun í  Evrópumálum, sem honum er  auðvitað  frjálst.  Í 
stað  þess að  vera sannfærður ESB-andstæðingur, og taka þátt
í  starfssemi Heimssýnir, samtökum sjálfstæðissinna í  Evrópumál-
um, gjörbreytti  Illugi  um skoðun, og er nú orðinn ESB-sinni. Vill nú
aðildarviðræður við ESB og þá um leið umsókn að því. En aðildarvið-
ræður geta ekki farið fram fyrr en fyrst sé sótt um aðild að  ESB. En
ENGINN sækir um það sem  viðkomandi  er á  móti! En samt  situr
Illugi sem fastast  enn í vara-stjórn Heimssýnar. Sá sem vill sækja
um ESB-aðild.  

   Hvernig má þetta vera, Illugi ?  Hvernig má þetta vera stjórnar-
menn Heimssýnar?

  

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband