Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Iðnaðarráðherra mun styðja olíuhreinsunarstöð !

 

   Í dag var kynnt skýrsla fyrir olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum.
Niðurstaða hennar eru afar jákvæðar í alla staði. Fjórðungasam-
band Vestfjarða lét vinna skýrsluna, og skv. henni er ekkert til
fyrirstöðu að olíuhreinsunarstöð rísi á  Vestfjörðum.

  Iðnaðarráðherra sem jafnframt er byggðamálaráðherra hlýtur
að taka vel í þessar framkvæmdir. Bæði það að slík framkvæmd
myndi hafa meiriháttar  jákvæð áhrif á þróun byggða á Vest-
fjörðum, sem ekki er  vanþörf á. Svo hitt sem ekki er síður
ánægjulegt, að bygging slíkrar stöðvar kæmi meiriháttar heim
og saman við áform iðnaðarráðherra að hefja olíuleit úti fyrir
Norðurlandi í sumar. Því olíuleit ráðherra er væntanlega gerð
til að finna olíu og vinna, og þar með að HREINSA. Þarna mun
því iðnaðarráðherra slá tvær stórar flugur í einu höggi.  Allt
annað yrði litið á sem  rugl og tvískinnungshátt, sem ráð-
herrann vill að sjálfsögðu forðast. Iðnaðarráðherra mun því
styðja olíuhreinsunarstöðina á Vestfjörðum !

  Þá mun umhverfisráðherra ekki geta annað en stutt þessa
framkvæmd einmitt út af umhverfissjónarmiðum. Því komið
hefur fram að olían sem þarna yrði hreinsuð yrði mun hreinni
en það eldsneyti sem við notum í dag. Þá hafa komið fram
ný tækni m.a í Hollandi þar sem gróðurhúsarekstur er stund-
aður við hlið olíuhreinsunarstöðvar til að nýta koltvísyringin
frá stöðinni. - Þá þarf ekki að virkja eina einustu sprænu.
Orkan sem slík stöð þarfnast er til í kerfinu. Umhverfisráð-
herra hlýtur því eins og iðnaðarráðherra að styðja þessa
framkvæmd heilshugar. Þá hefur sjávarútvegsráðherra lýst
jákvæðum viðhorfum til málsins, enda fyrsti þingmaður kjör-
dæmisins. Ríkisstjórnin gæti því orðið loks samstiga í mikil-
vægu þjóðþrifamáli. Kominn tími til !

   Að lokum má geta þess að ríkið þarf litlu til að kosta við
byggingu olíuhreinsistöðvar. Fárfestar koma aðallega er-
lendis frá í  tengslum við  Íslensks háttækniiðnaðar ehf.
Stöðin skapar 500-700 manns atvinnu, þar sem um 20%
er fyrir háskólamenntað  fólk. Stórbættar samgöngur á
Vestfjörðum fylgdu svo í kjölfarið milli suður og norður
hluta, enda tími til kominn, og þar með yrðu Vestfirðir
orðnir loks eitt atvinnusvæði.

  Íslendingar munu koma til að nota olíu og bensín um
ókominn ár. Látum ekki aðra vinna hana og hreinsa 
fyrir okkur. Gerum það með ábyrgum hætti og með eins  
lítilli mengun og kostur er. GERUM ÞAÐ SJÁLF(IR)!!


Rétt ákvörðun utanríkisráðherra

 

   Það er rétt ákvörðun hjá utanríkisráðherra að mótmæla og
krefjast afsökunarbeiðni við bandarisk stjórnvöld vegna þess
harðræðis sem Erla Ósk Arnardóttir varð fyrir við komuna til
New  York  fyrir nokkrum dögum. Framkoma banadarikskra
stjórnvalda var svívirðileg gagnvart þessum Íslendingi, sem
full ástæða er til að mótmæla, og það svo að eftir verði tekið.
Svona framkoma er gróf móðgun við íslenzka þjóð. Framkoma
sem alls ekki er hægt að líða.

  Forystugrein  Morgunblaðsins  er afar harðorð  í  dag út í
bandarisk  stjórnvöld  vegna þessa  máls. Þar segir m .a.
,,Það er ekki hægt að hafa nokkur orð um þessa framkomu.
Þau stjórnvöld sem svona haga sér gagnvart venjulegu
fólki af ekki meira tilefni eru gersamlega sturluð. Þau vita
hvorki í þennan heim né annan. Þau hafa misst veruleika-
skyn. Framkoma bandariskra yfirvalda við Erlu Ósk er fyrir-
litleg".

  Svo mörg voru þau orð. Ljóst er að sambúð Íslands og
Bandaríkjanna hafa farið versnandi síðustu misseri. Fram-
koma bandariskra stjórnvalda gagnvart íslenzkum stjórn-
völdum við brotthvarf bandariska hersins af Íslandi t.d var
með eindæmum. - Slíkur var hrokinn.  - Íslendingar munu
því  í æ ríkari mæli halla sér að vina-og frændþjóðunum í
Evrópu. Enda eigum við þar heima.... 


Menntamálaráðherra í vörn gagnvart kristnilegu siðgæði í skólum

 

  Menntamálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins tókust
hart á í Kastljósinu í kvöld. En sem kunnugt er áformar ráðherra
að strika út  úr grunnskólalögum að  skólastarf  mótist af kristi-
legu siðgæði. Í umræðunnu fór ráðherra. Þorgerður Katrín mjög
hallloka fyrir Guðna Ágússyni, sem taldi heppilegast að umrætt
ákvæði héldist inn í grunnskólalögunum. Tími væri kominn til að
sporna við fótum og standa vörð um kristleg gildi sem hefðu
mótað íslenzkt samfélag í meira en 1000 ár. Guðni syndi fram
á að einu rök menntamálaráðherra um að ekki hefði verið stætt
á öðru en að leggja til breytingu sem þessa á lögunum með til-
vísan til dóma Mannréttindadómstóls Evrópu gagnvart Noregi,
væri fyrirsláttur. Aðstæður í Noregi væru aðrar en hér, Norðmenn
hefðu enn engu breytt hjá sér hvað þetta varðar, og því væri
út í hött hjá okkur að hlaupa til handa og fóta. Þjóðkirkjan væri
lögvarin í stjórnarskrá og nær þjóðin öll kristinnar trúar. 

   Það er alveg ráðgáta hvað hafi komið yfir menntamálaráðherra
í þessu máli. Vitað er um mikla andstöðu meðal sjálfstæðismanna
um þetta frumhlaup ráðherrans. Því hingað til hefur Sjálfstæðisflokk-
urinn talið sig málsvara kristilegra og þjóðlegra gilda. Enda hefur
kristin trú verið SAMOFIN íslenzkri þjóðmenningu yfir 1000 ár og
er því einn af mikilvægustu þáttum þjóðararfsins. 

   Málið fer nú til afgreiðslu Alþingis. Eftir ummælum formanns Fram-
sóknarflokksins hlýtur flokkurinn að koma með breytingatillögu þess
efnis að umtalað ákvæði varðandi kristilegt siðgæði í grunnskólum
Íslands haldist hér eftir sem hingað til. - Um það hlýtur að vera
mikill meirihluti á Alþingi, ekki síst innan Sjálafstæðisflokksisns,
sem talið hefur sig til þessa sérstakan málsvara kristinnar trúar
og siðgæðis...

 


Kristileg siðgæði úr skólum?

 

   Gott hjá Guðna  Ágústssyni  formanni Framsóknarflokksins
á Alþingi í dag að  hefja máls á  ráðabruggi menntamálaráð-
herra að fella  út  úr grunnskólalögum um að skólastarf mót-
íst af KRISTILEGU SIÐGÆÐI. Sagði Guðni ,,að nú skal kennslu-
borðum kristninnar velt og hún gerð brottræk úr helgidómi
íslenzkra menntastofnana að undirlægi menntamálaráð-
herra og ríkisstjórnarmeirihlutans".

   Hvað gengur menntamálaráðherra eiginlega til? Hefur ráð-
herra stuðning þingmanna Sjálfstæðisflokksins við sig í þessu
máli? Hvað með grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins að standa
vörð um þjóðleg og kristileg gildi? Miklu frekar hefði maður
haldið að svona ráðabrugg kæmi úr Samfylkingu eða öðrum
vinstrisinnuðum flokkum, en alls ekki Sjálfstæðisflokki.  Það
var því líka rétt hjá Guðna að spyrja ,,hvort Guð eigi að fara
úr þjóðsögnum líka?".

   Á hvaða vegi er Sjálfstæðisflokkurinn staddur ef hann heldur
svona áfram? Krisin trú er samöfin íslenzkri þjóðmenningu í
rúm 1000 ár. Ef ekki á að standa vörð um hana í grunnskólum
landsins, hvað þá með þjóðararfinn í heild sinni?

 

 

 


Tilskipun ESB ógnaði íslenzkum þjóðarhagsmunum

 

  Í fréttum RÚV í kvöld kom fram að flugfargjöld á Íslandi myndu
hækka all verulega ef ný tilskipun Evrópusambandsins verði sam-
þykkt. Hún miðar að  því að  draga úr mengun  flugvéla og  að fá
almenning innan ESB til að nota frekar lestir í auknu mæli. Kom
fram að þetta myndi stórskaða samkeppnisstöðu evrópskra flug-
félaga, því þetta yrði fyrsta tilskipun þessa eðlis í heiminum í dag.

  Hvað Ísland varðar myndi svona tilskipun hafa meiriháttar áhrif
á Íslandi. Ekkert ríki a.m k í Evrópu er háð eins miklum flugsam-
göngum og Ísland. Bæði kemur þar til að Ísland er eyja langt úti
á Atlantshafi, og á Íslandi eru engar lestir, hvorki innanlands né
til að ferðast með á milli landa af skiljanlegum ástæðum. Ekki er
því ofsagt að slík tilskipun nái hún til Íslands myndi klárlega ógna
íslenzkum þjóðarhagsmunum.  Og það all verulega...

  Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögðum íslenzkra stjórnvalda
gagnvar tilskipun þessari verði hún að veruleika. Því augljóst er
að Ísland mun aldrei geta samþykkt slíka aðför að íslenzkum þjóð-
arhagsmunum. Jafnvel þó að  hinn ESB-sinnaði utanríkisráðherra
finnist  málið léttvægt...........  

 


Bandaríkjamenn eiga að skammast sín !

 

   Það er vert að taka undir með Staksteinum Morgunblaðsins
í dag að það skuli vera til skammar hvernig bandariska leyni-
þjónustan vinnur. ,, Það vekur óhug og viðbjóð að lesa frétt
bandariska stórblaðsins The New Tork Timnes" segir í Stak-
steinum. ,, Að þjóð sem vill kalla sig siðmenntaða, eins og sú
bandariska vill vissulega gera, skuli beita svona ómannúðleg-
um aðferðum við yfirheysrlur, er til háborinnar skammar fyrir
Bandaríkin", segja  Staksteinar.

  En það er ekki bara frásagnir í The New York Times sem fylla
manni viðbjóði og hryllingi á bandarisku réttarkerfi og samfélagi
þessa daga. Lestur bókar  um Aron Pálma sem  er nýkomin út
veldur manni þvílíkum viðbjóði á bandarisku réttarkerfi að það
er með  engum orðum lýst. Niðurstaðan er sú, að bandariskt
samfélag er sjúkt. Stjórnkerfið er helsjúkt. Það sjúkt, að Banda-
ríkjamenn eiga að skammast sín og vera ekki að setja sig á háan
hest gagnvart öðrum þegar kemur að lýðræði og réttarfari.

  Sem betur fer fara bandarisk áhrif stórminnkandi á Íslandi eftir
að bandarisk stjórnvöld ákváðu EINHLIÐA að kalla bandariska
herinn af landi brott. Þvílíkur léttir ! Okkur sönnu vinir sem við
getum treyst og virt eru í Evrópu.  Þar eigum við líka heima!  

 

 

 

 


Eflum pólitísk samskipti við Þjóðverja og Rússa

 

    Bandarisk áhrif á Íslandi fara brátt að heyra sögunni til, enda
hefur gjörbreyting  orðið í varnar- og  öryggismálum Íslands. Við
þær aðstæður er ekki nema eðlilegt að Íslendingar standa frammi
fyrir veigamiklu endurmati á stöðu sinni í dag í samfélagi þjóðanna.

   Aðild Íslands að NATO er horsteinn Íslands í öryggis-og varnar-
málum. Samfara því  að Íslendingar stórefli  þáttöku sína í eigin
öryggis-og varnarmálum  eins  og  fullvalda  og sjálfstæðri þjóð
sæmir, er nauðsynlegt að  eiga sérstaka samvinnu  í þeim  málum
við okkar helstu nágranna og vinaþjóðir. Mikilvæg skref hafa þegar
verið stigin í þeim efnum við Dani og Norðmenn. En meira þarf að
koma til.

    Ísland er Evrópuþjóð. Tengslin við Evrópu eiga eftir að vaxa mjög
í framtíðinni samfara minnkandi samskiptum vestur um haf. Í Evrópu
á Ísland því láni að fagna að eiga tvær öflugar þjóðir sem miklar vina-
þjóðir. Þær eru Þjóðverjar og Rússar. Vinátta Íslendinga og Þjóðverja
hefur verið einstök gegnum tíðina. Þar sem Ísland hefur tekið þá réttu
afstöðu að standa utan Evrópusambandsins, er mjög mikilvægt að eiga
gott og öflugt pólitiskt  samband við  stærsta og  öflugasta  ríki  þess,
Þýzkaland. Hluti af slíku öflugu pólitísku sambandi er sérstök aðkoma
Þjóðverja að vörnum Íslands, eins og rætt er um. Þýzkaland er eitt af
öflugustu ríkjum NATO sem yrði mikill fengur í að fá að vörnum Íslands.
Eigum við því  að virkja þessa sérstöku vináttu okkar við Þjóðverja sem
eru í lykilaðstöðu innan Evrópusambanadsins, en góð samskipti við það
til viðhalds  EES samningnum við ESB er okkur mjög mikilvægt í framtíð-
inni.

   Rússland er ört vaxandi ríki í dag, ekki síst efnahagslega. Ísland og
Rúsland ásamt öðrum þjóðum við N-Atlantshaf hafa  mikillia  öryggis-
hagsmuni að gæta á  norðurhöfum  og  Atlantshafi. Því  á  Ísland að
stuðla að eflingu pólitiskra samskipta við Rússa á sem  flestum svið-
um. enda hafa samskipti þjóðanna ætið verið mjög góð. Í Rússlandi
er í dag mikill efnahagslegur uppgangur  og  því mikilvægt að  eiga
beinan aðgang að rússneskum mörkuðum, ekki síst þar sem Ísland
stendur utan ESB og getur því samið við rússnesk stjórnvöld beint
og milliliðalaust.

    Í ljósi alls þessa eigum við  því sérstaklega nú  að efla pólitísk sam-
skipti okkar við Þjóðverja og Rússa í framtíðinni, samfara  því að eiga
náin og góð samskipti við  okkar bræðraþjóðir á Norðurlöndum. 

 

 


Sýnum Rússum umburðarlyndi !

 

   Stórsigur flokks  Vladimirs  Pútíns í nýloknum þingkosningum
í Russlandi hafa víða sætt  gagnrýni, og  margir talið  að brögð
hafi verið í tafli. - Gleymum því samt ekki að Rússland  var ekki
fyrir svo löngu einræðisríki undir járnhælum kommúnista lungan
úr allri síðustu öld. Efnahagur Rússland var ein rjúkandi rúst við
valdalok kommúnista.  Því má með sanni segja að það hafi tekið
Rússa  undranverðan stuttan tíma að ná tökum á efnahagslífinu
og að koma á lýðræðislegu stjórnskipulagi. Að sjálfsögðu er þar
margt sem betur má fara. En fyrst það á að taka heila kynslóð
Austur-Þjóðverja að aðlagast þýzka vestrinu þá hlýtur það að
taka Rússa ennþá lengur að aðlagast frelsinu undir mun lengri
kommúniskri kúgun en Austur-Þjóðverjar urðu að þola.

   Því verður ekki á móti mælt að Vladimir Pútin hefur verið farsæll
leiðtogi þjóðar sinnar á einum af  mestu umbrotatímum  í  sögu
hennar. Réttur maður á réttu stað  og tíma. - Rússar eru því á
réttri  leið  hvað varðar  efnahag og  lýðræði. En hvort tveggja
tekur sinn tíma að þróa og móta. Því ber að sýna Rússum um-
burðarlyndi hvað þetta varðar, eitthvað sem sumum engilsöxum
finnst  allavega erfitt að sýna og skilja.........

  Rússar eru meðal okkar bestu vinaþjóða. Eflum og styrkjum
þau tengsl enn frekar  í framtíðinni, báðum þjóðum til heilla...


Stöndum vörð um kristileg og þjóðleg gildi.

 

   Í allri umræðunni um aðkomu íslenzku þjóðkirkjunar að ýmisum
þáttum  daglegs  lífs, þ.á.m að  grunnskólum landsins, er  vert að 
vekja athygli  á ummælum  Parmit Dhanda, samfélagsráðherra  í
bresku ríkisstjórninni, og sem Mbl.is segir frá í dag. Sagði hann að
,,pólitíska rétthugsunarherdeildin" væri að grafa undan mikilvægi
trúarinnar. Hann varaði stjórnvöld við því að gefa upp á bátinn
hina kristnu þjóðararfleið, sem hefði átt ríkan þátt í því að tryggja
réttindi og frelsi almennings.

  Þessi varnaðarorð eru athyglisverð, og spurnig hvort þau geta
ekki einnig átt við íslenzk stjórnvöld í dag. En hugmyndir mennta-
málaráðherra að draga úr aðkomu íslenzku þjóðkirkjunar að grunn-
skólum landsins hafa sætt mikilli umræðu og gagnrýni sem eðlilegt
er. Krisín trú er samofin íslenzkri þjóðmenningu og íslenzku sam-
félagi í heil 1000 ár, og ber því að verja hana  sem hluta af okkar
þjóðararfi. Örfáir sérvitrungar úr hérlendri ,,pólitísku rétthugsunar-
herdeild" eiga að sjálfsögðu engin áhrifa að hafa á þá vörn.

   Varðandi umræðuna um aðskilnað ríkis og kirkju er einnig vert að
vitna í annan mann, Göran Person, fyrrverandi forsætisráðherra
Svía. Í ævisögu sinni sem út kom í haust viðurkennir hann að það
hefði verið SÖGULEG MISTÖK  að  skilja  að ríki og  kirkju  í Svíþjóð
árið 2000. Síðan þá hafi kirkjunni hrakað mjög. ,,Ég er sár yfir þróun-
inni segir Person". Og segir: ,, Sænska þjóðkirkjan var ein af fáum
ÞJÓÐLEGU STOFNUNUM okkar sem bar uppi nærveru og tilgang í
hversdaagslífinu. Hún var einingartákn í hinni alþjóðlegu hnatt-
væðingu."

    Stöndum því vörð um kristileg og þjóðleg gildi, og vísum öllum
tilburðum ,,pólitísku rétthugsunarherdeildarinnar" um  annað,
ALFARIÐ Á  BUG! 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband