Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Skrípakosningar á Kúbu


  Í dag eru svokallaðar þingkosningar á Kúbu. Jafnmargir
eru í framboði og þingsætin eru, og kommúnistaflokkurinn
eini  framboðsflokkurinn.  Afskræmi  lýrðræðisins er algjört.
Þjóðin  hefur verið  í kommúniskri ánauð yfiir 60 ár. Eina
von þjóðarinnar er að Kastró einræðisherra hverfi sem
fyrst yfir móðuna miklu.

  Það er sorglegt að  árið 2008 skulu enn finnast  aðdáendur
þessa stjórnskipulags á Kúbu hér upp á Íslandi. Aðdáendur
sem flykkjast í heilu pílagrímsferðirnar til þessa ,,sæluríkis"
sósíalismans.  - Skyldu þeir nú bíða í kvöld spenntir eftir úr-
slitunum?   

P.s Var einhver að tala um Vinstri græna?
mbl.is Þing Kúbu mun fjalla um Kastró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Austurlöndin seiða ?


   Eftir að utanríkisráðherra er nýkomin úr reisu til
Egyptalands, er forsetinn  og  iðnaðarráðherra á
leið í heilmikla reisu í austurveg, þ.á m til Katar og
Abu  Dahbi. Skemmst   er að  minnast  heilmikillar
reisu iðnaðarráðherra til Asíu fyrir um 2 mánuðum
sem átti að marka mikil tímamót í orkuútrás Íslend-
inga. Eitthvað hefur nú orðið minna úr henni miðað
við allar yfirlýsingar. Það sama á um för utanríkisráð-
herra til Egyptalands, en þar var gerður gagnkvæmur
fjárfestingarsamningur, sem í fljótu bragði ekki verður
séð hvaða tilgangi eiga að þjóna í reynd.

  Fyrir okkur sótsvartann almúgan reynist oft erfitt að
skilja svona reisur. Sérstaklega á tímum eins og
nú, og þegar ávinningurinn fyrir þjóðina liggur alls
ekki ljós fyrir, og er trúlega  enginn.........
mbl.is Ólafur Ragnar í opinbera heimsókn til Katar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðskiptaráðherra í evru-trúboði


  Sjaldan þreytist viðskiptaráðherra á  að grafa undan
gjaldmiðli þjóðarinnar, sem er einsdæmi að ráðherra
hafi forgöngu um . Tilgangurinn er auðvitað sá að koma
Íslandi inn í Evrópusambandið, en ráðherra hefur rétti-
lega sagt, að aðild að ESB sé frumforsenda þess að Ísland
geti tekið upp evru.

  Í dag erum við vitni af meiriháttar krísu á erlendum
fjármálamörkuðum og flöktandi gengi stórra gjaldmiðla.
Í slíku krísuástandi sem haglega getur leitt til alvarlegrar
heimskreppu er augljós kostur þess að sérhvert efna-
hagsumhverfi, stórt eða smátt, hafi yfir að ráða sínum
eigin gjaldmiðli sem miðist við efnahagsást viðkomandi
svæðis. Þannig hafa fjármálafræðingar t.d innan evru-
svæðisins vaxandi áhyggjur af því, að ef til verulegs
óróa komi á fjármálamörkuðum, gæti suður-evrusvæðið
orðið mun verr úti en í norðri, því gengi evrunnar tekur
ekkert mið af efnahagsástandi hvers ESB-ríkis fyrir sig.
Við slíkar aðstæður gæti evrusvæðið sprungið einn góðan
veðurdag.

   Íslenzka krónan hefur verið fljótandi síðustu ár. Það
var frumforsenda þess að t.d stórframkvæmdirnar við
Kárahnjúka gátu farið fram. Ef við hefðum haft fast gengi
við slíkar aðstæður hefði hér orðið all harkaleg lending í
efnahagsmálum með tilheyrandi atvinnuleysi. - Allt er
hins vegar opið í dag. Getum´t.d tengt  krónuna við
ákveðinn gjaldmiðil  með ákveðum frávikum  til eða frá
eða ákveðna gjaldmiðlakörfu. Alla vega er það  mun
viturlegra að prófa það fyrst, því ekki verður aftur snú-
ið þegar búið er að taka upp erlendan gjaldmiðil. Og
gleymum því ekki, að ef virkilegt krísuástand skapast
í gengismálum heimsins, gætu íslenzk stjórnvöld grípið
inn í gengisskráningu íslenzku krónunar, til að bjarga
þjóðarhagsmunum. Það gætum við ekki gert með er-
lendan gjaldmiðil, þar sem hinir stóru og sterku munu
ráða ferð, því allir hugsa um sig þegar í harðbakkann
slær.

  Vangaveltur viðskiptaráðherra að taka upp erlendan
gjaldmiðil er því á villigötum, og þjónar engum tilgangi
öðrum en þeim að troða Íslandi inn í Evrópusambandið
með öllum þeim miklu ókostum sem því fylgir......


mbl.is Rannsókn á áhrifum tengingar við evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fischer hvíli í íslenzkri mold

 

   Það er  sannarlega við hæfi að Bobby Fischer hvíli í
íslenzkri möld. Hér náði sigurstjarna hans hæðst í skák-
heiminum, hér gerðist hann íslenzkur ríkisborgari, og
hér endaði hann líf sitt.  Bandarisk stjórnvöld ofsóttu
hann til fjölda ára fyrir illskiljanlegar sakir. Japönsk
stjórnvöld sýndu honum mikla óbilgirni og harðræði,
og jafnvel Wiesenthal stofnunin hafði í hótunum við
íslenzk stjórnvöld á mjög ósmekklegan hátt við að
koma Fischer til bjargar.

   Þegar Fischer kom til Íslands var hann kominn heim.
Stuðningsmenn Fischers hafa látið það uppi að íslenzka
ríkið standi að útför Fischers á Íslandi, og að veglegur
minnisvarði verði reistur til minngar hans. - Megi hvort
tveggja rætast !


mbl.is Fischer hvíli í íslenskri mold
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágreiningur um eignarhald útlendinga í sjávarútvegi


   Í 24 stundir í dag segir frá miklum ágreiningi sjávarútvegs-
ráðherra og  viðskiptaráðherra  um hvort leyfa beri útlend-
ingum að fjárfesta beint í íslenzkum sjárvarútvegi. Afstaða
sjávarútvegsráðherra er hárrétt. Núverandi kvótakerfi og
framsal á kvóta kemur algjörlega í veg fyrir að leyfa útlend-
ingum að fjárfesta í útgerð. Með því móti kæmust þeir bak-
dyramegin inn í fiskveiðilögsöguna og eignuðust kvótann
með tíð og tíma. Fiskiskip með kvóta  sem útlendingar hefðu
þannig komist yfir  þyrftu ekki einu sinni að landa í íslenzkri
höfn, heldur yrði siglt með aflann beint í erlendar hafnir.
Þannig hyrfi allur virðisaukinn af þessari dýrmætu auðlind
okkar úr landi, svo og launatekjur því tengt. Slík slys hafa
víðar gerst innan Evrópusambandsins, og hefur verið kallað
kvótahopp. Breski sjávarútvegurinn er nánast hruninn vegna
þessa.

  Afstaða viðskiptaráðherra hefur ætíð verið ljós, enda vill
Samfylkingin að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þar með
yrðu t.d öll okkar yfirráð  fyrir  fiskiauðlindinni  úr sögunni.
Hins vegar vekur það furðu, að jafn skynsamur maður og
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skuli vera
fylgjandi Samfylkingunni í þessum málum. Greinilegt er að
verulegar skiptar skoðanir  er að verða innan Sjálfstæðis-
flokksins varðandi þessi mál.  Því miður !
mbl.is EES-samningurinn: Ráðherra greinir á um fjárfestingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert hæft í ásökunum Guðjóns


  Guðni Ágústsson,  formaður  Framsóknarflokksins, segir í
viðtali í hádegisfréttum RÚV, að ,, ekkert sé hæft í ásökunum
Guðjóns Ólafs Jónssonar, fyrrverandi þingmanns, um að for-
ystumenn flokksin í borgarstjórn hafi keypt sér föt fyrir hund-
ruð þúsunda króna á kostnað flokksins". Ásakanirnar koma
fram í bréfi sem þingmaðurinn fyrrverandi sendi Framsóknar-
mönnum í Reykjavík.

   Ásakanir Guðjóns Ólafs eru MJÖG alvarlegar. Ennþá alvar-
legri eru þær ef þær eru einungis byggðar á gróusögum eins
og hann sjálfur talar um, og kemur svo í ljós að enginn flugu-
fótur er fyrir þeim, eins og formaður flokksin segir. Hver er þá
tilgangurinn með slíku? Uppbygging flokksins í Reykjavík? Hvers
konar fíflagangur er þetta eiginlega ?

  Framsóknarflokknum  í Reykjavík vantar allt annað en svona
fíflahátt!

Lánleysi framsóknarmanna í Reykjavík ótrúlegt


    Það verður ekki sagt annað en að lánleysi framsóknarmanna
í Reykjavík sé ótrúlegt. Guðjón Ólafur Jónsson, fyrrverandi vara-
þingmaður framsóknarmanna í Reykjavík, hefur sent öllum fram-
sóknarmönnum í Reykjavík bréf, þar sem hann fjallar um sögu-
sagnir um að flokkurinn hafi  keypt  föt á frambjóðendur fyrir
borgarstjórnarkosningarnar 2006 fyrir hundruði þúsunda. Talar
Guðjón um að ,,gróusögur grassera " um þetta.  Hvers konar
rugl er þetta eiginlega? Er það nóg að setja svona alvarlegar
ásakanir fram á grundvelli ,,gróusagana" ? Hér er um MJÖG
alvarlegar ásakanir að ræða, sem flokkurinn hlýtur að upplýsa
þegar í stað ! Hvað næst?  Að flokkurinn klæði ekki bara fram-
bjóðendur, heldur fæði þá líka?

   Þetta er með eindæmum! Hér verður flokkurinn hið snarasta
að gera hreint fyrir sínum dýrum. Ekki er á annað bætandi!
mbl.is Gagnrýnir fatapeninga framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ESB að stórhefta flug Íslendinga ?


  Hvers konar ríkisstjórn höfum við eiginlega? Hjá Evrópusambandinu
er nú til alvarlegrar umfjöllunar tillaga að tilskipun um að fella flug-
starfsemi undir viðskiptakerfi með losunarheimildir  gróðurhúsaloft-
tegunda. Sem þýðir stóraukin útgjöld  Íslendinga að ferðast með
flugi milli landa og innanlands, því tilskipunin á að ná til Íslands.
Þetta myndi koma lang verst niður á Íslendingum. Því þetta er í
raun eini ferðamáti Íslendinga  milli landa þar sem Ísland er eyja
langt úti á Atlanatshafi, og einnig innanlands að stórum hluta, því
Ísland eitt ríkja Evrópu sem hefur ekkert lestarkerfi. Þetta yrði því
argasta mismunum af versta tagi á hinu Evrópska efnahagssvæði
ef þessi tilskipun nær fram að ganga gagnvart Íslandi.  Og ætla
íslenzk  stjórnvöld  EKKERT að aðhafast í  málinu?  Hvað hefur utan-
ríkisráðherra gert í málinu? Skilur ráðherra ekki að hér er  um
hreina aðför að íslenzkum þjóðarhagsmunum að ræða? Eitthvað
kannski sem hin ESB-sinnaða Ingibjörg Sólrún skilur ekki? En hvað
þá með forsætisráðherra ? Fylgist hann ekki með neinu  lengur ?
mbl.is Rætt um losunarheimildir flugfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússneskar þyrlur ber einnig að skoða !


   Í Kompásþætti í gær lýsti rússneski sendiherrann vonbrigðum
yfir því  að íslenzk stjórnvöld hefðu ekki enn svarað tilboði Rússa
um kaup á rússneskum þyrlum.  Í þættinum var m.a viðtal  við
sérfróðan Íslending í þyrlum sem staðfesti að hinar rússnesku
þyrlur stæðust allan samanburð við bandarískar og aðrar evróp-
skar þyrlur, og væru víða notaðar með góðum árangri við afar
erfiðar aðstæður. En það sem mesta athygli vekur er að þessar
rússnesku þyrlur eru helmingi ódýrari. Því vaknar sú spurnig
hvers vegna í ósköpunum er þessi kostur ekki skoðaður? Að
geta fengið sex þyrlur í stað þriggja hlýtur að vera meiriháttar
kostur.  Ekki síst þar sem sterk krafa er um að þyrlusveit verði
staðstett á Akureyri.

   Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði á Stöð 2 í kvöld
að ekkert væri útilokað í þessu máli. Sameiginlegt útboð með
Norðmönnum væri í undirbúningi. Þar gæfist Rússum sama
tækifærið og öðrum um að gera tilboð. Ef í ljós kæmi að hinar
rússnesku þyrlur stæðust alla þá staðla og kröfur sem gerðar
væru ættu þeir alla möguleika. Aðspurður hvort það væri illa
séð innan Nato að rússneskar þyrlur væru notaðar til slíkra
hluta hvaðst hann ekki vita til þess.

   Þar sem við stöndum frammi fyrir að stórefla Landhelgis-
gæsluna á  næstu  misserum og  árum eigum við að  vera
opnir fyrir öllu svo að sú efling verði sem mest á sem skemm-
stum tíma. Íslendingar, Norðmenn  og Rússar munu   eiga 
miklilla sameiginlegra hagsmuna að gæta á N-Atlantshafi á
komandi árum. Góð samvinna þessara ríkja svo og annara
á þessu hafsvæði er lykilatriði. Þyrlukaupin gætu orðið gott
upphaf slíkrar samvinnu......

Varnarmál. Skref í rétta átt !


   Utanríkisráðherra mælti fyrir frumvarpi um varnarmál á
Alþingi í dag. Vert er að fagna því svo langt sem það nær,
en greinilega ber það merki málamiðlunar innan ríkisstjórn-
arinnar.  Ljóst er, að þarna er bara eitt áfangaskref að
ræða, því fyrir liggur að á næstu misserum og árum verða
Íslendingar að axla mun meiri ábyrgð á sínum öryggis- og
varnarmálum en hingað til hefur verið.  Brotthvarf banda-
riska hersins vegur það mest, svo hitt að NATO og aðildar-
ríki þess munu ekki sætta sig við að Ísland eitt ríkja NATO
leggji til margfallt minna fé til varnarmála en yfirstjórn NATO
telur nauðsynlegt.

   Það er kominn tími til að þjóðin hætti öllum tepruskap þegar
kemur að öryggis-og varnarmálum, og líti á þau sem hvern
annan sjálfsagðan hlut, eins og allar sjálfstæðar og fullvalda
þjóðir gera. - Um það þarf að náðst sem breiðust samstaða
meðal þjóðarinnar.  Og það sem fyrst !
mbl.is Ísland axli ábyrgð á eigin öryggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband